Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2000 I>V 5 Fréttir Öll almenn kennsla í Dalabyggð fer fram í Búðardal: Rekstri Laugaskóla hætt - einungis íþróttakennsla í skólanum næsta vetur DV, DALASYSLU:______________________ A fundi hreppsnefndar Dalabyggðar þann 18. júli var ákveðið að rekstri Laugaskóla verði hætt og öll almenn kennsla í Dalabyggð fari fram í Búðar- dal fyrir utan íþróttakennslu sem fari fram á Laugum. . Oddviti gerði grein fyrir þeim umræðum sem áttu sér stað á sameiginlegum fúndi sveitarstjóma Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps um málið þann 17. júlí s.l. og lagði fram til- lögu um skólahald í Dalabyggð. Mælst er til að fyrirkomulagið taki gildi frá og með byijun næsta skólaárs 2000 til 2001 og að rekstramefnd Laugaskóla geri nú þegar viðhlítandi ráðstafanir vegna ofangreindrar breytingar á skólahaldi. Lagt er til að teknar verði upp við- ræður við Saurbæjarhrepp um að rekstur byggðasamlags um Laugaskóla verði hætt en samráðsnefnd um eign- arhald og rekstur eignanna á Laugum tekið upp. Samkvæmt tillögunni verð- ur Saurbæjarhreppi boðið að senda öll böm á grunnskólaaldri í grunnskól- ann í Búðardal. Dalabyggð og Saurbæj- arhreppi er ætlað að taka upp viðræð- ur um þátttöku í rekstrarkostnaði skólans. Lagt er til að skólastjóri hefji þegar undirbúning að breyttu skóla- haldi í sveitarfélaginu í samráði við sveitarstjóra og skólanefnd. -DVÓ Niðurnítt hús tekið eignarnámi? - eigandi vill ekki selja DV, AKRANESI: Eins og DV greindi frá í síðustu viku hafa ferðamenn kvartað yfir illa fornum og ómáluðum húsum í miðbæ Akraness. Nú kann svo aö fara að eitt hús í miðbænum verði tekið eignamámi en það hús er í eigu Þórðar Þ. Þórðarssonar og nefnist Hvitaánes og hefur ekki ver- ið búið í því húsi í langan tíma. Húsið og geymslur sem við þaö standa eru í algerri niðumíðslu. Akraneskaupstaður hefur reynt að semja við eiganda um kaup á hús- inu en enn sem komið er hafa þær samningaviðræður engan árangur borið. DV hefur traustar heimildir fyrir því að bæjaryfírvöld á Akra- nesi hafi misst þolinmæðina og ákveðið að gefa eiganda hússins ákveðinn frest til að semja við bæ- inn um kaup á húsinu. Ef þær samningaumleitanir bera ekki ár- angur verður það tekið eignamámi. -DVÓ Mikil aðsókn á galdrasýningu - forsetinn hrifinn DV. HðLMAVlK „Aösóknin hefur verið Edveg frá- bær og farið fram úr okkar björt- ustu vonum,“ segir Sigurður Atla- son, framkvæmdastjóri galdrasýn- ingarinnar á Hólmavík. Hann segir að skipuleggjendur hafi gert sér vonir um að sýningargestir á fyrsta sumri yrðu um 3000 en fullvíst sé að þeir verði miklum mun fleiri því nú þegar hafi um 2000 manns litið þar inn og aðeins þrjár vikur frá opnun- ardegi. „Ég hef lítið heyrt af gagn- rýnisröddum en hafi þær einhverj- ar verið hefur forsetinn okkar þagg- að þær allar með þeim orðum sem hann lét falla eftir komu sina hing- að,“ segir Sigurður Atlason. -GF Nýr framkvæmda- stjóri Viölaga- tryggingar Geir Zoéga, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri Viölagatryggingar á annan áratug, dregur sig í hlé fyrir aldurs sakir á næstunni. Arftaki hans er Ásgeir Ás- geirsson sem nú er ritari stjórnar Viðlagatrygging- arinnar en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í 12 ár. Ásgeir tekur við sæti fram- kvæmdastjóra fyrsta september næstkomandi en reiknað er með því að fráfarandi framkvæmdastjóri sitji með honum fyrst um sinn. Hann hefur starfaö sem staðgengill framkvæmdarstjóra Viðlagatrygg- ingar og hefur nokkra reynslu á því sviði. Um tíu manns sóttu um stöð- una. -jtr Geir Zoéga. a umferd Fo forfram við Litlu kafflstoTuna d \ s - \ / Keppnin hefst klukkan i&am AUKARAF TOYOTA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.