Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Blaðsíða 23
-f FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 27 I>V Tilvera f I I í I f i W 4 Afmælisbarniö Ingmar Berg mann 82 ára Einn mesti kvik- myndaleikstjóri sög- unnar, Ingmar Berg- mann, verður 82 ára gamall í dag. Þessi sænski snillingur setti punktinn yfir i-ið með snilldarverkinu Fanny og Alex- ander árið 1983. Hann hefur þó ekki setið auðum höndum, heldur leikstýrt á sviði og skrifaði kvikmyndahandrit að kvikmynd sem Liv Ullmann leik- stýrði og var sýnd á kvikmyndahátíð- inni í Cannes í vor. Mörg klassísk snilldarverk liggja eftir Bergmann. Stjoriiusp.; Gildir fyrir laugardaginn Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.): , TUflnningamál verða í brennidepli og ef til vill gamlar deilur tengdar þeim. Fjöl- skyldan þarf að standa saman. Happatölur þínar eru 14,16 og 27. Fiskamir (19. fehr.-20. marsl: Þú þarft að vera afar Iskipulagður í dag til ; að missa ekki tökin á _ verkefnum þínum. Það borgar sig að slaka ekki of miki ö á þessa dagana. Hrúturinn (21. mars-19. apríll: ! Þó að þú heyrir eitt- 'hvað slúðrað um per- sónu sem þú þekkir er j ekki þar með sagt að þú eigii' að taka mark á þvl. Róm- antfkin liggur í loí'thm. Nautið (20. apríl-20. maíl: Það verður mikið um að J^^^ vera í dag en ef þú legg- ur hart að þér mun alll ganga að óskum. Evöldið verðursEemmtilegt og ekki er ólík- legt að gamall vinur liti í heimsókn. Tvíburarnlr (21. maí-21. iúní): Þú ert vinnusamur í f dag og kemur frá þér verkefnum sem þú hef- ur trassað. Þú verður í framtíðinni að reyna að vera skipu- lagðari og vinna meira jafnt og þétt. Krabblnn (22. iúní-22. iúlTt: Þú verður að gæta I tungu þinnar í sam- ' skiptum vi ð fólk, sér- staklega þá sem þú tel- ur ao seuviðkvæmir fyrir gagn- rýni. L)ónlð (23. iúlí- 22. aeústi: Þér gengur vel að fá fólk til að hlusta á þig og skoðanir þínar. Gættu þess að vera ekki hrokafullur þó að þú búir yflr vitneskju sem aðrir gera ekki. Meyjan (23, $gust-22, seot,): ^\/^ Dagurinn ætti að "^^^ verða fremur rólegur ^^\^P*°S einstaklega þægileg- r ur. Þú átt skemmtíleg samtöl við fólk sem þú umgengst alla jal'na mikið. Vogln (23. sept.-23. okt.): Þú finnur fyrir nei- kvæðu andrúmslofti og fólk er ekki tilbúið að bjóða fram aðstoð síná. Þú getur heist treyst á þína nánustu. Sporodreki (24. okt.-21. nðv.l: IDagurinn verður held- lur viöburðalitill og þú ¦ ættir að einbeita þér _j að vinnunni fyrri hluta dagsins. Hittu vini eða ætt- ingja í dag. Bogamaður (22. nðv.-21. des.l: LÞú verður aö vera þol- 'inmóður en þó ákveð- 1 inn við í'ólkið sem þú I bíður eftir. Þú lendir í sérstakri aðstöðu í vinnunni. Stelngeltln (22. des.-19. ian.l: Vertu þolinmóður við f^fy þá sem þú umgengst *rjr\ og leyfðu öðrum að •yf** njóta sín. Evöldið verður liflegt og eitthvað kemur þér skemmtilega á óvart. VQgin (23. se t "^i Bílasalinn ungi Dagbjartur Árelíusson fyrir framan bílasölu sína ásamt þremur Mercedes Benz eöalvögnum. Tvítugur stúdent gerist bílasali í Borgarnesi: Námið verður að bíða betri tíma DV, BORGARNESI: Borgnesingar, nærsveitungar og fólk á ferðalagi ætti ekki að verða í vandræðum með að skipta um bíl því þriðja bílasalan var opnuð í Borgarnesi fyrir skömmu. Nýja bilasalan, sem ber nafnið Bíla- og búvélasalan, er við Ólafsvíkurveg og er það fyrirtækið Bílasalan Geysli sem rekur bnasöluna. Fram- kvæmdastjóri bílasölunnar er Dag- bjartur Árelíusson, rúmlega tvítug- ur Borgnesingur sem nýlega lauk námi við Verslunarskóla íslands: „Ástæðan fyrir því að við stofn- uðum bílasöluna er sú að pabbi hef- ur verið mikiö að höndla með bíla. Hann átti flutningafyrirtæki og seldi það og vantaði eitthvað að gera svo við ákváðum að fara út í þetta ævintýri," segir Dagbjartur, sem horfir bjartsýnn fram á veginn og segir að þetta sé skemmtilegt og spennandi starf. Dagbjartur var í Verslunarskól- anum í fjögur ár: „Áður en ég ákvað að taka við bílasölunni fór ég á námskeið fyrir bílasala og það má segja að með þessu starfi sé draum- ur minn að rætast. í námi mínu í Verslunarskólanum var ég mikið að læra um rekstur fyrirtækja og langt er síðan það varð ofarlega í huga mér að stofha bílasölu. Það var því ekki eftir neinu að bíða þegar tæki- færið bauðst." Dagbjartur segir bílasöluna selja bíla, vörubíla og tæki: Okkur hefur verið tekið mjög vel enda ætlum við að selja hér bíla á raunverði. Dag- bjartur sagði að lokum að bílasalan ætti hug sinn allan og fekara fram- haldsnám yrði að bíða betri tíma. -DVÓ Liam Neeson í mótor- hjólaslysi Kvikmyndaleikarinn Liam Neeson fótbrotnaði þegar hann keyrði á rádýr á Harley Davidson hjólinu sínu. Rádýrið hljóp skyndilega út á veginn i veg fyrir hjólið, að sögn lögreglunnar. Slysið varð nálægt heimili Neesons í New York. Neeson kastaðist af hjólinu sem lenti síðan á tré. Leikarinn var með hjálm og slapp því við höfuð- meiðsl. Hann slasaðist hins vegar illa á fæti. Að sögn blaðafulltrúa leikarans er vonast til að hann komist fljótt á fætur á ný. Neeson lék í fyrra í Stjörnustríðsmyndinni The Phantom Menace. Chelsea í kvikmynd Drew Barrimore Hillary Clinton, forsetafrú Banda- ríkjanna, er áhyggjufull. í þetta sinn eru það ekki vegna kvensemi eigin- mannsins heldur vegna dótturinnar Chelsea. Forsetadóttirin hefur nefni- lega þegið boð um að leika í kvik- myndinni Donnie Darko. Framleiðandi myndarinnar er Drew Barrimore og það er fortíð kvik- myndaleikkonunnar sem veldur for- setafrúnni áhyggjum. „Ég fæ martrað- ir út af þessu. En Chelsea er vel gefin kona og ég treysti henni," á Hillary að hafa sagt við blaðið Globe. Drew Barrimore sló í gegn 7 ára gömul. Hún hefur verið viðriðin ýmis kynlífshneyksli og fíkniefnamisnotk- un. Hillary óttast að leikkonan hafi slæm áhrif á Chelsea. Hlutverk for- setadótturinnar verður lítið en krefj- andi. Drew Barrimore hringdi sjálf í Chelsea og bauð henni hlutverkið. Chelsea Cllnton Hillary er hrædd um aö Barrimore hafi slæm áhrif á dótturina. Prinslnn og poppararnir Karl Bretapríns heilsar hér David Beckham og Victoríu Kryddpíu í Hyde Park í London. Victoria kom þar fram á tónleikum á sunnudaginn sem haldnir voru til stuönings góögeróarsjóöi prinsins. 50 milljónir í sektir vegna líkamsmeiðinga Ernst August von Hannover, eiginmanni Karólínu Mónakóprinsessu, hefur verið gert að greiða um 50 milljónir íslenskra króna í sektir fyrir að hafa beitt þýskan diskótekseiganda í Kenýa ofbeldi í janúar síðastliðnum, að því er erlend dagblöð greina frá. Diskótekseigandinn, Josef Bruhnlehner, lét leika tónlist of hátt að mati prinsins. Ljósaspil frá diskótekinu truflaði einnig prinsinn og fjölskyldu hans þegar þau voru í sumarfríi skammt frá diskótekinu. Þegar Bruhnlehner varð ekki við beiðni Ernsts Augusts um að lækka í tækjunum varð sá síðarnefndi æfur og gekk berserksgang. Prinsinn slapp við refsingu í Kenýa vegna diplómatískrar friðhelgi. Dennis sækir um lögskilnað Leikarinn Dennis Quaid, sem fyrir tveimur vikum tLlkynnti að hann hefði skilið að borði og sæng við Meg Ryan, hefur sótt um lögskilnað. Dennis og Meg munu hafa orðið ásátt um skilnað fyrir átta vikum. Hann tilkynnti þó ekki um skilnað þeirra fyrr en slúðurblöð greindu frá sambandi Meg Ryan og hjartaknúsarans Russels Crowes. Dennis hefur sótt um sameiginlegt forræði yfir syni þeirra hjóna, Jack, sem er 8 ára. Landsins mesta úrval af unaðsvörum ástarlífsins. Við gerum kynlífið ekki bara unaðslegra heldur líka skemmtilegra. mán Opiö -fös.10-18 laug.10-16 f&f íKótttÉÓ Fákafcni 9 • 6. 553 1300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.