Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 Fréttir Mikil aukning eiturlyfja í heiminum: Dæmi um að rottueit- ur finnist í e-töflum - samvinna löggæslustofnana lausnin, segir yfirlögregluþjónn í nýlegri skýr9lu Fíkni- efnastofu ríkislögreglu- stjórans um fikniefnamál á íslandi fyrir árið 1999 kem- ur fram að þessum málum fer stöðugt fjölgandi. í skýrslunni segir að magn haldlagðra fikniefna á ís- landi vaxi sífellt og íjöldi handtekinna hefur marg- faldast. En Island er ekki eitt á báti í þessum málum. „Allt bendir til þess að ofnotkun og dreifing nán- ast allra fikniefnategunda haldi áfram að vera alvar- legt vandamál í Evrópu. Með auknum aðgerðum hefur verið lagt hald á meira, en jafnframt hefur framboð á fikniefnum auk- ist,“ sagði Guðmundur Guðjónsson, yfirlögreglu- þjónn hjá ríkislögreglu- stjóranum. Guðmundur sótti fund Evrópudeildar alþjóðalögreglunnar Inter- pol í maí síöastliðnum ásamt starfsmanni Fikni- efnastofu, en Interpol aflar upplýsinga um stöðu fík- iniefnamála í heiminum. „Mikilvægt er að horfa til þess sem er að gerast í kringum okkur í þessum málum," sagði Guðmundur. Hann úskýrði að glæpasam- tök heims eru að verða fág- aðri og leita meira á alþjóðleg mið og sölumenn fíkniefna eru sífellt í leit firrir barðinu á fikniefna- sölum um þessar mund- ir, en Evrópa virðist al- mennt arðbær markaður fyrir fíkniefhasala. Erfitt aö hafa hemii á ástandinu Kannabis er enn al- gengasta fíkniefnið í Evrópu og greinileg auk- ing á flutningi á kanna- bis í heiminum varð á síðasta ári. Marokkó er umtalsverð uppspretta kannabis í Evrópu, en mörg önnur lönd, svo sem Kólumbía og Jamaíka, hafa aukið framleiðslu sína til stað- bundinnar notkunar og einnig til útflutnings. Guðmundur sagði ástandið í Evrópu með tilbúnu fíkniefnin bæði flókið og óstöðugt, meðal annars vegna mikillar útbreiðslu, aukinnar fjölbreytni efna og þess að fíkniefnasalar ein- skorða sig ekki við eina tegund fikniefna eins og áður var. „Þetta gerir það að verkum að erfiðara er aö hafa hemil á ástandinu, sérstaklega í ljósi þeirr- ar staðreyndar að flestir neytendur tilbúinna efna gera sér ekki næga grein fyrir því hversu Fíkniefnanotkun fer vaxandi Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn sagði að Evrópa virtist arðbær markaður fyrir fíkniefnasala. að nýjmn mörkuðum. Svo virðist sem Austur-Evrópa verði sérstaklega hættuleg þau eru. Gæði efnanna eru misjöfn og uppfyllingarefni sem bætt er í eru stundum stórhættuleg og þekkt eru skyndileg dauðsfóll eft- ir inntöku þeirra. Má í því sambandi nefna að dæmi eru um að rottueitur hafi verið sett í e-töflur og að gallað heróin hafi valdið faraldri dauðsfalla," sagði Guðmundur. Framleiðsla og útflutningur á e- töflum frá Evrópu til annarra hluta heimsins jókst gífurlega árið 1999 á meðan amfetamínneysla í heimin- um virðist heldur fara minnkandi. Mest magn af amfetamíni fannst í Bretlandi en flestar e-töflur voru haldlagðar í Bandaríkjunum á síð- asta ári. „En þó svo að 132 leynilegar efna- verksmiðjur væru eyðilagðar í Evr- ópu á árinu 1999, heldur framleiðsla á e-töflum og amfetamíni áfram af miklum þunga,“ sagði Guðmundur. Lausnin felst í aukinni samvinnu Löggæsluyfirvöld Evrópuþjóð- anna vinna stöðugt meira saman gegn fikniefnasamtökum heimsins. „Árangursríkustu fikniefnaað- gerðimar í Evrópu á árinu 1999 má rekja til aukinnar samvinnu lög- gæslustofnana. Það sýnir að bætt og markviss samvinna löggæslustofnana og upp- lýsingamiðlun um glæpamenn er mikilvægasta úrræðið við að upp- ræta flutningsstarfsemi fikniefna," sagði Guðmundur. Vatnavextir við Mýrdal Múlakvísl vestast á Mýrdals- sandi var nærri farin að renna yfir vamargarð neðan og vest- an við brúna um síðustu helgi. Vegagerðin bætti efni ofan á garðinn til að vama því að áin flæddi vestur yfir garðinn en ef svo færi þá gæti hún skemmt veginn vestan við brúna. Nokkur vöxtur hefur orðið í ánni við rigningarnar síðustu daga. Eins og vel má sjá nær vatnið langleiðina upp í bitana á brúnni en ástæöa þess er að áin er búin að bera svo mikinn aur undir brúna og í árfarveg- inn að allt stefnir í að varnar- garðar og brúin sjálf fari í kaf á næstu mánuðum ef framhald verður á. í Kerlingardalsá í Mýrdal voru einnig nokkrir vatnavext- ir og í morgun hafði vaxið nokkuð í ánni með þeim afleið- ingum að krani sem Vegagerð- in notar þar við brúarfram- kvæmdir varð umflotinn vatni. Steinsteyptir staurar sem unn- ið er við að reka þar niður fóru einnig á kaf í vatn. -skh DV-MYND SKH Vatnavextir / Kerlingardalsá í Mýrdal voru mikill vöxtur. Kortabaninn í Hafnarfiröi sendir frá sér yfirlýsingu: Líður eins og Lísu í Undralandi - líkir bankakerfinu við mafíuna Sigurður Lámsson, kaupmaður í Dals-Nesti í Hafnarfiröi, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gerir grein fyrir þeirri athöfn sinni að hirða debetkort af Runólfi Run- ólfssyni leigubílstjóra þegar sá síð- amefndi reyndi að kaupa þrjá rjómaísa af honum fyrir skemmstu. Eins og fram hefur komið kostuðu rjómaísamir, sem Runólfur ætlaði að kaupa af Sigurði 480 krónur, en Sigurður tekur ekki við kortum fyr- ir lægri upphæð en 500 krónum. Þegar Runólfur svo neitaði tilboði Sigurðar um að kaupa bland í poka fyrir 20 krónur tU að ná tUskUinni upphæð hirti Sigurður debetkortiö af Runólfi og neitar að skUa því. Þess skal getið að Runólfur fékk aldrei rjómaísana þrjá sem hann pantaöi. Að sögn lögreglumanna í Hafnar- firði er þetta ekki í fyrsta sinn sem Sigurður í Dals- Nesti hirðir kort af viö- skiptavinum sínum vegna þessa. í yfirlýsingu Sigurðar segir meðal ann- ars: ...vitskertur „Mér líður eins og Lísu í Undralandi. TU þess að komast þangað verður maður víst að vera vit- skertur. Frásöng Runólfs er rétt að þvi leyti að ég lagði hald á debetkort hans. Um tUefniö er það að segja að hann pantaði ísinn sem var útbúinn fyrir hann. Þegar kom aö greiðslu rétti hann afgreiðslu- stúlkunni debetkortið. Hún út- skýrði fyrir honum þær reglur sem gUda í Dals- Nesti vegna notkunar debetkorta. Þá ærðist hann og ætlaði að hrifsa kortið af stúlkunni og yfirgefa staðinn án þess að gera upp skuld sína... Að sjálfsögðu lagði ég hald á debetkortið og krefst þess að fá upp- gert.“ Síðar í yfirlýsingu sinni segir Sigurður í Dals-Nesti: Hver stal hverju? „Varðandi þá fuUyrð- ingu að ég hafi stolið kortinu þá spyr ég: Hverju hef ég stolið? Hver skuldar hverjum hvað? Kortið sem slíkt hef- Kortabaninn Sigurður Lárusson seg- ir bankakerfiö búa til framleiðendur að kostnaði með dreifingu greiðslukorta til allra sem hafa vilja. ur nákvæmlega ekkert verðmæta- gUdi end gefa bankarnir þau nánast hverjum sem hafa vUl í þeim til- gangi einum aö búa til sem flesta framleiðendur að kostnaði. Síðan æðir fólk um og framleiðir kostnað í gríð og erg og botnar ekkert í dýr- tíð og óðaverðbólgu sem það á sjálft sök á... Starfsemi bankakerfisins að þessu leyti verður einungis líkt við hefðbundnar starfsaðferðir mafi- unnar.“ Sigurður Lárusson í Dals-Nesti ætlar að láta deUu sína við Runólf leigubUstjóra fara aUa leið tU ríkis- saksóknara ef með þarf en sjálfur hefur Runólfur lokað bankareikn- ingi sínum og sótt um nýtt debet- kort hjá viðskiptabanka sínum. Kæra Runólfs á hendur Sigurði fyr- ir stuld á kortinu er tU meðferöar hjá yfirvöldum. -EIR Sandkorn B Umsjón: Reyhir Traustason netfang: sandkom@ff.is International Það fer varla fram hjá nokkrum manni aö Skjár einn er á fleygiferð þessa dagana. Frumleg inn- [ lend dagskrár- gerð er ráðandi og gleðin er aUsráðandi. Meðal þátta sem slegiö hafa í gegn er íslensk kjöt- súpa sem stýrt er af Johnny International. Að baki því nafni er Erpur Eyvindarson Eiríkssonar rithöfundar. Erpur, sem er mágur Hrannars B. Arnarssonar er ófeiminn við aö spyrja máttar- stólpa samfélagsins aUskyns kyn- legra spuminga. Sumir hafa brugð- ist Ula við spumingunum en meðal þeirra sem staðist hafa þolraunina er Áml Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sem aðspurður upplýsti að „sægreifar" greiddu laun sín að hluta þó hann borðaði ekki með þeim fiskborgara á Mc Donalds... Guðni á fleygiferð Þó rólegt sé i yfir pólitíkinni í þessa dagana er ýmislegt að gerast í undir- djúpunum. Þannig klífa ýmsir innan Framsóknar- flokksins hratt tU æðstu metorða. Sá sem er á mestri ferð er sjálfur landbúnaðarráðherrann Guðni Ágústsson sem er aUs staðar sýni- legur þar sem eitthvað er um að vera. Þá boðar hann breytta tíma í ýmsum viðkvæmum málum svo sem varðandi jarðasölur. Líklegt þykir að Guðni setjist á næsta ári á varaformannsstól og tfl eru þeir sem sjá fyrir sér að hann leysi þreyttan Halldór Ásgrímsson af hólmi... Raddleysi Sú ákvörðun Bjarkar að draga sig út úr fjölþjóöakómum Röddum Evr- ópu varð for- varsmönnum menningar- borgarinnar mikið áfaU. Hermt er að Þórimni Sig- urðardóttur verkefnisstjóra hafi verið Ula bmgðið enda var Björk helsta tromp Reykjavíkur. Sjálf hefur Björk sagt að ástæða brott- hvarfs hennar hafi verið sú að hún vUdi ekki varpa skugga á kórinn með þeirri fjömiðlaathygli sem persóna hennar fengi. Vandinn er sá að Tóta 2000, eins og gárungar kaUa Þórunni, og samstarfsfólk þrá ekkert meira en athygli og nú er seguUinn horfinn... Hervar í vanda Það gengur mikið á hjá Hervari Gunnarssyni, verkalýðsfor- manni á Akra- nesi, þessa dagana. Her- var er einn fiórmenning- anna sem stóðu aö lokasamningi Bjöms Grétars Sveinssonar, faUins formanns Verkamannasambandsins. Hervar er einn af hákörlum verkalýðs- hreyfingarinnar sem varaforseti ASÍ og settur formaður Verka- mannasambandsins. Nú stendur sem hæst uppreisn gegn Hervari í félagi hans og berst hann fyrir „pólitísku" lífi sínu...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.