Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2000 DV Fréttir u Skagafjörður og menningarborg minnast landafunda: Víkingabúðir og kvenrembuhérað T:réöjjjlb^j vetfkstfife í)3 Til sölu er lítiö trésmníöaverkstæöi í nýíagu og björtu '150 ferrn jeigubúsnæöi rneö sanngjarnri leigu. yéSbáliaters Sarnbyggö véi, veggsög, bandslípivé], bútsog, bandsög, standboryál og sprauiukiefí. UpoJýsm$jsis j síí/jum &S3 ~J~Joí) og ZMí S24®» DV, SKAGAFIRDI:___________________ Mikið líf var á Flæðunum, við tjaldstæðið og sundlaugina, á Sauð- árkróki í vikutíma í byrjun þessa mánaðar. Þá fór fram hátíð sem kennd var við Búðirnar í „Hópi“ og minnst landafund- anna fyrir tæpum þúsund árum. Reistar voru tjald- búðir á Flæðunum í líkingu við þær sem vesturfaram- ir komu sér upp á Vínlandi. Sveitar- félagið Skagaíjörð- ur stóð fyrir hátíð- inni í samvinnu við Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000. Ejölbreytt dagskrá var á Flæðunum alla vikuna og end- aði hún með miklum leikdegi á sunnudag þar sem leiktækin voru allsráðandi og barnafólkið þyrptist að. Þar brá einnig fyrir víkingum í öllum herklæðum en reyndar voru þessir fornmenn á sveimi við búð- irnar alla vikuna. Tónlist var í hávegum höfð öll kvöld. M.a. kom í heimsókn frönsk hljómsveit sem lék gömul sjó- mannalög og þekkta slagara. Hljóð- færaskipan var óhefðbundin hjá — þessari sveit og raddaður söngur talsverður, eins og reyndar hjá Álftagerðisbræðrum sem skemmtu eitt kvöld. Gildran, Snörumar og Túpílakar frá Húsavík stigu einnig á svið og Kristján frá Gilhaga, sem þandi nikkuna, og Andri Sigurðs- son, ungur trúbador af Króknum, voru einnig meðal flytjenda. Grínar- inn góðkunni, Flosi Ólafsson, skemmti eitt kvöld með hátíðar- ræðu og féll hún í mjög góðan jarð- veg þótt Flosi gerðist svo djarfur að gera Skagafjörð að einu mesta kven- rembuhéraði landsins, enda fyrsta kvenfélag landsins, ef ekki heims- ins, stofnað í Hegranesi þónokkru fyrir síðustu aldamót. -ÞÁ — Búöirnar i Hðpi Gildran og Snörurnar voru meðal þeirra sem skemmtu á hátíðinni. Akraneshöfn 70 ára afmæli hafnarinnar er fagnað nú í ár. DV-MYND DVÓ Akraneshöfn 70 ára - faðir Vigdísar ráðgjafi DV. AKRANESl: Þess er minnst á þessu ári að 70 ár eru liðin frá upphafi hafnarfram- kvæmda á Akranesi. Fyrsta hafnar- nefnd bæjarins var skipuð árið 1928 og hún samþykkti á sínum fyrsta fundi að fá sérfræðing til ráðuneyt- is til að bæta hafnarskilyrði. Sá var Finnbogi Rútur Þorvaldsson, verk- fræöingur og faðir Vigdísar sem síð- ar varð forseti íslands. Fram- kvæmdir hófust í Krossvík árið 1930 eftir teikningum Finnboga Rúts og gerður var garður út frá Heima- skaga. Áður höfðu varir verið með fram nær allri strandlengju Akra- ness þar sem árabátar og þilskip voru gerð út. Garðurinn var síðan lengdur í tæplega 160 metra á árun- við bætt hafnarskilyrði um 1930-1935. Árið 1945 var lokið við nýja bátabryggju norðan hafnar- garðsins og reist var síldarverk- smiðja á uppfyllingu á milli bryggju og garðs. Á árunum 1956-1958 var sementsbryggja byggð með tilheyr- andi mannvirkjum, ferjubryggja var byggð fyrir Akraborg árið 1975 og flotbryggja fyrir smábáta 1984. Heildarflatarmál hafnarsvæðisins er um 5 hektarar innan vamar- garða. Akraneshöfn er fiskiskipa- og vöruflutningahöfn. Fyrst og fremst er hún þó fiskiskipahöfn (sú sjötta stærsta á landinu í lönduðum afla) sem veitir öllum stærðum fiski- skipa þjónustu, allt frá smábátum upp f stóra frystitogara. -DVÓ Reykj avíkurborg VEGAGERÐIN Boðað er til almenns kynningarfundar um fyrirhugaða breikkun syðri akbrautar Miklubrautar, frá Kringlumýrarbraut að Grensásvegi. Fundurinn verður haldinn í Skúlatúni 2, 5. hæð, þriðjudaginn 25. júlí nk. og hefst kl. 17:00. Borgarverkfrœðingurinn í Reykjavík Á tímum síhækkandi bensínverðs skiptir eyðslan bíleigendur gríðarlegu máli, sérstaklega þegar Ijóst er að lítraverðið fer í 100 krónur. Það er vandfundinn bíll sem eyðir minna bensíni en Daewoo Matiz. Nýlega komst hann í Heimsmetabók Guinness fyrir litla bensíneyðslu, þegar honum var ekið 3.899 km. á aðeins 122 lítrum í Ástralíu - geri aðrir betur! Ef þú sérð brosandi bíleiganda á bensínstöð, þá er hann eflaust á Matiz! Nýr Matiz fyrir 457 krónur á dag!* Verð: Matiz S kr. 829.000,- Matiz SE kr. 899.000,- Matiz SE-X kr. 966.666,- I IailL ULUUIgUII Ixi. i uj.uuw,- eftirstöðvar til 72 mánaða. Miðað við bílasamning og verðbólguspá. Gamli bíllinn þinn getur líka verið útborgun. Bílabúð Benna »Vagnhöfða 23 og Kringlunni • Sími 587-0-587 • www.benni.is - og kominn í heimsmetabókina! DAEWOO Matiz S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.