Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2000 Viðskipti DV Umsjón: Viöskiptablaðið „Virtual Messaging Center" fyrir milljón GSM-notendur Stefja hf., sem selur lausnir sinar undir nafninu TrackWellSoftware, hefur í samvinnu við danskan sam- starfsaöila sinn á sviði þráðlausra fjarskiptalausna, Realtime, undirrit- að samning við TeleDanmark, langstærsta farsímafyrirtæki Dan- merkur. Með samningnum kaupir danski farsímarisinn fullkominn hugbúnað frá TrackWell fyrir svokallað „Virtual Messaging Center“-kerfi fyrir GSM-síma en farsímanotendur TeleDanmark eru um ein milljón talsins. Á meðal kosta VMC-kerfisins má nefna að það veitir farsímanotend- um aðgang að eigin tölvupósti, svo og dag- og minnisbókum þeirra í einkatölvunni, ýmist með SMS- skilaboðum, Sim-Toolkit-tækni eða Stuttar fréttir Afkoma rikissjóðs framar vonum Á fyrri helmingi þessa árs var 10,6 milljarða króna tekjuafgangur af ríkis- sjóði. Á sama tímabili í fyrra nam af- gangurinn 8,6 miiljörðum króna. Fram kemur í fréttatiikynningu frá fiármála- ráðuneytinu að þetta er mun betri af- koma en áætlanir gerðu ráð fyrir en of snemmt sé að fullyrða að það skili sér í betri afkomu fyrir árið í heild. Heildar- tekjur ríkissjóðs jukust um 11% á milli ára og má rekja um það bil helming tekjuaukans til aukinna tekna ríkis- sjóðs af tekjusköttum. Verulega dregur úr aukningu veltuskatta á fyrri hluta þessa árs miðað við sama tímabil f fyrra og segir Morgunkom FBA það benda til þess að dregið hafi úr almennri út- gjaldaaukningu í efnahagslífmu. Heildarútgjöld ríkissjóðs jukust um 10% frá sama tímabili í fyrra og kem- ur fram hjá FBA að rúmlega fjórðung þessarar hækkunar megi rekja til auk- inna vaxtagreiðslna. Aukning annarra útgjalda tengist einkum auknum launakostnaði ríkisins en laun opin- berra starfsmanna og bankastarfs- manna hækkuðu um tæp 7% á fyrri helmingi ársins. ESB kærir tóbaksframleiö- endur fyrir smygl Framkvæmdastjóm Evrópusam- bandsins ætlar að kæra nokkra banda- ríska tóbaksframleiðendur fyrir smygl á sígarettum til Evrópusambandsins. Framkvæmdastjómin segir að smyglið sé umfangsmesta svindl sem reynt hafi verið gagnvart tekjuöflun ESB og að stefnt sé að því að fá bætur fyrir tapað- ar tekjur. Framkvæmdastjómin neitar að gefa upp hvar eöa hvenær meint smygl á að hafa átt sér stað eða hvaða fyrirtæki koma að málinu. Launavísitalan upp um 0,6% Launavísitalan hækkaði um 0,6% frá fyma mánuði miðað við meðallaun í júní 2000. Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar er vísitalan nú 195,7 stig. Samsvarandi launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fast- eignaveðlána er 4280 stig í ágúst 2000. ■ Æt* ' í Agúst Einarsson, framkvæmdastjóri TrackWell. WAP-tækni, allt eftir þvi hvað not- andinn kýs. Einnig er hægt að tengj- ast VMC-kerfinu um hefðbundinn netvafra. Hægt er að setja upp sérstakt áminningarkerfi fyrir GSM-síma sem sér um að minna notandann á viðtöl, fundi eða aðra viðburði sem hann á að sækja. VMC-kerfið er sér- staklega þróað með farsimakynslóð- ina í huga, kynslóð sem vill nálgast gagnlegar upplýsingar úr einkatölv- unni með skjótum hætti án þess að þurfa að hafa hana við höndina. TrackWell Software er í farar- broddi þeirra fyrirtækja í heimin- um sem bjóða símafyrirtækjum upp á staðsetningarháða þjónustu sem • • UVS og Olgerðin í viðskipti til Íslandssíma Islandssími hefur samið við líftæknifyrir- tækið Urði Verðandi Skuld (UVS) um yfir- töku allrar fjarskipta- þjónustu fyrirtækisins. Þá hefur Islandssími samið við Ölgerðina Egils Skallagrimsson um alhliða við- skipti um gagnaflutninga. Starfsemi UVS byggist á líftækni. „Starf okkar felur í sér mikil sam- skipti við samstarfsaðila. Samningur- inn tryggir okkur aðgang að full- komnustu samskiptalausnum. Auk þess þurfum við að geta treyst á mikla band- breidd og öryggi í gagna- flutningum okkar,“ segir Þóra Þórarinsdóttir, rekstr- arstjóri UVS. Að sögn forráðamanna islands- síma felst í samningnum við UVS við- urkenning á þeirri þjónustu sem Íslandssími veitir og hvemig hægt er að sveigja hana að þörfum ein- stakra fyrirtækja. Fyrirtækið starfar i náinni samvinnu við stofnanir eins og Krabbameinsfélag íslands, Landspítala - Háskólasjúkrahús og Fjóðungssjúkrahúsið á Ákureyri. Samningurinn við Ölgerðina Egil Skallagrímsson kveður á um tengingu við netgátt Íslandssíma um ATM-net, auk þess sem símstöð fyrirtækisins er tengd fjarskiptakerfí Íslandssíma. Er hér um talsverða aukningu á tal- og gagnaflutningsgetu Ölgerðarinnar að ræða. Á síðustu vikum hafa fjölmörg önnur fyrirtæki komið í viðskipti til Íslandssíma. Meðal þeirra eru hrað- flutningafyrirtækið DHL, Frjálsi fjár- festingabankinn og Sindrastál. SIF sendir afkomuviðvörun Rekstur SÍF-samstæðunnar hefur ekki gengið í samræmi við rekstrará- ætlun samstæðunnar fyrir fyrri helm- ing ársins 2000. Tap verður á rekstri samstæðunnar á því timabili. Meginá- stæður tapreksturs á fyrri hluta ársins 2000 má rekja erfiðleika í Frakklandi og óhagstæðrar gengisþróunar. Þetta kemur ffam í afkomuviðvörun frá fé- laginu. Þar segir að mikið tap hafi ver- ið á rekstri laxreykingarverksmiðju SIF France þar sem hráeihisverð á laxi hefur ffá því um áramót hækkað um Blaðberar óskast í eftirtaldar götur: Ingólfsstræti Þingholtsstræti Laufásveg Freyjugötu Þórsgötu ► | Upplýsingar í síma 550 5000 allt að 40%. Hækkunum á hráefnis- verði hefur ekki verið hægt að koma út í verðlagið fyrr en í júní sl. þar sem félagið er bundið samningum frá þremur og upp í sex mánuði við sína viðskiptavini. Hráefhisverð á laxi hef- ur farið lækkandi undanfamar vikur, frá því að það náði hámarki í byrjun júní sl. Þróun Bandaríkjadollars gagnvart evru hefúr einnig verið starfsemi SIF France mjög óhagstæð á fyrri helmingi ársins 2000. Gengisþróun þessi hefur valdið því að ffamlegð á ýmsum fram- leiðsluvörum félagsins hefúr verið mjög lág á þessu tímabili. Þróun ís- lensku krónunnar gagnvart evru og þróun evrunnar hefur einnig verið samstæðunni óhagstæð í heild sinni á Torg.is opnað Geir H. Haarde fjármálaráðherra opnaði í gær nýtt og öflugt veftorg á Netinu, torg.is. Að torg.is standa sjö af stærstu fyrirtækjum landsins: Lands- síminn, Morgunblaðið, Flugleiðir, ís- landsbanki, Landsbankinn, Sjóvá-Al- mennar og Búnaðarbankinn sem ný- lega eignaðist hlut í Veftorgi hf. sem sér um rekstur torg.is. í frétt ffá Vef- torgi segir að torg.is sé íslensk hlið- stæða alþjóðlegra veftorga á borð við Yahoo og MSN. í ffétt frá torg.is segir að á vefsvæð- inu verði hægt að nálgast fféttir, fróð- leik og hagnýtar upplýsingar en torgið er þó ekki síst öflugt leitartæki. Torg.is skiptist í sex meginhluta: skrifborð, mitt torg, leitartorg, fjármálatorg, fféttatorg, skemmtitorg og innan skamms bætast tvö torg við: ferðatorg og verslunartorg. Þetta helst jafnframt veitir notandanum mögu- leika á hefðbundinni, þráðlausri skilaboðaþjónustu, viðskiptum og afþreyingu. Sérstaða TrackWell Software felst í því að hugbúnaðar- lausnir þess eru jafnvígar á mis- munandi fjarskiptakerfi, hvort held- ur er GSM, TETRA, gervitungla- samskipti eða Tracs-TDMA. Mikilvægt skref „Þessi samningur er mikilvægt skref fyrir TrackWell. Með honum erum við að sjá einu stærsta far- símafyrirtæki Norðurlandanna fyr- ir hugbúnaði til þráðlausra gagna- flutninga," segir Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri TrackWell. Fyr- irtækið hefur vaxið hratt undanfar- in misseri og starfsmann afj öldinn tæplega tvöfaldast á einu ári. Rétt ár er nú liðið frá því TrackWell Software gerði víðtækan samstarfssamning við fmnska far- símarisann Nokia um sölu á hug- búnaðarlausnum TrackWell til flutnings stafrænna fjarskiptaboða i TETRA-kerfmu sem m.a. er notað af björgunarsveitum, lögreglu, her- sveitum, flug- og skipafélögum og fleiri. Samningurinn við Nokia nær nú einnig yflr GSM-kerfið. Þá samdi TrackWell sl. haust við NA-Atlants- hafsfiskveiðiráðið (NEAFC) um tölvustýrt veiðieftirlitskerfi sem ekki á sér hliðstæðu. HEILDARVIÐSKIPTI 744 m.kr. - Hlutabréf 228 m.kr. - Húsnæðisbréf 413 m.kr. MEST VIÐSKIPTI 0 Marel 42 m.kr. Qi (slenski hugbúnaöarsj. 41 m.kr. 0 Landsbanki íslands 32 m.kr. MESTA HÆKKUN 0 Marel 7,3% ; o SR-Mjöl 6,7% © Tæknival 4,6% MESTA LÆKKUN ! O íslenska járnblendifélagið 21,1% j © Haraldur Böðvarsson 8,3% j © Hans Petersen 5,0% ÚRVALSVÍSITALAN 1.564 stig j - Breyting O +0,47% © Landsbanki 377.570 © Íslandsbanki-FBA 275.055 © Baugur 252.995 © Össur 214.331 © Búnaðarbanki 209.155 r,!!H7i!n:wp sídastlibna 30 dasa j © Landsbanki 20% ; © ísl. hugb.sjóðurinn 16% © Marel 14 % O Fóðurblandan 13% © Jarðboranir 10% þessu rekstrartímabili. Þá hefúr kostn- aður við samruna SÍF og ÍS orðið held- ur hærri en gert var ráð fyrir í upphafi og má rekja það m.a. tO hærri kostnað- ar vegna starfslokasamninga og ann- arra ófyrirséðra þátta. Eins og fram kom hjá stjómendum SÍF í upphafi árs einkennist árið 2000 að stórum hluta af vinnu við samruna SÍF og ÍS. Sú vinna hefúr gengið mjög vel og í fullu sam- ræmi við þær verkáætlanir sem unnið hefúr verið eftir. Eins og fram kemur hér að framan hefúr rekstur dótturfélags SÍF í Frakk- landi verið afar erfiður. Önnur starf- semi heima og erlendis er að mestu í takt við þær áætlanir sem liggja fyrir um árið. BMasaaMBia Vægi evru minnkar í gengisskráningarvog Seðlabanki íslands hefúr endurskoð- að gengisskráningarvog krónunnar í ljósi utamíkisviðskipta ársins 1999. Slík endurskoðun fór síðast fram í júní 1999. Gengisskráningarvogin er endurskoðuð árlega í ljósi samsetningar utanrikisvið- skipta þjóðarinnar. Stærsta breytingin frá fyrri vog er að vægi evru minnkar um nær 3%. Á hinn bóginn eykst vægi breska pundsins um 1,4%, Bandaríkja- dals um 0,6% og Norðurlandagjaldmiðla um 1,1%. síbastllöna 30 daga MESTU VIÐSKIPTl ***** 30 dae* O Isl. járnblendifélagið © Hraðf. Þórshafnar @ Samvinnuf. Landsýn O ÚA © -21 ‘ -14' -14 ! -10' Aukið atvinnuleysi í Bandaríkjunum Atvinnulausum ftölgaði í Bandaríkj- unum í fyrstu viku júlímánaðar. Þá töldust 319 þúsund manns vera á at- vinnuleysisskrá en þeir voru 292 þús- und vikuna áður. Fjögurra vikna meðal- tal fjölda atvinnulausra hækkaði einnig. Atvinnulausir hafa ekki verið jafn margir í Bandaríkjunum síðan í júní 1999. Það kann að hljóma undarlega en í augum maigra efnahags- og ftármála- sérfræðinga er hér um góðar fréttir að ræða. Ástæðan er sú að aukið atvinnu- leysi minnkar launaskrið og verðbólgu- þrýsting. ■ DOW JONES 10843,87 O 1,38% NIKKEI 16811,49 O 1,01% H S&P 1495,47 O 0,91% 1 NASDAQ 4184,56 O 3,18% FTSE 6438,40 O 0,47% DAX 7467,54 O 0,17% O CAC 40 6529,17 O 0,53% 21.07.2000 M. 9.15 KAUP SALA BHi Dollar 78,530 78,930 bdiikol Pund 119,020 119,630 Q Kan. dollar 53,270 53,610 ea Dönsk kr. 9,8420 9,8960 Eisl Norskkr 8,9570 9,0070 Sænsk kr. 8,7320 8,7800 SB Fi. mark 12,3371 12,4112 11 Fra. franki 11,1826 11,2498 W 8 Belg. franki 1,8184 1,8293 !□ Sviss. frankl 47,3200 47,5800 CShoII. gyllini 33,2862 33,4862 Þýskt maik 37,5049 37,7302 ÍJÍít líra 0,03788 0,03811 wm m Aust. sch. 5,3308 5,3628 Port. escudo 0,3659 0,3681 [l!~l Spá. peseti 0,4409 0,4435 filjap-yen 0,72270 0,72700 j írskt pund 93,139 93,698 ! SDR 103,6500 104,2800 EIecu 73,3531 73,7939 .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.