Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Side 6
6 Neytendur FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 DV Samsetningin hljómar ekki illa: Kjöt, kartöflur, grænmeti og brauö ... þar aö auki krydd, fita, koisýrt vatn meö litarefnum og koffeíni. Algengast að panta: Einn ham- borgara, takk - með frönskum og kók Víða um land eru seldar veitingar af ýmsu tagi og ein helsta kvörtun ferðalanga er sú að erfitt sé að fá nógu fjölbreytt fæði sé farið um landið án nestis. Hamborgarinn hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem þægilegur matur sem auðvelt er að grípa með sér og þegar búið er að bæta við ýmsu smálegu eins og kartöflum, salati, sósu og gosi, þá er þetta orðin nokk- uð stór máltið sem endist að næsta stoppi. Þessi ágæta máltið hefur það samt að aðalgalla hversu mikil sósa fylgir gjaman. Sósan er yflrleitt búin til úr majonesi og bragðefnum, sem sagt nær eingöngu fita. Það ger- ir að verkum að hamborgarinn ásamt brauði og grænmeti verður mjög hitaeiningaríkur og ekki eins hollur og hann gæti annars verið. Börn biðja gjaman um hamborgara með tómatsósu eingöngu, þau klígj- ar við fitunni og rétt er að verða við þeirri beiðni. Hagsýnin kannaði að gamni ham- borgaraverðið á ýmsum stöðum á landinu en það skal tekið fram að einungis var hringt og spurt um verð á hamborgara, frönskum og kók og ekki er tekið tillit til þjón- ustu, stærðar og þyngdar ham- borgaranna eða annars meðlætis, sem reyndar víðast hvar er salat og sósa. Staðarskáll Þar kostar skammturinn 970 krónur en hópar fá afslátt og gosið er borið fram í glasi. Höldur á Akureyri Heldur ódýrara eða 755 krónur en reyndar hvorki salat né sósa með. Olsen Olsen og ég í Keflavík 710 krónur, takk fyrir, ekki tekið fram hvort salat og sósa fylgir. Hyrnan í Borgarnesi Þar stoppa margir og kostar Hyrnuborgari ásamt meðlætinu fyrrnefnda 715 krónur. Söluskáli Essó á Húsavík 635 krónur skammturinn. Ekó á Ísafirðí í hádeginu er tilboð og þá kostar skammturinn 550 krónur en eftir það 575 og engin kók fylgir. Shellstöðin á Egilsstöðum Þar fæst máltíðin fyrir 660 krón- ur. Fossnesti á Selfossl Hamborgari með frönskum kost- ar 890 krónur og tekið fram að hægt sé að velja um sósur eða ofanálegg á hann og kókflaskan kostar 180 krón- ur. -VS Verð á matvöru er greinilega mjög mismunandi í stórmörkuðum: Mikill munur á hæsta og lægsta verði - Bónus lægst en Nýkaup hæst Það munar talsvert miklu hvort keypt er í matinn í Nýkaupi eða Bónus. Hvorki meira né minna en 1253 krónu mun- ur var á körfunni á þess- um tveim stöðum. Farið var í 8 matvöru- verslanir á höfuðborgar- svæðinu, Nýkaup, Bónus, Hagkaup, 10/11, 11/11, Fjarðarkaup, Nóatún og Nettó. Nettó er næst Bónus en þó munar þar nokkru. Fast á eftir Nettó kemur Fjarðarkaup, svo 10/11 en athygli vekur að verðið í Nóatúni er mjög líkt og í Nýkaup. Það munar þó ekki miklu þar enda eru báðar verslanimar svo- kallaðar lúxusverslanir, gefa sig út fyrir góða þjón- ustu og vöruúrval en ekki endilega lágt vöruverð. Á nokkrum stöðum var ekki til nákvæmlega það sem beðið var um og var þá reiknað meðalverð ann- •• •• Verslanir í könnun i Fjarðarkaup Nettó íöyil, Lagihúlá Komax-hveiti, venjulegt, 2 kg 80 80 80 78 8° n 60 65 72 ! 1 1 m - 40 Ife • P K" P - 20 Kr. Bjg. ,mt , arra verslana og það látið gilda. McCormic karrí var ekki til í 10/11 en Gevalia keypt í staðinn. Mikill munur reyndist á Ora grænum baunum sem er ódýr vara. í Bónus kostar dósin 49 krónur en 59 krón- ur í Nýkaupi og Nóatúni, 10 krón- um meira. Eftir sem áður er það greinilegt að neytendur verða að gæta pyngjunnar og besta leiðin til að halda niðri vöruverði er að vera á verði gagnvart hækkunum sem sífellt dynja yfir. -vs Körfurnar: Bónus 5.243 kr. Nettó 5.804 kr. Fjarðarkaup 5.965 kr. 10/11 6.068 kr. Hagkaup 6.105 kr. 11/11 6 198 kr. Nóatún 6.266 kr. Nýkaup 6.496 kr. Toro, ítölsk grýta 200 160 120 80 40 Krónir 180 190 180 159 19M87------186 ■ 164 ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.