Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2000, Blaðsíða 11
11 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000______________________________________________________________________________________________ DV Útlönd Hluthafafundur Landsbanka Islands hf. veröur haldinn á Grand Hótei Rcykjavík, Sigtúni 38, miðvikudaginn 26. júlí 2000 og hefst kl. 14:00. Landsbankinn Hluthafafundur # Landsbanka Islands hf. Dagskrá: 1. Tillaga bankaráðs um hækkun hlutafjár um kr. 345.703.621,- með útgáfu nýrra hluta. Tillagan gerir ráð fyrir að hluthafar í Landsbanka íslands hf. falli frá forgangsrétti sínum, samkvæmt 1. mgr. 34. gr. laga nr. 2/1995, um hlutafélög, til að skrá sig fyrir hinum nýju hlutum en veiti Philadelphia International Equities inc. forgangsrétt til að skrá sig fyrir hinum nýju hlutum. Einnig er lagt til að áskrifanda sé veitt heimild til að greiða fýrir hina nýju hluti með hlutum ÍThe Heritable And General Investment Bank Ltd. Tillagan felur i sér breytingu á 4. gr. samþykkta bankans. 2. Önnurmál. Dagskrá, endanlegar tillögur, greinargerð bankaráðs, sérfræðiskýrsla, eftirrit reikninga síðasta reikningsárs, skýrsla bankaráðs um þau atriði sem verulegu máli skipta um fjárhagslega stöðu bankans og breytingum hafa tekið eftir að reikningar voru geröir ásamt umsögn endurskoðenda um fyrrgreinda skýrslu stjórnar munu liggja frammi á skrifstofu bankans, að Laugavegi 77, Reykjavík, hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir hluthafafund. Aögöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu Landsbankans að Laugavegi 77, Reykjavík dagana 24. og 25. júlí. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við upphaf fundarins. Bankaráð Landsbanka íslands hf. Ný hneykslisbók um Bill Clinton Bill Clinton Bandaríkjaforseti var yfir sig ástfanginn af Sharon Stone og vildi hafa mök við hana. Þetta fullyrðir bandariski sóðahöfundur- inn Joe Eszterhas í nýrri bók sem kemur út í þessari viku. í bókinni American Rhapsody segir höfund- urinn frá fjölda hneykslismála. Eszterhas er fyrrverandi blaða- maður og höfundur handrita mynd- anna Basic Instinct og Sliver. Eszterhas fékk áhuga á kvennamál- um Clintons og las skýrslu saksókn- arans Kenneths Starrs og 3 þúsund síðumar um yflrheyrslurnar yfir Monicu Lewinsky og Lindu Tripp. Eszterhas segir Clinton vera fyrsta rokkforsetann. „Menn af minni kynslóð vildu verða rokk- stjömur. Samband við Clintons við konur er eins og rokkstjörnu. Nán- ar tiltekið: Það sem Clinton gerði með Monicu Lewinsky er nákvæm- lega eins og rokkstjömur gera við áhangendur í búningsklefum sínum á bak við sviðið,“ skrifar Eszterhas. Hann fullyrðir að bróðir forsetans hafi sagt hann vera með nef sem sé eins og ryksuga. Bróðirinn á að hafa haldið þvi fram að þeir hafi báðir neytt kókaíns þegar þeir voru yngri. Nýtt sendiráö Elísabet II Bretlandsdrottning og hertoginn af Edinborg voru viöstödd opnun nýs sendiráös Breta í Berlín í gær. Sameiginleg yfirlýsing forseta Rússlands og Kína: Fordæma bandaríska eldflaugavarnarkerfið Bill Clinton / nýrrí hneykslisbók um forsetann segir aö hann hafi veriö ástfanginn af Sharon Stone. Óvæntur stuðningur frá Rudolph Giuliani Forseti Kína, Jiang Zemin, og for- seti Rússlands, Vladímír Pútín, gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í Peking í gær þar sem tilraunir Bandaríkja- manna með eldílaugavarnarkerfi vora fordæmdar. Vöruðu ríkin tvö við að áframhaldandi tilraunir gætu haft alvarlegar afleiðingar í fór með sér fyrir öryggismál í heiminum. Bandarísk yfirvöld svöruðu ásök- unum Kína og Rússlands strax í gær og sögðu eldflaugavarnarkerfið ekki beint gegn þessum þjóðum og að framtíð þess væri í raun enn til mnræðu. „Við höfum gefið það skýrt í ljós að eldílaugavamarkerfi okkar er ekki beint gegn Rússlandi og því er ekki beint gegn Kína. Það er hann- að til að að kljást við ógnina sem stafar af langdrægum eldílaugum," sagði talsmaður bandaríska utan- rtkisráðuneytisins, Richard Boucher, í framhjáhlaupi á frétta- mannafundi í Camp David þegar Skál fyrir vel heppnuðum fundarhöldum Kína og Rússland hafa sjaldan eöa aldrei veriö jafn samstiga og nú í samskiptum ríkjanna. Kemur yfirlýsingin því fáum á óvart. hann var inntur eftir viðbrögðum stjómvalda við sameiginlegri yfir- lýsingu Kína og Rússlands sem er afrakstur heimsóknar Pútíns til Kína og viðræðna við helstu ráða- menn þar t landi. Talsmaður Hvíta hússins, Joe Lockhart, bætti við: „Ég held að Pútín hafi látið skoðanir sínar skýrt í ljós hvað þetta mál varðar. Hann ræddi það við forsetann þegar hann var í Rússlandi." Þá sagði Lockhart að framtíð eld- flaugavamarkerfisins yrði hugsan- lega rædd á fundum 8 helstu iðn- ríkja heims í Okinawa í Japan síðar í vikunni. Sigurd Frisvold, yfirmaður her- mála i Noregi, lét hafa eftir sér i Af- tenposten að Norðmenn ættu að kanna möguleikann á því að fá að taka þátt í mótun og uppbyggingu eldflaugakerfisins ef það sannar notagildi sitt. NATO hefur hingað til forðast allar slíkar yfirlýsingar. Grjótkast vegna morðsins á Söruh Reiðir íbúar Sussex í Englandi, þar sem átta ára gömul stúlka, Sarah Payne, fannst myrt í fyrra- dag, réðust í gærkvöld með grjót- kasti að húsi aldraðs manns. Sonur mannsins hafði verið yfirheyrður vegna hvarfs Söruh í upphafi leitar- innar að henni. Að sögn lögreglu var greinilegt að mannfjöldinn var að leita að syninum sem var ekki heima í gærkvöld. Sarah hvarf 1. júli síðastliðinn eftir að hafa verið að leik með þrem- ur systkinum sínum. Vegfarandi fann lík hennar á akri i um 19 kíló- metra fjarlægð frá þeim stað sem hún hvarf. Krufning hefur farið fram en lögreglan neitar að segja hvemig Sarah var myrt. Líkið var nakið og beinir nú lög- reglan leit sinni að fotum hennar og öðru sem getur komið upp um morðingja hennar. Fjöldi blóma og samúðarkorta hefur verið lagður nálægt staðnum þar sem líkið fannst. Hiilary Clinton, forsetafrú Banda- ríkjanna, fékk óvæntan stuðning í gær frá fyrrverandi keppinaut sínum um öldungadeildarþingsæti fyrir New York. Borgarstjórinn í New York, Rudolph Giuliani, kvaðst sætta sig við þá yfirlýsingu forsetafrúarinnar að hún hefði alls ekki látið niðrandi orð falla um gyðinga fyrir 26 áram. „Mér er sama hvað hún sagði fyrir 26 árum. Ég trúi því ekki að kjósendur láti sig skipta hvað hún sagði eða gerði fyrir 26 árum. Ég veit allt um falsar, ýktar og misnotaðar fullyrðingar i bókum og ég lýsi yfir samúð minni með þeim sem fyrir því verða," sagði borgar- stjórinn. Hillary hefur vísað á bug fuflyrðingu í bók um að hún hafi kallað kosningaráðgjafa manns sins gyðingskvikindi. Forsetafrúin neitar Hillary Clinton neitar aö hafa kallaö ráögjafa manns síns gyöingskvikindi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.