Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 24
28 Tilvera FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 DV Þrettán ára piltur safnar fé fyrir MS-sjúklinga: Siggi geysist eftir þ j óð veginum ^ \ '■ Siggi hjólreiðakappi „Þetta gengur allt samkvæmt áætlun. Hjóliö er fínt en bremsurnar biluöu reyndar í morgun. “ lí f iö Popptónleikar á Ingólfstorgi í dag Það verða hörkutónleikar á Ingólfstorgi í dag eins og reynd- ar undanfarna fimmtudaga. Hijómsveitirnar Kanada og 200.000 naglbítar mæta á svæðið og skemmta mannskapnum kl. 17.30 eins og þeim einum er lagið. Klúbbar ■ ARNI EINARS - THOMSEN * Carisberg-bjór verður á sérstöku til- boði á Thomsen og þar sem Árni Einars skífuþeytir mun sjá um tón- listina verða gestir staðarins eflaust fegnir því aö geta kælt sig niður með fsköldum þjór. Krár ■ SOLEYÁ PRIKINU Kaffihúsið Prikið hefur verið að stimpla sig inn að undanförnu og ætti fólk nú að vera farið að þekkja góðu stemning- una sem skaþast þegar plötusnúðar sækja staðinn heim. I kvöld er þaö snillingurinn DJ Sóley sem mætir og • heldur uppi prinu eins og henni er einni lagið. Abyggileg fimmtudags- stemmning á Prikinu I kvöld. ■ LIFANDI TÓNLIST Á CAFÉ ROM- ANCE A kaffihúsi rómantíkurinnar, Café Romance, er lifandi tónlist öll kvöld. Enski píanósnillingurinn Miles Dowley heldur uppi réttu stemning- unni frá klukkan 20.00. Pjass ■ DJASSKVARTETT I DEÍGLUNNI Bmmtudagurinn veröur heitur í Deiglunni. Þar kemur fram Djasskvartettinn Blanda sem sam- anstendur af fjórum framúrskarandi færum hljóðfæraleikurum sem munu sjá tii þess að enginn gestur - geti setiö kyrr. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00. Klassík ■ SUMARTONLEIKAR I STYKKIS- HOLMSKIRKJU Ydun Duo leika í Stykkishólmsklrkju. Þar eru á ferð danskir listamenn, Llse Lotte Riis- ager mezzosópransöngkona og Morten Spanggaard gítarleikari. Þau leika m.a. lög eftir P.F. Lange Möller, Carl Nielsen, Garcia Lorca og Manu- el de Falla. ■ TÓNLEIKAR í NORRÆNA HÚS- INU Finnskir listamenn flytja verk eftir íslensk og finnsk tónskáld í Norræna húsinu. Tónlelkarnir hefj- ast klukkan 22.00 og eru liður í tón- •>. leikaröðinni Bjartar nætur. Fundir ■ KIRKJUTONUSTARRAÐSTEFNA I SKALHOLTI Samtökin Collegium Musicum hafa um 15 ára skeið unnið að rannsóknum á menningar- arfinum sem fólginn er I sönglögum fyrri alda. Hér er um að ræða fyrstu heildarrannsókn á nótum sem fund- ist hafa í íslenskum handritum. Nið- urstööur rannsóknanna verða lagöar fram en þær verða enn fremur gefn- ar út á árinu. Sex ung tónskáld hafa verið ráðin til aö gera nýjar útsetn- ingar á nokkrum þessara fornu tón- verka og fá gestir ráðstefnunnar að heyra afraksturinn. Verkefnið er unn- ið í samstarfi við Kristnihátíö og Landsbókasafn. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Pilturinn Siggi varð landsfrægur er hann hóf ferð sína frá Akureyri til Reykjavíkur 10. júlí síðastliðinn. Siggi, sem heitir raunar fullu nafni Sigurður Tryggvi Tryggvason og er ekki nema nýorðinn 13 ára gamall, hélt í þessa fór til að safna fé i þágu MS-sjúklinga en móðir hans, Fríða Sigurðardóttir, er haldin sjúkdómn- um: „Ég hef einnig unnið sjálf mik- iö með öðrum sjúklingum og við Siggi höfum kynnst þeim erflðleik- um sem MS-sjúklingar utan af landi eiga I þegar þeir koma í bæinn. Þeir þurfa sárlega á húsi að halda í bæn- um svo þeir geti sótt þangað nauð- synlega læknisþjónustu og afþrey- ingu. Jafnvel þótt þeir eigi velvilj- aða ættingja er ekki víst að þeir hafí boðlega aðstöðu, t.d. ef þeir búa á fjórðu hæð í blokk. Markmið söfn- unarinnar er því að geta keypt nauðsynlegt húsnæði." Aumur í rassinum Siggi fékk hugmyndina sjálfur að- eins níu ára gamall en móðir hans segir að ekki hafi komið til greina að hleypa honum af stað fyrr en núna: „Siggi varð snemma vitni að því hversu erfitt og dýrt er fyrir sjúklingana að sækja allt til Reykja- víkur. Hann fékk svo hjólreiðaferð- ina í gegn um síðustu áramót og hafði samband við Kára Stefánsson í íslenskri erfðagreiningu sem styrkti hann til þriggja mánaða þjálfunar og reiðhjólakaupa." Þegar blaðamaður DV náði tali af Sigga í gær átti hann 42 kílómetra eftir til Borgamess og lét engan bil- bug finna á sér: „Þetta gengur allt samkvæmt áætlun. Hjólið er flnt en bremsumar biluðu reyndar í morg- ún.“ Fósturfaðir Sigga, Grétar Giss- urarson, yfirkokkur og viðgerðar- maður ferðarinnar, var þó skammt undan og gerði við hjólið. Sigurður Tryggvi segist einnig vera nokkuð aumur í rassinum enda, þegar hér var komið sögu, búinn að hjóla 270 kílómetra. Heiðarnar erflðar Sigurður segir heiðamar vera nokkuð erfiðar yfirferðar en hann geti slakað á í brekkunum: „Þetta er samt allt í fina þótt mótvindurinn hafi verið ansi sterkur í gær. Ann- ars er þetta eins og að hjóla á tungl- inu vegna landslagsins. Svo er líka algjör þögn en öryggisins vegna er ég ekki með neina tónlist." Hann er enn fremur með öryggishjálm og í endurskinsvesti. Lítið óvænt hefur komið upp á nema að þrír danskir hjólreiðamenn hafa nokkram sinnum orðið á vegi Sigga: „Við heilsumst nú bara þar sem ég er ekki nógu sleipur í dönsk- unni.“ Án efa bætir piltur úr því í vetur að loknum ævintýrum sumars- ins. Siggi á lokaorðin: „Ég er þakk- látur fyrir styrkina og hvet fólk til að gefa í söfnunina." Söfnunarnúm- erið er 533 4443 og er tekið við framlögum til kl. 9 á kvöldin. Hjólandi Danir Þremenningarnir hafa nokkrum sinnum oröiö á vegi Sigga á leiöinni. Valdís klippir fyrir Gus Van Sant Valdís Óskarsdóttir hefur slegið í gegn á al- þjóðavísu í kvikmynda- heiminum í kjölfar vinnu sinnar við dönsku dogma-myndimar tvær, Festen og Mifunes sidste sang. í fyrra var hún fengin til að klippa frönsku kvikmyndina L’amour, l’argent, l’amo- ur sem leikstýrt er af Philip Gröning og nú er hún vestur í Bandaríkj- unum að klippa Finding Forrester sem Gus Van Sant leikstýrir. Áætlaöur frumsýningardagur þeirrar myndar er 25. desember. Gus Van Sant er meðal virtustu kvik- myndaleikstjóra í Banda- rikjunum, leikstjóri sem löngum hefur farið eigin leiðir. Eftir að Good Will Hunting sló óvænt f gegn er hann orðinn mjög eft- irsóttur I Hollywood. í fyrra endurgerði hann meistaraverk Alfreds Hitchcocks, Psycho, og Valdís Óskarsdóttir Vinnur þessa dagana viö Finding Forrester, nýjustu kvikmynd Gus Van Sant. voru ekki allir jafnhrifn- ir af því uppátæki hans. Af fyrri myndum hans eru merkastar Drugstore Cowboy og My Own Pri- vate Idaho. Finding Forrester er kvikmynd af stærri gerð- inni með stjörnum á borð við Sean Connery, Anna Paquin, F. Murray Abrahams og Busta Rhymes í aðalhlutverk- um og er Sean Connery einn framleiðenda mynd- arinnar. Myndin fjallar um ungan, svartan mann, Jamal Wallace, sem vegna íþróttahæfi- leika sinna fær náms- styrk við háskóla þar sem nánast eingöngu eru hvítir nemendur. Wallace dreymir um að verða rithöfundur og seg- ir myndin frá kunnings- skap sem hann stofnar til við þekktan rithöfund í gegnum Intemetið. -HK -BÆN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.