Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Löggæsla enn á suðurhálendinu Reglubundin löggæsla verður í sumar á suðurhálendinu eftir sem áður. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu sem sýslumaðurinn í Vik í Mýrdal sendi frá sér. í fyrra fékkst fjárveiting fyrir bíl með tveimur lög- regluþjónum og lækni sem ferðuðust um hálendið hverja helgi. Þrátt fyrir að þetta gæfi góða raun þótti starf- semin ærið kostnaðarsöm svo ekki fékkst fjárveiting fyrir hana í ár. „Lögreglustjórar á Suðurlandi vilja taka fram að löggæslu verður sinnt á hálendinu I sumar og hafa þegar ver- ið famar nokkrar ferðir þangað, þótt vissulega hamli þröngur fjárhagur reglubundnu hálendiseftirliti," segir í fréttatilkynningunni. -SMK Vatnavextir í Jökulsá Miklir vatnavextir eru i Jökulsá á Sólheimasandi sökum úrkomu síð- ustu daga. Að sögn lögreglunnar í Vík í Mýrdal eru smáhlaup í ánni líka. Brúin yfir Jökulsána á þjóðvegi 1, við sýslumörk Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslu, er þó ekki í hættu. Lögreglan sagði að fylgst yrði með ánni næstu daga. -SMK Helgarblað DV: > Formúlukappi, framhjáhald og furðulegir réttir í Helgarblaði DV er að fmna einkavið- tal við formúlukappann Frank Wiiiiams sem gaf kappakstursiþróttina ekki upp á bátinn þrátt fyrir að hún hafi komið hon- um í hjólastól. Ari Edwald gerir upp sitt fyrsta ár sem framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins og talar um tímann með Þorsteini Pálssyni. Skilnaðir hafa aldrei verið fleiri á landinu og þvi er far- ið ofan í saumana á helstu ógn hjóna- bandsins, framhjáhaldi. Einnig er smakkað á fúrðulegum réttum á veit- ingahúsum borgarinnar og sveitastjór- * inn í Grundarfirði er sóttur heim. Skrifað í gestabók á Keili Þeir voru glaöir í bragöi, göngugarparnir í skokkhópi ÍR sem lögðu leiö sína á Keili á Reykjanesi á miðvikudagskvöldið. í góöviöri er mjög víösýnt af tindi fjallsins. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar: Hrakinn úr starfi - eftir að starfsmenn fengu fulltrúa í stjórn Ingólfur H. Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar, hraktist úr starfi eftir að nýr meirihluti náði völdum í félaginu með kosningu starfsmanna í stjóm. Ingólfur hefur gert 6 mánaða starfslokasamning við nýju stjómina og þarf ekki að vinna uppsagnarfrestinn: „Ég kaus að segja upp sjálfur þeg- ar mér varð ljóst að ég hafði ekki lengur traust meirihluta stjómar. Við slíkar aðstæður getur enginn starfað," sagði Ingólfur síðdegis í gær. „Kornið sem fyllti mælinn var þegar starfsmenn fengu fulltrúa í stjómina og það sér hver maður að framkvæmdastjóri getur lítið gert þegar undirmaður hans er allt í einu orðinn yfirmaður ef þannig má að orði komast," sagði Ingólfur sem verið hefur framkvæmdastjóri Geð- hjálpar í fjögur og hálft ár. Um- ræddur undirmaður Ingólfs sem kjörinn var í stjórnina er Tryggvi Bjömsson, starfsmaður i stuðnings- þjónustu Geðhjálpar. Formaður Geðhjálpar er Pétur Hauksson geð- læknir en meðal stjórnarmanna í nýja meirihlutanum, sem hrakti framkvæmda- stjórann úr starfi, er Sigur- steinn Másson, fréttastjóri á Skjá einum. „Það hafði lengi verið pirr- ingur á milli ákveðinna stjórn- armanna og mín og mér voru bornir samstarfsörðugleikar á brýn. Milli hverra og um hvað veit ég hins vegar ekki. Ágreiningurinn hefur snúist um það hvort félagið Ingólfur H. Ingólfsson. ætti að byggja upp og sinna þjónustu við fé- lagsmenn eða þá vera hreint hags- munafélag. Ég var talsmaður fyrrnefndu við- horfanna," sagði Ingólfur H. Ing- ólfsson. Ekki náðist i stjómarmenn í Geðhjálp í morgun og svöruðu hvorki Tryggvi né Sigursteinn skilaboðum þegar eftir því var leitað. -EIR Sigurstelnn Másson. Kjartan áfrýjar Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins og bankaráðs- maður í Landsbankanum, hefur áfrýjað meiðyrðamáli sínu gegn Sigurði G. Guðjónssyni lög- manni til Hæsta- réttar. Kjartan tap- aði málinu í undir- rétti en það snerist sem kunnugt er um orð Sigurðar G. Guðjónssonar þess efnis að Kjartan hefði beitt sér gegn lán- veitingum til Stöðvar 2 þegar hann gegndi starfi formanns bankaráðs Landsbankans. Sigurður hefur um ára- bil verið lögfræðilegur ráðunautur og samstarfsmaður Jóns Ólafssonar, eins aðaleigenda íslenska útvarpsfélagsins. Samkvæmt upplýsingum írá skrif- stofu Hæstaréttar má gera ráð íyrir að áfiýjun Kjartans verði tekin íyrir og af- greidd fyrir áramót. -EIR Viðlagatrygging tilbúin með mat fyrir á annan tug bygginga: Fyrstu niðurstöður tjónamats í morgun hófu starfsmenn Við- lagatryggingar íslands að birta eig- endum húsa, sem skemmdust í Suð- urlandsskjálftanum, niðurstöður á tjónamati. Undanfamar vikur hefur verið unnið aö því að meta fasteign- ir og innbú sem skemmdust í skjálftunum. „Við munum gera upp stærstu tjónin fyrst,“ sagöi Níels Indriða- son, starfsmaður Viðlagatryggingar íslands, við DV i gær. Níels sagöi viðlagatryggingu til- búna með mat fyrir á annan tug bygginga. Hann kvaðst gera ráð fyr- ir að það tæki einhverja daga að birta húseigendunum niðurstöðum- ar. -JSS Enn hækkar deCODE Gengi hlutabréfa deCODE á Nasdaq hlutabréfamarkaðinum í Bandaríkjun- um fór enn hækkandi í gær. Það sveifl- aðist milli 26,75 og 28,50 dala en loka- gengið varð 27,875, sem er hækkun upp á 5,2 prósent frá lokagengi í fyrradag. Sé miðað við þetta gengi bréfanna, gengisskráningu íslensku krónunnar miðað við Bandaríkjadal og fjölda hluta í félaginu er markaðsvirði þess nú um 100 milljarðar íslenskra króna. Þá var lokagengi hlutabréfa í deCODE á Easdaq hlutabréfamarkað- inum í Evrópu 28 dalir í gær. Það er 13 prósenta hækkun frá því í fyrradag. Gengið á Easdaq sveiflaðist frá 25,40 dölum upp í 28,40 dali. -JSS Pantið í tíma da^ai í Þjóðhátíð 14 FLUGFÉLAG ÍSLANDS 570 3030 19 i i i i i i i i i i I i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.