Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Síða 11
11 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000_____________________________________________________________________________________________ 3>V Útlönd Á flótta frá skógareldum Þúsundir hektara skóga og ræktaðs land hafa orðiö skógareldum að bráð undanfarna daga í Grikklandi. Á myndinni sést íbúi í Ag Theodori flýja eldana. Notaðar vinnuvélar á kostakj örum Mikil verðlækkun Mikið úrval 4 Ingvar = ? Helgason hf. Véladeild - Sœvarhöfða 2 - Simi 525 8000 - Beinn sími 525 8070 Fax: 587 9577- www.ih.is -E-mail: veladeild@ih.is Erfiðlr tímar Tony Blair forsætisráðherra á í vök að verjast. Forysta Tonys Blairs minnkar um helming Forysta Verkamannaflokksins í Bretlandi yfir Ihaldsflokkinn hefur hrunið úr 19 prósentustigum í 10 síðastliðinn mánuð samkvæmt skoðanakönnun Gaflup sem birt var í morgun. Verkamannaflokkurinn nýtur nú fylgis 45 prósenta kjósenda en íhaldsflokkurinn 35 prósenta. Skoðanakönnunin kemur í kjölfar erfiðra tíma hjá Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Fyrir fimm vikum var hann hrópaður niður er hann flutti ræðu hjá samtökum kvenna. 16 ára sonur Blairs fannst nýlega sauðdrukkinn á almannafæri, stuttu eftir að Blair hafði boðað hertar aðgerðir gegn drukknum ribböldum. Fýrsti hýri bisk- upinn í Noregi Norska ríkið skipaði á fimmtudag fyrsta samkynhneigða prestinn í embætti þrátt fyrir mótmæli bisk- upsdæmisins í Ósló. Kirkjumálaráð- herra landsins, Trond Giske, hafn- aði beiðni biskupdæmisins um að ráða ekki Jens Torstein Olsen, sam- kynhneigðan guðfræðing, sem prest yfir Majorstuen-kirkjunni í Ósló. Jens, sem er í sambúð með öðrum karlmanni, er fyrsti samkynheigði presturinn sem er formlega ráðinn til starfa hjá lúthersku kirkjunni eftir að hafa opinberað kynhneigð sína. í fyrra tilnefndu Norðmenn fyrsta kvenbiskupinn þar í landi. Gíslarnir farnir að örvænta Lofar Svartfellingum meiri fjárstuðningi Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem stjómar nú friðarviðræðum ísraela og Palestínumanna í Camp David, hringdi þaðan í gær til forseta Svartfjallalands til að bjóða honum meira fé til að koma á lýðræði. Al- bright og forsetinn, Milo Djuka- novic, ræddu ástand mála, þar á meðal stjórnarskrárbreytinguna í Serbíu sem tryggir Slobodan Milos- evic áframhaldandi völd. Svartfell- ingar, sem eru í ríkjasambandi með Serbíu, hafa hafnað breytingunni. Forsætisráðherra Júgóslaviu, Momir Bulatovic, visaði í gær á bug fréttum um að herinn hygðist ráðast á Svartfiallaland lýsti það yfir sjálfstæði. Sagði ráðherrann herinn ekki tengjast stjómmálum. Madeleine Albright Ráðherrann hringdi í forseta Svartfjallalands frá Camp David í gær. Andleg líðan gislanna, sem em í haldi múslimskra uppreisnarmanna á Filippseyjum, fer versnandi. Búast má við að einhver þeirra svipti sig lífi áður en langt um líður. Þetta kemur fram í bréfi, sem ut- anríkisráðherra Finnlands, Erkki Tuomioja, sýndi í morgun. Tuomioja hafði verið í tveggja daga heimsókn í Manila ásamt utanrikisráðherrum Þýskalands og Frakklands til að reyna að finna lausn á gisladeilunni. Bréfið er frá Finna meðal gíslanna sem verið hafa í haldi uppreisnar- manna siðan á páskadag. Ráðherramir neita að greina frá smáatriðum í viðræðum sínum í Manila við aðalsamningamann Fil- ippseyja í deilunni, utanríkisráð- herra Filippseyja og forseta landsins. Filippseyingar lofa að beita ekki valdi gegn uppreisnarmönnum. Utanríklsráðherra Finnlands Erkki Tuomioja kynnti bréf frá einum gíslanna á Filippseyjum. Rúmlega 30 mifljónir bama i þró- unarríkjunum munu alast upp án annars foreldris áöur en áratugur- inn er á enda aö því er fram kom á ráðstefnu um alnæmi sem fram fer i Durban í Suður-Afríku. Alnæmi og aðrir faraldrar munu áfls gera 44 mifljónir barna að mun- aðarleysingjum í 34 ríkjum í Afríku, Asíu, Suður-Ameríku og við Karíba- hafið, að því er fram kom í skýrslu USAID og lögð var fram á 13. alþjóð- legu alnæmisráðstefnunni í Durban sem nú stendur yfir. Þetta er rúm- lega helmings aukning munaðar- leysingja miðað við hlutfaflið und- anfarin 15 ár. Bandaríska manntalsskrifstofan segir að 15,6 mifljónir bama í heim- inum undir 15 ára aldri hafi misst móður sína eða báða foreldra vegna eyðnifaraldursins eða annarra far- aldra. Styður skýrsla manntals- skrifstofunnar bandarísku skýrslu Carol Bellamy Framkvæmdastjóri UNICEF er meðal þáttakenda á ráðstefnunni um alnæmi í Durban í Suöur-Afríku. SÞ frá miðvikudeginum sem fer var- lega í sakimar og spáir því að um 20 mifljónir barna verði munaðarleys- ingjar að sama tima liðnum. Mikið hefur verið um það rætt undanfarna daga á ráðstefnunni í Durban að ólíkt öðmm faröldrum hverfi eyðni ekki eftir ákveðinn tíma heldur taki sinn toll hægt og bítandi og færist í aukana með hverju árinu. í Sambíu einni hefur 61 prósent bama misst annað eða báða for- eldra af völdum eyðni. í Tansaníu er hlutfallið 41%, 57,8 i Simbabve og 40 prósent í Kenýa. Sérfræðingum ráðstefnunnar hef- ur verið mikið í mun um að eyða íolskum orðrómi um að hugsanlega sé HlV-veiran ekki orsök alnæmis en eins og kunnugt er viðraði Mbeki, forseti Suður Afríku, skoð- anir sínar á því máli ekki afls fyrir löngu. — Hrikaleg spá um afleiðingar alnæmis í þróunarríkjunum næstu 10 ár: Allt að 30 milljónir barna munaðarlausar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.