Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2000 DV Fréttir Oddi á Patreksfirði: Metvertíð á „sladda" - veiðist óvenju seint annað árið í röð r i Fiskvinnsiuhús Odda hf. á Patreksfiröi Þetta þriðja vertíöin sem skilaryfír þúsund tonnum afsteinbít. Steinbítsvertíð er nú að mestu lokið á Patreksfirði og er þetta þriðja vertíðin sem skilar yfir þús- und tonnum á land hjá Odda hf. Sigurður Viggós- son framkvæmda- stjóri segir að nú séu komin um 1100 tonn af steinbít á land, eða „sladda" eins og vestfirskir sjómenn hafa stundum kallað þennan ófrýnilega gráa fisk. Hefur steinbíturinn verið veiddur af fjölmörgum smábátum á línu en Oddi gerir út einn línubát, Núp BA, og er hann með beitningarvél um borð. Hefur hann verið að veiða 2000 til 2500 tonn á ári af ýmsum tegundum. Óvenju seint „Það er vissulega óvenjulegt að steinbíturinn skuli veiðast svo seint á árinu,“ segir Sigurður. „Venjulega hefur steinbítsvertíð staðið yfir frá því í mars og fram í apríl og jafnvel maí. Nú er hann að veiðast fram und- ir lok júlí. Þetta er annað árið í röð sem steinbítsvertíð stendur svona lengi. Ég tel það vera af hinu góða, því steinbíturinn er miklu betri á þessum árstíma, feitur og góður.“ Sigurður segist ekki vita ástæðuna á þessum breytingum á steinbítsveið- unum. Það geti verið ýmislegt sem skýri það, eins og betri þekking á því hvemig þessi tegund hegðar sér. „Miðin eru héma rétt út af Vest- fjörðunum. Vestur af Bjarginu og hér úti fyrir Patreksfjarðarflóanum. Eftir að kvóti var settur á steinbítinn hef- ur þetta verið erfiðara fyrir stærri bátana og margir eigendur stein- bítskvóta em annars staðar á landinu utan hefðbundinna veiðisvæða stein- bítsins. Smábátar hafa þó enn frelsi til að veiða steinbít utan kvóta. Sjálf- ir erum við með kvóta upp á 300 tonn. Markaðssetningin var erfið framan af vertíð og gengi krónunnar óhag- stætt. Það hefur verið að rætast úr þessu og nú em allar birgðir seldar eftir að farið var að lagfæra gengis- skráninguna eins og ég vil kalla það. Mest hefur verið selt á Frakklands- og Þýskalandsmarkaði, en Banda- ríkjamarkaður hefur farið minnk- andi. Það er aðalega vegna aukins framboðs á ódýrum hvítfiski frá öðr- um þjóðum. Bandaríkjamarkaður hefur hins vegar verið afar mikilvæg- ur þar sem fengist hefur betra verð m.a. vegna hagstæðari gengisskrán- ingar dollars gagnvart krónu." Nýr bátur frá Kina Oddi gerði um tíma út tvo hrað- fiskibáta auka Núpsins. Breyting hef- ur orðið á því og nú er fyrirtækið að láta smíða 100 tonna bát í Kína. Hann er einn af níu raðsmíðabátum sem verið er að smíða fyrir íslendinga. „Ég reikna með að hann verði kom- inn hingað fyrir jól, en það er um tveggja til þriggja mánaða seinkun frá því sem áætlað var. Útgerðarfyrir- tækið Vestri ,sem einnig hefúr lagt upp hjá okkur, er líka að fá einn bát frá Kína, svo þetta verður mikil bú- bót fyrir plássið," segir Sigurður. Mikið af útlendingum Hjá fiskvinnslu Odda starfa nú 40-50 manns. „Þetta eru mest Pól- verjar. Það eru 60 -70% af starfs- fólkinu útlendingar. Við verðum að búa við það á meðan þenslan er svona mikil og íslendingar sækja í aðrar greinar," segir Sigurður Viggósson framkvæmdastjóri. -HKr. Hert eftirlit á þjóð- vegum landsins Þrjár nýjar stöður lögreglu- manna, sem munu starfa við vega- eftirlit, hafa verið stofnaðar innan umferðardeildar Ríkislögreglu- stjóraembættisins og fjölgar þaö starfsmönnum þeirrar deildar úr þremur í sex. Hver þessara lögreglu- þjóna mun starfa með manni frá Vegagerðinni og munu þeir aka um á bílum merktum Vegagerðinni og lögreglunni, útbúnir forgangsljós- um. Þeim er ætlað að fylgjast með ökuhraða, notkun bílbelta, ölvun- arakstri, vigtun bíla, að hafa eftirlit með ökuritum og fleiru sem við- kemur umferðaröryggi. Einnig mun flórði lögreglumaðurinn koma frá lögregluembættinu á Akureyri og vinna með starfsmanni Vegagerðar- innar á sama hátt og hinir þrír lög- regluþjónamir. Áratugum saman var á vegum lögreglunnar i Reykjavík svokölluð vegalögregla sem sinnti þjóðvegaeft- irliti um allt land. Árið 1993 var rekstrinum á vegaeftirliti breytt þegar þessar skyldur færðust yfir á embættin en fimm árum seinna var umferðardeildin stofnuð. „Til þess að vera með aukið eftir- lit á vegunum var umferðardeild stofnuð hjá Ríkislögreglustjóra, um- dæmunum til halds og trausts, þannig að við komum sem viðbót inn í umdæmin og á vegina," sagði Hjálmar Björgvinsson, aðalvarð- stjóri umferðardeildar. -SMK Gifting í safnkirkjunni í Skógum: Af flóöasvæöi í Svíþjóö í metúrkomu á íslandi DV-MYND NH Brúöhjónin Sigrún Sigurjónsdóttir og 0yvind Meland Edvardsen. Þessi brúðhjón, sem ljósmyndari DV hitti í Byggðasafninu í Skóg- um, gengu í hjónaband í safnkirkjunni á laugar- daginn. Brúðhjónin eru bæði skógfræðingar, Norðmaöurinn 0yvind Meland Edvardsen og Sigrún Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Norðurlandsskóga. Þær eru margar til- viljanimar. Brúðurin er frá Skógum undir Eyjaijöllum, þar sem metúrkoma mældist um helgina, og foreldrar 0yvinds búa nú í Öster- sund í Svíþjóð þar sem rignt hefur látlaust síð- ustu daga. Annars er rigning á brúðkaups- degi talin tákna frjó- semi fyrir brúðhjónin svo að vætan á að verða til heilla. -NH DV-MYND JAK Gísli Gunnar Jónsson baröist eins og Ijón til aö ná efsta sætinu í DV-Sport torfærunni sem fór fram um helgina viö Litlu kaffistofuna, fyrir ofan Sand- skeiö. Hér færöist Gísli þó heldur mikiö í fang og velti Arctic Trucks Toyota- jeppanum í lokabaröi þriöju brautar keppninnar. • • Olvaður ökumaður velti jeppa Lögreglan í Rangárvallasýslu hafði afskipti af ökumanni jeppa sem velti bíl sínum á Landvegi laust eftir klukkan átta í gærmorgun. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun við akstur, var einn í bílnum og slapp ómeiddur, en bifreiðin er talsvert skemmd. -SMK mmm í sjálfheldu Kona lenti í sjálfheldu í Tröllaijalli í Glerárdal við Akureyri um klukkan fjögur í gær. Lögregla og björgunar- sveitarmenn lögðu af stað en nokkum tíma tók að komast á staðinn. Hún reyndist ekki hafa verið í bráðri hættu. Kona í villum Björgunarsveitir úr Vík i Mýrdal og af Hellu voru kallaðar út skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags til að leita konu sem lent hafði í villum á Fimmvörðuhálsi í svartaþoku. Hún hafði hringt í skálaverði í Básum og þeir kölluðu út björgunarsveit. Hún fannst um fimmleytið í gærmorgun heil á húfi og hafði brugðist hárrétt við aðstæðum. Fjölgun í millilandaflugi Tæplega 21% fjölgun varð á farþeg- um til og frá íslandi með Flugleiðum í júní. Farþegum í öllu millilandaflugi Flugleiða fjölgaði um 13,2% í sama mánuði samanborið við síðasta ár og þannig hefur sætanýting í vélum fé- lagsins batnað um 4,1% frá því á sama tíma í fyrra. Bylgjan greindi frá. Enn eitt heimsmetið Nua Intemet Surveys hefur eftir Gallup á Islandi að um 75% íslendinga hafi aðgang að Netinu en í desember 1999 var þessi tala aðeins um 49%. Hvergi í heiminum hefúr hlutfall net- notkunar mælst jafn hátt. Um 80% ís- lendinga undir 55 ára hafa nú netað- gang en einungis þriðjungur þeirra sem em eldri en 55 ára nota Netið. Eins og við mátti búast er það aldurshópur- mn 16-24 ára sem notar Netið mest en tæp 90% íslendinga á þessu aldursbili nota Netið eitthvað. Þetta kom fram á vef Vefsýnar. Of miklir þurrkar Óvenjulítil úrkoma hefur verið í Eyjafirði undanfama mánuði og reynd- ar víðar á Norðurlandi. Er nú svo kom- ið að fiestir lækir og margar lindir em að þoma upp. Á sumum bæjum í Eyja- flarðarsveit hefur borið á vatnsskorti, auk þess sem búfénaður á víða orðið mjög erfitt meö að komast í vatn. Laugavegurinn opnaður Kaupmenn við Laugaveginn í Reykjavík fjarlægðu á laugardagsmorgun skilti sem lokuðu göt- unni fyrir umferð bíla. Lögregla aðhafð- ist ekkert. Kaupmenn hafa verið óánægðir með lokunina og segja hana bitna á versluninni. Þeir sendu borgaryfirvöld- um skrifleg mótmæli fyrir skömmu. Mikill vöxtur í Jökulsá í Jökulsá á Sólheimasandi var mikið vatn á laugardaginn. Auk rigningar- innar var smáhlaup í ánni og þegar þessi náttúmöfl lögðust á eitt varð það til þess að mikill vöxtur hljóp í ána. Hún flutti með sér jaka frá jöklinum niður á aurana og þegar sjatnaði i ánni vora eyrar hennar alsettar ísjökum. Ófrjósemisaögerðir Um sjö hundmð ófrjósemisaðgerðir vora framkvæmdar á íslandi á síöasta ári og fer þeim fjölgandi. Þá er frjósemi með mesta móti hér á landi. Stöð 2 greindi frá. Orkustöö Húsvíkinga Valgerðm Sverris- dóttir ræsti búnað í nýrri orkuveitu Húsavíkur við Kald- bak á laugardag. Nýja orkustöðin er sú eina sinnar teg- undar í heiminum en til framleiðslunnar er notaður áður ónýttur varmi. Heild- arkostnaður var um 800 milljónir ef framleiðslan mun nægja um þremur fjórðu hlutum núverandi orkuþarfar bæjarfélagsins. -HH/NH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.