Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 15
14 + 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjórí: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjórí og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Bjðrn Kárason Aöstoöarrítstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - ABrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: HeimasíBa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiölunar: http://www.vlsir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjóimiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Útrás og innrás Útrás íslenskra íjármálafyrirtækja á erlenda mark- aði heldur áfram. Nú hefur Landsbankinn keypt 70% hlut í breskum íjárfestingarbanka, The Heritable and General Investment Bank Ltd, með skiptum á hluta- bréfum við erlendan banka. Þetta er annar bankinn sem íslendingar kaupa á skömmum tíma en áður hafði FBA, sem hefur sameinast íslandsbanka, keypt bresk- an banka. Þá hefur Kaupþing haslað sér völl á alþjóð- legum fjármálamörkuðum og verið í fararbroddi í út- rásinni. Það hefur verið gleðilegt að fylgjast með þróun ís- lenska Qármálamarkaðarins undanfarin ár - þar hafa verið stigin stór skref til framfara eftir að frjálsræði var aukið. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá hve sjálfs- traust þeirra sem vinna á markaði íjármála hefur auk- ist smátt og smátt en ekki eru mörg ár síðan heimótt- arbragurinn var þar ráðandi. Kaup Landsbankans á breska fjárfestingarbankan- um kunna að skipta bankann töluverðu á komandi árum. Hlutabréfamarkaðurinn virðist að minnsta kosti hafa tröllatrú á fjárfestingunni en sama dag og tilkynnt var um kaupin hækkaði gengi hlutabréfa Landsbankans um 5,9%. Að hluta kann skýringin að vera sú að möguleg arðsemi bankans eykst með yfir- töku á hinum breska banka og að hluta til vegna þess að samkeppnishæfni Landsbankans verður meiri eftir því sem eignarhlutur ríkisins minnkar. Mestu skiptir hins vegar fyrir Landsbankann og ís- lenskt ijármálalíf að í fyrsta skipti hefur stór erlendin- banki ákveðið að festa íjármuni í hlutabréfum íslensks banka. Kaup First Union National Bank, sem er meðal stærstu banka í Bandaríkjunum, á 4% hlut í Lands- bankanum sýnir að tiltrú og athygli erlendra íjárfesta á íslandi er að aukast. Vonandi eru þessi kaup aðeins upphafið að skipulegri innrás erlendra aðila inn á flest svið íslensks atvinnulífs. Mikilvægt er að stjórnvöld standi ekki í veginum og reisi virki til að verjast inn- rásinni eins og gert hefur verið. Fjárfesting erlendra aðila í íslensku Qármálalífi opn- ar nýjar leiðir og gerir aðrar greiðfærari í sókn íslend- inga á erlenda markaði. Auk þess ættu að skapast for- sendur fyrir því að flæði upplýsinga og þekkingar um starfsemi fjármálamarkaða verði meira og betra en áður. En þótt íslendingar þurfi að sækja margt til er- lendra aðila þegar kemur að þekkingu og reynslu hafa þeir einnig margt fram að færa. Þannig geta íslenskir bankar til dæmis kennt bandarískum bönkum ýmis- legt á sviði greiðslumiðlunar en greiðslumiðlun í Bandaríkjunum er langt frá því að vera eins þróuð og hér á landi. Stjórnvöld hafa því miður verið tvístígandi í stefnu sinni um framtíð ríkisbankanna, Búnaðarbankans og Landsbankans. Mikilvægt er að tekið sé af skarið og einkavæðingu bankanna sé haldið áfram. Fjárfesting erlendra aðila skapar ný tækifæri í þeim efnum auk þess sem öll skynsamleg rök benda til þess að nauðsyn- legt sé að hraða einkavæðingunni. Umfangsmikil einkavæðing er skynsamleg við núverandi aðstæður í efnahagsmálum og er í raun furðulegt hve stjórnvöld eru róleg í þeim efnum. Þá er einnig ljóst að eignar- hald ríkisins á stórum hluta fjármálamarkaðarins dregur úr krafti og sveigjanleika fyrirtækja. Óli Björn Kárason __________________________________________FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2000_FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2000 DV Skoðun Tileinkun og aftur tileinkun Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjóri Þegar í ljós kemur að sautján ára öku- menn eru með sjö- falda óhappatíðni á viö meðaltalið þá draga menn þá ályktun að hækka eigi prófaldur. Þessi ályktun er of mikil einföldun. Það er vegna þess að átján ára ökumenn hafa fjórfalda óhappa- tíðni á við meðal- talið, eftir árs til- ___________ einkun við akstur. Án árs tileinkunar við akstur þá er eins líklegt að sú óhappatíðni yrði í reynd líka sjöföld á við meðaltalið. Viðfangsefnið er því að láta unga fólkið öðlast aksturstileinkun án þess að valda óhöppum og slysum. Það er því verk að vinna. Hermir í grunnskóla þarf akstursherma til þess að koma fram tileinkun. Það þarf próf úr slíkum hermi. Til þess að geta yfirleitt fengið ökuleyfi sautján ára, þá þarf að standast slík próf. Tryggingafélögin komi sér upp aksturshermum til þess að meta iðgjald hjá ung- um ökumönn- um. Ökukennsla hefjist strax að loknum grunn- skóla og verði að lágmarki sextíu akstursstundir. Æflngaakstur verði leyföur strax eftir grunnskóla, með . foreldri eða skyldmennum. Lögreglan fylgist með hemlunar- skilyrðum eins og gert er á flugvöll- um og tilkynni í öllum útvarps- stöðvum ef þau verða slæm og verða þá takmark- anir á æfinga- akstri. Sá sem tek- ur að sér tilsjón með æfingaakstri, hann tilkynni á Netinu daglega um Vidfangsefnið er því að láta unga fólkið öðlast aksturstileinkun án þess að valda óhöppum og slysum. Það er því verk að vinna. tíma í æfingaakstri og sá tími verði minnst hundrað stundir áður en unglingur fær að taka ökupróf. Valdi ung- menni óhappi, þá skal endurtaka ökunám. Ungmenni leggi fram hundrað þúsund krónur eða bankaábyrgð fyrir þeim, sem tryggingafé- lag tekur, ef ungmennið veldur óhappi. Leikur Æfingabrautir og leiga á ökutækjum á þær brautir verði settar upp. Á þeim brautum leyfist akstursleikir og tileinkun fæmi í þeim. Þetta sé gert til að að- skilja í hugarfari akstur sem leik og akstur sem ferðamáta. Og allt er þetta dýrt. En ódýrara en að láta ungmenni -læra af slysum, eins og mál eru nú í reynd framkvæmd. Þorsteinn Hákonarson Uppspretta velferðar „Ég fer ekki mikið í kirkju en þeg- ar ég var á Indlandi rann það upp fyrir mér að ég er kristinn." Eitt- hvað á þessa leið hljóðuðu orðin sem maður nokkur sagði við mig er við ræddum lífið og tilveruna út frá trú og lífsgildum og bárum saman ís- lenskt samfélag og indverskt og trú- arhefðimar sem mótað hafa þessi samfélög. Ég hafði orð á því við hann að ég teldi íslensku þjóðina allt það því 100% kristna enda þótt sumir ís- lendingar tilheyri engri kirkjudeild og jafnvel engu trúfélagi. Þetta var fyrir Kristnitökuhátíð. Og enn held ég þessu fram enda þótt þjóðin hafi sniðgengið dagskrána á Þingvöllum. Svo djúpt ná áhrif hins kristna vitn- isburðar í þjóðarsálinni að enginn sem fóstraður er í íslensku samfélagi kemst undan þeim í raun. Kristni og karma Það sem einkennir íslenskt samfé- lag er m.a. kristin sýn á manninn sem kemur fram í afstöðunni til ná- ungans. Við höfum lengi státað okk- ur af nánast stéttlausu samfélagi og rikri samhjálp. Heilbrigðiskerfiö er talið eitt það besta í heimi þrátt fyr- ir stöðuga verki sem hrjá það. Tryggingakerfið er víð- tækt og samkenndin sterk. Og svo var sagt frá því í fréttum að óvíða í heimin- um væri betra að búa en á íslandi. Hvað veldur? Ég er þeirrar skoðunar að kristin trú valdi þar mestu. Þegar kristnitakan átti sér stað á Þingvöllum árið 999 eða 1000 var stigið mikilvægt skref á sviði mannréttinda. Því til sönnunar má t.d. benda á að börn á íslandi fengu þar með sjálfstæðan tilveru- rétt. í heiðnum sið voru þau alfarið á valdi föður síns sem gat ákveðið hvort þau fengju að lifa eður ei. Kristin trú boðar hins vegar helgi mannlegs lífs og tilverurétt allra maríná, ungra sem aldinna. Þetta hefur ekki ávallt verið haldið í heiðri. Hundruð bama em „borin út“ á ári hverju hér á landi með að- ferð fóstureyðinga. Við þekkjum líka dæmi þess í sögu liðinnar aldar í Evrópu að öldruðum var hjálpað aö deyja og fatlaðir voru teknir af lífi, sömuleiðis hommar og lesbíur. Á Indlandi eru milljónir bama hneppt- ar í þrældóm og lágstéttimar kúgað- ar í nafni trúar sem byggir á karma- lögmálinu sem mér þykir vond kenn- ing. Karma er bæði blekking og böl. Breyskleiki mannsins Stundum ber á ofurbjartsýni á getu mannsins til að leysa öll vand- mál. Mannkynið er talið hafa þroskast á liðnum árþúsundum eða öldum. En erum við komin lengra en fólk fyrr á öldum? Höfum við þroskast sið- ferðilega? Tækni hefur fleygt fram en maöurinn er samur við sig, syndugur og breyskur. Orðið synd í Nýja testamentinu er komið úr grísku og þar merkir það að missa marks, geiga. Þannig er ástand okkar mannanna. Líf okkar geigar. Það nær ekki að vera eins og því er ætlað að vera. En fyrir áhrif kirkju og kristni er það þó ekki verra en raun ber vitni. Enda þótt ég nefríi hér til sögunnar kirkju og kristni eru góð öfl að verki innan allra trúarbragða og allra manna því við erum öll sömu ættar. Samt er það nú svo að kristin trú hefur í sér fólg- inn meiri baráttuvilja fyrir betri kjörum fólks en önnur hugmynda- kerfi sem þekkt eru. Og kristin trú hefur áhrif víða. I raun má halda því fram að flest samfélög veraldar hafi tileinkað sér ýmislegt úr trúararfi kristninnar án þess að þar sé ríkj- andi kristin trú. Þar hafa Sameinuðu þjóðimar t.d. verið mikilvirkar í út- breiðslu manngOdis og mannréttinda í anda kristinnar trúar. Samkvæmt frétt sem áður var vitnað til er best að búa á Norðurlöndunum þegar tek- ið er tillit til lífsgæða og mannrétt- inda. Ætli það sé tilviljun að lífsgæði eru best í þeim löndum sem mótuð eru af kristinni trú og einkum þeim sem mótuð eru af lúterskri trúarhefð og guðfræði? Öm Bárður Jónsson „Og svo var sagt frá því ífréttum að óvíða í heiminum vœri betra að búa en á íslandi. Hvað veldur? Ég er þeirrar skoðunar að kristin trú valdi þar mestu. “ Örn Bárður Jónsson prestur Meö og á móti á ÓL 2000? Samræmi milli íþróttagreina „B-lágmörkum FINA/IOC er ætl- að að stýra að- gengi að íþrótta- keppni leikanna og auk þess er þjóðum sem ekki eiga íþróttamenn sem ná B-lágmörkum heimilt að tilnefna íþróttamenn til þátt- töku. A-lágmörkum er hins veg- ar ætlað að takmarka fjölda keppenda frá einstökum þjóð- um og eru því nokkuð mikið strang- ari. B-lágmörkin hafa verið hert nokkuö mikið frá síðustu leikum og þannig er þröskuldurinn hærri nú en áður. Það er mikilvægt að hafa saiiuæmi milli íþróttagreina og jafnræði milli íþrótta- manna innan sama lands. Þar sem FRÍ miðar t.d. við B-lágmörk og aðrir íþrótta- menn eru valdir til að keppa i Sydney út frá mismunandi viðmiðunum þá er eðlilegt að sundmenn sitji við sama borð. íslenskir sundmenn hafa auk þess skilað frábærum ár- angri og íslandsmetum und- anfarið og eru fleiri á afreksbraut nú en áður og það þarf aö viðurkenna með sýnilegum hætti." Benedikt Siguróarson formaóur SSÍ Röng skilaboð til sundmanna Landsliðsnefed SSÍ setti fram til- lögur að lágmörk- um fyrir mestu keppni veraldar, Ólympíuleikana árið 2000, sem voru samþykkt af SSÍ / ÍSÍ. Þessi lágmörk eru reikn- uð út frá árangri síðustu leika og annarra stórmóta. Árangurinn gefur sundfólki færi á að keppa við breiðan hóp keppenda og vera um miðjan keppnishóp leikanna eða ofar. Þessum lágmörkum hefur sundfólkið verið að vinna að. Gífur- legar framfarir hafa orðiö og íslands- metin falla í bunkum, þar sem sund- fólkið sýnir okkur að þetta eru ekki óyfirstíganleg lág- mörk. Að breyta síðan kröfun- um á síðustu stundu af því að takmarkinu er ekki náð geng- ur ekki og gefur röng skilaboð til annarra sundmanna. Sund- fólk vinnur að því alla sína sundævi að setja sér takmörk um að ná lágmörkum fyrir þátttöku á sundmótum, kom- ast í landslið og keppa á al- þjóðamótum og víðar. Með því að breyta lágmörkunum á síðustu stundu er verið að gera lítið úr allri þeirri vinnu sem sundfólkið er tilbúið að leggja á sig til að ná sett- um markmiðum sínum. r •m F rÍf IS + 1 rÆ Hafþór B. Guömundsson fyrrverandi iands- liösnefndarmaöur SSÍ Dellur hafa rislð um þaö Innan SSÍ hvort rétt hafi verið að láta B-lágmörk gilda á ÓL 2000 Ummælí Mikilvægt innlegg „Þótt málstaður Heimdellinga mæti oft á tíðum harðri andstöðu er það sjón- armið, að gera notk- un vímuefría ekki að saknæmu athæfi, mikilvægt innlegg í umræðuna. HeimdeningEu- vita líka að þessu sjónarmiði fylgir ábyrgð og bera hana þrátt fyrir oft á tíðum óvægna gagnrýni frá andstæðingum. Þetta finnst ungum Framsóknar- mönnum ástæða til að harma.“ Björgvin Guömundsson ritstjóri é frelsi.is 20. júlí. Vinnubrögð þjóð- kirkjunnar „Við erum vanir svona vinnubrögðum af hálfu þjóðkirkjunn- ar. En okkur finnst fyrirhuguð athöfn furðuleg í ljósi þess sem stendur í stjóm- arskránni... Fyrir því er engin vissa að Þorgeir hafi gert þetta, en ef gengið er út frá því að það hafi hann gert þá er þess að geta að þama hafi hann verið að blóta foss...“ Jörmundur Ingi Hansen, allsherjargoöi Ásatrúarfélagsins, í Degi 19. júlí. Erfiðir kjarasamningar í vændum? „Það er óraunhæft að gera ráð fyrir að launafólk sætti sig tO lengd- ar við að verðlag hækki meira en kjarasamningsbundin laun. Þetta á sérstaklega við núna, þegar umsvif era í þjóðfélaginu og eftirspum eftir vinnuafli mikil. Því má gera ráð fyr- ir að kjarasamningar ríkisins og op- inberra starfsmanna verði erfiðir næsta vetur.“ Edda Rös Karlsdóttir, hagfræöingur hjá Búnaöarbankanum, í Viöskiptablaöinu 19.-25. júlí. Fleiri stúdentaíbúðir „Mikilvægt er að sveitarfélög komi að uppbyggingu húsnæð- is fyrir stúdenta enda hlýtur það einnig að vera á ábyrgð þeirra að aðgangur að námi sé greiður. FS hefur um nokkurt skeið fengið bygginga- styrk frá Reykjavíkurborg en styrk- beiðnir fyrir síðustu tvö ár hafa ekki verið afgreiddar. Það er eindregin von mín að Reykjavíkurborg veiti um- rædda byggingastyrki enda er það hag- ur borgarinnar að áfram rísi blómleg byggð ungs fólks við háskólann." Eiríkur Jónsson, formaöur stúdenta- ráös, í Morgunblaöinu 20. júlf. Kosningar nálgast George „W“ Bush, for- setaframbjóðandi repúblik- ana í Bandaríkjunum, er í framboði aðeins af einni ástæðu, hann er sonur föð- ur síns. í kjölfar Mókíku- mála, Starrskýrslu og ann- ars sem hefur dunið á Bill Clinton eru repúblikanar sannfærðir um að nafnið eitt dragi að þá kjósendur sem vilja geta borið virð- ingu fyrir forseta sínum. Þeir ganga að því sem gefríu að allir fyrirlíti Clinton eins og þeir sjálfir. Ofan á þetta bætist það ótrúlega hatur á Clinton sem sumir innan flokksins, einkum Kristilega bandalagið og öfgasinnar til hægri, hafa á Clinton- hjónunum persónulega og birtist meðal annars í dómhaldi þingsins í kjölfar skýrslu Starrs saksókn- ara. Repúblikanar leituðu til fortíðar og sameinuðust um að gera son Georges Bush að merkisbera sínum. En óvíst er að Bush yngri, sem venjulega er aðeins kallað- ur W eða Dubya, rísi undir nafni. Sú skoðun er út- breidd að hann skorti flesta þá eiginleika sem forseti þarf að hafa, einkum reynslu og ekki síður skilning á erlend- um málefiium. Hann þykir heldur grunnhygg- inn og óþarflega sjálfum- glaður. Engu að síður er hann nú með naumt for- skot i skoðanakönunum á A1 Gore þótt bilið hafi farið stöðugt mrímkandi síðustu vikur. Flokksþing Um næstu mánaðamót verður Bush opinberlega útnefndur á flokksþinginu í Fíladelfiu, og verður ljóst hvert varaforsetaefríið verður. Svo er sagt að varaforseta- efni hjálpi aldrei frambjóðanda en geti skaðað hann, eins og Dan Qu- ayle hjá Bush eldri. Eitt er það sem gæti ráðið úrslitum þeg- ar til kosninga kemur. Það eru fóstur- eyðingar. Þær era gífurlegt hitamál, Gunnar Eyþórsson blaöamaöur bjóðanda sem er hlynntur fóstureyðingum. Ef hann gerir það mun hann missa atkvæði meðal hinna öfga- fyllstu sem væntanlega mundu sitja heima en aftur á móti gæti hann aflað sér fylgis meðal óháðra kjós- enda sem munu ráða úrslit- um í kosningunum, eins og ævinlega. Við þetta bætist að næsti forseti Bandaríkj- anna mun þurfa að útnefha tvo til þrjá nýja hæstarétt- —ardómara. Ef nýr meiri- hluti myndast í hæstarétti gæti hæg- lega svo farið að rétturinn ógilti dóminn einkum meðal Kristilegra íhaldsmanna sem vilja banna þær alveg, Bush þ. á m. Nú er þess beð- ið hvort hann þori að ganga í berhögg við flokk- inn og velja fram- frá 1973 um rétt kvenna til fóstur- eyðinga og bannaði þær á ný. Hæstiréttur Einmitt þetta er ástæðan fyrir þvi að A1 Gore hefur yfirgnæfandi meira fylgi meðal kvenna. Hæsti- réttur túlkar stjómarskrána og er mikilvægasta valdastofnun ríkisins ásamt þinginu og forsetaembættinu. Núverandi meirihluti er skipaður mönnum sem Nixon, Reagan og Bush völdu. Það skiptir höfuðmáli hverjir veljast í þau sæti sem fyrir- sjáanlega losna á næstu 3 til 5 árum. Þar er fóstureyðingamálið í bak- granni. Nú eru 4 dómarar af 9 hlynntir banni við fóstureyðingum, 5 andvígir. Bush forðast eins og heit- an eldinn að tala um fóstureyðingar en A1 Gore vill halda þeim í brennipunkti. Ef kosninga- baráttan fer að snúast um þetta mál mun Bush fyrirsjáanlega tapa og því er mikilvægt hvem hann velur sem varaforseta. Bush og hans menn treysta einnig á það að almenningur sé orðinn svo leiður á Clinton að leiðinn bitni á A1 Gore í kosningunum. En það kann að vera óskhyggja. Góðærið í Bandaríkjunum hefur verið slíkt und- ir stjóm Clintons aö óvist er hvort fólk vilji nýjan og óreyndan mann. Það sem raunveru- lega mun ráða úrslitum er kjörsókn sem hefur verið um 50% undanfarið. Nú era kjósendur áhugalausari um for- setakjör en dæmi eru um áður, af skoðanakönnunum að dæma. Góð kjörsókn hjálpar demókrötum, dræm kjörsókn er repúblikönum hag því þeir í eru yfirleitt harðari flokks- menn. Úrslit- um ræður hverjir fá óháða kjósend- ur á sitt band. Sem stendur hallast þeir að „Hann (Bush) þykir heldur grunnhygginn og óþarflega ^ eruk°em sjálfumglaður. Engu að síður er hann nú með naumt for- fyrr en 7. nóv- skot í skoðanakönunum á Al Gore þótt bilið hafi farið ember Gunnar stöðugt minnkandi síðustu vikur. “ Eyþórsson t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.