Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 DV 5 Fréttir ^ Genarannsóknir og líftækni eru mál dagsins: Island talið gullmoli erfðafræðinga - eigum góðar heimildir varöandi ættfræði og heilsufar Umræður um genarannsóknir og miðlægan gagnagrunn í heilbrigðis- kerflnu hafa verið líflegar að undan- fornu og sýnist sitt hverjum. Flest- um eru ljósar þarfir þess að rann- saka manninn, komast að því hvaða hlutverki hvert gen gegnir til að geta fundið leiðir til að bæta og breyta því sem aflaga hefur farið í hönnuninni. Svo er aftur á móti spuming um það hvernig á að nota þær upplýsingar sem til staðar em og hvemig koma má í veg fyrir að þeir sem fjárhagslegan hag hafa af þeim geti komist í þær. Á fjölsóttu málþingi Urðar, Verð- andi, Skuldar á Hótel Loftleiðum í vikunni töluðu þekktir erlendir vís- indamenn og lögfræðingar um gildi genarannsókna, líftæknina í heild og árangur þann sem þegar hefur náðst í kortlagningu erfðagena ásamt framförum i læknisfræði sem tengjast erfðarannsókum. Um eitt voru allir vísindamenn- imir sammála. ísland er hreinasti gullmoli fyrir erfðafræðinga og þeir horfa til landsins með vonarblik í augum. Hér er tiltölulega hreinn kynstofn norrænna manna. Við eig- um mjög fullkomnar ættfræðiskrár langt aftur í aldir og talsvert full- komnar sjúkrarskár. Og mannfjöldi viðráðanlegur í rannsóknarvinnu. Á fyrmefndu málþingi tók Leroy Hood, prófessor í líftækni, fyrstu til máls og ræddi um hraða genarann- sóknanna, tæknina við að breyta „slæmum" genum í „góð“ og hugs- anlegar siðferðisspumingar sem upp hljóta að koma þegar hægt verður að fikta í erfðamengi manns- ins og jafnvel að framleiða fólk eftir pöntunum. Hann útskýrði fyrir áheyrendum hvernig fjórir bókstaf- ir eru látnir tákna genaröðina (basaröð í kjarnasýru) og fór laus- lega í gegnum söguna. Þýðingarvinnan er eftir „Genakortinu má líkja við Rósettu- steininn," sagði Shankar Subramani- am, prófessor í lífupplýsingatækni og stofnandi Biological Workbench á Netinu (http://sdsc.workbench.edu): „Við höfum þýtt nokkur táknanna en eigum enn eftir að komast að hvað meginhluti þeirra táknar. Hann ræddi um mikilvægi að geta „skraddarasaumað" lyf handa hverj- um og einum en við þær rannsóknir binda lyfjafyrirtæki og læknar mikl- ar vonir. Shankar tók einnig dæmi um það hvemig lagfæring á einu geni í hrís- grjónum gat orðið til þess að bæta uppskeru og koma með því í veg fyr- ir hungur og slæmt efnahagsástand. Skapa líf? „Við getum fjótlega skapað líf,“ sagði Glen A. Evans, stofnandi Nanogen, sem stendur einna fremst í gerð DNA flögutækni, og bætti því við að innan fárra ára mætti búast við þvf að tæki til genaskoðunar yrðu svo fyrirferðarlítil að jafnvel lögreglumenn gætu haft þau í bíl sínum og kannað á einfaldan hátt hvort menn eru þeir sem þeir segj- ast vera. Hann sagði talsverða áherslu vera lagða á hundarann- sóknir því margar hundategundir væri búið aö rækta vandlega til að fá fram ákveðna eiginleika og því auðvelt að einangra þar ákveðin gen og í framhaldi af því sambæri- leg gen í manninum. „Kaupmenn yrðu glaðir ef hægt væri að ein- angra genið sem veldur því að sum- ir eru kaupglaöari en aðrir," sagði hann og hló við. „Fjórðungi bregður til fósturs," hefur löngum verið sagt hér á landi og átt við að uppeldið gilti aðeins 1/4 þegar um hegðun og persónu- leika manna væri að ræða. Bruce Wals, prófessor og líftölfræðingur, ræddi um áhrif gena um umhverfis og sýndi niðurstöður ýmissa rann- sókna þar sem reynt hefur verið að sýna fram á að ákveðin gen fram- kölluðu ýmist sjúkdóma eða hegð- un. Hins vegar lagði hann ríka áherslu á nauðsyn þess að fara var- lega í ályktunum og að taka þurfi marga þætti inn til að fá marktæk- ar niðurstöður. Best væri að rann- saka eineggja tvíbura sem aðskildir hafa verið við fæðingu. Áhugi á genalækningum er mikifl og vonir bundnar við að í framtíð- inni verði hægt að útrýma ýmsum genatengdum sjúkdómum. Ekki var mikið fjallað um slíkt á ráðstefn- Fréttaljós Vigdís Stefánsdóttir blaðamaður unni en þó var komið inn á það hvemig verið er að gera tilraunir með að laga gen og skipta út genum sem eru gölluð. Einnig það hvernig verði hægt með genaupplýsingum að aðstoða fólk við að forðast að- stæður sem kallað geta fram ákveðna sjúkdóma þar sem gen þeirra gæfu til kynna veikleika gagnvart þeim. Enn þá er þetta mikið til á til- raunastigi en þó eru um tíu ár síð- an fyrsti krabbameinssjúklingurinn fór i slíka meðferð og hefur þróun á krabbameinum verið ör. Tvö gen sem tengd eru krabbameinum fund- ust nýlega, þar af annaö á íslandi, en landið er af vísindamönnum talið standa mjög framarlega í rann- sóknum af þessu tagi. Siðferðisspumingar sem upp koma við gagnasöfnun á heilbrigðis- sviði era margar, þó svo nauösyn- legt sé að safna sem flestum gögn- um. Hverjir eiga að fá aðgang að slíkum upplýsingum, hvernig á gæta þess að hægt sé að tengja upp- lýsingar og fólk saman, hversu miklum upplýsingum á að safna og þar fram eftir götimum. Og síöast en ekki síst er hægt að veita einka- leyfi til einhvers sem að genum manna snýr - hvort sem það eru upplýsingar eöa aðferðir? Miklll áhugi Á fjölsóttu málþingi Urðar, Verðandi, Skuldar á Hótel Loftleiöum í vikunni töl- uöu þekktir erlendir vísindamenn og lögfræðingar um gildi genarannsókna. Umferð um Vesturland: Með almesta móti í sumar DV, BQRGARNESI: Umferð um Vesturland hefur ver- ið með almesta móti það sem af er sumri. Að sögn ferðaþjónustuaðila i Borgamesi stefnir í mesta umferð- arsumar í héraðinu til þessa en þetta kemur fram í Skessuhorni, fréttablaði Vestlendinga. Til samanburðar má geta þess að um síðustu helgi var umferðin fyrir Hafnarfjall 18.872 bílar frá föstudegi til sunnudags en sömu helgi í fyrra fóru 16.197 bílar þessa leið. Þess skal þó getið að veðrið var betra á Vesturlandi um síðustu helgi en á sama tíma síðasta ár. Þrátt fyrir aukna umferð um Vest- urland virðist hún skila sér misjafn- lega á einstaka staði og meðal ann- ars er misjafnt hljóðið í ferðaþjón- ustuaðilum á Snæfellsnesi. -DVÓ f Hvalfiar&argöngum. Glaumbar í Reykjavík: Tóbaksauglýsing veldur usla Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur rannsakar nú hvort Team Lucky Strike skilti sem hangir fyrir ofan innganginn á Glaumbar i Reykjavík sé tóbaksauglýsing. „Lögreglan talaði við okkur en ég sagði þeim að þetta væri ekki sígar- ettuauglýsing. Það stendur þama „Team Lucky Strike" og þetta er ekki alveg eins og lógóið hjá Lucky Strike. Þar fyrir utan seljum við ekki þessar sígarettur," sagði Wil- helm Norðflörð, framkvæmdastjóri Glaumbars. Skiltið hefur hangið utan á Glaumbar í ein níu ár og er að sögn Wilhelms merki pilukasts- klúbbs í London. Forsaga málsins er sú að í síðustu viku bað lögreglan í Reykjavík um- hverfis- og heilbrigðisnefnd borgar- innar um að kanna hvort um sígar- ettuauglýsingu er að ræða, en bann- að er að auglýsa tóbak á Islandi. Að sögn Hrannars Bjöms Amarssonar, formanns umhverfis- og heilbrigðis- DV-MYND Tóbaksauglýslng Lögreglan í Reykjavík hefur beöiö heilbrigöiseftirlitiö aö kanna hvort Team Lucky Strike merkiö á Glaumbar sé sígarettuauglýsing, en tóbaksauglýsingar eru algjörlega bannaöar á íslandi. nefndarinnar, eru undantekningar þó geröar ef veriö er að auglýsa aðra vöru undir vörumerki tóbaks- ins. Hrannar sagði að ekki virtist sem veriö væri að auglýsa neitt annað en sígarettumar á Glaumbar. „Umhverfis- og heilbrigðisnefnd- in fól heilbrigðiseftirlitinu aö ganga í máliö og fylgja því eftir í samræmi við lög og reglu og ég tel allar líkur á því að þess verði krafist að merk- iö verði tekið niður," sagði Hrann- ar. „Það er dýrt að taka þetta niður, þetta hangir saman viö annað þarna utan á húsinu. En þetta er nú ekk- ert stórmál, við tökum skiltið bara niður ef út í það fer,“ sagði Wil- helm. Hrannari var einnig falið að ræða viö tóbaksvamarnefnd um aukið samstarf heilbrigðiseftirlitsins og tóbaksvamamefndar varðandi for- vamir og eftirlit með útsölustöðum tóbaks i Reykjavík. -SMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.