Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMIMN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 Dönum bjargað úr Esjunm Þrír Danir sem fóru í fjall- göngu á Esjunni komust í hann krappan efst vestan í íjallinu um kvöldmatarleytið í gær. Mennirn- ir komust í sjálfheldu og gátu sig hvergi hrært þar sem þeir voru að príla utan í Kistufellinu, utan við hefðbundnar gönguleiðir. Fé- lagi þeirra, fjórði Daninn, komst til fólks sem kallaði á hjálp. í fyrstu var talið að einn Daninn væri illa fótbrotinn en það reynd- ist svo ekki rétt. Talsverð þoka kom í veg fyrir að þyrla gæti komið mönnunum til bjargar en slökkviliðið í Reykjavík, lögregl- an og björgunarsveitir mættu á svæðið. Tveir Dananna gátu * gengið niður fjallið meö aðstoð björgunarfólks en sá sem var verst farinn af lofthræðslu var látinn síga niður mesta brattann í sigbelti. Danirnir voru allir ómeiddir og fóru leiðar sinnar eftir að björgunarmenn höfðu hjálpað þeim niður. -SMK . Microsoft og Guð á vellinum í Fókusi sem fylgir DV á morgun er að finna viðtal við fótbolta- stelpuna Rakel Ögmundsdóttur sem mætir með Guð á völlinn og þess vegna er hún svona góð. Félagamir Sindri og Andrés voru að skrifa undir stórsamning við Microsoft og segja okkur frá meikinu. Nokkrar pabbastelpur mæta og Lífið eftir vinnu er helgað Mission Impossible 2, frumsýningu sumarsins. En í Líf- inu finnurðu allt sem þú þarft að vita um skemmtana- og menningar- lífið og miklu meira til. Fókus kem- ur á morgun. Bjargaö úr sjálfheldu Þrír Danir lentu í sjálfheldu utan i Kistufellinu í Esjunni um kvöldmatarleytiö í gærkvöldi þar sem þeir voru aö príla langt utan við gönguleiöina. Slökkviliðiö í Reykjavík og björgunarsveitir aöstoöuöu mennina niöur. Norðurleið grípur til eignasölu vegna Sleipnisverkfalls: Seldi rútur - íhuga að selja fleiri, segir framkvæmdastjórinn Verkfall Sleipnismanna er farið að segja til sín svo um munar fyrir rútufyrirtækin. í fyrradag seldi fyr- irtækið Norðurleið fjórar rútur til Sérleyfisbíla Akureyrar beinlínis vegna verkfallsins. Fyrirtækið á enn níu rútur eftir. Þorvarður Guðjóns- son, framkvæmdastjóri Norðurleið- ar, sagði í samtali við DV að þetta hefði orðið að gera til þess að drýgja tekjurnar - verkfallið hefði í raun neytt hann til þess. Þetta vekur óneitanlega athygli enda er Norður- leið eitt rótgrónasta rútufyrirtæki landsins. „Það þarf að borga af ýmsum hlut- um og sumar af minum rútum eru í kaupleigu. Þetta er mesti uppgripa- tími ársins og það hefur verið verk- fall í mánuð. Ástandið er orðið þannig að ég get með engu móti tek- ist á við þetta og seldi þess vegna rútumar til starfsfélaga míns hjá Sérleyfisbílum Akureyrar. Þar á bæ hafa þeir samið við Sleipni þannig að þeir mega keyra farþega. Það eru mikil uppgrip í greininni fyrir þá sem mega keyra,“ sagði Þorvarður í samtali við DV í gærkvöld. Rútur seldar Þorvarður Guöjónsson, fram- kvæmdastjóri Norðurleiöar, hefur oröiö aö selja hluta rútuflotans. Óhætt er að segja að eins dauði sé annars brauð í rútubransanum um þessar mundir. Samkvæmt heimild- um DV hefur verkfallið reynt gríðar- lega mikið á þau fyrirtæki sem ein- göngu eru með Sleipnismenn í vinnu og er svo komið að ef ekki semst hið allra fyrsta gætu þessi fyrirtæki lognast út af og dáið drottni sínum. „Við erum að vona að ríkið grípi inn í til þess að styðja samgöngur í landinu. Það er ákaflega mikilvægt að hafa sterkar samgöngur i landinu og ófært að láta þessa grein leggjast af,“ bætti Þorvarður við. Þorvarður hafði einnig orð á því að ef semdist um aðeins helming af því sem Sleipnismenn fara fram á kæmi það til með að ríða mörgum fyrirtækjum að fullu. Náist samningar við Sleipnismenn mun Þorvarður athuga það að fækka ferðum og segja upp starfsfólki - harrn segist ekki eiga annarra kosta völ. „Margir af þessum mönnum sem hér eru í vinnu hafa starfað með mér í fjölda ára og þætti mér vissulega sárt að sjá á eftir þeim. Ég er hins vegar nauðbeygður til þess að leita allra leiða. Olíuverð hefur tvöfaldast frá því í mai í fyrra og nú bætast enn á ný við tryggingahækkanir. Það er óhætt að segja að reksturinn er þungur róður.“ -ÓRV Samgönguráðherra áminnir bílstjóra í Keflavík: Skylt að nota gjaldmæla Samgönguráðherra sendi í gær forsvarsmönnum leigubifreiða- fyrirtækisins Ökuleiða í Reykjanesbæ bréf þar sem hann minnti á að þeir yrðu að aka með gjaldmælinn í gangi. Þetta er gert í framhaldi af fréttaflutning sl. daga um háar upphæðir sem ferðamenn hafa orðið að reiða af hendi i ferð- um sínum frá Keílavíkurflugvelli til Reykjavíkur. Magnús Jóhanns- son, framkvæmdarstjóri Ökuleiða í Keflavík, sagði í fréttum Ríkisút- varpsins í morgun að bílstjórar í Keflavík væru þessu fegnir. Þeir Viö Leifsstöö. hefðu verið undir hælnum á for- stjórum leigubílastöðvanna í Reykjavík og neyddir til þess að bjóða upp á tilboð á akstri sínum. 1 vetur var gert samkomulag mUli leigubílastöðva á höfuðborgarsvæðinu um að bjóða upp á sama tilboðsverð. Hallkell Þorkelsson er fram- kvæmdastjóri Bæjarleiða. „Það verð sem gjaldmælirinn sýnir er hámarkstaxti gjaldmæla. Það er ekkert athugavert við það að gefa kúnnum afslátt frá því. Varðandi ummæli framkvæmda- stjóra Ökuleiða kýs ég þó ekki að tjá mig.“ -ÓRV Lögreglan í Tívolí: Lagði hald á vatn og súkkulaði Lögreglan í Reykjavík lagöi hald á 14 áfengisflöskur og 2 sígar- ettukarton sem notuð voru sem verðlaun á skotbökkum í Tívolíinu á hafnarbakkanum í Reykjavík í gær. Var gripið til þessara aðgerða eftir kvartanir frá tívolígestum. Skömmu síðar skilaði lögreglan góssinu aftur á skotbakkana: „Þeir hlupu á sig því þarna var hvorki um áfengi eða sígarettur að ræða,“ sagði Jörundur Guðmunds- son tívolíhaldari í morgun. „í flösk- unum var freyðivatn og sígar- ettukartonin voru umbúðir um súkkulaði. Það er hefð fyrir svona verðlaunum í tívolíum." -EIR Risaskref í genarannsóknum Að krabbameinsgenið verði einangrað innan skamms var eitt umræðuefna á fjölsóttu og opnu málþingi sérfræðinga í líftækni og erfðafræði sem haldið var á Hótel Loftleiðum í gær. Þar kom fram að framfarir í genarann- sóknum og læknisfræði þeim tengdum taka hvert risaskrefið á fætur öðru og að nú þegar sé fyr- Fullur salur. Málþing var haldið á Hótel Loftleið- um i gær og sýndi fullur salur gesta, hve áhuginn er mikill. ir hendi tækni sem gerir að verk- um að hægt er að skoða gen og bera saman á örstuttri stundu. Einnig að örflögur með öllum upplýsingum um gen viðkomandi væru í stöðugri þróun og að gagnagrunn erfðarannsókna þyrfti að nýta vel. ísland er talið sérstaklega mikilvægt sem rann- sóknarland vegna sérstöðu sinn- ar og þess að hér er að finna full- komnar ættfræðiupplýsingar. Málþingið var haldið á vegum Urðar, Verðandi, Skuldar. -vs Pantið í tíma 22 da^at i Þjóðhátíð Ú FLUGFÉLAG ÍSIANDS 570 3030

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.