Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 22
26 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2000 I>V Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 80 ára________________________________ Samúel Július Lárusson Valberg húsgagnabólstr- arameistari, Kambsvegi 34, Reykjavík, varö áttatíu ára þann 19.7. sl. Hann tekur á móti gestum að heimili sonar síns og tengdadóttur að Heima- lind 2, Kópavogi, laugard. 22.7. kl. 16.00-19.00. Pálmi Sigurösson, Holtsbúö 37, Garöabæ. Sólveig J. Bjarnadóttir, Suðurgötu 79, Hafnarfirði. 75 ára________________________________ Albert Jóhannesson, Gunnlaugsgötu 14, Borgarnesi. Freysteinn Gíslason, Hraunbæ 103, Reykjavík. Jónína H. Jónsdóttir, Túngötu 19, Patreksfirði. Elín Guörún Siguröardóttir Ijósmóðir, Laufásvegi 14, Stykkishólmi, verður sjötug 22.7. Eiginmaður hennar er Sigurður Ágústsson, fyrrv. vegageröarverkstjóri. Elín Guörún verður í skátaskálanum í Skorradal á afmælisdaginn og tekur þar á móti gestum kl. 14.00-18.00. Arndís Siguröardóttir, Miöfelli 4, Flúöum. Halldóra Sigfúsdóttir, Skarphéöinsgötu 10, Reykjavík. Þórhallur Filippusson, Raftahlíð 15, Sauðárkróki. 60 ára__________________________________ Aöalheiður Guömundsdóttir, Engihlíö 10, Ólafsvík. Ester Valgarösdóttir, Meistaravöllum 23, Reykjavík. Hallbjörn Þórarinn Þórarinsson, Lækjasmára 4, Kópavogi. Siguröur Andrésson, Miðvangi 149, Hafnarfirði. Valur Leonhard Valdimarsson, Jakaseli 12, Reykjavík, verður fimmtugur 22.7. Eiginkona hans er Kristín Magnea Eggertsdóttir. Hann býður ættingjum, vinum og samstarfsfólki að fagna þessum áfanga meö sér í Tannlæknasalnum, Síðumúla 35, á afmælisdaginn frá kl. 20.00. Áslaug Eiríksdóttir, Vík, Höfn. Gréta Ágústsdóttir, Vesturási 40, Reykjavík. Holger Torp, Faxatúni 11, Garðabæ. Hrönn Friögeirsdóttir, Hrisrima 38, Reykjavík. Margrét Eggertsdóttir, Digranesvegi 70, Kópavogi. Steinunn G. Ástráösdóttir, Hlíöargerði 8, Reykjavík. 40 ára__________________________________ Einar Þór Strand, Skólastíg 1, Stykkishólmi. Gunnar Þór Guömundsson, Baughóli 19, Húsavík. Hafrún Jónsdóttir, Háseylu 23, Njarövík. Jónas Theodór Lilliendahl, Brekkubæ 11, Reykjavík. Jörundur Jónsson, Áiftahólum 6, Reykjavík. Ragnhildur Birgisdóttir, Vesturbrún 6, Flúðum. Andlát Óla Guörún Magnúsdóttir, Barónsstíg 78, Reykjavík, lést á Droplaugarstööum að kvöldi 18.7. sl. Trausti Marinósson frá Vestmannaeyj- um lést á Landspítalanum miövikudag- inn 12.7. Útförin hefur fariö fram í kyrr- þey að ósk hins látna. Valtýr Jónsson, Gautlandi 9, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðviku- daginn 19.7. Jóhann St. Guömundsson, Hæðargarði 38, Reykjavík, lést á heimili sínu mánu- daginn 10.7. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. 50 ara 70 ara 9 Fertugur Kristinn E. Rafnsson myndlistarmaður Kristinn E. Rafnsson myndlistar- maður, Vinaminni, Mjóstræti 3, Reykjavík, er fertugur i dag. Starfsferill Kristinn fæddist á Kambi í Ólafs- firði og ólst þar upp. Hann lauk 30 tonna skipstjómarprófi í Ólafsfirði, stúdentsprófi frá MA 1981, stundaði nám við Myndlistaskólann á Akur- eyri 1982-83, við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1983-86 og viö Akademie der Bildenden Kúnste í Mtinchen í Þýskalandi 1986-90. Á námsárum nyrðra stundaði Kristinn sjómennsku á sumrin með foður mínum, landmælingar hjá Vegagerðinni á Akureyri og var síð- ar aöstoðarmaður myndhöggvar- anna Jóns Gunnars Ámasonar og Ragnars Kjartanssonar. Kristinn hefur sinnt listsköpun frá því hann lauk námi. Hann hefur haldið níu einkasýningar og tekið þátt í þrjátíu samsýningum, heima og erlendis. Auk þessa hefur hann staðið fyrir ýmsum listviðburðum, s.s. öllum listahátíðum í Reykjavík frá 1990. Kristinn var stundakennari við skúlptúrdeild MHÍ 1987-97 og gesta- kennari við Listaakademíuna í Helsinki i Finnlandi 1992. Verk eftir Kristin í opinberri eigu er m.a. að flnna í Listasafni íslands, Listasafni Reykjavíkur, á Kjarvals- stöðum, á Listasafninu á Akureyri, á Nýlistasafninu í Reykjavík og í eigu stofnana, stórfyrirtækja og ým- issa sveitarfélaga, víös vegar um land. Kristinn var formaður Mynd- höggvarafélagsins í Reykjavík 1990-92, varaformaður Sambands ís- lenskra myndlistarmanna 1991-92, sat f stjóm Listskreytingasjóðs rík- isins 1990-94, sat í undirbúnings- stjóm að stofnum Listaháskóla Is- lands og hefur setið í sjóm skólans frá stofnun 1998 og er félagi i Félagi Nýlistasafnsins í Reykjavík frá 1993. Kristinn fékk fyrstu verðlaun í samkeppni um vatnslistaverk við Borgarleikhúsið 1988; fyrstu verð- laun í samkeppni um listaverk í Hofsstaðaskóla 1994; fyrstu verð- laun í samkeppni Akureyrarbæjar um listaverk við byggingar ÚA 1995, og fyrstu verðlaun í samkeppni Ak- ureyrarbæjar um útilistaverk í til- efni aldamótanna 1999. Þá gerði hann Vatnspóstinn AQUA AQUA fyrir Vatnsveitu Reykjavíkur 1999. Kristinn fékk Menningarverð- laun DV fyrir myndlist 1991, fékk sex mánaöa starfslaun frá íslenska ríkinu 1991 og aftur 1992 og þriggja ára starfslaun Reykjavíkurborgar 1994. Fjölskylda Eiginkona Kristins er Anna Björg Siggeirsdóttir, f. 30.4. 1961, skrif- stofumaður. Hún er dóttir Siggeirs Bjömssonar, f. 15.1. 1919, og Mar- grétar Jónsdóttur, f. 2.9. 1919, fyrrv. bænda í Holti á Siðu. Dóttir Kristins og Önnu Bjargar er Lilja Kristinsdóttir, f. 28.9. 1999. Áður átti Kristinn Sigyn Blöndal, f. 17.10. 1982, en dóttir önnu frá því áður er Una Margrét, f. 8.11.1985. Systkini Kristins em Sigurlaug, f. 20.7.1960, búsett i Reykjavík; Líney, f. 24.5. 1963, búsett á Ólafsfirði; Öm, f. 31.7. 1969, lést af slysforum 6.11. 1993. Foreldrar Kristins eru Hrafn Ragnarsson, f. 25.11. 1938, sjómaður á Ölafsfirði, og Lilja Kristinsdóttir, f. 8.4.1941, húsmóðir Ætt Hrafn er bróðir Hreins, sagnfræð- ings og kennara á Laugarvatni, og Úlfs, fóður Karls Ágústs leikara. Hrafn er sonur Ragnars, kennara í Ólafsfirði, Þorsteinssonar, b. í Ljár- skógarseli, Gíslasonar, útvegsb. i Móabúð í Eyrarsveit, Þorsteinsson- ar. Móðir Ragnars var Alvilda Boga- dóttir, kaupmanns í Búðardal, Sig- urðssonar. Móðir Hrafns var Sigurlaug, dótt- ir Stefáns, b. á Smyrlabergi í Húna- vatnssýslu, og Guðrúnar Krist- mundsdóttur. Lilja er dóttir Kristins, sjómanns í Ólafsfirði, bróður Guðlaugar, konu Alla ríka og móður Kristins, fram- kvæmdastjóra á Eskifirði. Kristinn var sonur Stefáns Hafliöa, verka- manns og sjómanns á Ólafsfirði, Steingrímssonar og Jónínu Kristín- ar Gísladóttur húsmóður. Móðir Lilju var Líney Jónasdótt- ir, b. á Knappsstöðum í Stíflu í Fljótum, Jósafatssonar, b. á Reykj- um í Miðfirði, Helgasonar, b. á Litla-Bakka, Bjömssonar. Móðir Jónasar var Jóhanna Davíðsdóttir. Móðir Líneyjar var Lilja Stefáns- dóttir. Sjotiu og fimm ára Pálína Ragnhildur Bendiktsdóttir fyrrv. húsfreyja að Hrafnagili Pálína Ragnhildur Benediktsdótt- ir, húsfreyja að Hrafnagili í Eyja- fjarðarsveit, er sjötíu og frnim ára í dag. Starfsferill Pálína Ragnhildur fæddist að Efra-Núpi í Miðfirði í Vestur-Húna- vatnssýslu og ólst þar upp til nítján ára aldurs. Hún starfaði hjá Kaupfélagi Vest- ur-Húnvetninga á Hvammstanga 1944-45 og stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Blönduósi 1945-46. Þá flutti hún ásamt tilvonandi eig- inmanni sínum til Reykjavíkur þar sem þau gengu í hjónaband. Pálína Ragnhildur og maður hennar fluttu að Melstað 1 Miðfiröi 1947 og tóku þar við búi sitjandi prests á staðnum, Jóhanns Briem. Þau bjuggu að Melstað til 1954 er þau festu kaup á Hrafnagili ásamt Hjalta, bróður mannsins hennar. Skömmu siðar festu þau kaup á allri jörðinni og stunduðu þar síðan búskap til 1987 er sonur þeirra tók við búinu. Fjölskylda Pálína Ragnhildur giftist 29.3. 1947 Hjalta Jósefssyni, f. 28.5. 1916, fyrrv. bónda á Melstaö og á Hrafna- gili. Hann er sonur Jósefs Jóhannes- sonar og Þóru Guðrúnar Jóhanns- dóttur, bænda að Bergsstööum í Miðflrði. Böm Pálínu Ragnhildar og Hjalta eru Bergur, f. 20.2. 1948, búsettur í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Júlíu Haraldsdóttur og eiga þau einn son auk þess sem Bergur á þrjú böm frá fyrra hjónabandi og þrjú bama- böm; Þóra Guðrún, f. 18.5. 1951, bú- sett á Akureyri, gift Sigurjóni Hilm- ari Jónssyni og eiga þau einn son auk þess sem Þóra á dóttur frá fyrra hjónabandi og tvö bamaböm; Ingi- björg, f. 21.5. 1953, búsett í Fellabæ, gift Þorsteini Péturssyni og eiga þau fjögur böm; Benedikt, f. 11.8. 1962, búsettur á Hrafnagili, kvæntur Margréti Bald- vinu Aradóttur og eiga þau tvær dætur; Ragnhild- ur, f. 28.10. 1967, búsett í Gríms- ey, gift Alfreð Garðarssyni og eiga þau þrjú böm. Systkini Pálínu Ragnhild- ar: Skúli, f. 19.3. 1927, d. 12.1. 1986; Guðrún, f. 10.7. 1928; Hjördís, f. 15.6. 1930; Brynhildur, f. 30.6. 1934; Sigríður, f. 10.5. 1937; Alda, f. 16.4. 1942; Ketilríður, f. 18.3. 1947. Foreldrar Pálínu Ragnhildar vom Benedikt Hjartarson Líndal, f. 1.12. 1892, d. 31.10. 1967, bóndi og hreppstjóri á Efra-Núpi, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 4.10. 1907, d. 19.7.1993, húsfreyja. Ætt Benedikt Lindal var sonur Hjartar Lindal, hreppstjóra á Efra- Núpi, Benedikts- sonar, hómópata í Hnausakoti, Einars- sonar, b. í Núpsdals- tungu, Jónssonar. Ingibjörg var systir Skúla, fyrrv. ráðherra. Ingibjörg var dóttir Guð- mundar, b. á Svert- ingsstöðum í Miðfirði og síðar kaupfélagsstjóra á Hvammstanga, Sigurðssonar, b. á Svertingsstöðum, Jónassonar. Móðir Guðmundar var Ólöf Guðmundsdóttir, b. og smiðs á Síðu, Guðmundssonar. Móðir Ingibjargar Guðmunds- dóttur var Guðrún Einarsdóttir, b. og gullsmiðs á Tannstaðabakka í Hrútaflrði, Skúlasonar. Jarðarfarir Sigriður Brynjólfsdóttir, Skúlagötu 64, Reykjavík, veröur jarðsungin frá Háteigs- kirkju föstud. 21.7. kl. 13.30. Dagný Jónsdóttir, Hraunbæ 58, Reykja- vík, verður jarösungin frá Árbæjarkirkju föstud. 28.7. kl. 15.00. Ingibjörg Guömundsdóttir frá Ferju- bakka, Miðbraut 1, Seltjarnarnesi, verö- ur jarðsungin frá Borgarneskirkju föstud. 21.7. kl. 14.00. Karl Hjaltason handavinnukennari, Eini- lundi 8 D, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstud. 21.7. kl. 13.30. Sigurður Jakob Magnússon, Aðalgötu 15, Keflavík, veröur jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstud. 21.7. kl. 14.00. Jón Theodór Lárusson, verður jarðsung- inn frá Fossvogskapellu föstud. 21.7. kl. 15.00. Merkir Islendingar Jón Helgi Guðmundsson, ritstjóri Vik- unnar, fæddist í Reykjavík 21. júní 1906, Foreldar hans voru Guðmundur Jónsson, trésmiður f Reykjavík, og k.h., Margrét Ásmundsdóttir húsmóðir. Jón stundaði prentnám í prentsmiðj- unni Gutenberg 1923-1928. Að námi loknu vann hann um hríð í Gutenberg, var síðan vélsetjari í Herbertsprenti í fimm ár og starfrækti eigin prent- smiðju í eitt ár og vann í Steindórs- prenti í stuttan tíma. Jón hætti prentstörfum er hann tók við ritstjóm Vikunnar vorið 1940 en hann var ritstjóri blaðsins til dauðadags 12. júní 1952. Á þessum árum var Vikan mjög vinsælt Jón H. Guðmundsson vikurit fyrir alla fjölskylduna. Annað vikurit var Fálkinn sem þó seldist ekki í eins stóru upplagi og Vikan. Jón sendi frá sér ritin Frá liönum kvöldum, 1937, og Vildi ég um Vestur- land, kvæði og ferðasögur, 1943. Jón sinnti ýmsum félagsmálum, var ritari Hins íslenska prentarafélags, sat í ritstjóm Prentarans, málgagns prent- ara, og var ritstjóri blaðsins 1930 og aftur 1936-1938, sat i fyrstu stjóm Prentnemafélagsins, sat í skólanefnd Laugarnesskóla 1936-1942 og í stjóm Menningar- og fræðslusambands alþýðu. Fyrri kona Jóns var Guöný Magnúsdótt- ir en seinni kona hans var Guðrún Halldórs- dóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.