Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Síða 24
28 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 Tilvera I>V lífift Cirkus Agora á Austfjörðum í dag er enginn annar en Jan Ketil kominn til Egilsstaða með sinn frækna Cirkus Agora. Því miður höfum við ekki hugmynd um hver Jan Ketil er, hvað þá sirkusinn hans. Kannski lumar Jan á ljónum, dvergum, skeggj- uðum konum og töframönniun. Þetta er allt saman æsispenn- andi. Opnanir ■ GALLERI FOLP I dag kl. 17 opn ar Haraldur (eöa Harry) Bilson mál- verkasýningu í baksal Gallerí Foldar, Rauöarárstíg 14. Sýninguna nefnir listamaðurinn Kannski. En Harry er fæddur 1 Reykjavík, sonur íslenskrar konu og Breta og því flutti hann ung- ur til Bretlands. Þetta er fjórða einkasýning Haraldar hér á landi og leggur hann mikiö upp úríslenskum uppruna sínum hvar sem hann er staddur. ■ GALLERI NEMA HVAÐ Skólagall eríið Nema hvaö er í stuði I sumar. Krakkarnir hafa breytt galleríinu T flskabúr - eða svo segja þau - og boðið ferskustu klíku bæjarins aö sýna listir sínar í búrinu í allt sumar. Hver listamaöur fær eina viku út af fýrir sig og þaö er enginn annar en tónlistarguðinn Músfkhvatur sem ríður á vaðiö. Hann mun artífartast fram til 16. júlí og um að gera að hvetja þá sem eiga leið fram hjá Gallerí Nema hvaö aö droppa við. ■ HELGI ÞORGILS Óskabarn ís- lenska málverksins, Helgl Þorglls, hefur opnaö málverkasýningu i versl- un Reynissonar og Blöndals, Skip- holti 25. Almenningur hefur enn ekki séö verkin, segir í fréttatilkynningu, en búast má við því að Silfur hafs- ins - sýningin heitir þaö - innihaldi fuilt af myndum af allsberum strák- um eins og Helga er siður. En I fréttatilkynningunni segir: „Helgi tvinnar hér saman mannskepnunni og sjávarfangi annars vegar og mönnum og sjávarfuglum hins veg- ar.“ Sýningin er opin á afgreiöslu- tíma versluninnar, frá 11-18 á virk- um dögum og frá 11-14 á laugar- dögum. ■ NÝLISTASAFNK) Gústav Geir Bollason, Peeter Maria Laurits og Herkki Erich Merila opna sýningar sínar í Nýlistasafninu í kvöld kl. 20. Um er aö ræða einkasýningu Gúst- avs en samsýningu Peeters og Herkki. Gústav sýnir teikningar/ljós- myndir, teikningar og málverk. Verkin sem hann velur saman (og eiga reyndar saman) eiga það helst sam- eiginlegt aö leitast við aö koma til skila tilfinningu um tímarás skoöun- ar og eins eru þau tilraunir til aö sýna gangvirki myndar. Verkin eru frá árunum '96-’00. Hin sýningin er frá þessum eistlensku Ijósmyndum, Herkki Erich Merila (f. 1964) og Peeter Maria Laurits (f. 1962), en þeir hafa unniö saman í meira en tíu ár. Klassík ■ HARMONIKUSPÆLARAFELAG FÆREYJA Harmonlkufélag Reykja- víkur og Harmonlkuspælarafélag Færeyjp munu leiöa saman hesta sína í Asgaröi í Glæsibæ viö Álf- heima klukkan 22 á almennum danslelk. Færeyski dansinn seiö- magnaöi veröur stiginn um miönætt- iö viö forsöng sögumanns og.undir- tektir dansfólksins. Þá gefst Islend- ingum kostur á aö upplifa með frændum sTnum þessa fornu dans- hefö þjóöanna sem Færeyingar hafa haldiö svo vel við. Sjá nánar: Líflö eftir vlnnu á Vísl.is Háskólabíó leggur gömlu sýningarvélinni eftir 38 ára þjónustu: Var eins og að keyra á rútu í vinnuna - segir Sigurjón Jóhannsson, maðurinn á bak við vélarnar Háskólabíó tekur í dag nýja sýn- ingarvél I notkun í sal 1 - sem er stærsti kvikmyndasalur landsins. Um uppsetninguna sá Sigurjón Jó- hannsson en hann hefur verið við- loðandi sýningarbransann í 35 ár: „Ég var að læra rafeindavirkjun í Iðnskólanum og byrjaði sautján ára gamall að vinna hjá foður mínum í fyrirtæki hans, Filmur og vélar, sem við rákum síðar saman. Ég byrjaði í viðgeröum og uppsetning- um og síðan leiddi eitt af öðru, t.d. vantaði mig réttindi til sýninga svo ég tók prófið." I dag er Sigurjón raf- eindavirkjunarmeistari en hefur auk þess farið í sérnám i bíótækni til Danmerkur, Þýskalands og Bandaríkjanna. Góð bíóhús eru byggða- stefna Sigurjón hafði unniö í 10 ár í Tónabíó er Árni Samúelsson réö hann til sín þegar kom að byggingu Bíóhallarinnar í Mjóddinni: „Ég hafði séð um uppsetningu véla í Regnboganum sem var fyrsta fjöl- salabíóið á íslandi. Eftir að Árni réð mig til starfans fórum við til Dan- merkur í von um að ná þeirra bíó- gæðum en á einum tveimur árum stungum við Danina af. Undanfarið er ég búinn að vera hjá Háskólabíói auk þess að fyrir ári hóf ég undir- búning að 5 sala bíóinu sem á að rísa í verslunarmiðstöðinni við Smáralind." Sigurjón hefur einnig oft komið að sýningarstjórn og seg- ir hann að fjölsalabíóin hafi flækt störf sýningarmanna til muna þar sem nú þurfi þeir að fylgjast með allt að sex tjöldum í stað eins. Enn fremur má geta þess að Sig- DV-MYND E.ÓL. Sigurjón Jóhannsson vlö nýju sýningarvélina „Bíógestir mega eiga von á töluveröum breytingum. Upplausnin veröur meiri og myndin stiiitari. Vélin er sérstaklega fullkomin svo aö hún skili fullum gæöum á risavaxiö tjaldiö sem er 200 fermetrar. “ urjón hefur haft mikil afskipti af sýningartjöldum á landsbyggðinni: „Það er að verða hálfgerð sprengja úti á landi eftir langa, langa lægð. Fólk er að vakna aftur til vitundar um bíóið og vinsældir íslenskra mynda sem Engla alheimsins kveikja í fólki. Ég myndi segja það byggðastefnu að vera með almenni- leg bíóhús úti á landi og að undan- fórnu hefur aðstaðan, t.d. í Vest- mannaeyjum, Egilsstöðum, Höfn og Borgarnesi, stórbatnað." Ekki mikill kvikmyndaáhuga- maður Fæstir bíóáhorfenda gera sér grein fyrir hversu margbrotinn sýn- ingarbúnaður kvikmyndahúsa er i raun og veru - enda vanir að ýta einfaldlega á play á myndbandstæk- inu heima. Sigurjón er aftur á móti búinn að eyða viku í að taka niður gömlu vélina og setja upp þá nýju: „Að vinna á þá gömlu var orðið líkt og að keyra á rútu í vinnuna. Bíó- gestir mega eiga von á töluverðum breytingum. Upplausnin verður meiri og myndin stilltari. Vélin er sérstaklega fullkomin svo að hún skili fullum gæðum á risavaxið tjaldið sem er 200 fermetrar." Að lokum svarar Sigurjón spum- ingu um hvort hann eigi sér uppá- haldssýningarsal afskaplega diplómatískt: „í Reykjavík eru jafn- bestu bíósalir í Evrópu og metnaður bíóanna mjög mikill. Vissulega á ég mér uppáhaldssal en ég held honum leyndum. Reyndar er ég ekki sér- stakur kvikmyndaáhugamaður, það er fyrst og fremst tæknibúnaðurinn sem heillar mig.“ -BÆN Garðsliorn Gaman í garðinum - frelsi til smekkleysis Garðyrkja er skemmtileg eða að minnsta kosti á hún að vera það. Margir garðeigendur leggja mikið á sig til að búa öBum plönt- unum í garðinum kjöraðstæður, setja skuggaplöntur þar sem mestur skuggi er, alpaplönturnar norðan megin og binda upp há- vaxnar jurtir svo þær fjúki ekki um koll í roki. Þeir gæta sín á því að gefa plöntunum réttan áburð, gullregnið fær smáaukaskammt af kalki og alparósin slettu af súr- um áburði. Safnhaugnum er snú- ið tvisvar í viku, bletturinn sleg- inn reglulega og túlípanarnir btmdnir upp eftir blómgun. Sum- ir ganga jafnvel svo langt að raða blómunum samkvæmt reglum litahringsins og eins læra menn latnesku nöfnin á öllum plöntun- um sínum til að geta slegið um sig þegar aðrir garðaáhugamenn koma í heimsókn. Fallegir garðar krefjast mikill- ar vinnu og viðhalds og í sumum tilfellum vaxa garðamir eigend- um sínum yfir höfuð og verða að kvöð. Menn fá verki í hnén og bakið og í verstu tilfellum þorir fólk ekki í sumarfrí af hræðslu við að illgresið taki yfir meðan það er í burtu. Þegar svona er komið hættir garðurinn að vera til ánægju og breytist á ánauð og þá er ekkert gaman í garðinum lengur. Hvernig væri þá að breyta til, gefa sér lausan tauminn og lífga upp á garðinn með alls kyns skringilegheitum. Þetta má til dæmis gera með því að leggja minni áherslu á beinar línur og hreinan stíl og leyfa hluta garðs- ins að vaxa villt. Af hverju ekki að setja litla tjörn með plastönd- um í garðinn, gosbrunn eða lít- inn eldbrunn, fuglahræðu eða styttur í garðinn. Einnig má koma fyrir lítilli álfafjölskyldu í einu horninu og fylla burknabeð- ið af bleikum flamingófuglum úr plasti. Það má líka lífga upp á garðinn á veturna með marglit- um plastblómum og gervitrjám sem standa í blóma allt árið og gefa garðinum sumarlegt útlit all- an ársins hring. Garðeigendur eiga að leyfa sér óhræddir að prófa eitthvað nýtt, sleppa fram af sér beislinu og gefa sér frelsi til smekleysis ann- að slagið. -Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.