Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Side 9
FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 DV Fréttir 9 Hávær umræða um brottkast á fiski: Grétar Mar hlýtur að tala af eigin reynslu - segir Emil Thorarensen, stjórnarmaður LÍÚ „Þessi umræða er komin út fyrir öll velsæmismörk," segir Emil Thorarensen, útgerðarstjóri á Eski- flrði og stjórnarmaður í Landsam- bandi íslenskra útgerðarmanna, um þær fréttir sem birst hafa af brott- kasti á fiski. „Ég þekki engin dæmi þess að sjó- menn séu að henda fiski i þeim mæli sem um er talað. Auðvitað á alltaf sér stað eitthvað brottkast en það er hverfandi lítið og um er að ræða hrá- efhi sem ekki er hægt að nýta. Þetta er ekkert öðruvísi en fyrir daga kvótakerfisins. Það að halda því fram að útgerðarmenn fyrirskipi brottkast er fráleitt. Slíkt hefur aldrei tiðkast hjá okkar útgerð. Enda myndu sjómenn aldrei láta bjóða sér slíkt. Þeir sjómenn og skipstjómar- menn sem ég þekki til eru ábyrgir í umgengni sinni við fiskimiðin," segir Emil. Hann segir mikla reiði vera meðal sjómanna og útgerðarmanna vegna tíðra árása þar sem vegið sé gróflega að æru þeirra. Emil segist hafa ákveðna skýringu á því hvers vegna umræðan sé í þessum far- vegi. „Umræðan um þetta er afleiðing af lýðskrumi Sverris Hermannssonar al- þingismanns og Grétars Mars Jónssonar, forseta Farmannasambandsins. Þeir hafa haldið því á lofti að sjómenn væm örgustu Fjúkandi reiður - Austfíröingar ástunda ekki þá umgengnishætti sem ætla má aö viögangist suöur meö sjó, segir Emil Thorarensen. sóðar í umgengni við auð- lindina og tilgangurinn er augljóslega sá að grafa und- an kvótakerfinu. Grétar Mar hlýtur þar að tala af eigin reynslu. Það er óþarfi hjá honum að ætla okkur Austfirðingum þá um- gengnishætti sem ætla má að viðgangist suður með sjó,“ segir Emil. Hann segir helsta vand- ann í dag snúast um kvóta- lausa báta. „Þeir eru alltof margir um alltof fáa fiski. Hæsti- réttur íslands ber ábyrgð á því vandamáli með sinni niðurstöðu í Valdimars- málinu," segir Emil. -rt Margir sóttu atvinnulífssýningu á Hvammstanga: Þjappar fólki saman — segir framkvæmdastjóri DV, HVAMMSTANGA: Talið er að á þriðja þúsund manns hafi sótt atvinnulifssýning- una „Atvinna 2000“ sem haldin var í félagsheimilinu á Hvammstanga á dögunum en þar kynntu um 55 aðil- ar úr Húnaþingi vestra framleiðslu sina og þjónustu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- iðnaðarhúsnæði í Standbæ og Prjónaverksmiðjuna ísprjón. Þetta er önnur atvinnulífssýning- in sem haldin er á Hvammstanga. Sú fyrsta var fyrir þremur ámm og þá eins og nú var Bjöm Hannesson framkvæmdastjóri. Bjöm sagði í samtali við DV að mjög gaman væri að taka þátt í undirbúningi sýning- skemmtilega móral sem var ríkj- andi á fimmtudagskvöldið og föstu- daginn þegar fólk var að koma sín- um básum upp. Þá var verið að skoða hver hjá öðrum og lána á milli það sem vantaði. Svona sýn- ingar þjappa fólki saman og virka mjög hvetjandi, ég er ekki í vafa um það,“ sagði Björn Hannesson. ÞÁ JEPPAFJAÐRIR - JEPPALOFTPÚÐAR. LOFTPUÐAFJÖÐRUN I BILA - VAGNA - TRAILERA -TJALDVAGNA HÚSBÍLA - KERRUR - FELLIHÝSI O.FL. FJAÐRIR I VÖRUBILA - VAGNA - RÚTUR - KERRUR. 3 FJAÐRABLÖÐ - FJAÐRAKLEMMUR - FÓÐRINGAR - SLITBOLTAR - MIÐFJAÐRARBOLTAR - GÚMMÍHRINGIR. DRATTARBEISLI Á FÓLKSBÍLA OG JEPPA frá 7.700. Vonduð vara frá Evrápu og Ameríku. GOTT VERÐ. Fjaðrabúðin Partur, Eldshöfða 10, Reykjavík. Símar 567 8757 og 587 3720. ^Smáauglýsingar leigumarkaðurinn 550 5000 DV-MYND ÞÁ Ráðherra tekur til hendinni Valgeröur skoöaöi m.a. prjónaverksmiöjuna ísprjón. Hún lýsti yfir undrun sinni á því framtaki og dug sem einkenndi atvinnulíf í Húnaþingi vestra. ráðherra opnaði sýninguna og sagöi í ávarpi sínu mjög ánægjulegt og mikilsvert að fólk geti verið stolt af sínu lífsviðurværi í byggðunum, sýning sem þessi væri mikið fram- tak og hvatning og sýndi fram á þá miklu möguleika sem fælust í at- vinnu og búsetu á landsbyggðinni. Ráðherrann var mjög ánægður með sýninguna og skoðaði m.a. nýbyggt arinnar. „Mikil samstaða býr þama að baki og það er mikil vinna að undirbúa svona sýningu. Fyrir þremur árum voru margir þessara aðila nýbyrjaðir sína starfsemi og hún frekar lítil í sniðum. Mér sýnist að sýningin þá hafi orðið þeim hvatning og þeir komu öflugri til leiks nú. Það var gaman að skynja þennan Athugasemd herstöðvaandstæðinga: Segjast fleiri en þrír Formaður félags herstöðvaandstæðinga vill koma á framfæri athugasemd vegna baksíðumyndar DVþann 10. júlí írá mótmælmn herstöðvaandstæðinga við Reykjavíkurhöfn. „Þegar aðgerðum var lokið bar að ljósmyndara DV sem bað um að fá að smella myndum af nokkrum í hópnum... í blaðinu er ranglega fullyrt að þeir þrír ein- staklingar sem birtast á myndinni séu þeir einu sem tekið hafi þátt í Gegn NATO Hin umdeilda mynd talar sínu máli. mótmælunum, en jafn- vel sá hópur sem ljós- myndarinn náði í skott- ið á var mun fjölmenn- ari. Af þessu dregur textahöfundur svo mikl- ar ályktanir um stöðu herstöðvaandstöðunnar á íslandi. í ljósi þessara vinnubragða og talna- meðferðar verður að skoða fullyrðingar blaða- mannsins um að Reykvíkingar hafi upp til hópa tekið herskipunum fagnandi." Þessu er komið á framfæri. Við erum svo sannfærð um gæði millilandaþjónustu okkar að þú færð fyrstu fimmtán mínúturnar ókeypis. Skráðu þig á islandssimi.is eða í síma 594 4000. millilandasímtöl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.