Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2000 Fréttir Lög um umgengni um nytjastofna sjávar setja sjómenn í vanda: Verða að borða um- framafla eða brjóta lög - lagagreinar stangast á við stjórnarskrána „Lög númer 57 frá árinu 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, stangast á við stjómarskrána og setja sjómenn í þá stöðu að þeir verða að brjóta lög,“ segir Guðbjöm Jónsson, formaður Landssambands íslenskra fiskiskipaeigenda, sem nú hefur lagt fram beiðni um útgáfu stefnu til ógildingar umræddra laga. í 2. grein laga númer 57/1996 kem- ur fram að sjómaöur má ekki henda fyrir borð þeim meðafla sem ekki eru aflaheimildir fyrir en í 14. grein sömu laga er tekið fram að hvert það skip sem veiðir umfram aflaheimild- ir skal svipt leyfi til fiskveiða í at- vinnuskyni. Þannig geta sjómenn lent i þeirri stöðu aö þeir séu nauðbeygðir til að gerast brotlegir við lög. Hins vegar er þeim leyfilegt að borða umfram- aflann en ljóst er að oft þyrfti stóra áhöfn til að vinna það verk. Lögin brjóta stjórnarskrá Guðbjörn Jónsson segir lögin um umgengni við nytjastofna sjávar vera alvarlega gölluð og að lítið hafi verið hugsað um réttlæti og réttar- farshefð við gerð þeirra. „Fiskistofa sér um að hafa eftirlit og framfylgja lögunum og það að rannsóknarvald og úrskurðarvald sé DV-MYND EINAR ÖRN Ónýt lög Guöbjörn Jónsson og Sigurður Mar- inósson eru í hópi þeirra manna sem standa aö máli til ógildingar á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar sem þeir segja stangast á viö stjórnarskrá og Mannréttindayfirlýs- ingu Sameinuðu þjóöanna. á sömu hendi er bæði brot á stjórnar- skrá, Evrópusamningi um mannrétt- indi og Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna," segir hann. 1 lögum nr. 57/1996 segir meðal annars: „Fiskistofa skal fylgjast með aflasamsetningu fiskiskipaflotans þannig að jafnan liggi fyrir sem gleggstar upplýsingar um aflasam- setningu... Fiskistofa og eftirlitsmenn í hennar þjónustu annast eftirlit með framkvæmd laga þessara..." og „Fiskistofa skal svipta hvert það skip leyfi til veiða í atvinnuskyni sem veitt hefur umfram aflaheimildir..." Hann segir fleiri dæmi þess að grundvallarmannréttindi séu brotin í umræddum lögum. „Það er með ólíkindum að maður skuli lesa svona texta í nýlegum lög- um, settum af Alþingi sem skipað er miklum fjölda lögfræðinga. Hér er með beinum hætti sagt að heimilt sé að ákvarða lögaðila eöa einstaklingi sekt þótt sök hans verði ekki sönn- uð,“ segir Guðbjörn. Hann vísar þar í 20. og 24. grein umræddra laga þar sem segir: „Ákvarðanir stjómvalda samkvæmt þessum kafla má bera undir dóm- stóla. Slíkt málskot frestar ekki rétt- aráhrifum ákvörðunar." í 24. grein segir svo eftirfarandi: „Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 23. gr. má ákvarða lögaðila sekt þótt sök verði ekki sönnuð á fýrirsvarsmenn eða starfs- menn hans eða aðra þá einstaklinga sem í þágu hans starfa." Stinga hausnum í poka Guðbjörn Jónsson og félagar hans í Landssambandi íslenskra fiski- skipaeigenda (LÍF) hafa ítrekað bent aðilum stjómkerfisins á þær brota- lamir sem virðast vera í lögum um umgengni við nytjastofna sjávar. Að sögn hans sendi hann forseta Alþing- is bréf í maí þar sem bent var á fyrr- greindan vanda sjómanna með að framfylgja lögunum og þá ágalla sem eru á þeim. „Mér hefur ekki verið svarað einu orði af þeim sem ég hef bent á þetta og ég hef árangurslaust beðið Fiski- stofu að fresta því fram á haust að beita þessum lögum. Þeir stinga hausnum í poka en það er ljóst að þeir eru persónulega ábyrgir fyrir því að lögin sem þeir framfylgi séu í lagi. Sjávarútvegsráðuneytið hefur ekki enn þá svarað bréfi okkar, og það er komið út fyrir stjórnsýslulög með svör, en það er regla að svarað sé innan þriggja vikna,“ segir Guð- bjöm. Hann segir Fiskistofu hafa staðið að hótunum i garð sjómanna sem sakaðir era um glæpastarfsemi á grundvelli ónýtra laga. „Það er mikilvægast að fá menn til að hætta þessum hótunum um að taka lífsviðurværið frá sjómönnum. Það er ekki nokkur lifandi leið til þess að starfa heiðarlega samkvæmt þessum lögum og svo em sjómenn úthrópaðir sem glæpamenn," segir Guðbjöm. -jtr Vegagerðin ítrekað vöruð við Stjóm Félags leiðsögumanna sendi í gær frá sér tilkynningu þess efnis að þeir hefðu ít- rekað varað Vegagerð ríkis- Varaðirvið ins við hættu- Félag leiösögu- legum aðstæð- manna varaöi um við brúna Vegagerö ríkisins ít- yfir Hólsselskíl rekaö viö þeim en Þar varð hættulegu aöstæö- stórslys sl. um sem voru viö sunnudag sem Hólsselskíl. kostaði þýskan ....... ferðamann líf- ið. í tilkynningunni segir að for- svarsmenn Vegagerðinnar hafi bor- ið við fjárskorti þegar minnst var á áðumefndar aðstæður. Stjórnin mótmælir því harðlega að aðstæður við vinsæla ferðamannastaði breyt- ist oft á tíðum í lífshættulegar slysa- gildrur og nefna þeir tU dæmis að- stæður við Gullfoss, Geysi, Gjá- bakkaveg og Biskupstungnabraut. Telur stjóm félagsins að ferðaþjón- ustunni sé hætta búin með aðgerða- leysi stjórnvalda. Stjómin telur að lausn vandans felist í bættu vega- kerfi. -ÓRV DVA1YND RN Heitt á Neskaupstaö Mjöggott veöur hefur veriö á Austurlandi aö undanförnu og flykkjast feröamenn þangaö til aö njóta veöurblíöunnar. Fjallakind frá Laugabóli við ísafjarðardjúp: Surtla gekk úti í tvo vetur Kindin Surtla er tvívetur, en kynntist ekki mönnum fyrr en í síðasta mánuði. Eftir sauðburð- inn var Surtla, móðir hennar og tvílembingur við Surtlu settur í haga. Við smölun um haustið kom Surtla ekki til manna og gekk úti tvo vetur. Hún náðist svo um miðjan júní, þá fælin og hrædd við menn. „Þegar hún kom hér í hús stökk hún yfir allt sem fyrir varð,“ segir eigandi Surtlu, Ragna Aðalsteinsdóttir frá Lauga- bóli í ögurhreppi. Ragna og heimafólk hennar héldu Surtlu fyrst í stíu inni í húsi, en nú er hún í gerði með heimaalningum og fær brauð þeg- ar lömbin fá mjólkina sína. Ragna segir Surtlu smágerða fyr- ir tveggja vetra kind og þegar hún náðist var hún í tveimur reyfum. Ragna segir að ekki sé vitað til þess að kind hafi gengið úti í Laugardal heilan vetur og komist af, en Surtla lifði tvo vetur. „Það hefur því farið fram hjá henni allt tal um búvörusamning, bændasamtök og gæðastýringu,“ sagði Ragna. -SMK Fjallakind komin til bæja Ragna Aöal- steinsdóttir á Laugabóli meö ána Surtlu. Lm ICTÆ!I—11 Ný Hríseyjarferja afhent HSamgönguráðherra afhenti Hríseyingum nýju Hríseyjarferj- una, Sævar, í dag að viðstöddu fjölmenni. Heildarkostnaður við ferjuna er um 170 milljónir króna. RÚV greindi frá. Símasvik Nokkrir NMT-farsímaeigendur hér á landi hafa undanfarið fengið himinháa símreikninga án þess að kannast við svo mikla notkun. Rannsókn hefur leitt í ljós að ein- hverjir aðilar erlendis hafa komist yfir númerin og hringja á kostnað islensku símaeigendanna. RÚV greindi frá. Sortuæxli úr 2-3 á ári í 30 Ljósabekkir á sólbaðsstofum og víðar eru taldir auk hefðbundinna sólbaða ein meginorsök aukinnar tíðni sortuæxla í húð landsmanna á undanfómum árum. Fjöldi greindra sortuæxla hefur meira en tífaldast frá 1960. Visir.is greindi frá. Fjöskylduhátíö á Akureyri Fjölskylduhátíð verður haldin á Akureyri helgina 3.-7. ágúst næst- komandi þar sem fjölskyldan verð- ur sett í öndvegi. Kemur þessi hátíð í stað Halló Akureyri. Vísir.is greindi frá. Búfjárslysum fjölgar Slysum þar sem ekið er á búfé hef- ur fjölgað ár frá ári. í fyrra var til- kynnt um 255 umferðaróhöpp þar sem ekið var á búfé. RÚV greindi frá. Fjármálaeftirlitiö á Netið Fjármálaeftirlitið hefur opnað heimasíðu á veraldarvefnum, www.fme.is. Þar er að fmna margvís- legar upplýsingar varðandi fyrir- komulag opinbers eftirlits með fjár- málastarfsemi á íslandi ásamt efni tengdu starfsemi á fjármagnsmarkaði. Lægst hjá FÍB Iðgjöld bíltrygg- inga eru lægri hjá tryggingarfélaginu FfB sé miðað við fyrsta áhættusvæði en þar er tjónatíðni mest að mati trygg- ingarfélaganna. Munurinn á trygg- ingu FÍB og þess næstlægsta er 20,9% miðað við fullan bónus. Mbl.is greindi frá. Afkoman batnar Ríkisendurskoðun býst við því að afkoma ríkissjóðs muni batna um 3,5 milljarða á árinu og því mun tekjujöfnuður verða um 20,2 millj- arðar í lok þessa árs. Á sama tíma munu útgjöld ríkisins hækka um 1,5 milljarða. Mbl.is greindi frá. Atlanta starfar meö Virgin Flugfélagið Atlanta og flugfélagið Virgin Atlantic hafa gert með sér samning. Atlanta mun leigja Virgin nýjustu Boeing 747-300 vél sína og mun hún verða notuö til þess að fljúga með farþega á milli Manchester í Englandi og Orlando í Bandaríkjunum. Mbl.is greindi frá. Tvær frímerkjasýningar Landssamband íslenskra frí- merkjasafnara stendur fyrir tveim- ur stórum sýningum á næstunni i tengslum við menningarárið. Þær verða haldnar samtímis að Kjar- valsstöðum 27. til 30. júlí næstkom- andi. Vísir.is greindi frá. -ÓRV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.