Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 10
MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2000 ^OÖkaupsveislur—útisamkomur—skemmtanir—tónleikar—sýningar—kynningarog fl. og fl. og fl. Risatjðld - veislutjðld ..og ýmsir fylgihlutir * Ekki treysta á veðrið þegar skipuleggja á eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700 m2. Leigjum einnig borð og stóla í tjöldin. sBcáttu skátum á heimavelli sfmi 5621390 • fax 552 6377 • bis@scout.is ( dag 24. júlí kl. 19. Þri. 25. júlí kl. 19 - mið. 26. júlí kl. 19. Fim. 27. júlí kl. 19 - fös. 28. júlí kl. 19. Selfoss: lau. 29. júlí kl. 19 - sun. 30. júlí kl. 17. Höfn: mán. 31. júlí kl. 19 - þri. 1. ág. kl. 17. Seyðisfjörður: mið. 2. ág. ki. 19. Miðasala opin daglega frá kl. 14 arTTTTTTTTTtfTTTyTy.gTTT.T.'f.T.H.T.TT.T.y.f.T.TlC Auglýsing um álagningu opinberra gjalda á árinu 2000 í samræmi við 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt er hér með auglýst að álagningu opinberra gjalda á árinu 2000 er lokið á alla einstaklinga sem skattskyldir eru samkvæmt framangreindum lögum sbr. 1. kafla laga nr. 75/1981. Álagning tryggingagjalds og álagning gjalda á lögaðila mun liggja íyrir síðar og verður auglýst sérstaklega. Álagningarskrár með gjöldum einstaklinga verða lagðar fram í öllum skattumdæmum mánudaginn 31. júlí 2000. Skrámar liggja frammi til sýnis á skattstofú hvers skattumdæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra í hveiju sveitarfélagi dagana 31. júlí til 14. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Álagningarseðlar er sýna álögð opinber gjöld 2000, vaxtabætur og bamabætur hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, vaxtabóta og bamabóta, sem gjaldendum hefiir verið tilkynt um með álagningarseðli 2000, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en miðvikudaginn 30. ágúst 2000. Reykjavík 31. júlí 2000 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Sigríður B. Guðjónsdóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjömsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Bjömsson. Fréttir DV Breytingar á stjórnskipulagi Sæplasts hf: Nýtt hlutafélag tekur viö rekstri verk- smiöjunnar á Dalvík DV. DALVÍK: Frá og með 1. júll sl. tók nýtt hlutafélag, Sæplast Dalvík ehf„ við rekstri verksmiðju Sæplasts hf. á Dalvík. Nýja hlutafélagið er að fullu í eigu Sæplasts hf. og er stofnun þess liður i þeim breytingum sem gerðar hafa verið á stjórnskipulagi Sæplasts hf. síðustu mánuði og kynntar hafa verið í fjölmiðlum. Fyrirtækið skiptist í móðurfélag, Sæplast hf., og dótturfélög. Rekstur á hverjum stað eða landsvæði er undir umsjón dótturfélaga. Áhersla er lögð á sjálfstæði dótturfélaga og er hvert dótturfélag um sig rekið sem sjálfstæð eining með sjálfstæð- an rekstur og efnahag. Allar helstu ákvarðanir varðandi rekstur þeirra eru þó teknar af stjórn eða forstjóra móðurfélags. í hverju dótturfélagi er framkvæmdastjóri sem er ábyrg- ur fyrir rekstrinum gagnvart for- stjóra móðurfélagsins. Sæplast Dalvík ehf. er eins og fyrr segir sjálfstæð eining innan samstæðu Sæplasts. Framkvæmda- stjóri Sæplasts Dalvík ehf. er Torfi Þ. Guðmundsson. -hiá Slökkvilið og Lögregla Hólmavíkur: Nýjar stöðvar og nýr Benz DV-MYND GF Uppsveifla hjá Slökkviliðinu Hér má sjá tvær nýjustu bifreiöar Slökkviliðs Hólmavíkur-, Kirkjubóls- og Broddaneshrepps auk nokkurra slökkviliösmanna. DV, HÓLMAVÍK: Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra vígði nýja og glæsilega lög- reglustöð á Hólmavík nú nýverið. Samtímis var formlega tekin í notk- un ný slökkvistöð en bílageymsla tengir saman báðar byggingarnar sem eru mikil staðarprýði og standa við aðra aðkomuleiðina að kauptún- inu. En það er ekki nóg með að húsa- kostur batni því nýlega bættist slökkvibifreið af gerðinni Mercedes Benz Unimag við bílaflota slökkvi- liðs Hólmavíkur. Hennar samastað- ur verður á Broddanesi, en stofnað hefur verið sameignarfyrirtæki Hólmavíkur-, Kirkjubóls- og Broddaneshrepps um brunavamir og slökkviliðsmál. Húsnæði á neðri hæð grunnskól- ans á Broddanesi í eigu sveitarfélags- ins hefur verið lagfært i þeim tilgangi að hafa þar slökkvibifreið. Vatns- geymir hennar tekur 1200 litra en auk þess er búnaður fyrir kvoðu. Bifreið- in er hugsuð til að veita fyrstu hjálp ef eldur kemur upp á syðri hluta svæðisins en verður hvarvetna til þjónustu reiðubúin þar sem hennar gerist þörf. Verið er að þjálfa fleiri slökkviliðsmenn vegna tilkomu nýju bifreiðarinnar. Við vígsluna lýsti dómsmálaráð- herra ánægju sinni með að lögreglan fengi fyrirmyndaraðstöðu til að sinna störfum sínum sem oft væru vanda- söm. Hún bar lof á náttúrufegurð svæðisins og óskaði heimamönnum til hamingju með byggingamar. Aðr- ir sem til máls tóku bám lof á þá að- ila sem að framkvæmdum komu og Bjarni G. Stefánsson sýslumaður sagði verktaka hafa unnið af eldmóði og hlýhug til verkefnisins. Gylfi Gunnarsson arkitekt teiknaði húsið og umframkvæmdir við byggingu slökkvistöðvar sá Stígandi hf. á Blönduósi um auk undirverktakanna Ágústar og Flosa á Isafirði. -GF Saumastofan Rebekka á Hvammstanga: Sauma fýrir Spútnik og ekkert á lager Þær reka Rebekku Mæögurnar Dóra Eövaldsdóttir og Ingibjörg Helgadóttir. DV, HVAMMSTANGA:___________________ „Það er nóg að gera hjá okkur og við erum mjög sáttar við hlutina. Við saumum ekkert á lager, eram búnar að selja allt áður en við fram- leiðum og höfum meira en nóg að gera,“ segir Ingibjörg Helgadóttir, klæðskeri á Hvammstanga. en þær mæðgurnar Ingibjörg og Dóra Eð- valdsdóttir stofnuöu fyrir sjö árum saumastofuna Rebekku. Þá byrjuðu þær á að framleiða rúmfót en fram- leiðslan hefur tekið aðra stefnu með árunum og m.a þróast út í tískufatn- að. „Við höfum framleitt mikið fyr- ir tískuverslunina Spútnik í Reykja- vík. Þaðan fáum við sent efni og saumum að hennar óskum hinar ýmsu flíkur. Síðan höfum við verið að endurvinna fatnað, saumum upp úr gömlum fótum og við saumum jakkaföt, þjóðbúninga og ýmislegt sem okkur berast beiðnir um,“ seg- ir Ingibjörg Helgadóttir en þær mæðgumar voru með sýnishorn af þessum endurunna klæðnaði í sýn- ingarbás sínum á Atvinnu 2000 á Hvammstanga nýlega og gaf þar að líta mjög fallegar flík- ur. Þrátt fyrir næg verkefni hafa þær Dóra og Ingibjörg þó ekki verið að spenna bogann til hins ýtrasta og hafa lagt höfuð- áherslu á persónulega þjónustu og að geta sinnt þeim verkeöium vel sem þær taka að sér. Með þeim á saumastofunni vinnur ein kona hálfan daginn. -ÞÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.