Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2000, Blaðsíða 22
50 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 !DV Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmæli 90 ára__________________________________ Jóhannes B. Magnússon, " Steinageröi 12, Reykjavík. 85 ára__________________________________ Geir Stefánsson, Sleöbrjóti, Egilsstööum. 80 ára__________________________________ Samúel J. Valberg, Kambsvegi 34, Reykjavík. 75 ára__________________________________ Hulda Krlstófersdóttir, Hammersminni 3, Djúpavogi. Ingibjörg Ólafsdóttir, Höfðagrund 21, Akranesi. Óskar G. Jónsson, Goöabraut 24, Dalvík. Óskar Jónsson, Grundarlandi 11, Reykjavík. Sæmundur Helgason, Galtarlæk, Akranesi. 70 ára__________________________________ Herbert K. Andersen, Öldustíg 6, Sauðárkróki. María Zhi Ying Shen, Kötlufelli 7, Reykjavík. Ragna Jónsdóttir, Hjallavegi 2, Eyrarbakka. 6Q ára__________________________________ Gísli Karlsson, Smyrlahrauni 41, Hafnarfiröi. Hulda Bára Jóhannesdóttir, Fannborg 1, Kópavogi. Hún veröur að heiman á afmælisdaginn. Jónína Magnúsdóttir, _J_rabakka 2, Reykjavík. Ósk Sólrún Kristinsdóttir, Nesvegi 1, Höfnum. Snorri Jóhannesson, Daltúni 32, Kópavogi. 50 ára__________________________________ Guðbjörg Þóra Ellertsdóttir, Seljahliö lh, Akureyri. Jón Laxdal Halldórsson, Helgamagrastræti 48, Akureyri. Petrína Eyjólfsdóttir, Hraunbæ 196, Reykjavík. 40 ára__________________________________ Aöalheiöur Björk Indriðadóttir, ■ Hellisbraut 14, Króksfjaröarnesi. Árni Geir Sveinsson, Jörundarholti 220, Akranesi. Árni Óli Þórisson, Háengi 14, Selfossi. Eggert Ólafur Bogason, Arnarhrauni 26, Hafnarfiröi. Elís Þórólfsson, Ólafsvegi 20, Ólafsfirði. Elisabet Metta Grétarsdóttir, Stóra-Núpi 1, Selfossi. Guörún I. Hálfdanardóttir, Bogahlíö 16, Reykjavík. Hanna Þormar, Mariubakka 24, Reykjavík. Haukur Guðmundsson, Garðavegi 4, Keflavik. Jóhanna Sólrún Jónsdóttir, Nykhóli, Vík. Oddný Jónsdóttir, Jöldugróf 20, Reykjavík. Þorsteinn Halldórsson, Hlíðarhjalla 66, Kópavogi. Smáauglýsingar Þjónustu- auglýsingar ►I550 5000 Andlát Aron Ottó Alexandersson lést á Landspítalanum mánudaginn 3.7. Hann var jarösunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 14.7. Guöni Þórðarson gullsmiöur, til heimilis að Egilsgötu 22, Reykjavík, andaöist á Landspítalanum Fossvogi aöfaranótt sunnudagsins 16.7. Þrúöur Jónína Sigurðardóttir, siöast til heimilis á Egilsbraut 7, Neskaupstaö, lést föstudaginn 30.6. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Fólk í fréttum Ástgeir Þorsteinsson formaður Frama Ástgeir Þorsteinsson, formaður Frama, stéttarfélags leigubifreiða- stjóra, Suðurgötu 96, Hafnarfirði, hefur verið í fréttum að undanfomu vegna umræðna um gjaldskrár leigubifreiða og svæðisskiptingar leigubifreiðaaksturs. Starfsferill Ástgeir fæddist að Syðri-Hömrum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu en ólst upp í Reykjavík. Hann var í Melaskólanum og Hagaskólanum í Reykjavík og lauk hinu meira bif- reiðaprófi 1974. Ástgeir fór ungur til sjós og var á kaupskipum í nokkur ár. Hann hóf leigubifreiðaakstur í Reykjavik 1976. Ástgeir flutti á Selfoss 1977 og var þar búsettur til 1989. Þá flutti hann til Hafnarfjarðar þar sem hann hefur verið búsettur síðan. Á Selfossi stundaði Ástgeir sjó- mennsku, ók mjólkurbílum hjá Mjólkurbúi Flóamanna og ók á veg- um Sérleyfishafa Selfoss. Hann hóf aftur leigubifreiðaakstur 1986 og hefur verið leigubifreiðarstjóri á BSR síðan. Ástgeir hefur setið í stjóm Frama frá 1997 og verið formaður félagsins frá 1999. Þá sat hann í stjórn starfs- mannafélags BSR, var ritari þess og síðan formaður um árabil. Fjölskylda Eiginkona Ástgeirs er Arnbjörg Sigurðardóttir, f. 25.11. 1952, hús- móðir. Hún er dóttir Sigurðar Lárusar Árnasonar, f. 23.10. 1921, d. 6.3. 1969, múrarameistara í Reykja- vík, og k.h., Jólinar Ingvarsdóttur, f. 1.11. 1924, húsmóður. Böm Ástgeirs og Arnbjargar eru Sigurveig Ástgeirsdóttir, f. 25.1. 1976, nemi í Kaupmannahöfn, sam- býlismaður hennar er Erlingur Þór Jónsson kerfisfræðingur; Lína Dögg Ástgeirsdóttir, f. 20.5. 1980, nemi, SEunbýlismaður hennar er Ingvar Ingvarsson nemi; Sigurður, f. 30.3. 1982, nemi. Systkini Ástgeirs eru Finnbogi Jón Þorsteinsson, f. 23.6. 1953, vél- stjóri í Grindavík, kona hans er Sjöfn Ágústsdóttir og á hann þrjú böm; Kristín Þorsteinsdóttir, f. 9.6. 1955, skrifstofumaður í Reykjavík, á hún tvær dætur; Amdís Þorsteins- dóttir, f. 10.5. 1959, sálfræðingur í Noregi, maður hennar er Sólmund- ur K. Björgvinsson og eiga þau eina dóttur. Foreldrar Ástgeirs: Þorsteinn Finnbogason, tollvörður í Reykja- vík, og k.h., Sigurveig Ástgeirsdótt- ir húsmóðir. Ætt Þorsteinn var sonur Finnboga, b. á Vattarnesi í Austur-Barða- strandarsýslu, bróður Þórðar, hreppstjóra í Firði. Finnbogi var sonur Jóns, b. á Vattarnesi Arason- ar, b. í Múla í Gufudalssveit, bróður Jóns, föður Björns ráðherra, foður Sveins forseta, og Ólafs ritstjóra, afa Ólafs B. Thors, forstjóra Sjóvár-AI- mennra. Systir Ara var Helga, langamma Viðars Víkingssonar kvikmyndagerðarmanns. Ari var sonur Jóns, b. i Djúpadal, Arasonar, bróður Guðrúnar, ömmu Gests Páls- sonar skálds. Bróðir Jóns var Finn- ur, aíi Ara Arnalds, afa Ragnars Arnalds alþingismanns. Móðir Þorsteins tollvarðar var Kristín Jónsdóttir, Ólafssonar. Sigurveig er dóttir Ingveldar, móður Guðna Ágústssonar landbún- aðarráðherra, og Ástgeirs, b. á Syðri-Hömrum, Gíslasonar, b. í Bitru í Flóa, Guðmundssonar, b. á Löngumýri, Arnbjarnarsonar, bróð- ur Ögmundar, fóður Salvarar, langömmu Tómasar Guðmundsson- ar. Móðir Sigurveigar var Amdís, systir Jóhanns, föður Kjartans, framkvæmdastjóra EFTA. Arndís var dóttir Þorsteins, b. á Berustöð- um í Holtum, Þorsteinssonar, b. þar, Jónssonar. Móðir Þorsteins var Guðlaug Helgadóttir, systir Guð- mundar, afa Nínu Sæmundsson list- málara. Móðir Arndísar var Ingi- gerður, systir Árna, afa Jóns Dalbús Hróbjartssonar, pr. í Hallgríms- kirkju. Ingigerður var dóttir Run- ólfs, b. í Áshóli, bróður Sigurðar, langafa Sigþórs, föður Guðmundar, skrifstofustjóra í landbúnaðarráðu- neytinu. Runólfur var sonur Run- ólfs, b. á Brekkum í Holtum, Niku- lássonar. Móðir Runólfs á Brekkum var Margrét Runólfsdóttir, b. í Sandgerði, Runólfssonar, föður Þor- gerðar, langömmu Ólafs Friðriks- sonar og Haraldar Níelssonar pró- fessors. Dóttir Runólfs var Guðrún, langamma Auðar og Jóns Auðuns. Fimmtugur 1 Sextug Bjarni Kristinsson bóndi og kaupmaður á Brautarhóli Bjami Kristinsson, bóndi á Brautarhóli og kaupmaður í Reyk- holti í Biskupstungum, er fimmtug- ur í dag. Starfsferill Bjami fæddist á Brautarhóli og ólst þar upp. Hann var í bamaskóla í Reykholti, Héraðsskólanum á Laugarvatni og lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1969. Bjarni tók við búi á Brautarhóli 1971 og hefur stundað þar búskap síðan. Hann og kona hans stofnuðu verslunina Bjarnabúð i Reykholti 1984 og hafa starfrækt hana síðan. Bjarni er m.a. formaður sóknar- nefndar Torfastaðakirkju, sat í skólanefnd Reykholtsskóla og í stjórn ungmennafélagsins. Hann hefur starfað í slökkviliði Biskups- tungnahrepps um árabil. Fjölskylda Eiginkona Bjarna er Oddný Kr. Jósefsdóttir, f. 7.9.1954, húsfreyja og kaupmaður. Hún er dóttir Jósefs Guðjónssonar, bónda á Strandhöfn í Vopnafirði, og Margrétar Ólafsdótt- ur húsfreyju. Börn Bjarna og Oddnýjar eru Kristinn, f. 14.12. 1977, þjónn í Reykjavík, kona hans er Ragna Haraldsdóttir nemi og er dóttir þeirra Margrét Svanhildur; Grímur, f. 10.8. 1980, nemi í Reykjavík; Rúnar, f. 10.8. 1983, menntaskólanemi í Kópavogi; Oddur Bjarni, f. 28.6. 1990, grunn- skólanemi; Kristin Karólína, f. 28.1. 1993. Hálfbróðir Bjarna, sammæðra: Ragnar Ragnarsson, f. 1929, lengst af starfsmaður hjá Jarðborunum ríkis- ins, búsettur í Garðabæ. Alsystkini Bjarna: Sigríður, nú látin, húsmóðir í Reykjavík; Sigur- jón, f. 1934, starfsmaður Toyota-um- boðsins í Biskupstungum, búsettur í Reykholti; Arnleif Margrét, f. 1940, húsfreyja í Ölversholti; Hrefna, f. 1942, starfsmaður íslandspósts á Sel- fossi; Jón Sæmundur, f. 1945, búsett- ur á Selfossi. Foreldrar Bjarna: Kristinn Sigur- jónsson, bóndi á Brautarhóli, og k.h., Kristrún Sæmundsdóttir. Bjami og Oddný taka á móti ættingjum, vinum og sveitungum í Aratungu í kvöld frá kl. 20.00. Steinunn Einarsdóttir myndlistarkona í Vestmannaeyjum Steinunn Einarsdóttir listamaður í Gallery Steinu í Vestmannaeyj- um, Vestmannabraut 36, er sextug í dag. Starfsferill Steinunn fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hún var í Barna- skóla Vestmannaeyja og Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja. Á unglingsárunum stundaði hún fiskvinnslu í Eyjum og vann þar í söluturni. Hún flutti til Reykjavíkur 1960 þar sem hún starfaði lengst af hjá Verðlagseftirliti ríkisins. Steinunn flutti til Ástralíu 1967 og var þar búsett í tuttugu og sjö ár eða til 1994. Þá flutti hún aftur til Vest- mannaeyja þar sem hún hefur verið búsett síðan. Steinunn stundaði nám viö Visu- al Art and Design við Barrier Reef Institute of TAFE College í Towns- ville í Ástralíu. Steinunn stundaði ýmis störf í Ástralíu en vann að mestu leyti skrifstofustörf þar, s.s. hjá Lands- síma Ástralíu. Steinunn heldur myndlistamám- skeið í Vestmannaeyjum á haustin og veturna með aðstöðu hjá Listaskóla Vestmannaeyja. Þá held- ur hún einnig stutt nám- skeið á Höfn einu sinni á ári og hefur gert það síð- ustu fimm árin. Fjölskylda Börn Steinunnar: Ægir Magnússon, f. 13.3.1959, d. 19.4.1990, var ókvæntur og búsettur í Ástral- íu; Katrín Róse McClelland, f. 10.12. 1968, búsett í Ástralíu, gift Geoffry McClelland og eiga þau þrjú börn. Systkini Steinunnar: Gylfi Sævar Einarsson, f. 7.4. 1939, búsettur á Akureyri; Álfheiður Ósk Einars- dóttir, f. 28.10. 1943, búsett í Vest- mannaeyjum; Guðrún Sigríður Ein- arsdóttir (Moore), f. 22.4. 1954, bú- sett í Bandaríkjunum. Foreldrar Steinunnar voru Einar Ólafsson, f. 1.5.1910, d. 1967, sjómað- ur og starfsmaður við Lifrarbræðsl- una í Eyjum, og k.h., Guðrún Sigríð- ur Einarsdóttir, f. 22.11. 1915, d. 1954, húsmóðir. Steinunn er norður í landi á afmælisdaginn. Merkir íslendingar Einar Guðnason, sóknarprestur í Reyk- holti í Borgarfirði, fæddist 19. júlí 1903 á Óspakseyri í Hrútafirði. Hann var son- ur Guðna Einarssonar, bónda á Óspaks- eyri, og k.h., Guðrúnar Jónsdóttur hús- freyju. Bróðir Einars var Jón Guðna- son, prestur á Prestsbakka i Hrútafirði og síðar skjalavörður við Þjóðskala- safnið, faðir rithöfundanna Guðrúnar, Ingólfs og Torfa, er sá um útgáfu Ævi- skrár samtíðarmanna. Einar lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1924 og embættis- prófi í guðfræði frá Háskóla íslands 1929. Hann var heimiliskennari að Brekku í Fljótsdal 1924-1925 og stundakennari við Ungmennaskólann í Reykjavík 1929-1930. Hann Einar Guðnason varð sóknarprestur í Reykholti i Borgarfirði 1930 og þjónaði Reykholtssókn í rúm fjöru- tiu ár, eða til 1972 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þá var hann prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi frá 1966. Einar var mikill menningarstólpi í Borgarfirði á sinni tíð og lét sér annt um Reykholt, hið forna höfuðból. Hann var kennari við Héraðsskólann í Reykholti í þrjátíu og fjögur ár, for- maður Fræðsluráðs Borgarfjarðar- sýslu um árabil, formaður skólanefnd- ar Reykholtsskóla og formaður Reyk- holtsnefhdar. Þá var hann lengi prófdóm- ari við Reykholtsskóla. Eiginkona Einars var Anna Bjamadóttir enskukennari. Einar lést 14. janúar 1976. Karl Hjaltason handavinnukennari, Eini- lundi 8d, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstud. 21.7. kl. 13.30. Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Ferjubakka, síöast til heimilis á Miðbraut 1, Seltjarnar- nesi, veröur jarösungin frá Borgarneskirkju föstud. 21.7. kl. 14. Jónas Sigurður Konráðsson, írabakka 20, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvog- skapellu fimmtud. 20.7. kl. 13.30. Þórdís Jóna Guðjónsdóttir, Litlu-Ávík, Ár- neshreppi, verður jarðsett frá Árneskirkju miövikud. 19.7. kl. 14. Ársæll Karlsson verður jarðsunginn frá Hafnarfjaröarkirkju miðvikud. 19.7. kl. 13.30. Hulda Pálína Vigfúsdóttir, Eskihliö 10, Reykjavik, verður jarösungin frá Háteigs- kirkju fimmtud. 20.7. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.