Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2000 r>V_________________________________________________________________________________________________Neytendur Það er gott að... ...stinga stilkunum á afskornu blómunum andartak í klór áður en þau eru sett í vasa. ...setja bamalæsingar á alla skápa í eldhúsinu nema kannski potta- skápinn sem börnin mega komast í. ...setja ofurlítið af mýkingarefni í volgt vatn til að hreinsa t.d. sjón- varpsskjái, glerborð og lok á hljóm- listargræjum. Það kemur í veg fyrir að rykið sæki eins fast að þeim. ...lakka hælinn á skónum með glæru naglalakki eftir að búið er að lita skóna. Það verður til þess að lit- urinn er ferskari lengur. ...strjúka yfir blöndunartækin með ofurlitlu af vínanda. Þau verða glansandi og fín. ...nota kertastubba (sem ekki fara í endurvinnslu til Sólheima) til að nudda yfir miða með nöfnum og heimilisföngum eöa upplýsingum sem hætta er á að máist út. ...setja klakamola á teppi sem hef- ur flast út vegna þess að það hefur verið þungur hlutur á því. Þegar molinn hefur bráðnað og teppið þornað nokkuð, þarf að ryksuga blettinn með litlum haus á ryksug- unni. ...setja á sig gúmmíhanska til að eiga auðveldara með að ná skrúfuð- um tappa eða loki af. ...nota stóra nál eða málmprjón til að gera göt í belti. Hitið nálina fyrst með því að halda henni yfír loga og stingið henni svo i gegnum beltið. En gætið þess að fara varlega með heita málmhluti. ...þekja svæði sem raka á, t.d. bik- inilínu, með handklæði sem bleytt hefur verið í mjög heitu vatni. Lát- ið það liggja á svæðinu í fímm mín- útur eða svo og það verður mun auðveldara að raka svæðið. ...setja smávegis af barnapúðri eða andlitspúðri á augnhárin áður en maskarinn er notaður. Augnhár- in virðast þykkari fyrir vikið. ...leggja gúrkusneið eða kaldan tepoka á þreytt augu og leggjast fyr- ir í nokkrar mínútur. Gerir krafta- verk. ...greiða feitt hár í stað þess að bursta það. Burstunin eykur á starf- semina í hársverðinum og þar með fítuna. ...setja varapensla og augnbrúna- pensla í ísskápinn í nokkrar mínút- ur áður en þeir eru yddaðir. Beint samband við neytendasíðu Lesendur sem vilja ná sambandi við neytendasíðu DV hafa til þess nokkrar leiöir. í fyrsta lagi geta þeir hringt í beinan síma: 550 5821. Faxnúmerið er: 5505020 og svo er það tölvupósturinn en póstfangið er: vigdis@fr.is. Tekið er á móti öllu því sem neytendur vilja koma á framfæri, hvort sem það eru kvartanir, hrós, nýjar vörur eða þjónusta - eða spumingar um eitt og annað sem kemur upp á í daglegu lífi. Sé umsjónarmaöur ekki við er tekið við skilaboðum. Vigdís Stefánsdóttir umsjónarmaður neytendasíðu Það munar 20 þúsund krónum á bifreiðatryggingum: ^ Odýrast hjá FIB - og dýrast hjá Sjóvá Lítil ending í mark- mannshönskum Eins og kunnugt er hafa trygg- ingafélögin hækkað tryggingar sín- ar verulega að undanfomu og þykir mörgum súrt í broti hversu stór hluti heimilistekna fer orðið í rekst- ur bifreiða. Neytendasíðan kannaði verð á grunntryggingu hjá VÍS, Trygginga- miðstöðinni, FÍB og Sjóvá. Aðeins var beðið um verð á ábyrgðartrygg- ingu og spurt hvaða þættir hefðu áhrif á verð hennar. Bifreiðin er Toyota Corolla, ár- gerð 1998, vélarstærðin 1600 og öku- maður um fertugt á Reykjavíkur- svæðinu með hámarksbónus - 75%, nema hjá FÍB þar sem hámarksbón- us er 70% en 75% ef fullnægt er skil- yrðum um að aðeins tveir ákveðnir 60 ökumenn noti bílinn. Sú leið er nýtilkomin og ekki að fullu komin í gagnið. FÍB býður einnig húsa- tryggingu og líftryggingu en tengir þær ekki við bifreiða- tryggingar og gerir engar kröfur eða veitir afslætti á þeim forsendum að vera með aðrar tryggingar hjá fé- laginu. Hin félögin veita afslátt ef svo er. FÍB er greinilega með lægstu trygginguna af félög- unum þrátt fyrir hækkan- irnar og Sjóvá með hæstu sé eingöngu miðað við að fólk tryggi bíla sína einfaldri ábyrgðartrygg- It ■l’i FÍB: Tekið fram að 17-24 ára ökumenn þyrftu að taka á sig sjálfsábyrgð upp á 30.000 * Sjóvá: Sé viðkomandi ISTOFNI. ** VIS: Með F+ tryggingu. *** TM: Með tvær aðrar tryggingar hjá TM. Ms.kr. I f 1'atT^^Saooaal ingu. Margt annað þarf þó að taka aðrar með í reikninginn svo sem hús- hann 52.959 næði, líftryggingu, fleiri bíla og þar fram eftir götunum. Ekkert er þó því til fyrir- stöðu að tryggja einn bíl hjá einu tryggingafélagi og njóta afsláttar af öðrum trygging- um og annan bíl t.d. hjá FÍB. FÍB: 39.137 - tekið fram að 17-24 ára ökumenn þyrftu að taka á sig sjálfsábyrgð upp á 30.000 Sjóvá: 59.151 en sé viðkom- andi i STOFNI þá greiðir hann 53.236 VÍS: 58.277 en með F+ tryggingu greiðir hann 49.535 TM: 58.843 en með tvær tryggingar hjá TM greiðir „Þurrhreinsað" heima Margar flíkur þarf að þurr- hreinsa og oft bíður það um tíma að fara með þær í hreinsun. Þýska stórfyrirtækið Henkel hefur unnið að því að framleiða efni sem hægt er að nota til að „þurrhreinsa" heima við og nú er þetta þvottaefni komið til íslands. Það heitir SVIT og er sett í þurrkarann og er hægt að nota á fatnað sem er merktur „þurrhreinsun eingöngu" og „hand- þvottur." SVIT fer vel með efni eins og silki, ull, lín, bómull og fleira sem oft er vandmeðfarið og flíkurnar aflagast ekki. Það tekur aðeins um 20 mínútur að fríska upp á og hreinsa flíkur með SVIT og kostar grunnpakkinn 1995 krónur en með honum er hægt að hreinsa allt að 16 flikur eftir stærð þeirra. Áfyllingarpakki kost- ar 1495 krónur sem gerir að verkum að mjög ódýrt verður að hreinsa flíkurnar. ísland er eitt af fyrstu löndum Evrópu þar sem efnið er kynnt en það hefur alls staðar hlot- ið frábærar viðtökur. Ráð við flugnabiti Að sumri til er jafnan eitthvað um flugnabit. Hér á landi er þetta ekki eins mikið vandamál og víða annars staðar en fólk er líka á ferða- lögum erlendis og lendir þar í ýmsu. Flugnabit veldur oftast nær kláða og stundum sviða lika. Til að draga úr kláðanum eru ýmis ráð til en ný- lega kom á markað hér á landi lítið tæki, ZANZA - Click, sem á að draga úr kláðanum og bólgum eftir bit. Það virkar á þann hátt að það sendir frá sér mildar rafbylgjur sem gera að verkum að kláð- inn minnkar eða hverfur. Aflgjafinn er kvartskristall og á tækið að virka fyrir allt að 4000 bit. Innflytjandi ' er i&d... Innflutning- ur & dreifmg ehf. Flugnabit Það er óneitan- iega þægilegt að hafa svona smá- tæki við höndina þegar mýið fer aö bíta mann. Á sumrin er ungviði lands- ins gjarnan i fótbolta, bæði á skipulögðum æfingum og svo á eigin vegum hvar sem hægt er að fínna sléttan flöt og eitt- hvað sem hægt er að flokka sem mark. Sá sem í markinu er þarf gjarnan á hönskum að halda til að veija hendur sínar og ná betra taki á boltanum. Hilmar F. Thorarensen hafði samband við neytendasíðuna og greindi frá reynslu sinni. Sonur hans, 14 ára, er mark- vörður og sem slíkur hafði hann farið og keypt sér mark- mannshanska. Þeir voru ekki alveg ókeypis, kostuðu 5.800. krónur og gleyptu stóran hluta sumarhýru drengsins sem — verður með 29.312 krónur í laun eft- ir sumarið í bæjarvinnunni, nái hann að vinna að fullu þann tíma sem í boði er. Það Hanskar sér tatsvert á hönskunum eftir þessa litlu notkun. Hilmari þóttu þetta dýrir hanskar en var fullvissaður um að þetta væri toppurinn í dag og að þeir myndu endast vel og því vera góð fjárfesting. Eftir stutta notk- un, frá fimmtudegi til mánu- dags, skoðaði Hilmar hansk- ana og sá að þeir voru famir að láta verulega á sjá - slitna. Hann var ekki sáttur við þetta og fór með þá og ætlaði að fá skaðabætur eða að minnsta kosti viðurkenningu þess að þarna væri eitthvað at- hugavert. Jón Erlendsson, sem var talsmaður innflytjandans, Sporteyjar ehf., skoðaði hanskana og sagði þetta eðli- legt slit og að eðlilegt mætti teljast að drengurinn þyrfti 3-5 pör af hönskum yfir sum- arið en það þýðir einfaldlega að ef hann vinnur sér inn 29.312 krónur getur hann keypt sér fimm pör af markmannshönskum og átt þá eftir 312 kr. af sumar- hýrunni! Notaðar búvélar á kostakjörum Mikil verðlækkun Mikið úrval Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfba 2 - Sími 525 8000 - Beinn sími 525 8070 Fax: 587 9577- www.ih.is - Véladeild - E-mail: veladeild@ih.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.