Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 I>V Fréttir Umsjón;_ Garðar Öm Ulfarsson nctfang: sandkomOff.te Sandkorn i i Mogginn biöur griða Eins og fram hef- ur komið hefur Sig- urbjörn Einarsson biskup verið kærð- ur til Siðanefndar Prestafélagsins vegna ósmekklegra ummæla sinna um gagnrýnendur framkvæmdar Kristnihátíðarinnar. Sigurbjörn mun nú hafa fengið frest til mánaðamóta að gera nefndinni grein fyrir sjónar- miðum sínum í málinu. Morgunblað- inu, sem studdi Kristnihátíð til síð- asta blóðdropa, finnst „leiðinlegt að horfa upp á neikvæðar umræður" og bað biskupi griða í forystugrein um helgina. „Ekki væri úr vegi að leyfa einum merkasta andlega leiðtoga þjóðarinnar að vera í friði," sagði Mogginn. Skyldi manninum ekki leiðast að láta krossfesta sig? söng Megas. Skyldi biskupi þykja þörf á náðunarbeiðni Morgunblaðsins fyrir sína hönd? Láttu mig í frioi, Paui! Allir vita af kvöldverði Sir Pauls McCartneys á Café Óperu í ný- legri hehnsókn hans hérlendis og spunnust af því miklar sögur. Ein sagan segir að inn á Óperu hafi komið ungur piltur á sínu fyrsta stefnu- móti. Stefnumótið átti að hafa geng- ið illa og drengurinn fengið snjalla hugmynd þegar hann rak augun í McCartney. Hann afsakaði sig við dömuna og laumaðist að borði bltils- ins. Með eftirgangsmunum fékk strákur bítilinn til að koma að sínu borði og kasta á sig kveðju eins og um gamlan vin væri að ræða. Pilt- urinn sest síðan aftur hjá stúlkunni en stuttu síðar kemur McCartney röltandi fram hjá. „Blessaður, gamli vinur," hrópaði McCartney til stráksa sem leit við með vanþóknunarsvip og sagði: „Paul, hef ég ekki margsagt þér að láta mig í friði!"... Ungmenni í lendaskýlu íslensk fjölskylda fór til kirkju í Noregi á dögunum. Slíkt þykir reyndar ekki i frásög- ur færandi út af fyrir sig, sérstaklega ekki þar i landi. Með i fór- inni var þriggja ára drengur og var sér- staklega tekinn eið- I stafur af þeim stutta um að hafa hægt um sig og þegja þunnu hljóði inni í helgidóminum. Þeim stutta varð starsýnt á Jesú Krist þar sem hann hékk á krossi eins og gengur og gerist í kirkjum. Það blasti fljótlega við að drengurinn var að springa á limminu og myndi rjúfa þagnarbindindið fyrir messu- lok. Og loks gat snáðinn ekki orða bundist. Hann sneri sér að pabba sínum, benti á frelsarann og sagði stundarhátt: „Sjáðu pabbi! Mowgli!!... Sigurganga Guðna Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra leikur á als oddi nú um hábjarg- ræðistímann. Guðni hefur verið ódeigur í yfirlýsingagerð, m.a. um matarskatt og jarðasölu, muli þess sem hann sprangar í sinum framsóknargrænu reiðbuxum um velli hestamanna ellegar opnar litskrúðugar landbún- aðarsýningar. Sjálfskipaðir stjórn- málaskýrendur þykjast skynja að þessi fyrirferð á ráðherranum sé alls ekki eðlileg enda eigi menn því að venjast að stjórnmálamenn liggi í dvala frá páskum fram undir jól. Spekingarnir segja að Guðni sé á fullu að undirbúa framhoð sitt til varaformanns í Framsóknarflokkn- um, eða hugsi jafnvel til enn hærri metorða. Sérstaka eftirtekt hefur vakið hversu viðnámið er lítið... Lítil áhrif af Sleipnisverkfalli DV, AKUREYRI: Talsverður kraftur virðist vera i ferðaþjónustunni á Norðurlandi um þessar mundir og aðOar í ferðaþjón- ustu, sem DV hefur rætt við, segja að áhrif verkfalls bifreiðarstjóra í Sleipni séu lítil sem engin. verkfallið hafi haft áhrif um tíma en eftir að samningar tókust hjá Sérleyfisbílum Akureyrar hf. komst ástandið í nær eðlilegt horf. Þó hefur það einhver áhrif á ferðamannastrauminn að ekki er ekið hjá Norðurleið hf. milli Reykjavíkur og Akureyrar. Veður hefur yfirleitt verið mjög gott á Norðurlandi í sumar og það hefur orðið til þess að lyfta upp ferðalögum íslendinga í landshlutanum. Hrafnhildur Elín Karlsdóttir, að- stoðarhótelstjóri Fosshótels KEA á Akureyri, sagðist ekki hafa handbær- ar tólur til að vitna i en hún sagði ferðamannastrauminn hafa tekið seint við sér en farið vel í gang þegar það gerðist. „íslendingar eru alltaf á ferðinni þar sem veður er gott og við höfum notið góðs af því að undan- förnu. Hér hefur verið ágætlega bók- að og er áfram þannig að þetta lítur vel út," sagði Hrafhhildur. Friðrik Sigurðsson, hótelstjóri á Hótel Húsavík, sagði mikið vera að gera eins og venjulega. „Það hefur aldrei verið neitt vandamál að reka hótel hér á sumrin. Júnimánuður var mjög góður og það sem af er júlí og þetta lítur vel út fram á haustið þangað til losna fer um á hótelunum í Reykjavík en þá hætta ferðaskrif- stofurnar að bóka út á land. Það er hins vegar lítið annað fram undan í vetur en að loka hótelinu í einhverja mánuði, það hefur ekki verið gert hér en ég á fastlega von á því að það verði niðurstaðan núna enda eftir litlu að slægjast," sagði Friðrik. Hann segir að verkfall Sleipnis hafi lítil sem engin áhrif haft á sinn rekstur. „Ég hef eiginlega ekki orðið var við verkfallið á annan hátt en þann að hingað komu einu sinni verkfallsverðir vegna einhvers ágreinings. Okkar gestir eru aðallega i skipu- lögðum hópferðum og þá hefur verið leitað til þeirra fyrirtækja um akstur sem ekki eru með Sleipnismenn i vinnu," sagði Friðrik. -gk t>H^ja umferð Forrrrúla Off Road Open, DV-Spi brt torfærunnar itlu kaffistofuha ámorgunlaugardaginn 15. júlí. \fer frarrí við Litlú------- Keppnin hefst klukkan 11.00 meö tveimur þrautum _____lishlé klukkan 13.00. x og veröur síöan f ram haldið eftir hádeg. I S L E N S KT / Ótrúleg skemmtun og æsispennandi kepp ¦ í j gj k

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.