Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2000 PV__________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Fegurð ljótleikans Það ber að þakka þeim sem stóðu fyrir því að fá hingað til lands jap- anska Butoh-dansarann Tadashi Endo og fjöllistamanninn Robin Von Hoegen þvi sýningin þeirra, Butoh - stefnumót hljóða og hreyf- inga, sem sýnd var i Bæjarbíói í Hafnaíirði á miðvikudagskvöldið, var áhrifamikil upplifun. Sýningin, sem unnin var í samvinnu við Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000, og Hafnafjarðarbæ, var sú fyrri af tveimur en sú síðari, Brothætt - máttur tiu Butohatriða, verður í Bæjarbíói í kvöld. Mikilleiki hins smáa Butoh þróaðist sem dansstíll i Japan eftir seinni heimsstyrjöldina og atómsprengjumar tvær. Dans- formið var andsvar ungra jap- anskra danslistamanna gegn vest- rænum og þá ekki síst amerískum áhrifum og formfestu hefðbundinn- ar japanskrar danslistar. Hryllileg endalok stríðsins kölluöu á nýjar hugmyndir um fagurfræði og til- gang dansins. Birtist þetta meðal annars í því að ljótleikinn varð hluti af honum því, eins og Kazuo Ohno, einn fyrsti Butoh-dansarinn, sagði, þá er líflð sjálft viðfangsefni Butoh en það býr ekki síður yflr þjáningu og hryllingi en gleði og fegurð. Butoh verður ekki lærður skref fyrir skref heldur byggist hann á þjálfun í að skynja og umbreyta innri og ytri orku í hreyflngar. Dans- arinn leitar hreyfinganna handan persónuleik- ans og vitundarinnar í umhverflnu og sögunni sem býr í likama hvers og eins. En þó að dans- formið sé mjög persónulegur tjáningarmáti og nátengdur spuna þá hefur það ákveðin ein- kenni. Hreyfingar dansarans eru að jafnaði smáar og hægar en hlaðnar orku. Hendur og fætur, sem spila stórt hlutverk í tjáningunni, eru oft kreppt og snúin eins og líkaminn í heild sýningarinnar. Kveikjan að fyrsta hluta var hugmyndin um það sem var áður en jörð og himinn urðu til. Lýsingin á sviðinu er dempuð, dansarinn birtist íklæddur dökkri og þunglyndislegri yflrhöfn. Stutta stund beindust ljós að höndum hans, sem hreyfðust hálfknýttar hægt en sterkt, en að öðru leyti hreyfði dansarinn sig mikið um sviðið í hálfgerðu kaos. Hann var áhorfendum fjarlægur þar til hann tók að hlaupa hring eftir hring á sviðinu en þá hrifust áhorfendur af taktfestu fótataksins og seiðmagni endurtekningarinnar. í öðrum hluta mætir dansarinn á sviðið í kímónó, með hárið tekið frá hvítmáluðu andlitinu. Hann liggur á sviðinu, krepptur á hönd- um og fótum, með afskræmt andlit. Dansarinn tjáir innri baráttu með andliti, höndum og fótum, þá bar- áttu sem fylgir þvi að vera týndur í eigin völundarhúsi. í seinni hluta atriðisins fellur kimónóinn og dansarinn, nakinn, hreyfist um sviðið eins og dýr. Mýktin og ná- kvæmnin í hreyfingunum er mögn- uð, áhorfendur halda niðri í sér andanum, hljómlistin magnar upp stemningu sem endar á því að dansarinn hristist af innri tog- streitu. í lokaþættinum stendur dansarinn grafkyrr á meðan salt rennur niður á sviðið í mjórri bunu. Lítill rauður ljósgeisli sker bununa. Sýningin var í heild sinni góð. Það tók dansarann nokkra stund að komast i gang en þegar á leið jókst orkan og einbeitnin og hreyf- ingarnar urðu markvissari og sterkari. Hljóm- listarmaðurinn Robin Von Hoegen kom sínu vel til skila. Samspil listamannanna tveggja var ná- kvæmt og áhrifamikið en þó truflaði það and- rúmsloftið sem dansinn skapaði að hljómlistar- maðurinn skyldi vera á sviðinu. Sesselja G. Magnúsdóttir Butoh-dansarinn Tandashi Endo og fjöllistamaðurinn Robin Von Hoegen Butoh verður ekki læröur skref fyrir skref heldur byggist hann á þjálfun í aö skynja og umbreyta innri og ytri orku í hreyfingar. Dansarinn leitar hreyfmganna handan persónuleikans og vitundarinnar í umhverfinu og sögunni sem býr í lík- ama hvers og eins. sinni. Hvítmálað andlitið, rauð augu og tennur lýsa tómleika eða bera vott um angist. Það er mikilleiki hins smáa sem gerir Butoh að mögn- uðu listformi. Orkan og krafturinn sem skín út úr hverri smáhreyfingu fingurs, handar, fótar eða einstaks vöðva í andlitinu er það sem hríf- ur áhorfandann. Seiðmagn endurtekningarinnar Sýning Tadashi Endo bar öll merki hefðbund- innar Butoh-sýningar en eins og nafnið gefur til kynna var hljómlist einnig áhrifamikill þáttur / t # Anægjan lysir af hverjum manni Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður hefur veg og vanda af Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði sem sett var á þriðjudagskvöld við hátíðlega at- höfn. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, hélt ræðu þar sem hann las meðal annars upp úr bréfum sr. Bjama Þorsteinssonar og fór með kveðskap eftir hann á latínu. Á miðvikudag hófst síðan hátíðin með fyrir- lestrum og námskeiðum sem að sögn Gunn- steins hefur verið gerður góður rómur að. Fólk gekk syngjandi frá kirkju „Smári Ólafsson setti m.a. fram þá kenningu að tónlistariðkun landsmanna í kringum sið- skipti heföi verið miklu ríkulegri og fjölbreytt- ari en menn vilja vera láta. Hann benti á dæmi úr fomum vísum sem sýna fram á að hljóðfæra- kostur hefur verið líkur þeim sem tíðkaðist í Mið-Evrópu á þessum tíma. Þær heimildir eru til um að kirkjunnar menn hafi verið að skammast yfir því að alþýðan væri að dansa og Frá Siglufiröi Þar stenduryfir þjóölagahátíö um þessar mundir viö góöa aösókn. skemmta sér en þá má draga þá ályktun að dansmennt, söngur og hljóðfæraleikur hefur verið með miklum blóma því annars hefðu þeir varla verið að fárast yfir þessu,“ segir Gunn- steinn. Kvæðamenn fóru með rímur og þulur og síð- an var flokkurinn Embla með tónleika í Siglu- fjarðarkirkju, sem voru vel sóttir. Að sögn Gunnsteins líkaði fólki svo vel tónlistin að það gekk syngjandi út úr kirkjunni. í gærkvöld sótti inúíti hátíðina heim en hann hefur unnið þrekvirki í því að endurvekja trommudansinn, þann foma menningararf inúíta, sem var nálægt því að deyja út. „í dag leika Samar þjóðlega jojk-tónlist í Bræðsluminjasafninu Gránu sem aldrei hefur verið notað. Við ætlum að syndga upp á náðina og hafa tónleika í hálfköruðu húsinu. Um helg- ina verður síðan opin dagskrá áhugahópa, kon- ur glíma, íslenskir og færeyskir þjóðdansar dansaðir, sem og línudansinn sívinsæli. Síldar- söltun verður við SUdarminjasafnið undir harmoníkuleik. Annað kvöld er hápunktur hátiðarinnar en þá troða upp listamenn viðs vegar að: íslenskir, samískir, færeyskir, og inúítinn frá Kanada ætl- ar að troða upp. Kvæðamannafélagið Iðunn ætl- ar að kveða og Harmoníkusveit Siglufjarðar leikur gömlu dansana. íslendingum verður og kennt að dansa færeyskan dans.“ Börn læra að kveða Sannkölluð karnivalstemning verður á sunnudaginn er götuleikhús frá ísafirði geysist um bæinn og ýmsar hljómsveitir koma fram á Ráðhústorginu. Þjóðlagamessa verður einnig í Sigluljarðarkirkju. Gunnsteinn segir að stemningin hafi verið frábær aUa hátíðina. „Hér lýsir ánægjan af hverjum rnanni," segir hann. „Siglfirðingar er sjálfir manna mest hissa á því hvað hátíðin er vel sótt. Það streymir fólk í bæinn og fjörið er allsráðandi. Fólkið sem tek- ur þátt í námskeiðunum kemur meö bömin sín með sér og þau eru líka að læra að kveða, dansa og syngja þjóðlega tónlist. Það má með sanni segja að á þjóðlagahátíðinni blandist fróðleikur og skemmtun á eftirminnUegan hátt.“ Gunnsteinn er fæddur á Siglufiröi og segist bera tilfinningar tU staðarins þar sem hann Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður Hann hefur veg og vanda af hátíöinni enda hefur hann bæði sterkar taugar til Siglufjaröar og ís- lenskra þjóölaga. dvaldi þar á sumrin sem ungur drengur. „Ég er ekki sá eini sem hefur látið það fara í taugamar á sér hversu lítU rækt er lögð við ís- lensku þjóðlögin," segir hann. „Ég stakk upp á því við bæjaryfirvöld að þeir tækju þennan menningararf upp á sína arma vegna þess að séra Bjarni Þorsteinsson, sem safnaði þjóðlög- unum, bjó einmitt hér á Siglufirði. Þetta væri sóknarfæri fyrir bæjarfélagið og gott tromp sem þeir hefðu tU þess að laða að ferðamenn." Ég er að vonast tU þess að við sýnum fram á að þessi hátið eigi rétt á sér og fái menn tU að samein- ast um að viðhalda hinum ómetanlega menn- ingararfi og koma saman og stunda tónlist." Hvemig hefur viðrað á ykkur? „Það hefur verið mjög gott veður og Siglu- fjörður skartað sínu fegursta þangað tU í gær þegar fór að rigna lítillega. Gárungamir tengdu það inúíska trommudansaranum því um leið og hann fór að sýna trommudansinn fór að rigna. Þeir sem horfðu á sögðu að þetta hefði ekki ver- ið neinn smádans heldur beinlínis regndans hjá karlinum. En við vonum að rætist úr i dag,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, kampakátur á Þjóð- lagahátíðinni á Siglufirði. Styrkir Snorra Sturlusonar í tUefni af 750. ártið Snorra Sturlusonar 23. september 1991 ákvað ríkisstjóm íslands að efna tU styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans. Samkvæmt regl- um um styrkina skulu þeir árlega boðnir er- lendum rithöfundum, þýðendum og fræði- mönnum á sviðum mannvísinda til að dveljast á íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. Styrkirnir skulu veittir í þrjá mánuði hið minnsta og miðast við greiðslu á ferðakostnaði styrkþega og dvalarkostn- aði innanlands. Af tveimur jafnhæfum um- sækjendum skal að jafnaði sá hljóta styrk sem er frá Austur- og Suður-Evrópu, Asíu, Afríku, Rómönsku Ameríku eða Eyjaálfu. Á þessu ári eru styrkþegarnir þrír og dveljast þeir nú allir hér á landi. Þeir eru: Lin Hua, þýðandi frá Peking, sem vinnur að því að þýða íslenskar fornbókmenntir á kín- versku. Christos Chrissopoulos, rithöfund- ur frá Aþenu, sem vinnur að bók um ísland á okkar dögum. Catalin Avramescu, heim- spekingur frá Búkarest, sem er að rannsaka hugmyndir um stjórnmálaheimspeki í frá- sögnum um ísland frá sautjándu öld og fram á þá nítjándu. Stofnun Sigurðar Nordals hefur nú aug- lýst Styrki Snorra Sturlusonar fyrir 2001 lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember nk. Risakór frá Bologna í Skálholti Kór og hljómsveit Háskól- ans í Bologna á Ítalíu, alls um eitt hundrað manns, eru nú í heimsókn á landi. Það er Háskólakór- inn sem hefur veg og vanda af heimsókn ítalanna samstarfi við stofnun Dante Alighieri á ís- landi. Kórinn var gestgjafi Háskólakórsins á mikilli hátíð sem haldin var í Bologna í maí sl. Háskólakórum frá öllu menningar- borgunum var boðin þátttaka í hátíðinni og lauk henni á því að allir kórarnir sungu sálumessu Verdis ásamt itölskum einsöngv- urrnn og skólahljómsveit frá Heidelberg í Þýskalandi. Haldnir verða tvennir tónleik- ar hér á landi. Þeir fyrri verða í Skálholts- kirkju á morgun kl. 15.30 og eru hluti af Skálholtshátíð. Seinni tónleikamir verða í Langholtskirkju þriðjudaginn 25. júlí og hefjast kl. 20. Stærsta verkið á efnisskránni er Requiem eftir Maurice Duruílé en meðal annarra verka má nefna óbókonsert eftir Mozart, Siegfried-Idyll eftir Wagner og Sin- fonia di Bologna eftir Rossini. Stjórnendur eru David Winton og Barbara Manfredini. Eins og steinn sem hafið fágar Kiljuklúbbur Máls og menningar sendir um þessar mundir frá sér bókina Eins og steinn sem hafið fágar eftir Guðberg Bergsson. Bókin var eins og flestum er í fersku minni, tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norður- landaráðs í fyrra og fyrri bók skáldævisögunnar, Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar hreppti íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1997. Titill bókarinnar er lagður í murm fóður Guðbergs eftir fæðingu þess síðamefnda. Þar sat hann og hlýjaði sér við kolaeldavél þegar ljósmóðirin kom að honum og sagði hvumsa: Þú situr bara hér á nœrbuxunum og þurrkar þér viö eldinn. Ég lenti í svolitlu volki, sagöi hann. Og segir ekkert um barniö, bœtti hún viö. Hvað er aö segja um þaö? spuröi hann og bœtti vió: Öll nýfœdd börn eru eins. Að þú skulir segja þetta nýoröinn faöir! sagöi Ijósmóðirin. Nú var amma komin á vettvang og spuröi: Hvemig er barniö? Eins og steinn sem hafió fágar, svaraöi faöir minn. Amma varö orólaus yfir svo óskiljanlegu tali. Uss, sagói hún og fór undan í flœmingi. Bls. 405.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.