Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 22
26 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 I>V -Ættfræði___________________ Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára___________________ Fanney Jóhannsdóttir, Furugeröi 1, Reykjavík. Laufey Stefánsdóttir, ' Hringbraut 50, Reykjavík. María Hólmfríður Jóhannesdóttir, fyrrv. matráðskona frá Kaöalstöðum í Fjörðum, Asparfelli 8, Reykjavtk. Eiginmaður hennar er Þórir Daníelsson, fyrrv. framkvæmdastjóri VMSÍ. í tilefni afmælisins taka þau hjónin á móti ættingjum og vinum í Veitingahúsinu Brekku í Hrísey, milli kl. 14.00 og 17.00 í dag. Brynhildur Haraldsdóttir húsmóðir, Mýrargötu 18, Neskaupstað, varð áttræð á þriðjudag. Anna Björg Jónsdóttir, Hvannstóöi, Borgarfirði eystri. Eggert Konráðsson, Melavegi 17, Hvammstanga. 75 ára_________________________________ Margrét Hallgrimsdóttir, Ásgarði 139, Reykjavík. Svava Blades, Lindargötu 61, Reykjavík. 70 ára_________________________________ Hafsteinn Flórentsson, ' Aratúni 12, Garðabæ. Sigurlaug Stefánsdóttir, Dalskógum 14, Egilsstöðum. 60 ára_________________________________ Gíslína Vigdís Guðnadóttir, Birkigrund 35, Kópavogi. Kristjana Sæmundsdóttir, Álfheimum 66, Reykjavlk. Margrét Egilsdóttir, Hólabraut 13, Hafnarfirði. Metta Dagný Gunnarsdóttir, Þinghólsbraut 31, Kópavogi. Pálína S. Kristinsdóttir, Lyngási 2, Hellu. Sigurður J. Þórðarson, Hátúni 4, Reykjavík. 50 ára_________________________________ Guðrún Magnúsdóttir, Jörfabakka 10, Reykjavík. Sigrún B. Bjömsdóttir, Skaftahlíð 28, Reykjavík. Sigurður Hannesson, Lágafelli 2, Egilsstöðum. Sveinsína S. Sigurgeirsdóttir, Fjarðarstræti 4, Isafiröi. Valdimar Svavarsson, Kambaseli 8, Reykjavík. Vincent A.H. Steed, Stuðlaseli 16, Reykjavík. 80 ára - 40 ára__________________________ Guðrún Hörn Stefánsdóttir, Orrahólum 3, Reykjavík. Hafsteinn Lárusson, Fjallalind 127, Kópavogi. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Háaleiti 28, Keflavík. Ólafur Tryggvason Thors, Kvisthaga 19, Reykjavík. Sigmundur Kristján Stefánsson, Dratthalastööum, Egilsstaðir. Steindór Jón Pétursson, Hringbraut 52, Reykjavík. Unnar Friðrik Sigurðsson, Brekkubraut 17, Akranesi. Þorgils Ingvarsson, Vesturási 39, Reykjavík. Andlát Gunnhildur Guðlaugsdóttir Smithson lést á sjúkrahúsi I Washington 25.6. Útför hefur farið fram I kyrrþey. Jóhanna S. Þorgeirsdóttir andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund I Reykjavík föstudaginn 7.7. Sigurður Rósberg Traustason frá Hörgshóli lést á Call Beean spítala I Los Angeles aö morgni laugard. 8.7. Hulda Hermannsdóttir, Kumbaravogi, áður Sólheimum, Grímsnesi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnud. 9.7. Þóra Hafstein, Dalbraut 27, Reykjavík, er látin. Útförin fer fram I kyrrþey að ósk hinnar látnu. Marta Sigríður Jónasdóttir frá Efri- Kvíhólma, Austurvangi 33, Selfossi, lést föstud. 7.7. á Ljósheimum, Selfossi. OBBIBI Halldór Þ. Guðmundsson fyrrv. framkvæmdastjóri Halldór Þ. Guðmundsson, fyrrv. deildarstjóri hjá Lofleiðum og Flugleiðum Halldór var flugvélstjóri í fyrsta áætlunarflugi Loftleiöa tii Bandaríkjanna 1948, var fyrsti yfirflugvélstjóri félagsins og fyrsti framkvæmdastjóri tæknideildar. Halldór Þorbjörn Guðmundsson, flugvirki, flugvélstjóri og fyrrv. framkvæmdastjóri, Veghúsum 31, Reykjavík, er sjötiu og fimm ára í dag. Starfsferill Halldór fæddist i Reykjavik og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Austurbæjarbarnaskólann, við Gagnfræðaskóla Ingimars, við Iðn- skólann í Reykjavík og lauk prófum í bifvélavirkjun, stundaði flugmód- elsmíði og svifflug, tók A-, B-, C- og a-C-próf í svifflugi, stundaði flug- virkjanám við Curtiss Wright Technical Institude í Glendale i Kaliforníu og lauk því námi 1945, stundaði framhaldsnám hjá flugfé- laginu TWA- Intemational-Devision í Bandaríkjunum, tók meistaraprófí i flugvirkjun í ársbyrjun 1953, öölað- ist CAA/FAA-réttindi frá Banda- ríkjunum og A/P-réttindi frá Loft- ferðaeftirliti ríkisins og lauk RE- prófi frá Miami University í Fiórída í Bandaríkjunum. Halldór hóf störf hjá Loftleiðum í ársbyrjun 1946 en hann starfaði hjá Loftleiðum og síðan Flugleiðum í þrjátíu og fimm ár, sem flugvirki, yfirflugvirki, fyrsti yfirflugvélstjóri og framkvæmdastjóri tæknideildar hjá Loftleiðum og síðar fram- kvæmdastjóri viðgerða og verk- fræðideildar Loftleiða. Þá var hann fyrsti framkvæmdastjóri M- og E- deildar Flugleiða. Halldór var flugvélstjóri i fyrsta áætlunarflugi Loftleiða til Banda- ríkjana 1948. Halldór var stöðvarstjóri M- og E- deildar Loftleiöa í New York í fimmtán ár, og var fulltrúi Loftleiða hjá Canadair-verksmiðjunum í Montreal í Kanada er RR-400 flug- vélar Loftleiða voru keyptar og lengdar hjá verksmiðjunni. Árið 1980 varð Halldór fyrsti svæðisstjóri og framkvæmdastjóri hjá Cargolux í Ameríku með aðset- ur í Miami í Flórída er fyrirtækið hóf starfsemi í Vesturheimi. Hann stundaði síðan ráðgjafarstörf í rekstri og uppsetningu viðgerðar- verkstæða í flugiðnaði. Þá stundaði hann fasteignastörf hjá Coldwell Banker sem Realtor í Miami Lakers í Flórída en flutti heim til Islands 1987. Hann annaðist þýðingar á FAA M- og E-reglum fyrir Loftferða- eftirlit ríkisins eftir 1987. Fjölskylda Eiginkona Halldórs er Emilía Guðlaugsdóttir, f. 16.3. 1929, hús- móðir. Hún er dóttir Guðlaugs Þor- steinssonar frá Gerðarkoti undir Eyjafjöllum, húsasmiðs í Vest- mannaeyjum og síðar í Reykjavík, og k.h., Bjargar Sigurðardóttur frá Pétursborg á Seyðisfirði, húsmóður. Böm Halldórs og Emilíu eru Sig- urður R.H. Gudmundsson, f. 24.6. 1946, starfsmaður hjá Flugleiðum í Baltimore, en kona hans er Rósa H. Gudmundsson, starfsmaður Flug- leiða; Halldór V.H. Gudmundsson, f. 3.11. 1947, starfsmaður hjá flugfélag- inu Federal Express í Los Angeles, en kona hans er Hrefna H. Gud- mundsson skrifstofumaður; Guð- mundur Halldórsson, f. 8.3. 1951, húsasmiður í Flórida, en kona hans er Donna Doty Halldórsson skrif- stofumaður; Kristín Halldórsdóttir, f. 10.5. 1955, hjúkrunarfræðingur í Flórída, en maður hennar er Mich- ael Nethersole skipamiðlari. Systkini Halldórs eru Ari F. Guð- mundsson, f. 18.9. 1927, sundkappi og fyrrv. framkvæmdastjóri hjá Landsbanka Islands, en kona hans er Katla Ólafsdóttir húsmóðir; Hjör- dís Guðmundsdóttir, f. 20.2. 1929, húsmóðir í Danmörku, en maður hennar er Arne Nielsen. Foreldrar Halldórs voru Guð- mundur Halldórsson, f. 30.8. 1892, d. 24.2. 1957, meistari í prentiðn, og vann hann í Gutenberg í 50 ár, fæddur á Kröggólfsstöðum í Flóa, og k. h., Fríða I. Aradóttir, f. 1.2.1899, d. l. 3. 1973, húsmóðir og söngkona í Reykjavík. Ætt Foreldrar Guðmundar voru Hall- dór Guðmundsson, ættaður frá Suð- umesjum, þar sem hann stundaði sjómennsku og síðar verkamaður í Reykjavík, og k.h., Þorbjörg Einars- dóttir húsfrú, ættuð úr Vogum á Suðumesjum. Þau bjuggu lengst af að Barónsstíg 10. Foreldrar Fríðu voru Ari B. Ant- onsson, lengi verkstjóri hjá Kol og Salt, ættaður úr Reykjavík, og k.h., Guðríður Bergmann, ættuð úr Skaftafellssýslu en fædd á Bæjar- skeri á Suðumesjum. Bjuggu þau við Lindargötu en ráku einnig bú- skap á Laugarbóli í Laugardalnum við Þvottalaugamar í Reykjavík. Sextugur Valdimar Ó. Jónsson loftskeytamaður í Mosfellsbæ Valdimar Ó. Jónsson loftskeyta- maður, Grenibyggð 28, Mosfellsbæ, er sextugur í dag. Starfsferill Valdimar fæddist í Holti undir Eyjafjöllum og ólst þar upp til sex ára aldurs en síðan á Akranesi. Hann var í barnaskóla á Akranesi, stundaði nám við Loftskeytaskól- ann og lauk lofskeytaprófi 1961. Þá sótti hann námskeið í radarviðgerð- um hjá Kevin Hughes í Englandi 1965 og hjá Sperry Marine System í Hollandi 1977. Á unglingsárunum stundaði Valdimar flskvinnu og almenna verkamannavinnu. Hann starfaði hjá Landhelgisgæslunni 1961-73 og 1975-86 sem loftskeytamaður á skip- um, í flugvélum og á loftskeytastöð og vann á radíóverkstæði Gæslunn- ar. Hann starfaði hjá Almannavöm- um ríkisins við ýmiss konar neyðar- skipulagningu 1973-75 og var tækni- maður hjá Sjónvarpinu 1986-95. Valdimar hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. verið formað- ur Starfsmannafélags Landhelgis- gæslunnar og verið varaformaður Félags íslenskra loftskeytamanna. Fjölskylda Valdimar kvæntist 12.11. 1966 Jónu Margréti Guðmundsdóttur, f. 12.7.1945, skólaritara. Hún er dóttir Guðmundar Guðmundssonar, fyrrv. útgerðarmanns á ísafirði, og k.h., Guðrúnar Jónsdóttur húsmóður sem er látin. Böm Valdimars og Jónu Margrét- ar eru Guðmundur Stefán Valdi- marsson, f. 3.10.1966, bátsmaður hjá Landhelgisgæslunni, á Ægi, búsett- ur í Mosfellsbæ, kvæntur Hjördísi Kvaran Einarsdóttur og eiga þau tvö böm; Ragnheiður Valdimars- dóttir, f. 4.11. 1967, þjónustufulltrúi hjá Landsteinum, búsett í Mosfells- bæ og á hún þrjú börn; Katrín Valdimarsdóttir, f. 2.1. 1970, d. 15.3. 1970; Davíð Þór Valdimarsson, f. 6.5. 1973, vélstjóri í Reykjavík, en kona hans er Erla Ragnarsdóttir og á hann eina dóttur; Margrét, f. 7.5. 1974, nemi við Iðnskólann í Reykja- vík, búsett í Mosfellsbæ. Systkini Valdimars eru Pétur Guðjón Jóns- son, f. 15.12. 1931, vélvirkja- meistari og starfsmaður við Þjóðminja- safnið, búsett- ur í Kópvogi; Margrét Jóns- dóttir, f. 22.2. 1933, búsett á Akranesi; Sjöfn Pálfríður Jónsdóttir, f. 14.11.1934, húsmóðir á Akranesi; Ólafur Ágúst Jónsson, f. 28.2.1936, vélsmiður og lagermaður, búsettur í Njarðvík; Helga Gyða Jónsdóttir, f. 22.10. 1937, húsmóðir í Bandaríkjunum; Guðríður Þórunn Jónsdóttir, f. 13.5. 1939, húsmóðir í Bandaríkjunum; Gyða Guðbjörg Jónsdóttir, f. 13.6. 1943, myndlistar- kona, búsett í Kópavogi; Edda Sig- ríður Jónsdóttir, f. 16.5. 1946, búsett i Portúgal; Jóhanna Jónsdóttir, f. 2.8.1951, húsmóðir á Akranesi. Foreldrar Valdimars voru Jón M. Guðjónsson, f. 31.5. 1905, d. 18.2. 1994, sóknarprestur í Holti undir Eyjafjöllum og síðan sóknarprestur og pró- fastur á Akranesi, og k.h., Jónína Lilja Páls- dóttir, f. 15.1. 1909, d. 5.9. 1980, húsmóöir. Ætt Jón var sonur Guð- jóns, útvegsb. á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd, Pét- urssonar, b. að Nýjabæ, Stapabúð og á Brekku í Vogum, bróður Magnúsar, ættföður Waageættar. Pétur var sonur Jóns, sterka i Stóru-Vogum, Daníelssonar og Sigríðar Magnúsdóttiu-. Móðir Guðjóns var Guðlaug Andrésdóttir, Péturssonar, Grímssonar. Móðir Guðlaugar var Elísabet Ámadóttir. Móðir Jóns var Margrét Jónsdótt- ir, b. í Hópi í Grindavík, Guðmunds- sonar. Lilja var dóttir Páls, bátasmiðs og vélamanns í Reykjavík, Einarsson- ar. Valdimar verður að heiman á af- mælisdaginn. Merkir Islendingar Hákon Bjamason skógræktarstjóri fædd- ist 13. júlí 1907. Hann var sonur dr. Ágústs H. Bjamasonar, heimspekings, prófessors og háskólarektors, og k.h., Sigríðar Jónsdóttur húsmóður. Hákon lauk stúdentsprófi frá MR 1926, próíl í skógrækt frá Landbúnað- arháskólanum í Kaupmannahöfn 1932, og stundaði framhaldsnám i Englandi og i Stokkhólmi. Enginn einn maður hefur unnið ís- lenskri skógrækt jafn mikið og Hákon gerði. Hann gegndi æðstu embættum er lúta að skógrækt hér á landi allan sinn starfsferil, var framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags íslands 1933-77 og skógræktar- stjóri ríkisins 1935-77. Hákon Bjarnason Fáir muna nú lengur að um miðja öldina átti skógræktarhugsjónin oft undir högg að sækja og átti sér harða andstæðinga hér á landi, ekki sist meðal hagsmunagæslu- manna hins hefðbundna landbúnaðar. Þá kom oftast til kasta Hákonar að verja hugsjón sína. Hákon var fyrsti hámenntaði skóg- ræktarsinninn. Hann benti á að ísland væri í barrskógabeltinu og fann plönt- ur í Kanada og Alaska, s.s. ösp, lúpínu og sitkagreni sem hafa þrifist mjög vel við íslenskar aðstæður. Hákon var skap- mikill og stjómsamur baráttumaður. En það voru fyrst og fremst þekking hans og vísindaleg vinnubrögð sem urðu til þess að hugsjón varð á endanum ofan á. Hann lést 1989. Jón I. Sigurðsson, fyrrv. hafnsögumaö- ur, Vestmannaeyjum, veröur jarðsunginn frá Landakirkju laugard. 15.7. kl. 14.00. Margrét Guömundsdóttir frá Bjarkar- lundi, Vestmannaeyjum, lést á Sólvangi, Hafnarfiröi 7.7. Útförin fer fram frá Fossvo|skirkju föstud. 14.7. kl. 15.00. Unnur A. Siguröardóttir, hjúkrunarheim- ilinu Skjóli, áöur Bólstaöarhlíö 41, er látin. Útför hennar fer fram frá Foss- vogskapellu fimmtud. 13.7. kl. 15.00. Hanna Sigurrós Hansdóttir, Klausturhól- um, Grímsnesi, veröur jarösungin frá Selfosskirkju laugard. 15.7. kl. 10.30. Andrea Guömundsdóttir, Ásvallagötu 49, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtud. 13.7. kl. 10.30. Útför Guðrúnar Kristínar Hjartardóttur frá Hlíöarenda, Báröardal, fer fram frá Glerárkirkju fimmtud. 13.7. kl. 14.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.