Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2000, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2000 Tilvera DV DV-MYNDIR PJETUR Bandaríski rithöfundurinn Bill Holm „Ég er víst orðinn skattgreiðandi í Skagafirði" - hann er samt alíslenskur. Bill keypti nýlega húsiö Brimnes í gamla Plássinu á Hofsósi. Brimnes er annaö frá hægri í neöstu húsarööinni á myndinni. Þar og í hús- unum í kring voru tveir tugir bandarískra rithöfunda á námskeiöi meö Bill fyrr í sumar. Bandarískur rithöfundur keypti sér hús á Hofsósi - um æöar hans rennur alíslenskt blóð: Ég er gjaldgengur í gagnabanka Kára - finnst landsbyggðarbörn stórkostleg - verra með svartklæddu ungmennin í Reykjavík Bill Holm er býsna þekkt- ur rithöfundur í Minnesota í Bandaríkjunum og nýbúinn aö kaupa sér hús í gamla Plássinu á Hofsósi - rétt í kallfæri frá Frœndgarði og Vesturfarasetrinu, Pakkhús- inu og Sólvík. „Ég er víst oröinn skattgreiöandi í Skagafirði, “ segir hann glottandi meö vinalegri en karlmannlegri rödd og bandarískum hreim. Bill og fleiri smöluöu nýlega saman tveimur tugum bandarískra rithöfunda þar sem menn unnu og sátu viö skriftir í ýmsum húsum sjávarþorps- ins við Skagafjöröinn í all- nokkra daga í endalausri sumarbirtunni. Bill er alinn upp vestra en um œöar hans rennur alís- lenskt blóö. Hann er mikill fjörkarl og léttur í lund, er sterkur per- sónuleiki, mikill sögumaöur, leikur snilldarvel á píanó, er góöur söngmaöur og er þeg- ar orðinn alþekktur á Hofs- ósi og víöar hér á landi. Ibók sem kemur út eftir Bill í haust, Eccentric Islands, sem fjallar um sérstakar eyjur í heiminum, er stærsti kaflinn um ís- land. Þar kemur margt fróðlegt fram um landið og fólkið sem hér býr. Þessi litríki íslensk-bandaríski rithöfundur, sem er eftirsóttur fyr- irlesari í heimaríki sínu, kennir „skapandi skriftir" við Southwest State University í Minnesota. Dáðist að Gísla Halldórs lesa úr Góða dátanum Bill kom fyrst til íslands í lok árs- ins 1978 með Bakkafossi, einu af skipum Eimskipafélagsins. Eitt af fyrstu íslensku orðunum sem hann lærði var súla (fuglinn) enda sigldi skipið nálægt Eldey þegar það kom vestan að. í sjóferðinni tók Bill sér- staklega eftir bókmenntaáhuga ís- lendinga - ekki síst þegar hann horfði á alla íslensku sjómennina hlusta af mikilli athygli á ríkisút- varpiö (þegar það náðist úti á sjó) - sérstaklega á Gísla heitirm Hall- Alvarlegur - af þvi hann verður að yfirgefa Island Er þaö er ótrúlega stutt í brosiö. „Ég er aö þremur fjóröu hlutum úr Múla- sýslu og aö einum fjóröa úr Þingeyjarsýslu, “ segir Bill sem er fjörkarl mikill, söngmaöur góöur og afbragös-þíanóleikari. Afi hans og amma fluttu á sínum tíma vestur um haf frá Vopnafirði. dórsson leikara lesa upp úr bókinni Góði dátinn Svejk. Bill er Vestur-íslendingur en er í rauninni gjaldgengur í íslenska gagnagrunninn: „Kári getur notað mig. Ég er að þremur ljórðu hlutum úr Múlasýslu og einum fjórða Þingeyingur,“ segir hann stoltur. Afi hans og amma í báðar ættir fluttu vestur um haf frá íslandi og voru foreldrar hans því báðir alíslenskir. Bill bregður inn íslenskum setn- ingum í viðtalinu: „Reyndu samt ekki að hafa ís- lenskuna mína eftir,“ segir rithöf- undurinn sem kynntist tungumál- inu fyrst þegar hann var barn og það átti til að kastast í kekki hjá for- eldrum hans í Minnesota. „Við töl- uðum auðvitað ensku en foreldrar mínir bölvuðu alltaf á íslensku, „helvítis, andskotans“ og svoleiðis orð notuðu þau,“ segir Bill, hristist allur og brosir breitt í gegnum hvítt skeggið. „Fyrir mörgum árum ætlaði ég að kaupa ýsu á fiskmarkaði í Reykja- vík og reyndi að böggla út úr mér orðunum „Ég ætla að fá tvö kíló . . .“ og svo framvegis. Eftir mikið ströggl sagði fisksalinn: „Er ekki bara betra að við tölum saman á því tungumáli sem þér er tamast?““

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.