Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2000 I>V Tékknesk fegurðardís yfirheyrð í Leifsstöð: Gruna fagrar konur um nektardans - segir ævareiður unnusti um tollverði Tékknesk ljósmyndafyrirsæta, sem kom hingaö til lands til að heimsækja reykvískan unnusta sinn á dögunum, var stöðvuö af toll- vörðum í Leifsstöð, tekin afsíðis og spurð spjörunum úr um nektar- dans: „Það er engu líkara en tollverð- irnir gruni allar fagrar konur sem hingað koma um að vera nektar- dansmeyjar. Ég veit um fleiri dæmi þessu lik,“ sagði unnusti tékknesku fegurðardísarinnar sem stóð rétt við tollhlið Leifsstöðvar með útbreidd- an faðminn þegar sú tékkneska var gripin. „Þeir héldu henni i hálftíma á bak við tjald og yfirheyrðu eins og sakamann. Vissulega er unnusta mín falleg en mér finnst undarlegt ef yfirvöld hafa ekki annað en útlit fólks til að styðjast við þegar þau eru að framfylgja lögum um at- vinnuleyfi nektardansmeyja." Þegar Sævar Lýðsson, settur sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, var inntur eftir máli tékknesku feg- urðardísarinnar sagðist hann kann- ast við málið án þess að þekkja það í smáatriðum: „Ég hvatti unnusta tékknesku stúlkunnar til að skrifa okkur form- legt kvörtunarbréf en það hefur ekki borist mér enn. Við erum að framfylgja lögum sem kveða svo á að dansmeyjar utan ES-svæðisins sem hingað koma verði að hafa at- vinnuleyfi. Hitt er annað mál að eft- irlitið á að fara fram í vegabréfa- skoðun á transitsvæði en ekki við venjubundna tollskoðun. Ef þetta hefur gerst við tollhliðið þá er það ekki í samræmi við starfsreglur okkar.“ - Geta fagrar konur með ríkis- fang utan ES-svæðisins þá átt von á yfirheyrslum sem þessum þegar þær koma hingað til lands annarra erinda? „Konur geta átt von á þessu, já,“ sagði Sævar Lýðsson, settur sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli. -EIR Vesturbæjarlaugin í sundlaugaslaginn: Hringtaga eimbað og rennibraut á leiðinni - breytingar fyrir 40 milljónir Jón Haukur Baldvinsson. Hátíð í Garðabæ: Loftskipið gegn eiturlyfjum - nóg um að vera Opnunarhátíð verkefnisins Loft- skipið verður haldin á sunnudag- inn, að viðstöddum fjölda fyrir- menna, við Garðaskóla í Garðabæ. Að sögn Jóns Hauks Baldvinssonar, talsmanns verkefnisins, er yfirskrift hátíðarinnar „fjölskyldan saman“ og verkefnið er forvamarverkefni. „Við munum setja hátíðina i góðu veðri á sunnudaginn við Garðaskóla í Garðabæ. Hátíðin mun hefjast klukkan fjögur og þama verður boð- ið upp á ýmislegt fyrir fjölskylduna. Verkefnið er samstarfsverkefni Ungmennafélags íslands og ísland án eiturlyfja. Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, mun verða viðstaddur og er hann vemd- ari hátíðarinnar. Við munum gefa út dagbók í 20 þúsund eintökum sem síðan verður dreift til unga fólksins sem er ætlaö að skrá það hjá sér sem það gerir í félagi við for- eldra sína. Þeir sem mæta verða ekki sviknir og það verður nóg við að vera fyrir alla,“ sagði Jón Hauk- ur glaðbeittur í spjalli við DV í gær. „Við misstum rúmlega 12 þúsund gesti á síðasta ári en nú blásum við til sóknar og ætlum að laða til okkar nýja gesti, samhliða því að halda í þá gömlu,“ sagði Ólafur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sundlaugar Vestur- bæjar, um breytingar sem gerðar hafa verið á lauginni fýrir 40 milijónir króna en Vesturbæjarsundlaugin hef- ur átt undir högg að sækja i sam- keppni við aðrar laugar höfúðborgar- innar um gesti síðustu árin. „Við höf- um verið að heltast úr lestinni en nú er lag,“ sagði Ólafúr. 1 nýgerðum breytingum á Vestur- bæjarsundlauginni ber þar hæst ný- stárlegt hringlaga eimbað meö kúptum glervegg, nýja útiklefa og nýjan pott. Ólafur Gunnarsson segir að næsta skref sé að fjarlægja gamla útiklefa og auka þar með rými við laugina: „Svo verðum við að reisa renni- braut og í þeim eöium eru ýmsar hug- myndir á lofti," sagði Ólafúr sem lítur framtíðina björtum augum eftir breyt- ingamar og bíður eftir gestum. -EIR Sumarsmellurinn í ár Vesturbæjarsundlaugin loks samkeppnishæf viö aörar laugar eftir vel heppnaöar breytingar. Blásið til herferðar gegn umferðarslysum Á síðustu fimm árunum hafa 110 manns látist í umferðinni á íslandi og þúsundir manna slasast. Þetta er há tala fyrir litla þjóð og þess vegna hefur dómsmálaráðuneytið ásamt lögregluflota landsins, Vegagerð- inni, Umferðarráði og fleiri aðilum blásið til herferðar gegn slysum i umferðinni. “Til þessa átaks er blásið til aö hafa varanleg áhrif, bæði með lang- tímastefnumótun og með eflingu löggæslu, en ekki síst með því að hafa áhrif á ökuvenjur lands- rnanna," sagði Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra við kynningu átaksins í skýli Landhelgisgæslunn- ar á þriðjudag. Lögreglan mun halda uppi hertri gæslu á vegum landsins með aðstoð Vegagerðarinnar og beina sjónum sínum aðaUega að því að halda niðri hraða, beltanotkun ökumanna og ölvunarakstri. Þetta þrennt eru al- gengustu orsakir alvarlegra umferð- arslysa. Lögregluþjónar og starfs- menn Vegagerðarinnar munu fylgj- ast með ökumönnum á vegum landsins í fjórum nýjum bílum merktum bæði lögreglunni og Vega- gerðinni. Eins verður fræðslu- og kynning- arátak í fjölmiðlum landsins, þar sem höföað verður sérstaklega til ungra ökumanna, en þeir, sérstak- lega piltar, eru í stærsta áhættu- hópnum þegar kemur að slysum. Þekkt ungt fólk mun kynna jafn- öldrum sínum afleiðingar alvar- legra bílslysa og hvað hægt er að gera til þess að koma í veg fyrir um- ferðarslys. -SMK DV-MYND GVA Herferð gegn slysum Herferö sem ætlaö er aö minnka slysatíöni í umferöinni var kynnt í skýli Landhelgisgæslunnar á þriöjudag. * Urnsjón: Höröur Kristjánsson netfang: sandkom@ff.ls Vitlaus ferð? Rauða ljónið, og ein af helstu ímyndum KR, sjálf- ur Bjaml Felix- son, brá sér í sól- arlandaferð á dög- unum. Samferða- manni Bjama þótti knattspyrnuhetjan þó vera venju fremur þungbrýn þegar komið var á áfangastað 3. júlí. Rifjaðist þá upp fyrir honum að nokkrum dög- um fyrir utanlandsferðina birtist mynd af Bjama Fel brosandi á aug- lýsingu í Mogganum undir fyrir- sögninni: „Ég hugsa um KR, þess vegna valdi ég ferð með Ferðaskrif- stofu Reykjavíkur til Benidorm." Var þar m.a. auglýst ferð með brottför 5. júlí. Þóttist samferða- maður Bjama sjá þar skýringu á brúnaþyngslum kappans, enda aug- ljóst að hann hafði farið í vitlausa ferð og þar að auki tveim dögum of snemma. Hann var nefnilega alls ekki staddur á Benidorm á Spáni, heldur á Prai da Rocha í Portúgal og í hópi farþega Samvinnuferða- Landsýnar en ekki Ferðaskrifstofu Reykjavíkur... Bíó um Hlemm Kvikmyndar gerðarmaðurinr Ólafur Sveinsson vinnur nú hörðum höndum að gerð heimildamyndar um það fólk sem sækir Hlemm í miðborg Reykja- vikur. í Sand- komi í gær var því haldið fram vegna misskilnings aö myndin íjali- aði eingöngu um utangarðsmenn. Hið rétta er að myndin er eins kon- ar spegilynd af öllu því fólki sem sækir Hlemm. Utangarðsmennimir eru aðeins hluti þess fólks. í upp- hafi vær ætlun Ólafs að myndin yrði heimildamynd fyrir sjónvarp en nú stefnir allt eins í aö um verði að ræða bíómynd í fullri lengd... Kristinn sterkur Guðni Ágústs- son landbúnaðar- ráðherra er talinn sigla þokkalegan byr í átt að vara- formannsstól Framsóknarflokks- ins. Þau tíðindi berast þó innan úr flokknum að Guðni kunni að fá bakslag i seglin. Ástæðan er sú að Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður og formaður stjómar Byggðastofnun- ar, sækir fast að fá embættið. Hann er sagður njóta stuðnings Halldórs Ásgrímssonar formanns sem jafn- framt hafi engan áhuga á því að veita Guðna frá Brúnastöðum meiri vegtyllur en þegar er orðið. Sjálfum mun Guðna vera slétt sama um afstöðu formannsins. Hann telji sig öruggan í varafor- mannssætið og þá fljótlega á for- mannsstól.... Þjóðmenning Ýmsir nýir skemmtistaðir hafa skotið upp kollinum í mið- borg Reykjavikur undanfarin ár. Þar er fyrst og fremst um að ræða svo- kallaða súlustaði sem ýmsir skil- greina sem list og hluta af þjóð- menningunni. Nýverið var send út athyglisverð fréttatilkynning um staö sem býður hvers konar greiöa. „Kaffiterían í Þjómenningarhúsinu við Hverfisgötu býður upp á...“ segir i tilkynningunni. Þetta hljóm- aði spennandi og voru ungir „menningarþyrstir" menn því með talsverðar væntingar. Sumir töldu að þar kæmu þjóhnappar við sögu en þeim til hrellingar var bara ver- ið að bjóða upp á súpu og brauð í hádeginu...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.