Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 21. JÚLl 2000 I>V 7 Fréttir Vatnsleysustrandarhreppur: Kaupir land á 18 milljónir DV, VOGUM:________________________ Að undanfomu hafa átt sér stað samningaviðræður á milli Vatns- leysustrandarhrepps og eiganda jarðanna Minni-Voga og Austurkots um kaup þess fyrmefnda á spildum úr jöröunum. Með því er hreppur- inn að tryggja sér aukið byggingar- land enda mikill uppgangur í sveit- arfélaginu. Á aukafundi hrepps- nefndar í lok júní var lagður fram kaupsamningur um kaup hreppsins á hluta úr landi Minni-Voga og Austurkots. Samningurinn er . að upphæð tæpar 18 milljónir króna og hefur hreppsnefnd samþykkt hann. Þá var einnig tekið fyrir bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga en sjóður- inn hefur samþykkt lántöku til hreppsins að upphæð 30 milljónir króna til allt að 10 ára, með 4,5% breytilegum vöxtum. Hreppsnefnd samþykkti að taka 30 milljónir að láni með ofangreindum skilmálum, með tryggingu í tekjum sveitarfé- lagsins. -DVÓ ÞJonustumiöstöð í hjarta bongarlnnar R N I R Lágmúla 9 • Sími: 530 2800 www.ormsson.is BOSCH verslunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut Þetta eru alvöru áhöld, á fínu verði, sem er ætlað að endast þér vel og lengi. Verkefnið Fegurri sveitir 2000 fær frábærar undirtektir: Slæm ásýnd sveitabýla - situr í þéttbýlisbúum „Stöðugt bætast nýir í hópirm, áhuginn er mikill og verkefninu er vel tekið,“ segir Ragnhildur Sig- urðardóttir, umhverflsfræðingm- og verkefnisstjóri Fegurri sveita 2000, en 31 sveitarfélag og fjöldi fyrirtækja, stofnana og félagasam- taka héifa tilkynnt þátttöku. Um er að ræða átaksverkefni sem land- búnaðarráðuneytið, í rnnboði rík- isstjómarinnar og í samvinnu við Bændasamtök íslands, umhvertls- ráðuneytið, Kvenfélagasambandið og Samband íslenskra sveitarfé- laga standa að. Það er fólgið í að hvetja til, samstilla og jafnvel skipuleggja tiltekt og fegrun í dreifbýli. Verkefhisstjórinn skorar á álla þá sem málið varðar að vera með. „Þátttakendur eiga það sameig- inlegt að hafa tekið umhverfismál- in á dagskrá. Ég skoða stöðu mála á hverjum stað með heimamönn- um og við finnum i sameiningu leiðir til úrbóta. Sumir þurfa litla sem enga aðstoð, aðeins klapp á bakið en oftast er þó eitthvað sem betur má fara. Mín aðstoð er þátt- takendum að kostnaðarlausu og eins býðst þeim ýmis önnur hjálp og þjónusta. Málningarverksmiðj- umar veita t.d. verulegan afslátt." Flæðibanki Fegurri sveita Átaksverkefnið nær yfir ailt landið og því er ætlað að verða samnefnari fyrir þau störf sem unnin verða í umhverfismálum í dreifbýli í sumar. Settur hefur ver- ið á fót samráðshópur sem hefur fimdað tvisvar, á þeim vettvangi kynna tengiliðir stofhana, félaga- samtaka og fyrirtækja sína að- komu að verkefninu og koma sjón- armiðum sínum áleiðis. Flæði- banki Fegurri sveita miðlar þátt- takendum fréttum af því sem er að gerast í verkefninu og þar er hægt að nálgast hagnýtar upplýsingar og hugmyndir. Hugmyndabanki verður starfræktur í allt sumar og þegar hafa t.d. borist margar hug- myndir að plastpressu sem leysir vandamálið við söfnun og geymslu á landbúnaðarplasti. Fyrirhugað er að efna til keppni um bestu hönnun slíks tækis og eins verður samkeppni um merki Fegurri sveita sem þátttakendur fá leyfi til að nota í kynningarskyni. Allir taki þátt „Bændur verða að gera sér grein fyrir því að slæm ytri ásýnd bænda- býla situr í þéttbýlisbúum sem ferð- ast um landið. Ég held líka að marg- ir landsmenn keyri um þjóðvegina í sumar með átaksverkefnið Fegurri sveitir á bak við eyrað ef marka má þau viðbrögð sem þegar hafa borist. Það spyrst út hvar hlutimir eru til fyrirmyndar og eins hvar úrbóta er þörf. Áðstæður geta þó verið mis- munandi, bæöi félagslegar og fjár- hagslegar ástæður geta legið að baki því að viðhald er ekki eins og best yrði á kosið.“ Fámenni getur gert hreinsunar- störf erfið í framkvæmd og flutn- ingskostnaður er verulegur frá af- skekktum stöðum. Þeim mun mikil- vægara er að skipuleggja aðgerðir vel. í nokkrum sveitarfélögum lítur út fyrir 100% þátttöku bænda. Það er m.a. verið að rífa gömul ónýt hús, keyra burt brotajámi, fjarlægja plast, tina af girðingum og upp úr skurðum, bera i plön, mála og rífa gamlar girðingar. Þá berast fréttir af Lions-klúbbum og ungmennafé- lögum sem hreinsa heiðar og fjörur, veiðifélög ganga með ám og vötnum og a.m.k. 15 prestssetur verða mál- uð í sumar. „Það er mín ósk að við íslending- ar tökum þátt í þessu verkefni sam- an. Mikið af því rasli sem við erum að berjast við eru leifar af sameigin- legri arfleifð, frá tímum þegar hugs- unarhátturinn var annar og því ekki við neinn að sakast, þetta er einfaldlega verkefni sem þarf að leysa. Átakið snýr ekki eingöngu að bændum heldur eiga ýmsir aðrir eignir á landsbyggðinni. Landsvirkjun og Hitaveita Akra- ness og Borgarfjarðar em t.d. að láta gera úttekt á ytra útliti mann- virkja sinna, Vegagerðin er að ganga frá gömlum námum, Lands- síminn er að kanna umfang ónot- aðra uppistandandi símastaura, Landssamband hestamanna hreins- ar og fegrar hesthúsahverfi og svona mætti lengi telja.“ Landshorna á milll Þátttaka er einna best á Vestur- landi þar sem næstum hvert einasta sveitarfélag hefur tilkynnt þátt- töku. Austurland fylgir fast á eftir. Víða, t.d. í Húnavatnssýslunum, ráðast menn í verkefnið af miklum stórhug. Ragnhildur hefur þegar ferðast um Suðurland, Vesturland, Vest- firði og hluta Norðurlands. „Ég heimsæki alla sem þess óska og er nú að keppast við að loka hringn- um. Það er hugur í mönnum og ég reyni að láta ekki standa á mér.“ Allir þátttakendur verða boðnir á uppskemhátíð sem haldin verður á Hvammstanga í október. Þar verður vafalaust skeggrætt um brotajám, rúlluplast og manir. Ef vel tekst til í sumar má gera því skóna að fram- hald verði á verkefninu næsta sum- ar. „Það er mín skoðun að víða þurfi að koma mönnum yfir það stig þar sem þeim fallast hendur yfir verk- efninu. Þessi mál er vel 'hægt að leysa og koma í ákveðinn farveg en hreinsunar- og fegrunarstörfum verður að sjálfsögðu seint að fullu lokið. -HH Bærlnn Hvalnes í A-Skaftafellssýslu. „Þó umhverfismál séu víöa í góöu lagi gæti slagorö þeirra Árborgar- manna, „Gerum gott betur“, átt viö alls staöar, “ segir Ragnhildur verk- efnisstjóri. DV-mynd NH BOSCH Alvöru áhöld Verkfærin frá Bosch hafa fylgt okkur hjá Bræörunum Ormsson frá þvt viö munum eftir okkur og hafa margsannað sig í höndunum á íslenskum afreksmönnum til sjávar og sveita. i: Gunnar Steinþórsson / Ljðsmynd: Odd Stefári j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.