Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 15
14 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vtsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Margslunginn trúarhiti Fyrrverandi biskup og biskupsfaðir fór fjarri öllu vel- sæmi, þegar hann líkti gagnrýnendum ýmissa þátta kristnihátíðar við nazista. Ummæli hans voru dapurleg móðgun við milljónir fómardýra nazismans. Með saman- burðinum gerði biskupinn örlög þeirra lítilfjörleg. Léleg aðsókn kristnihátíðar er orsök streitunnar hjá hinni kirkjulegu fjölskyldu á íslandi, þar sem gamli bisk- upinn og nýi biskupinn, aðalpresturinn, tónsmiðurinn og almannatengillinn em allir í einni og sömu fjölskyldunni og taka in solidum inn á sig erfiða stöðu mála. Lúterska ríkiskirkjan rændi kristnihátíðinni og gerði hana að herkvaðningu sinna manna með feiknarlegum auglýsingum og áróðri. Herkvaðningin fór gersamlega út um þúfur og er orðin tilefni aukinnar umræðu um bága stöðu ríkiskirkjunnar í hugskoti fólksins í landinu. Það voru mistök að gera kristnihátíð að lúterskri inn- ansveitarkróníku. Ríkiskirkjan gegnir mikilvægu hlut- verki í lífi þjóðarinnar sem opinber helgisiðastofnun á mikilvægum stundum, en kveikir ekki mikinn trúarhita í brjóstum fólks. Hún er deild í stjómarráðinu. Japanir ganga enn lengra en íslendingar á þessu sviði. Þeir hafa tvenn óskyld trúarbrögð í senn, ganga í hjóna- band að Búddasið og deyja inn í Shintosið. Þetta veldur þeim engum geðklofa, enda er um formlega helgisiði að ræða, en ekki neina persónulega trúarreynslu. Þannig væri hægt að taka ásatrú inn í íslenzka trúar- batteriið sem aðra deild í kirkjumálaráðuneytinu. Eins og hún er stunduð í Ásatrúarfélaginu virðist hún ekki kveikja mikinn trúarhita í hjörtum manna, en gagnast vel til helgisiða við mikilvægar stundir í lífi fólks. Sumir telja það ríkiskirkjunni helzt til gildis, að hún taki upp pláss trúarinnar í tilveru þjóðarinnar og dragi þannig úr útþenslu sértrúarsafnaða, þar sem ríkja fjörug messugerð og miklir ræðuskörungar, endurskímir og per- sónuleg trúarreynsla að bandarískum hætti. Trúarhiti leynist víðar í þjóðfélaginu en í viðurkennd- um söfnuðum á skrá Hagstofunnar. Viku eftir mislukkaða kristnihátíð flykktust Freysdýrkendur í langtum stærri hópum á óvenjulega langvinna graðhestasýningu, sem stóð klukkutimum saman og dögum saman. í lokaatriðinu var Freyr leiddur inn á völlinn í gervi kraftaverkahestsins Orra frá Þúfu við trylltan fögnuð safnaðarins, þar sem heitasta ósk manna er að vinna í happdrætti, þar sem dregið er um, hvaða öndvegishryssur megi njóta sæðis hans fyrir 350.000 krónur hver. Trúarhiti og trúarofstæki leika lausum hala í kaffistof- ur hestamanna, þar sem gerður er samanburður á krafta- verkahrossum. Ef Ásatrúarfélagið drægi úr Óðinsdýrkun sinni og sneri sér að arftökum Hrafnkels Freysgoða og Fals í Efstadal, mundi hagur þess vænkast að mun. Freyjudýrkun er einnig útbreidd hér á landi, studd sögupersónum Halldórs Laxness og ímynd Bjarkar söng- konu, þar sem konan stígur fram sem dularfullt náttúru- afl, kynorkumögnuð álfkona, eins konar móðir Jörð. Freyja birtist þjóðinni í gervi Úu og Bjarkar. Náttúrudýrkun hins foma siðar hefur læðst inn i við- skiptalífið á íslandi, þar sem ferðabransinn gerir út á Orra frá Þúfu, Úu og Björk. Sveitarfélög láta meira að segja prenta nákvæm kort af byggðum álfa og huldafólks og bjóða upp á skipulagðar ferðir milli þessara staða. Trúarhiti íslendinga er margslunginn og mestahur ut- an ríkiskirkjunnar, þótt menn virði hana sem helgisiða- stofnun. Kristnihátíðin opinberaði þetta. Jónas Kristjánsson + ____________________________________________FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000_FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 jysr Leiguhúsnæði - samsettar lausnir „Ofanábygging blokka, sambýlishúsa og þaðan af minni húsa getur verið ódýrari fyrir þœr sakir að það sem byggt er á er þegar komið upp úr jörð með öllum lögn- um, götum og félagslegri fjárfestingu. “ Aukning á framboði leiguhúsnæðis. Á stundum eru til samsettar lausnir á vandamálum. Veruleg eftir- spum er eftir leiguhúsnæði á suðvesturhominu. En það er til leið. Hún er sú að hleypa upp þakinu á húsum og gera þar leiguíbúðir. Það yrði gert með því að leyfa byggingu ofan á húsnæði, þar sem slíkt hentar tækni- lega séö, með skilyrðum. :í fyrsta lagi að eigendur hússins einn eða fleiri við nágrennisamþykkt myndu eiga þessar ibúðir, en þær væru leiguíbúðir til útleigu til óskyldra að- ila. Slík kvöð myndi liggja á íbúðinni í tuttugu og frnim ár. Á móti kæmi, að ekki yrðu greidd gatnagerðargjöld og um leiguna giltu sömu reglur og um ávöxtun sparifjár. Fjármögnun Gera yrði ráð fyrir að fjármögnun yrði t.d. sjötíu prósent í gegnum hús- bréf eða annað þvílikt. Þá væri gert ráð fyrir einhverjum þokkalegum staðli á íbúðinni og innréttingum, en alls ekki það dýrasta og flottasta. Hugsunin í þessu er því sú að sveitar- félagið, sem er skylt að hýsa fólk, standi við sitt á fremur einfaldan hátt, en þeir sem leggja fram fjármuni séu að ávaxta sitt sparifé. Leigan reiknaðist á þrískiptan hátt; vegna viðhalds og kostnað- ar, vegna lánsfjár og vegna eiginfjár eigenda í íbúðinni sem sparifé til ávöxtunar ásamt ágóða af eignamynd- un sem slíkri. Þetta er mál, sem þarf bæði almenna skoðun og sérstaka eftir hvort það hentar að byggja ofan á eldra húsnæði. Við viljum þétta byggð, en ekki missa óbyggt land inni í bæjum. Við viljum ekki mynda fátækrahverfi fyrir fólk sem sakir framfærslu bama hefur ekki sömu tekjumöguleika og þeir sem eiga fleiri að til að létta þann róður. Tímabundið ástand Litlir tekjumöguleikar eru oft tímabundið ástand. En það er þetta fólk sem er á biðlistum eftir hús- næði. Félagslega er óæskilegt að það safnist saman í lakara húsnæöi og myndi eitthvert sameiginlegt von- leysi. Miklu betra er og æskilegra að byggð sé blönduð fólki af ýmsum tekjustigum. í því máli eru fjöldi fé- lagslegra atriða. Þá er það tæknilegur kostnaður. - Ofanábygging blokka, sambýlishúsa og þaðan af minni húsa getur verið ódýrari fyrir þær sakir að það sem byggt er á er þegar komið uppúr jörð með öllum lögnum, götum og félags- legri fjárfestingu. Þá þarf sumstaðar að endurnýja þak, það kemur inn í dæmi ofanábyggingarinnar. En einnig er hægt að lyfta góðu þaki. Því er það gert að tillögu hér, að sveitarfélög á suðvesturhorninu skoði þessa leið og myndi sameigin- lega afstöðu. Þorsteinn Hákonarson Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjóri. Kristnihátíð, saga og uppruni Unga fólkið segir: „Enginn skýrði út af hverju við mættum ekki missa af því að fara á Þingvöll.“. Tengslin við söguna og upprunann virðast óðum rofna, hugurinn er bundinn við núið. Á Þingvöllum er allt þrung- ið fomri sögu, „hugann grunar hjá grassins rót...“ spor frumkvöðlanna sem „komu með eldinn um brimhvít höf‘. Jafnvel gömul tóftabrot öðlast helgi. „1 bæjartóftum bleikra eyði- dala, birtist þeim margt sem heyra steininn tala“. Á allt slær töfrablæ ef mönnum tekst að horfa berum augum á undrin, hugurinn skynjar söguna, þjóðveldisöldina, kristni- tökuna, sjálfstæðisbarátt- una, umbrot jarðarinnar, heljaröfl náttúrunnar, líf- ríki vatnsins sem er ein- stakt. Ótrúleg yfirsýn Er það ekki undarlegt að sögurnar okkar sem þjóðin hefur lesið í aldir, að því er okkur finnst þurrausið, eru endalaus uppspretta nýrra kenninga, verða aldrei lesn- ar til hlítar. ísland er eina landið þar sem kristni var lögtekin geirs, Guömundur G. Þórarinsson verkfræóingur. án þess að nokkur væri drepinn, án þess að nokkur væri barinn. Sagan um Þor- geir Ljósvetningagoða hef- ur lifað með þjóðinni sem dæmi um visku, mannvit, ótrúlega yfirsýn á erfiðri stund. Tengsl eru sótt við hulin mögn, vitund al- heimsins, undir feldinum. Nú setur prófessor Hjalti Hugason fram þá kenningu að e.t.v. sé Ari fróði að lýsa þingi 120 árum seinna, e.t.v “ hafi hann samið ræðu Þor- frásögnin af kristnitökunni sé „Vangaveltumar leiða hver af annarri en sagan, sögumar, undarlegt afrek fátœkrar afskekktrar smáþjóðar, lifa, öðlast sífellt nýtt líf, veita sífellt nýja útsýn. “ - Sögusýning á Kristnihátíð. bókmenntaperla. Aðrir horfa mjög á þau orð að Síðu-Hailur hafl keypt það af Þor- geiri að kveða upp úrskurðinn, e.t.v. hafi vel verið greitt fyrir og enn aðr- ir gera mikið úr áhrifum þess að konungur hélt hjá sér fjórum höfð- ingjasonum og hótaði að drepa þá ef kristni væri ekki lögleidd. Vanga- veltumar leiða hver af annarri en sagan, sögumar, undarlegt afrek fá- tækrar afskekktrar smáþjóðar, lifa, öðlast sífellt nýtt líf, veita sifellt nýja útsýn. Umburðarlyndi heiðinna manna gagnvart hinum heiðna sið var meira en kristinna manna síðar gagnvart „trúvillingum". Að lifa af alefli. Líklega verða menn hamingjusam- astir af því að vaka og vinna. Listin að lifa, lífemislistin að lifa sjálfum sér og öðrum til góðs er erfiðust og mikilvægust allra lista. Jafnframt verða menn að láta storma samtím- ans gnauða um sig og taka þátt í lífí og stríði samfélagsins, vera meðvit- aðir um sögu og menningu þjóðar sinnar. I því felst að láta ekki skyndi- læti hversdagsins fenna yfir sig, ná að líta yfir sviðið og skynja samhengi sögunnar. Til þess gafst óvenjulegt tækifæri á Þingvöllum nú. Á slíkum stundum er eins og „kveiking frá hugskoti, handan við myrkvaða voga“ varpi bliki um sjón- sviðið og spurningin hvaðan mannin- um komi sú hugsun aö telja sig af æðri heimi, að vona og trúa, verður hugljómun og ævintýri í senn. Vit- neskjan um uppranann veitir fótfestu og spumingamar sem senda rætur sínar niður í hið ókunna efla þrosk- ann og auka dýpt og gildi lífsins. Guðmundur G. Þórarinsson Með og á móti Tjónin tala sínu máli „Ég vitna í nýlega ályktun Ökukenn- arafélags íslands þar sem menn telja rétt að skoða hvort ekki sé rétt að gera það, í ljósi reynslu ökukennara á þvi að kenna 17 ára ökumönnum annars vegar og 18 ára hins vegar. Grandvöllur hugmyndarinn- ar er sá að tjónin eru flest hjá yngstu aldurshópunum og sýnilega mest hjá 17 ára hópnum enda er hann reynsluminnstur. Menn hafa spurt sig hvort hækkun ald- ursins færi ekki bara til slysatíðnina en erlendar út- tektir hafa sýnt að 18 ára ald- urshópurinn veldur þá mest- um tjónum en það verður hins vegar samdráttur. Síðan eru það ýmis hagnýt atriði sem ekki er hægt að líta fram hjá, s.s. bílastæða- vandinn við framhaldsskól- ana, færri hnit, færri árekstr- ar og síðan mun þetta styðja við almenningssamgöngukerfið. “ Runólfur Ólafsson framkvæmdast/óri. bílprófsáldurinn? Ekki verið að taka rétt á vandanum „Það þroskast eng- inn nema komast í þroskandi að- stæður. Við losn- um ekki við eiturlyf og óalda- seggi á unglingsaldri ef við höfum unglingana í bama- skóla til tvítugs. Þeir verða að komast í þá aðstöðu að þau geti þroskast sem öku- menn. Ég held að verið sé að seinka vandamálinu pínulítið með því að hækka aldurinn. Ég held að stjórnvöld séu búin að glutra hverju tækifærinu af öðru til að laga þessi mál. Þegar æfingaaksturinn var settur á átti að grípa alla þá einstak- linga sem vildi leiðbeina ung- lingunum og setja í endur- menntun, öðruvísi átti ekki að leyfa fólkinu að kenna. Mín skoðun er sú að öku- kennslan kenni krökkunum það sem þau þurfa að kunna, það sem skemmi það séu fyr- irmyndirnar úti í umferð- inni. Umferðarmenninguna í heild þarf að laga, það sér maður þegar maður fer erlendis." Eggert Valur Þorkeisson ökukennari. Þau tjón sem unglingar valda í umferðinni hafa verið miklð í umræðunni að undanförnu og hefur umtalið aukist í tengslum vfö hækkanir ökutækjatrygginga. Því hafa menn velt því fyrir sér hvað sé til ráða og hefur hækkun bílprófsaldurs verið helst nefnd. Ummæli Landbúnaðarsýningin „Bú 2000 og Landsmót hesta- manna era framlag landbúnaðarins til að stuðla að því að höfuðborgin standi undir þeim heiðri sem henni hefur hlotnast. Landbúnaðarsýningin hef- ur þannig fjölþætt hlutverk og hlýt- ur vonandi þann dóm að hún sýni fjölbreyttan, öflugan, islenskan land- búnað og staðfesti að stór hluti af atvinnu og verðmætasköpun þessa lands tengist landbúnaði og þjón- ustu við hann.“ Ari Teitsson, form. Bændasamtaka ís- lands, I Bændablaöinu 11. júlt. Tollalækkun skásti kosturinn „Veiking krónunnar myndi hafa þau áhrif að útflutningstekjur ykjust en á móti kæmu þau nei- kvæðu áhrif að verð á innfluttum vörum hækkaði, sem er sérstaklega óæskilegt þar sem verðbólga er of mikil fyrir. Ríkisstjómin hefur það hins vegar á valdi sínu að mæta slíkum verðlagsáhrifum af veikingu krónunnar með því að lækka tolla og aðflutningsgjöld á innfluttar vör- ur.“ Úr forystugreinum Viöskiptablaösins 12. júlf. Frjáls fíkniefnaneysla „Að afnema bann við innflutnmgi, sölu og dreifingu flkniefna er líkt og að afnema reglur um hámarkshraða á íslenskum vegum ... Ef og þegar ræða á um frelsi í meðferð fíkniefna þarf umræðan að snúast um allt aðra hluti. Hún á að snúast um öryggi, umhyggju og hugsanlega minni skaða af völdum efnanna en ekki að skapa aðstöðu og möguleika einstak- linganna til að mega græða á sölu og dreifingu þeirra." Ómar Smári Ármannsson, aöstyfirlög- regluþjónn í Reykjavík, f Mbl. 12. júlf. Hundleiðinlegir í tryggingunum „Það er ekki á hverjum degi sem Garri hefur gaman af því að hlusta á forsvarsmenn tryggingafélaganna. Garri er ekki beinlínis stofnanalega sinnaður en öðru máli gegnir um tækúnana i tryggingunum. Þeir brosa aldrei, eru ávallt ábyrgir, nota langar og illskiljanlegar setningar og eru bara yfirleitt hundleiðinlegir að mati Garra. Úr pistli Garra, Brandarakarlar, f Degi 12. júli. Skoðun Allan afla að landi Kjallari Þeir sem fylgjast með fréttum, einkum Sjón- varpsins, en þekkja minna til af eigin raun, eru orðn- ir nokkuð sannfærðir um það að sjómenn séu glæpa- menn, slík sé umgengni þeirra um auðlindina. Staðan í brottkastumræð- unni, með endalausum játningum og tilboðum um frekari játningar, minnir óþægilega á sögur af öðr- um játningum á öðrum tímum. Og það eru ekki bara eigin brot sem liggja þungt á mönnum heldur ekki síður annarra. - Og sannarlega eru sögumar ljótar. Þegar svo þeir sem stýrt hafa sam- tökum skipstjómenda staðhæfa ít- rekað að öllum fiski undir 70 sentí- metrum sé hent, er myndin full- komnuð. Hvers mega sín þá skip- stjórar sem neita að hafa tekið þátt í athæftnu? Það vonda við umræð- una, enn sem komið er, er það að all- ir hafa verið dæmdir. Ekki nóg að benda á skítinn En það er gott að umræðan er komin upp á yfirborðið og vonandi leiðir hún til þess að allir verði með- vitaðri um stöðu mála, vandinn gerður sýnilegur og viðráðanlegur - og síðan tekist á við hann. Það er Svanfríður Jónasdóttir, þingkona Samfylkingar. nefnilega ekki nóg að benda á skítinn, hann þarf að hreinsa upp. Það þarf að benda á raunhæfar aðferðir sem leiða til betra ástands. Þá hefur umræðan orðið til góðs. Sjávarútvegsráðherra trúir á Stóra bróður, boð og bönn, helst með eftirlits- myndavélum. Auðvitað er brottkast bannað nema við tilteknar aðstæður sem skilgreindar era í lögum. En það þarf að laða menn til réttrar breytni og til þess virka efna- hagslögmálin best. Sjómenn þurfa einfaldlega að hafa hag af því að koma með allan afla að landi og fá laun fyrir sína vinnu. Menn gleyma því gjarnan í hita umræðunnar, að sá afli sem kemur um borð og gerður er að verðmæt- um, eru líka laun sjómannanna. Boð um það að vinna launalaust orkar ekkert öðruvísi á sjómenn en aðra launþega. Þess vegna virka þau meðul best sem ívilna mönnum fyrir að koma með allan afla að landi. Leiöin aö betri umgengni Svarið er ekki svo einfalt að það liggi í kvótakerfinu. Það þekkja þeir sem unnið hafa í öðrum kerfum eða verið við frjálsar veiðar. En ein- hverjar skýringar er að finna í kvótaleysi einstakra útgerða sem veiða fyrir aðra og er þá gert að koma með tiltekna tegund af tiltek- inni stærð að landi. Og skýringar er þá jafnframt að finna í því að útgerð- armenn hafa ekki fallist á það að all- ur afli yrði seldur yfir fiskmarkaði og fiskvinnslan gæti sérhæft sig með kaupum þar í stað þess að nú fer „valið“ á hráefninu til vinnslunnar fram úti á sjó. Fyrir rúmum áratug lagði ég það til að sjómenn fengju að hirða og selja allt undirmál en útgerðin fengi ekkert. Þetta var tilraun til nálgim- ar þess að allur afli kæmi að landi. Það er hins vegar ljóst að ekki er að- eins um undirmál að ræða og þær tillögur sem ég hef tekið þátt í að flytja síðan hafa tekið mið af þeim veruleika. Einnig því að finna þurfi þá hárfínu linu sem liggur á milli þess að hægt sé að gera þá kröfu til sjómanna að þeir gangi frá aflanum til frekari vinnslu i landi og hins að beinlínis borgi sig fyrir áhöfnina að gera út á „aukfiskinn". Þetta er ekki auðvelt en það er þama sem leiðin liggur að betri um- gengni og því að allur afli komi að landi. Og í því liggja hinir stóru hagsmunir okkar allra. Svanfríður Jónasdóttir „Auðvitað er brottkast bannað nema við tilteknar aðstœður sem skilgreindar em í lögum. En það þarf að laða menn til réttrar breytni og til þess virka efnahagslög- málin best. Sjómenn þurfa einfaldlega að hafa hag af því að koma með allan afla að landi ogfá laun fyrir sína vinnu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.