Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 Skoðun I>V Á lelðinnl um Breiödal tll Egilsstaða. Oft ekki meira eftir en undirlagiö. Lýst eftir þjóövegi nr. 1 G.H. Hvenær fórstu síðast í kirkju? Daníel Guðmundsson nemi: Þaö er svo langt síöan aö ég man þaö ekki. Karl Fannar Gunnarsson neml: Ég var dreginn á asnaeyrunum á jólunum. Hrannar Atli Hauksson: Sumardaginn fyrsta. Guöný Árnadóttir kennari: Ég fór síöast í kirkju 17. júní. Halldís Höskuldsdóttir íþróttakennari: Svona fyrir einu og háifu ári. Guörún Guðmundsdóttir nemi: Ætii þaö hafi ekki veriö þegar ég var pínulítil. skrifar frá Stöövarfiröi:______________ Sú var tíðin, ekki alls fyrir löngu, að aka þurfti um þjóðvegi landsins á misjöfnum malarvegum. Þótti ekk- ert tiltökumál að vera lengi á leið- inni og þurfa að taka því að spryngi oftar en einu sinni og stundum oftar en tvisvar. Nú er svo komið að búið er að leggja bundið slitlag á megin- hluta þjóðvegar nr. 1, hringinn um ísland. Þó eru kaflar eftir og þykir mörgum furðu sæta að umferð sé enn beint um þá ef hægt er að fara aðrar leiðir á bundnu slitlagi. Á þetta t.d. við um leiðina um Breiðdal til Egilsstaða, sem einungis er 18 km styttri en ef farið er um firði á 80% bundnum vegi. - En svo eru það aðr- ir kaflar sem ekki er eins auðvelt að sleppa úr. Fréttaritari DV er nýkominn úr ferðalagi um landið og kom um Möðrudal og Jökuldal frá Mývatni. Sigurður Guömundsson skrifar frá Selfossi: Laugardaginn 8. júlí sl. kom ég í verslun Tals (fyrir framan Rúm- fatalagerinn), og hugðist nýta mér tilboð á GSM-símum sem vinur minn einn hafði áður nýtt sér. Þar var tilboð á GSM-síma (Nokia 5110) sem ég ætlaði að kaupa. Tilboðið var að ég greiddi l krónu við af- hendingu símans, og síðan 400 kr. á mánuði í eitt ár. - Þetta vildi sölu- maðurinn taka út af greiðslukorti sem ég ætti að hafa. Ég hef ekki kreditkort, og kýs heldur debetkort, þar sem ég er þá að nota peninga sem ég á. Því kem- ur mér sú spurning i hug hvort ver- ið sé að gera okkur sem ekki höfum „Þetta er annars fín land- kynning fyrir okkur því á þessum fimmtudegi (6. júlí) var óslitin röð öku- tœkja, með ferðamönnum nýkomnum til landsins með Norrœnu, og lýstu veg- farendumir furðu sinni í svipnum. “ Eftir þá ferð er ekki annað hægt en að lýsa eftir þjóðvegi númer 1 um þessa leið. Já, hvar er hann eigin- lega? Alla vega er ekki eftir mikið meira en undirlagið, og þarf'að fara í svigi til að sleppa við göt (gryfjur) í veginum og þar sem þeir sem á móti koma þurfa að gera það sama er oft hætta á ferðum, t.d. í beygjum og á hæðum. „Ég tel það hins vegar ólög- lega viðskiptahætti að aug- lýsa eitthvert tilboð til al- mennings, en binda það síð- an einungis við þá sem hafa kreditkort.“ kreditkort að 2. flokks íslendingum? Ég bauð sölumanninum að stað- greiða þessar 4.800 kr. en það sagði maðurinn ekki vera hægt. Ég tel það hins vegar ólöglega við- skiptahætti að auglýsa eitthvert til- boð til almennings, en binda það síðan einungis við þá sem hafa kreditkort. Eini veghefillinn sem sást á þessari leið var verkefnalaus efst á Jökuldal. Á 12 km kafla í Jökuldal var svo ver- ið að byggja nýjan veg og þar var eins og ævinlega passað upp á að láta smáa bíla og stóra sjá um að þjappa veginn í stað valtara og eins og alltaf er ekið á undirlaginu þótt stórir haugar af jöfhunarlagi blasi viö. Þetta er annars fin landkynning fyrir okkur því á þessum fimmtu- degi (6. júlí) var óslitin röð öku- tækja, með ferðamönnum nýkomn- um til landsins með Norrænu, og lýstu vegfarendumir furðu sinni í svipnum. Leggur fréttaritari til að skilti verði komið upp í Fellabæ á Héraði, sem sýnir ástand Möðrudalsöræfa, ásamt aðvörunarskilti, og mönnum bent á leiðina um Hellisheiði norð- ur um Melrakkasléttu, ef ekki stendur til að laga veginn um fjöll- in. I Bandaríkjunum er tilboð á GSM-símum, þar sem greiddir eru 5 dollarar, en síðan skrifað undir samning um viöskipti, við símfyrir- tækið í eitt ár. Skyldi Tal vera að kalla á slíka samkeppni? Þá kemur kannski að því að það geti lokað. - Mér þykir rétt að fara fram á bætur frá Tal, a.m.k. Nokia 5110, vegna óþæginda og fýluferðar á staðinn. Lesendasíða DV tekur fram að bréfritari hefur einnig sent þetta til: forstjóra Tals, forstjóra Landssim- ans, forstöðumanns Samkeppnis- stofnunar, stöðvarstjóra Stöðvar 2, formanns Neytendasamtakanna og embættis forsætisráðherra. Matarskattur eða ekki matarskattur Ávallt svindl í myndinni? Matarskattar skipta engu Kristján Pálsson skrlfar: Enn og aftur er rætt um háa mat- arskatta hér á landi. Vissulega eru þeir það. Menn segjast sammála Guðna Ágústssyni landbúnaðarráð- herra um að afnema beri „matar- skattinn“. En meðal annarra orða, heldur fólk að afnám „matarskatts" skipti einhverju máli? Kaupmenn myndu samstundis hækka vöruna um það sem skattinum nam. Það er jú fráls álagning í landinu og það notfæra sér ALLIR í verslunar- og þjónustugeiranum. Man fólk eftir myntbreytingunni rétt eftir 1980 þegar kaupmenn notfærðu sér af- nám núllanna og hækkuðu vörur sínar um tugi ef ekki hundruð pró- senta? Húrra fyrir lýðræðinu! H.D. skrifar: Furðuleg er túlkun mannréttinda- brota á íslandi. - Öryrkjabandalagið er i málaferlum við ríkið fyrir hönd sinna skjólstæðinga, vegna brota mannréttinda á öryrkjum á íslandi. Allir skulu jafnir fyrir lögum, segir i stjómarskrá lýðveldisins og mann- réttindasáttmála SÞ. En síðan em það talin brot á mannréttindum að gera upptækar eignir af fíkniefna- gróða! Auðvitað á að meta öryrkja sem sjálfstæða einstaklinga og greiða þeim bætur eftir því. Ekki sem þurfalingi á maka eða sambýlingi. Á vinnumarkaðnum er ekki spurt, hvaða tekjur hefur maki þinn?- og síðan skömmtuð laun eftir því. Það er víst ekki nóg raun að vera veik- ur og geta ekki tekið þátt í þjóðfé- laginu líkt og aðrir, við skulum líka vera niðurlægð. Dæmdir glæpa- menn .halda hins vegar reisn sinni í þjóðfelaginu og geta komið að eign- um sínum eftir fangelsisvist, þótt illa fengnar séu! É Malbikun á Reykjavíkurflugvelli Milljöröum sóaö. Dýrasta ríkis- framkvæmdin Öm Ólafsson hringdi: Nú er hafin malbikun á flug- brautum Reykjavíkurflugvallar og er öll sú viðgerð á vellinum sú dýrasta sem ríkið hefur lagt í um árabil. Þetta er forkastanlegt og verður að líta svo á að ríkisvaldið sé vísvitandi að sóa þarna milljörð- unum gegn betri vitund. Fljótlega kemur að því að við íslendingar einir tökum við rekstri Keflavíkur- flugvallar að fullu, og þá leggst Reykjavíkurflugvöllur niður sjálf- krafa. Þetta eru því dýrar og óþarf- ar framkvæmdir. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn i síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasí&a DV, Þverholtl 11,105 Reykjavik. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Dagfari Alltaf í laxi - er það ekki? Hundruð laxveiðimanna berjast um á hæl og hnakka um þessar mundir dag hvern við laxveiðiár landsins en hafa fæstir erindi sem erfiði. Menn sem greiða hundruð þúsunda króna fyrir hverja veiðiferð mega sætta sig við það að halda heim á leið með öngulinn i óæðri endanum, enda „er eitthvað að í lífrík- inu“ eins og þeir orða það sem þykjast vita betur en aðrir. Dæmi eru um erlenda veiði- menn sem borga vel á aðra milljón fyrir veiðiferð til íslands og eru með bestu fáan- lega leiðsögumenn sér við hlið á árbökkun- um en þeir fá jafnlítið og hinir sem minna mega sín. Fram á það hefur verið sýnt með einföldum út- reikningum að hver lax sem veiðist í sumum ánum kostar veiðimennina morð fjár, jafnvel hátt á annað hundrað þúsund krónur, og hvert kíló tugi þúsunda króna. Að sjálfsögðu taka menn því misjafnlega að vera í veiðiferð og veiða ekki neitt, sumir reyna að brosa út í annað en aðrir geta ekki hamið gremju sína og innan um slíka menn ríkir lítil gleði í veiðihúsunum. Bændumir sem „eiga“ ámar geta hins vegar leyft sér að glotta út í annað, enda sama á hverju gengur. Þótt lítið veiðist vita þeir sem er að veiöimennimir koma aftur og aftur og þeir Að sjálfsögðu taka menn þvi mis- jafnlega að vera í veiðiferð og veiða ekki neitt, sumir reyna að brosa út í annað en aðrir geta ekki hamið gremju sína og innan um slika menn ríkir lítil gleði í veiðihúsunum. borga þegjandi og hljóðalaust það sem upp er sett fyrir veiöileyfln. Veiðimennimir eru reynd- ar oftar en ekki menn sem eiga nóg af peningum og eru bara að leita sér að afþreyingu og ástæðu til að komast að heiman. VeiðUeyfln hækka ár frá ári og „lepparnir" svoköUuðu, leigutakarn- ir sem kaupa leyfin af bændunum, leggja vel ofan á þau áður en þau eru tU sölu innan- lands eða utan, þeir glotta enn með bændun- um og munu gera um sinn a.m.k. Leigutakarnir láta sér ekki nægja að „smyrja ofan á veiðileyfm". Þeir reka einnig hótel við ámar þar sem veiðimennirnir halda tU þegar þeir eru ekki að berja laxlausar árn- ar. Þar er ekki síður dýrt að vera til en á dýr- ustu og flottustu hótelum landsins, enda vel veitt í mat og drykk. Þama eru orðnir til dýr- ustu veitingastaðir landsins með svefnaðstöðu sem oftar en ekki samanstendur einungis af rúmi og náttborði. Þangað staulast menn inn þegar komið er fram á nótt með kviðinn fuUan af krásunum úr eldhúsinu og út fyrir aUar aldir til að setja í sig morgunmatinn áður en haldið er til veiða að nýju, í laxlausar ámar. AUt er þetta orðinn einn aUsherjar skrípaleik- ur. Ámar hafa verið ofveiddar um árabil og stofninn er að deyja út. Á sama tíma hækka veiðUeyfin árlega og svona mun þetta ganga áfram meðan nýríkir íslendingar og forríkir út- lendingar nenna að láta hafa sig að öpum, enda veröa margir af aurum apar. . Ólögmætir viðskiptahættir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.