Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2000, Blaðsíða 8
8 Viðskipti__________ Umsjón: Víöskiptablaðið Landsbankinn kaupir breskan fjárfestingarbanka - bandaríski bankinn First Union eignast 4% í Landsbankanum Landsbanki íslands hf. hefur sam- þykkt að kaupa 70% hlut í The Herita- ble and General Investment Bank Ltd. (HGI) í London. Kaupverð breska bankans er um 2,3 milljarðar króna og verður það að hluta greitt með hluta- bréfum í Landsbankanum. Bandaríski bankinn First Union National Bank, sem er aðaleigandi breska bankans, mun þannig eignast um 4% hlut í Landsbankanum. í kjölfar þessara fregna hækkaði gengi Landsbankans verulega á Verð- bréfaþingi íslands í gær eða um tæp 7%. Mikil viðskipti bjuggu að baki þessari hækkim. Með kaupunum hyggjast Lands- bankinn og Landsbréf halda áíram á þeirri braut að auka og efla alþjóðlega fjárfestingarþjónustu fyrir viðskipta- vini sína, einkum á sviði eignastýring- ar, sérbankaþjónustu og verðbréfavið- skipta, að því er fram kemur í frétt frá Landsbankanum. Núverandi eigendur Heritable and General eru Philadelphia Intemational Investment Corporation (PIIC), sem er dótturfyrirtæki sjötta stærsta við- skiptabanka Bandaríkjanna, First Union National Bank (FUNB). PIIC á samtals um 70% af hlutafé bankans en fyrrverandi og núverandi stjómendur hans eiga um 30%. Hlutafé aukfð Til að fjármagna kaupin mun banka- ráð Landsbanka Islands leggja það til Verðbólguskot í útlönd- um gæti ýtt undir vaxta- hækkun á íslandi í gær vom birtar nýjar verðbólgutöl- ur bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. í báðum ríkjum hækkaði neysluverðsvísi- tala mikið og ýtir það undir skoðun margra að vaxtahækkanir séu nauðsyn- legar báðum megin við Atlantshaf. Ef það gerist þarf Seðlabanki íslands að hækka vexti til að viðhalda vaxtamun svo hann geti enn barist fyrir því að halda gengi íslensku krónunnar sterku en eins og flestir vita hefur gengið þeg- ar gefiö töluvert eftir undanfarið. Vísitala neysluverðs í Bandaríkjun- um hækkað um 0,6% í júní samanborið við 0,1% hækkun í maí. Þetta er tölu- vert meiri hækkun en búist var við. Flestir bjuggust við að hækkun myndi nema 0,4%. Hækkunin er einkum rakin til mikilla verðhækkana á bensíni en verð á því hefur hækkað um 8,8% á skömmum tíma. Hækkun á verðbólgu umfram væntingar hefur oftar en ekki leitt til þess að Seðlabanki Bandarikj- anna hefur hækka vexti. Hins vegar virðist sem undirliggjandi verðbólga í Bandaríkjunum, þ.e. ef orkukostnaður er undanskilinn, ekki vera mikil og það getur minnkað likumar á því að vextir verði hækkaðir. Sömu sögu er að segja af verðbóigu- tölum i Evrópu. Á evrusvæðinu hækk- aði vísitala neysluverðs um 0,5% í júní og er þetta mesta hækkun síðan í mars árið 1996. Þessi hækkun er talsvert um- fram væntingar og gerir það að verkum að verbólga á ársgrundvelli fer talsvert yfír verðbólgumarkmið Seðlabanka Evr- ópu sem er 2%. Ástæða þessar miklu aukningar er sú sama og í Bandaríkjun- um, hækkandi olíuverð. Hins vegar hækkaði svokölluð kjamaneysluverðs- vísitala minna. Forsvarsmenn OPEC-ríkjanna hafa ákveðið að auka framleiðslu sina til að skaða ekki hagkerfí heimsins. Hins veg- ar virðist ljóst að hinar miklu fram- leiðslutakmarkanir OPEC undanfarin misseri em famar að segja verulega til sín enda er langt síðan eins háar verð- bólgutölur hafa sést í Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta, eins og áður sagði, eykur likur á vaxtahækkunum í þessum lönd- um. Það aftur hefur þau áhrif að Seðla- banki íslands gæti þurft að hækka sína vexti til að halda úti óbreyttri stefnu um sterka stöðu íslensku krónunnar. Landsbanki íslands hf. Kaup Landsbankans á The Heritable and General Investment Bank eru meö- al stærstu einstöku hlutabréfaviöskipta íslensks fyrirtækis erlendis. Martin Young, forstjóri breska bankans, kynnir kaupin á blaöamannafundi en Siguröur Atli Jónsson og Helgi S. Guömundsson, formaöur bankaráös LÍ, sitja viö boröiö ásamt Leslie M. Comtoudis. við hluthafa að auka hlutafé Landsbank- ans um u.þ.b. 340 m. kr. eða um 5% og em samningar gerðir með fyrirvara um samþykki hluthafafundar. Aðilar að við- skiptunum með Heritable and General hafa orðið ásáttir um að hlutabréf í Landsbanka íslands komi að hluta til sem greiðsla fyrir hiutabréf í Heritable and General. Bankaráð Landsbankans mun þvi einnig leggja til við hluthafa að falla frá forgangsrétti sínum að hluta- íjáraukningunni. Því er stefht að því að First Union muni í gegnum dótturíyrir- tækið PHC eftir þessi viðskipti verða eigandi að um 4% hlut í Landsbanka ís- lands hf. og verða þar með annar stærsti hluthafi bankans miðað við núverandi hluthafaskrá. Er þetta í fyrsta sinn sem stór erlendur banki eignast stóran hlut í íslenskum banka sem skráður er á VÞl. Samstarf á mörgum sviöum Samfara eignaraðild FUNB hafa stjómendur Landsbankans og FUNB ákveðið að taka upp samstarf á ákveðnum sviðum fjármálaviðskipta. Landsbanki íslands og Landsbréf hafa leitað eflir því að eiga skipulagt sam- starf við erlend fjármálafyrirtæki á ýmsum sviðum banka- og verðbréfa- viðskipta. Það er stefna PHC, sem dótturfyrirtækis FUNB, að eignast minnihluta í völdum fjármálafyrir- tækjum til uppbyggingar skipulegs samstarfs og fellur þessi útfærsla á kaupunum því vel að stefnu beggja bankanna. Kaup Landsbankans á The Herita- ble and General Investment Bank eru meðal stærstu einstöku hlutabréfavið- skipta islensks fyrirtækis erlendis. Alls greiðir Landsbankinn 19,6 millj- ónir punda fyrir eignarhlut sinn eða sem samsvarar um 2,3 milljörðum króna. Eftir kaupin mun Landsbanki íslands eiga 70% eignarhlut, PIIC 25% og núverandi stjómendur bankans um 5%. Það er ætlun Landsbankans að eign hans í félaginu skiptist milli Lands- bankans og Landsbréfa í náinni fram- tíð, þannig að Landsbankinn eigi 65% og Landsbréf 5%. Áreiðanleikakönn- unum og samningum er lokið, en fyr- irvari er um samþykki fíármálaeftir- lits á Bretlandi. Gert er ráð fyrir að ný starfsemi Landsbankans innan HGI verði kynnt i byijun september. Könnun á væntingum fyrirtækja um veröþróun hlutabréfa: Flestir búast við lækkun eða óbreyttu verði Samkvæmt könnun, sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið, búast 38% af forsvarsmönnum fyrirtækja í land- inu við því að verð á hlutabréfum muni almennt lækka á næstu þremur mán- uðum. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu mai til júní og var úrtakið 600 fyrirtæki sem valin voru af handa- hófi úr fyrirtækjaskrá, þó með því skil- yrði að meira en fíórir starfsmenn starfi hjá fyrirtækinu. Nettósvörun var 71,6%. Alls búast um 38% við að verð muni haldast óbreytt á næstu mánuð- um en aðeins 24% búast við hækkandi hlutabréfaverði. Gallup hefur spurt þessarar sprnn- ingar fyrir Viðskiptablaðið um nokk- urt skeið og athyglisvert er að sjá hvemig þróun svara er. Það sést greinilega á grafinu að um nokkuð einsleitar væntingar er að ræða á markaðnum. Sífellt fleiri búast við lækkandi hlutabréfaverði og sífellt fleiri búast við óbreyttu verði eða lækk- un. hefur verið á hlutabréfamarkaði und- anfama fíóra mánuði. Niðurstöður vom greindar eftir staðsetningu fyrir- tækjanna, veltu þeirra, fíölda starfs- manna, atvinnugrein og hvort þau starfa á neytenda- eða fyrirtækjamark- aði. Lítill marktækur munur er á skoð- unum þátttakenda eftir því hvar fyrir- tækið þeirra er staðsett eða á hvaða Niðurstaðan þarf hins vegar ekki að markaði það starfar. koma á óvart í ljósi þess hvemig staðan Hagnaður íslenska hlutabréfa- sjóðsins 507 milljónir króna Rekstur íslenska hlutabréfasjóðs- ins gekk mjög vel á síðasta reikn- ingsári og nam hagnaður tímabils- ins 507 milljónum króna samanbor- ið við 116 milljónir árið áður. Hagn- aður fyrir skatta nam 697 milljónum króna. Hlutafé félagsins var 1.135 milljónir í lok reikningsárs en eigið fé nam samtals 2.896 milljónum samanborið við 2.106 milljónir króna í lok reikningsársins á und- an. Heildareignir íslenska hluta- bréfasjóðsins, sem er í vörslu Landsbréfa hf., 30. apríl 2000 námu 4.033 milljónum króna. Verðbréfaeign sjóðsins skiptist á milli innlendra hlutabréfa, 2.214 milljónir, erlendra verðbréfa, 840 milljónir, og innlendra skuldabréfa, 947 milljónir króna. Þann 30. apríl 2000 átti sjóðurinn hlutafé í 27 inn- lendum hlutafélögum. Hluthafar ís- lenska hlutabréfasjóðsins hf. voru tæplega 7.300 talsins í lok reiknings- árs. Nafnávöxtun íslenska hluta- bréfasjóðsins fyrir síðasta rekstrar- ár var 26,2% að teknu tilliti til arðs, en sjóðurinn greiddi 10% arð á ár- inu. Aðalfundur íslenska hlutabréfa- sjóðsins var haldinn í gær og gerði stjórn sjóðsins það að tillögu sinni að greiddur veröi 10% arður til hluthafa. í stjórn íslenska hluta- bréfasjóðsins hf. eru Gunnar Ander- sen, formaður, Júlíus Vifill Ingvars- son og Sigurður Sigurgeirsson. Varamaöur er Gunnar Helgi Hálf- danarson. 10 stærstu eignarhlutarnir (tölur í þúsundum króna): íslandsbanki 333.276 Landsbanki íslands 317.810 DeCODE 188.391 Eimskipafélag íslands 184.419 Opin kerfi 143.446 FBA 132.968 Nýherji 111.863 Þormóður ramm/Sæberg 98.453 Grandi 87.833 Hampiðjan 87.577 MIDVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 I>V HEILDARVIÐSKIPTI 1.340 m.kr. - Hlutabréf 384 m.kr. - Ríkisbréf 310 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Landsbanki íslands 172,3 m.kr. Íslandsbanki-FBA 103,6 m.kr. Össur 19,9 m.kr. MESTA HÆKKUN O Landsbanki íslands 5,93% Q Nýherji 4,88% : Qjaröboranir 4,55% MESTA LÆKKUN Q Delta 6,67% : Q Útgeröarfélag Akureyringa 1,82% 0 Þorbjörn 0,93% ÚRVALSVÍSITALAN 1.565 stig - Breyting O 1.72% Loksins hækkun Það var almennt gott hljóð í mönnum á verðbréfamarkaði eftir gærdaginn. í fyrsta lagi bárust mjög jákvæðar fréttir af Lands- banka íslands þar sem hann er að leggjast í stórar erlendar fíárfestmgar. Við þetta hækkaði gengi bankans mikið en að baki hækkunmni voru miklil viðskipti. Þetta virtist hafa góð áhrif á markaðnum og mik- il viðskipti áttu sér loksins stað á hluta- bréfamarkaði eftir mikla dýfu undanfarið. Einnig kann vel að vera að viðskipti með deCODE, en þau hófust á Nasdaq í gær, hafi haft góð og jákvæð áhrif hér á landi í gær. I'1.!4ÁtllV‘l-i:UJtl ■__sídastlibna 30 daga Landsbanki 331.629 Íslandsbanki-FBA 281.453 Baugur 236.095 Össur 219.901 : Búpaöarbanki 210.996 Mi1.! jÁ/AÍf sibastlibna 30 daga o Landsbanki 16% Q Vinnslustöðin 14% Q Rskiöjus. Húsavíkur 13% o Fóðurblandan 13% Q Jaröboranir 11% O síbastlibna 30 daga Q Hraðf. Þórshafnar -14 % Q SR-Mjöl -14 % Q Delta hf. -9% o Samvinnuf. Landsýn Q -9% Háar verðbólgutölur sketfa banda- riska fíárfesta Bandarísk hlutabréf hafa falhð nokkuð í verði það sem af er degi. Ástæðan er öðru fremur talin vera nýjustu verðbólgu- tölur sem birtar voru í morgun, en þær sýna þó nokkuð meiri verðbólgu en búist hafði yerið við. Á móti vegur að banda- ríski Bílaframteiðandinn GM kynnti í morgun methagnað á öðrum ársfíórðungi. Von er á fleiri fréttum sem áhrif geta haft á bandaríska markaðinn í dag og næstu daga. Ber þar hæst fleiri afkomutilkynn- ingar og skýrslu Alan Greenspan til bandarískrar þingnefhdar á morgun. Fréttaskýrendur meta stöðuna nú almennt þannig að ekki sé rétt að gera ráð fyrir verulegri lækkun hlutabréfa að sinni, held- ur muni fjárfestar hafa varann á og fylgjast grannt með nýjustu tíðindum af hag banda- riskra fýrirtækja. f!i7Pr^irnrn7\-!;U^itTAMTT!ri HHdow jones 10739,92 O -0,60% 1 • ÍNIKKEI 16983,57 0+0,23% ; IBs&p 1493,74 0 -1,11% HHnasdao 4177,17 O -2,28% IEIfTSE 6435,00 O -0,24% Hdax 7361,95 O -0,61% I. fj CAC 40 6535,26 0+0,32% : 19.07.2000 U. 9.15 KAUP SALA IKá Dollar 79,290 79,690 SlSPund 118,710 119,320 1*1 Kan. dollar 53,700 54,030 ÍDönsk kr. 9,8090 9,8630 H~ÍNorsk kr 8,9400 8,9890 BfSsænsk kr. 8,6930 8,7410 HHfí. mark 12,2976 12,3715 B B Fra. franki 11,1468 11,2138 ; M "i Belg. franki 1,8126 1,8234 : ’ Sviss. ffanki 47,2700 47,5300 EShoII. gyllini 33,1796 33,3789 3 Þýskt mark 37,3847 37,6093 riít. líra 0,037760 0,037990 Q,J Aust. sch. 5,3137 5,3456 : Port. escudo 0,3647 0,3669 -Li-JSpá. peseti 0,4394 0,4421 f*~|jap- yon 0,733600 0,738000 : ; B 1 írskt pund 92,840 93,398 SDR 104,280000 104,900000 j gECU 73,1181 73,5575 |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.