Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Blaðsíða 10
10 Útlönd FÚSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 I>V Björgunarstörf í Bombay 200 hreysi eyöilögðust í aurskriðunni. Tugir létust í aur> skriðu í Bombay á Indlandi Að minnsta kosti sextíu manns létu lífið er aurskriða féll á fátækrahverfi í Bombay á Indlandi í fyrradag. Óttast er að fimmtíu séu enn grafnir í rústunum. Ólíklegt er talið að einhverjir séu á lífl í rústunum en tekist hefur að bjarga 46 manns. Miklar rigningar og flóð hafa verið á svæðinu í nokkra daga og hafa yfir áttatíu látist af völdum veðurhamsins. í Bombay eyðilögðust um 200 hreysi í skriðunni. Skriður eru algengar á tímum monsúnrigninga í Indlandi sem vara í fjóra mánuði. Vopnabúrið Uppreisnarmenn gefa vopn sín. Speight lætur vopn af hendi Þjóðernissinnar á Fídjí, sem héldu m.a. fyrsta indverskættaða forætisráðherra eyjanna í gíslingu í 56 daga, afhentu hermálayfirvöldum vopnabúr sín í gær. Leiðtogi upp- reisnarmanna, George Speight, af- henti vopnin við opinbera athöfn í þinghúsinu í Suva í gær en þar á meðal voru 60 sjálfvirk vopn, 14 skammbyssur, jarðsprengjur og gas- grímur. „Þetta eru ekki endalokin. Þetta er upphafið. Það er heilmikil vinna fyrir höndum í þessu landi,“ sagði Speight sem vonast eftir ráð- herrastöðu í nýrri ríkisstjóm. Barak og Arafat á klukkustundarfund saman: Tekist á um ein- stök málsatriði Bill Clinton sneri aftur tíl Camp David í gærkvöldi eftir að hafa setið ráðstefnu um málefni blökkumanna i Baltimore. Leið- togamir tveir, Yasser Arafat og Ehud Barak, höfðu þá ræðst við ásamt sendinefnum í fjarveru Clintons og var mál manna að eftir undirbúning viðræðnanna síðastliðna tvo daga hefðu menn loks verið í stakk búnir til að ræða einstök mál og málefni í þaula. Þetta staðfesti m.a. örygg- ismálaráðherra ísraels, Shlomo Ben Ami, í samtali við ísraelska útvarpið en Ben Ami situr í sendinefnd Israela í Camp David í Maryland. Fram að þessu hafði Clinton átt fundi með Barak og Arafat sínum í hvoru lagi en í gær reyndi á það í fyrsta skipti hvort leiðtogamir tveir gætu ræðst við undir fjögur augu. Talsmaður Bandarikjaforseta, Richard Boucher, staðfesti á blaðamanna- fundi að leiðtogamir tveir hefðu ræðst við undir fjögur augu og sagði að þeir hefðu átt um klukkustundarfund saman. „Þeir ræddu saman að eigin frumkvæði en okkur var kunn- ugt um fundinn," sagði Boucher meðal annars. Hann ítrekaði þó að menn skyldu fara varlega í að draga ályktanir, jafhvel þó létt yfirbragð væri yfir friðarvið- ræðunum og leiðtogamir af- slappaðir. Arafat kallaði eftir liðsauka frá Palestínu til að aðstoða hann í friðarviðræðunum og til að forðast þrýsting frá Bandaríkj- unum um að deilur ísraela og Palestinumanna yrðu leystar í eitt skipti fyrir öll. Sendinefndin lenti á flugvellinum í Was- hington í gær en óvist er hvenær hún mun taka þátt í viðræðun- um. Óhætt er að segja að nokkur urgur hafi verið í mönnum vegna þessa og þykir það draga nokkuð úr því frekar en hitt að endanlegt samkomulag náist. Bandarískir ráðamenn gáfu engu að síður i skyn að hugsan- legt væri að undanþága yrði veitt frá ákvæði viðræðnanna um að einungis leiðtogar og Bill Cllnton sendinefndir þeirra mættu taka Clinton var fjarri góðu gamni í gær en sneri þátt í friðarviðræðunum i Camp aftur til CD síðdegis. David. Sjaldgæf sjón Sjóotrar eru falleg dýr en stofninn var friðaöur á sínum tíma eftir að hafa verið nær útdauöa vegna ágangs veiðimanna og ásóknar í verðmætan feid þeirra. Myndin aö ofan er tekin undan ströndum Aleutia-eyja. Reykj avíkurborg; Borgarskipuktg A KÓPAVOGSBÆR Auglýsing um deiliskipulag í Kópavogi og Reykjavík Reykjanesbraut við Mjódd - umferðarskipulag í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að umferðarskipulagi Reykjanesbrautar við Smiðjuveg/Mjódd Tillagan liggur frammi í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa Reykjavíkur, Borgartúni 3, 1. hæð og á skrifstofu Bæjarskipulags Kópavogs, Fannborg 6, virka daga kl. 10:00 - 16:00 frá 14. júlí til 11. ágúst 2000. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eða Bæjarskipulags Kópavogs eigi síðar en 25. ágúst 2000. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests, teljast sam- þykkir. Kona lést af sjaldgæfri salmónelluteg- und í Danmörku Sjö konur á aldrinum 35 til 81 árs hafa smitast af salmónellutegund sem er ónæm fyrir venjulegum sýklalyfjum. Ein kona, 41 árs, hefur látist af völdum sjúkdómsins. Kon- umar smituðust eftir að hafa verið lagðar inn á sjúkrahús. Fyrstu tilfellin af salmónellubakt- eríunni Typhimurium U302 upp- götvuðust um miðjan júní. Rann- sóknin beinist nú fyrst og fremst að því hvaða matvæli voru keypt inn á sjúkrahúsin á meðan konurnar lágu þar. Talið er að fleiri sjúklingar hafi smitast þó þeir hafi ekki orðið svo alvarlega veikir að ástæöa hafi þótt til að rannsaka það sérstaklega. wmvmm Bradley styður Gore Bill Bradley öld- ungadeildarþing- maður, sem tapaði fyrir A1 Gore, vara- forseta Bandaríkj- anna, í forkosning- um demókrata, lýsti í gær i fyrsta sinn afdráttarlaust yfir stuðningi við varaforsetann. Hétu þeir harðri baráttu við George Bush, forsetaframbjóðanda repúblikana. Rannsókn á barsmíðum Bandaríska alríkislögreglan og saksóknari í Philadelphiu hafa haf- ið rannsókn á barsmíðum lögreglu- manna á særðum blökkumanni. Leiðtogar blökkumanna hvetja menn til að sýna stillingu. Umhverfisspjöll Bandarískir hermenn í S-Kóreu hafa viðurkennt að hafa fleygt efna- úrgangi í helsta fljót Seoul í febrúar síðastliðnum. Tjáningarfrelsi Vladimir Pútín, forseti Rúss- lands, vísaði því á bug i gær að hann hefði í hyggju að takmarka tjáningarfrelsi. Sagði hann ótta fjöl- miðlakónga stafa af þvi að þeir ótt- uðust að missa völd sín. Sögulegur samningur Bandaríkin og Víetnam undirrit- uðu í gær sögulegan viðskiptasamn- ing. Ryður samningurinn braut fyr- ir eðlilegum viðskiptum þessara fomu fjenda. Taskan seld Margaret Thatcher, fyrr- verandi forsætis- ráðherra Bret- lands, lýsti í gær yfir ánægju sinni með að ein af handtöskun- um hennar frægu skyldi selj- ast á 100 þúsund pund á uppboði. Kaupandinn er skoskur kaupsýslu- maður sem sagði að stefna Thatchers hefði auðveldað honum að safna auði. Ágóðanum af sölunni verður varið til góðgerðarmála. Olíuverð hækkar Olíuverð hækkaði í gær á mark- aði í London þar sem óljóst þótti hvort af neyðarfundi olíufram- leiðsluríkja yrði. Skipulagði morð Fyrrverandi ástkona Rauls Salinas, bróð- ur Carlos Sal- inas, fyrrver- andi Mexíkó- forseta, grein- ir frá því i bók að Raul hafi skipu- lagt morð á fyrrverandi mági sin- um. Raul afplánar nú 27 ára fangel- isdóm vegna morðsins. Carlos Sal- inas er nú í sjálfskipaðri útlegð á Kúbu vegna hneykslisins. Flýja trúarstríð íbúar Molúkkaeyja flúðu í gær átök milli kristinna og múslíma sem blossuðu upp á ný. Að minnsta kosti sjö létu lífið og tólf særðust í átökunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.