Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2000, Blaðsíða 5
5 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 X>V Fréttir Tölvukerfi Hagstofunnar ræður ekki við nafn barns: Þjóðskráin springur á barnsnafni - faðir hótar að fara með málið til Mannréttindaskrifstofu íslands Sveinbjörg Dione Steinþórsdóttir var fyrsta bamið sem skírt var á árinu 2000 á íslandi. Hálfsmánaðar fékk hún nöfh fóðurömmu sinnar og móðurafa á nýársnótt. En þegar foreldrar hennar, Steinþór Frank Michelsen og Maria Theresa Michelsen, ætluðu að skrá bamið inn í þjóðskrána, eins og lög gera ráð fyrir, fengu þau þær upplýsingar að nafn stúlkunnar passaði ekki inn í tölvukerflð. „Það er 32 stafir með bili á milli orða og kerfið ræður ekki við það. En mér skilst á forritara að það sé mjög lítið mál að laga þetta,“ sagði Steinþór. Maria Theresa er filippseysk og sam- kvæmt lögum má skíra bam sem á eitt erlent foreldri einu erlendu nafhi, svo lengi sem það samræmist íslensku tungumáli. Enda er vandamáhð ekki miilinafh hnátunnar heldur veldur lengd nafnsins tölvukerfi Hagstofu ís- lands vandræðum. Starfsfólk þjóðskrárinnar benti Stein- þóri á að ef hann gæfi dóttur sinni danskt eftimafn sitt, Michelsen, kæmist DV-MYND REYNIR NIEL Fjölskyldan Steinþór Frank Michelsen og Maria Theresa Michel- sen ásamt börnunum sínum tveimur. Litla stúlkan er meö of langt nafn fyrir þjóöskrá en drengurinn slapp. allt nafn hennar fyrir í tölvukerfinu. Steinþór vill hins vegar ekki gefa böm- um sínum danskt eftimafii og hafa fleiri í fjölskyldu hans ákveðið að gefa böm- um sínum kenninöfn að íslenskum hætti. „Ég á annan son fyr- ir og hann er Steinþórs- son og það stóð ekki til að fara að breyta því með stelpuna. En „dótt- ir“ eru fimrn stafir en „son“ em þrir, þannig að þetta er kynjamis- rétti,” sagði Steinþór. Mannréttindamál íslensk lög um mannanöfn leyfa fólki að skira böm sín þrem- ur eiginnöfhum, einu millinafni og einu kenninafni. Engin lög em til um það hversu löng nöfnin mega vera, en þar sem einungis 32 stafir komast fyrir í tölvukerfmu, er hluti lengri nafiia hvergi skráður nema á fæðingar- eða skímarvottorð. Að sögn starfsstúlku í afgreiðslu þjóð- skrár skipa lög um mannanöfh fólki að skammstafa hvorki fyrsta nafh né síð- Langt nafn Sveinbjörg Dione Steinþórsdóttir er meö of marga stafi í nafninu sínu og passar þar af leiöandi ekki inn í þjóöskrá. asta nafnið, svo Steinþór og kona hans neyðast til þess að skammstafa Dione. Sveinbjörg Dione mun geta skrifað sitt fulla nafii sjáif, en opinber skjöl, svo sem skattskýrsla hennar í framtiðinni, munu ekki bera fuilt nafn hennar. „Þar sem hún heitir í höfuðið á afa sínum og ömmu, þá er þetta prinsipp- mál að hafa bæði nöfnin, og skammstafa þau ekki í þessu tilfelli," sagði Steinþór og bætti þvi við að ef Hagstofan breyti ekki reglum sinum muni hann fara með málið fyrir Mannréttindaskrifstofu ís- lands. „Því það er hvergi kveðið á um í lög- unum hversu löng mannanöfh mega vera annað en að í þeim mega ekki vera fleiri en fimm orð,“ sagði Steinþór. -SMK útbor Fyrsta greiðslá"! nóvember 2000 Lán í allt að 60 mánuði A notuðum bílum frá Ingvari Helgasyni hf. og Bílheimum ehf. Utsölulok fimmtudaginn 20. júlí EI Oll OAllSiÍLASíALAíi ti7i3ITF?íT?P73.itÍ 1 1 - -FiFiTIÍ ivini)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.