Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 17
16 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2000 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2000 33 Útgáfufólag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Hyjólfsson Framkvsmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreiflng: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plótugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrír myndbirtingar af þeim. Niðurskurður Mikill og vaxandi afgangur af ríkissjóöi er langt frá því að vera sönnun þess að festa sé í stjórnun ríkisfjármála. Það er heldur ekki hægt að halda því fram að halli á rík- issjóði sé merki um að lausung sé þar allsráðandi. Afkomu ríkissjóðs verður annars vegar að skoða í sögulegu sam- hengi og hins vegar með tilliti til þróunar efnahagsmála al- mennt til að hægt sé að fella dóma um fjármálastjóm rík- isins. Þær ánægjulegu fréttir bárust í liðinni viku að afkoma ríkissjóðs á fyrri hluta ársins hefði verið mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur umfram gjöld námu alls 10,6 milljörðum króna. Enn og aftur nýtur ríkissjóður góðs af uppgangi í efnahagslífinu og hækkandi tekjum einstak- linga og fyrirtækja. í heild hækkuðu tekjur á fyrstu sex mánuðum ársins um 11% eða liðlega 10 millljarða króna miðað við sama tíma á liðnu ári. Tekjurnar voru rúmlega 21 milljarði króna hærri á fyrri helmingi þessa árs en á sama tíma fyrir tveimur árum. Góðærið kemur því ríkis- sjóði, eins og flestum öðrum, ágætlega til góða. Þetta em góðu fréttimar og eins sú staðreynd að ríkis- sjóður heldur áfram að greiða niður skuldir og búa þannig í haginn fyrir framtíðina. Slæmu fréttimar em þróun rík- isútgjalda. Ríkisstjórninni hefur því miður ekki tekist að koma böndum á útgjöld ríkissjóðs sem vom um 10% hærri á fyrstu sex mánuðum ársins en fyrri hluta síðasta árs. Þróun ríkisútgjalda ber þess ekki merki að sérstök festa sé við stjórnun ríkisfjármálanna - þvert á móti. Þegar við bætist ömurleg fjármálastjórn margra sveitarfélaga er ekki nema von að sérfræðingar hafi áhyggjur af fjármálum hins opinbera. Verst er þó að tækifærið sem fylgt hefur uppgangi efna- hagslífsins og góðri afkomu ríkissjóðs hefur ekki verið not- að til róttækra kerfisbreytinga í ríkisrekstrinum - til að skera upp kerfið - og því mun að óbreyttu síga aftur á ógæfuhliðina. Stjómarandstaða hefur verið dugleg að gagnrýna fjár- málastjórn ríkisins og boðið fram „aðstoð“ sína við að koma böndum á ríkisfjármálin. Vandi stjórnarandstöðunn- ar er hins vegar sá að málflutningur hennar er ekki trú- verðugur eftir yfirboð síðustu mánaða og missera. Stjómarflokkamir virðast sammála um að draga verði á næstu mánuðum úr aukningu ríkisútgjalda og grípa til niðurskurðar á verklegum framkvæmdum. Vandi ríkis- sjóðs liggur hins vegar ekki í fjárfestingu í ýmsum fram- kvæmdum enda er það eitt helsta verkefni ríkisins að tryggja að innviðir samfélagsins séu traustir. Vandinn snýr að rekstrinmn sjálfum og þeirri sóun á opinberum ijármunum sem þar fer fram á hverjum degi. Niðurskurð- ur á framkvæmdum mun því litlu breyta þegar til lengri tíma er litið. Ef rétt er á málum haldið þarf ekki að bera kvíðboga fyrir framtíðinni og þar skiptir mestu að ríkisstjóminni auðnist að nýta góðærið til kerfisbreytinga. En fyrsta stóra verkefnið er samningar við opinbera starfsmenn á komandi hausti. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í viðtali við Helgarblað DV að nauðsynlegt sé að sýna aðgát á öllum sviðum, bæði í einkaneyslu og útgjöld- um ríkis og sveitarfélaga: „Sérstaklega verðum við að treysta því að opinberir aðilar sýni viðlíka ábyrgð í kjara- samningum i haust og almennt launafólk gerði. Eins og við vitum hefur launaþróun hjá hinu opinbera verið langt umfram almenna markaðinn á undanförnum árum en það hefur ýtt undir núning og óstöðugleika.“ Óli Bjöm Kárason DV Skoðun Ratleikir Ég hef alltaf verið einstak- lega áttavillt. Ég þekki ekki muninn á hægri og vinstri og svo er ég gersamlega ófær um að nota áttir mér tii gagns. Ég man ekki einu sinni hvert þær vísa, svo þegar einhver segir að núna komi efnahagsástandið á ís- landi til með að stefna I suð- ur, þá sé ég fyrir mér sól, sand, sjó og ólífulita stráka áður en ég átta mig og sé að stefnan er einfaldlega niður. Þrátt fyrir þessa krónísku villu er ég stöðugt spurð til vegar. í tíma og ótíma, heima og heiman (London, París, Róm), er ég stöðvuð af villuráfandi fólki sem biður mig að vísa sér veginn. Og ég hef vísifmgur á loft og beini þeim inn á réttar brautir. Það felst ákveðið guðlegt vald í svona leiðbeiningum, og í hvert einasta sinn þarf ég að berjast við þörfma til að beina þessu fólki eitthvað annað, til einhvers stærra og æðra en í átt að götu Karl Johans, Stereo-bar við Nör- report eða Kringlunni. Það þarf svo lítið til að afvegaleiða fólk og í svo mörgum tilfellum þarf það svo sárlega á því að halda. Mig langar til að senda austur-evrópsku túristana við aðallestarstöðina í Ósló inn í hverfið til hliðar við Karl Johann, gamla mellu- hverfið sem nú er uppfullt af litlum galleríum og þar sem ég sat rétt áður á ákaflega huggulegum gömlum bar sem er svo margfalt betri en nokkur bar á aðalgötunni Karli Johanni. Mig langar til að benda bandarísku strák- unum þremur sem líta út eins og rokkgrúppa á að það er svo miklu huggulega að sitja á þessu litla rólega götukaffihúsi við einn af útvegum Striksins í Kaup- mannahöfn en að ærast við að vera kaldir karlar á hinum ofursvala Ster- eo-bar. Og kringluförum ráðlegg ég undantekningarlaust að rölta sig eitt- hvaö annað, hvert sem er og ég þríf af þeim krumpuð og eilítið rök kortin og marka mína leið um borgina, gamli kirkjugarðurinn, nýja listasafnið í hafnarhúsinu, kirkja heilags Hall- gríms. Borgin eins og gleymdur uppáhaldskjóll Mest langar mig þó að koma þessu „...þegar einhver segir að núna komi efnahagsástandið á íslandi til með að stefna í suður, þá sé ég fyrir mér sól, sand, sjó og ólífulita stráka áður en ég átta mig, og sé að stefnan er einfaldlega niður.“ fólki í skilning um þá ánægju sem því að mæla þær eigin fótum. Það er felst í því að samlagast borgum með ekki til neitt ánægjulegra en að anda Hæpinn boðskapur Boðskapur Jóseps Stiglitz, sem kom hingað á dögunum á vegum hagfræðistofnunar Háskóla íslands, var tvíþættur, ef marka má fjöl- miðla. Hann taldi „hóflega" verð- bólgu ekki koma að sök, og honum fannst kvótakerfið í sjávarútvegi óréttlátt, jafnframt því sem á honum mátti skilja, að til væru hagkvæmari kostir. Hvort tveggja er þetta hæpið. En hvernig stendur á því, að gáfaður og góðviljaður hagfræðingur, sem er í miklum metum og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa, skuli flytja slíkan boðskap? Svarið er, að hag- fræðingar skiptast í tvo flokka. Ann- ar leggur mesta áherslu á góðar leik- reglur til lausnar mála, hinn á leik- endur. Stiglitz er bersýnilega í síðari flokknum. Góðar leikreglur Sá flokkur hagfræðinga, sem legg- ur mesta áherslu á leikreglur, telur aðalatriðið í peningamálum, að fylgt sé fostum og fyrirsjá- anlegum reglum. Hlutverk seðlabanka sé að hafa á boðstólum peninga, sem breyt- ist lítt að verðgildi. Þannig geti peningamir best gegnt því hlutverki sínu að mæla verðmæti og auðvelda við- skipti. Séu laun of há, svo að halli verði á viðskiptum við útlönd, þá sé þaö mál fyrir- tækjanna, sem sömdu um að greiða svo há laun, en ekki seðlabankans. Fyrirtækin verði sjálf að leysa þann vanda. Seðlabankinn eigi að einbeita sér aö eðlilegu og réttmætu hlutverki sínu, að framleiða trausta peninga. Skilyrði hagræðlngar Þessi síðari hópur hagfræðinga segir, aö einkaeignarréttur á nátt- úruauðlindum tryggi jafnan best hagkvæma nýtingu þeirra. Sam- kvæmt þvi ætti aðalatriðið í sjávar- útvegsmálum að vera að fylgja föst- um og fyrirsjáanlegum reglum, sem geri útgerðarmönnum kleift að skipuleggja veiðar til langs tíma og hagræða rekstri fyrirtækja sinna. Þess vegna sé uppboð á kvótum með þeirri óvissu, sem því fylgi, óskyn- samlegt. Það sé ekki vandi, heldur fagnaðarefni, ef útgerðarmenn snúa tapi fyrri ára í gróða, enda sé sá gróði ekki tekinn frá neinum, heldur verði til við hagræðingu. Einkaeign- arréttur hvetji líka eigenduma til að leita sífellt nýrrar og hagkvæmari nýtingar eigna sinna. Góðlr leikendur Jósep Stiglitz telur hins vegar eins og margir aðrir hagfræð- ingar af ætt Johns Mayn- ards Keyness hins breska, að aðalatriðið sé, að nógu skynsamir menn sitji við stjómvölinn. Þeir geti stýrt hagkerfmu í krafta gáfna sinna og góðs vilja. Þegar halli verði á viðskiptum við út- lönd, megi seðlabanki fella gengi, þótt það kosti nokkra verðbólgu. Þegar útgerðarmenn græði á kvótum, megi „leiðrétta" það með ýmsum ráðum, enda viti valdhafar best, hvemig tekjuskipting geti orðið rétt- lát. Óheppilegt til langs tíma Tillögur Stiglitz em óheppilegar, þegar til langs tíma er litið. Ef menn geta ekki treyst því, að gengi gjald- miöils sé sæmilega stöðugt, þá trufl- ar það frjáls viðskipti. Þótt verðbólga geti vissulega örvað atvinnulífið til skamms tima, hefur hún vondar af- leiðingar til langs tíma, eins og ís- lendingar vita. Ef menn geta ekki treyst því, að þeir njóti sjálfir að fullu ávinnings af skynsamlegri nýt- ingu auðlinda, þá torveldar það hag- ræðingu og leit aö nýrri og hag- kvæmari nýtingu slikra auðlinda. í stað þess að afhenda skoðanabræðr- um Stiglitz inni í opinberum stofii- unum meiri völd til að ráðskast með atvinnulífið ættu valdhafar á íslandi hvergi að hvika frá þeim leikreglum, sem best hafa reynst vestrænum þjóðum, einkanýtingu náttúruauð- linda, frjálsum viöskiptum og traust- um peningum. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Sá flokkur hagfrœðinga sem leggur mesta áherslu á leikreglur telur aðálatriðið í peningamálum að fylgt sé föstum og fyrirsjáanlegum reglum. Hlutverk seðla- banka sé að hafa á boðstólum peninga sem breytist lítt að verðgildi. “ Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræOi úrvdlsdeildinni? Ekki tíminn til að sýna liðið Aðeins miðlungslið í dag hafa komið hingað á þessum tíma þá eru þessi lið ekkert að sýna neitt. Stoke er líka með nokkra landsliðsmenn um borð bæði íslenska sem og einn írsk- -------------—-------------- an og tvo írska imglmglands- bestu liðin hér heima. Menn \ Jff I liðsmenn. Þetta var ekki tíma- þar eru að komast i gang eftir ^ setningin til þess að sýna liðið langt stopp, þeir æfðu tvisvar á Asgeir á íslandi en þetta var engu að dag og síðan á leikdegi, þetta Sigurvinsson, síður góð æfingaferð og bara er dagskrá sem flest lið fara í síJ°™™eaöljr undirbúningur fyrir deildina gegnum og þá eru menn út- ...........,.n„; sem byrjar eftir mánuð. Ég keyrðir og ekki að einbeita sér sérstak- held að fólk verði að gera sér grein fyr- lega að úrslitum í leikjum sem skipta í ir því að Stoke-liðið er miklu sterkara raun engu máli. Eins og önnur liö sem en það sýndi á íslandi." „Ég lét hafa það eft- ir mér einhvern tímann að Stoke ÍT~ mætti ekki hafa of marga íslendinga því þá gengi þetta ekki upp. Þrír íslendingar er hámarks- fjöldinn. Stoke er aðeins miðl- ungshð, það sáum við greini- Magnús V. út til að leika undir nafni Stoke lega á þessum þremur leikjum Pétursson, þá myndi það ekki ganga. Þeir sem það lék hér á landi á dög- ðTrK knattspyrnu- ejga aftm- á móti glæsilegan unum við ÍA, KA og Víking. .„áZí völl og prýðisaðstöðu og það Ég held mikið upp á Guðjón og veit að tekur Guðjón tvö til þrjú ár að ná hann getur gert fma hluti með Stoke og alvöruliði út úr Stoke, hann þarf þá Stoke á vissulega framtíðina fyrir sér í sterkan hóp með ekki of marga íslend- A „Ég er ekki í nein- 4 ; um vafa um það að ® Stoke yrði í topp- • baráttunni á Is- landi því við erum tflla nm tnlm/prt hntrp lift nn B boltanum en þeir ná ekki aö hasla sér völl í breskri knatt- I spyrnu með íslendingum, það RL er alveg útilokað. Við erum af S allt annarri plánetu en Bretarn- ir. Við erum með mjög góða KyJ&y knattspyrnumenn ltérna en þótt J við færum með allt landsliðið Enska „Islendingaliöiö" Stoke kom hlngað til lands í æfingaferð á dögunum með marga nýja lelkmenn sem eiga að hjálpa liðinu til að vinna sér sætl í ensku 1. deildinni næsta vetur. Stoke vann ekki leik, gerði 3 Jafntefli þar af tvö gegn 1. deildarilðum og hafa menn velt fyrtr sér hver styrkur liðsins sé í samanburði við bestu íslensku liðin. borg inn í gegnum verulega óreiðu- kennt götukort, þar sem völundar- hús gatna kvíslast og tvístrast og leggja svo steinsteypu undir fót og ná þannig líkamlegum tengslum við vegalengdir, fylla lungun af angan borgarinnar, mengun, matarilmi, ilmvatnslyktum og reyk. Og það er ekkert sem jafnast á við að heim- sækja velgengna borg aftur og finna hvernig götusteinamir eru strax kunnuglegir undir iljunum og hvem- ig borgin fellir sig smátt og smátt að þér, eins og gleymdur uppáhaldskjóll sem skyndilega finnst á herðatré undir náttslopp. Ég hef aldrei almennilega áttað mig á þessari ásókn í leiðbeiningar mínar, en hef hins vegar oft íhugað að gefa mig fram á upplýsingasmið- stöðvum ferðamanna í hlutaðeigandi borgum og heimta laun. En eitt finnst mér merkilegt. Þessi ásókn í ratvísi mína er bundin borgum. Um leið og ég er komin út á land missa ferðamenn á mér alla trú; og rúin þessu trausti finn ég hvemig lands- lagið breiðir óleysanlega úr sér fyrir framan mig, víðáttumikið og gersam- lega óþýðanlegt yfir á götukort. Úlfhildur Dagsdóttir Stærsti dómurinn „Því er nefhi- lega þannig farið, að allar tilraunir lögreglunnar til að ráða við fíkni- efhavandann era dæmdar til að mistakast. Kannski er það stærsti dómurinn í „stóra fikniefnamálinu". Fólk mun ávallt neyta fikniefna, sama hvað lögreglan gerir.“ ívar Páll Jónsson, háskólanemi og rit- stjóri, I Morgunblaðinu 20. júlí Engin tilviljun „í ávarpi sínu á kristnihátíð á Þingvöllum gerir Davíð Oddsson mikið úr þeim kostum sem hann telur að kristnin hafi umfram aðrar lifsskoðanir. Meðal annars segir hann: „Það er engin tilviljun að mestu framfarimar sl. þúsund ár hafa orðið meö kristnum vestræn- um þjóðum.“ Þessi ummæli hljóta að koma eins og köld vatnsgusa í andlit þeirra þjóða sem minna mega sín á heimsmælikvarða." Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspek- ingur, í Morgunblaöinu 21. júlí Sundnámskeið fyrir sveitarstjóra „En þó ríkið hugi lítið að því að spara útgjöld er það þó hátíð miðað við sveitarfélögin. Þar er fé eytt á báðar hendur og skuldum safnað eins og sveitarstjómarmenn eigi líf- ið að leysa. Hvaða ástæða er til að sveitarfélögin stórauki sífellt alla þjónustu, reisi öll íþrótta- og menn- ingarhúsin, geri alla útivistaraðstöð- una eða hiti upp Noröur-Atlantshaf- ið og haldi sundnámskeið fyrir sveitarstjóra?" Af Andriki, Vef-Þjóöviljanum 21. júlí Enga ölvaða unglinga „Við höfum engan áhuga á að hingað komi um verslunarmanna- | helgina fjöldi ólög- ráða unglinga og I verði ölvaðir alla helgina. Þessu viljum við breyta og höfðum til ábyrgðar foreldra. Ég bendi líka á aö almennt þykir það óeðlilegt að fólk sé ölvað á almannafæri en það er eins og allt aðrar reglur eigi að gilda um þessa einu helgi...“ Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, I Degi 21. júlí Vítavert siðleysi alþingismanna Fyrir röskum tveimur mánuðum vakti Pétur Gunnarsson rithöfundur máls á yfirgengilegu óða- gotinu og fuminu við að keyra í gegn lagafjöld „á síðustu dögum þingsins", sem orðinn væri árviss við- burður og skýrði meðal annars þá annmarka sem einatt kæmu fram á lögum og framvörpum sem þingið léti frá sér fara í upplausn „síðustu daga“. Við þessari hugvekju hefur enginn brugðist, hvorki til andmæla né sam- þykkis, og má hafa til marks um þann pólitíska doða sem altekur ís- lenskt samfélag. Ósnortnir af samtímanum Á það hafa sérfróðir menn þrá- sinnis bent, að lagasmíð Alþingis sé einatt með miklum endemum og engu líkara en þingheimur muni ekki lengur, hvað hann var áður bú- inn að samþykkja, þegar hann setur saman nýja lagabálka. Hrikalegust dæmi um það eru lög og reglugerðir um fiskveiðistjóm og gjafakvóta, um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði og um hálendið. Sömuleiðis er haft fyrir satt, að fáir þingmenn hafi nennu eða döngun til að lesa það mikla magn reglugerða frá Evrópska efnahagssvæðinu sem 13 fastlaunað- ir þýðendur vinna við að snúa á is- lensku, meðþví þær hafa lagagildi hérlendis. Þýðing- arstarfið virðist að mestu unnið fyrir gýg. Þó Alþingi sé elsta stofn- un þjóðarinnar, er alls ekki þarmeð sagt að því beri að lifa og hrærast í hugar- heimi liðinna alda og vera gersamlega ósnortið af sam- tímanum. Eða einsog Pétur Gunnarsson oröaði það einkar hnyttilega: „I hugar- heimi þingsins búa enn 80% landsmanna í sveitum og lifa af búskap, fijót era flest óbrú- uð og vegakerfi frumstætt. [...]! und- irvitund þingsins þurfa þingmenn einmitt nú að hraða sér heim i sauð- burðinn, síðan tekur við heyskapur, lika þurfa þeir að ferðast ríðandi um kjördæmin og sundríða óbrúaðar ár til að hafa tal af hæstvirtrum kjós- endum.“ - Á Alþingi munu ekki vera nema einn eða í hæsta lagi tveir bændur! Sljó ábyrgðarkennd Hjá siðmenntuðum þjóðum lúta kjömir fulltrúar á löggjafarsam- kundum sömu reglum og aðrir vinn- andi þegnar. Þeir eiga sín lögboðnu leyfi frá störfum, en mér vitanlega tíðkast hvergi nema á íslandi sá mið- aldaháttur, að þingmenn séu frá störfum hálft árið á fullum launum, sem hreint ekki era skorin við nögl, þó þeir séu einlægt að berja lóminn w vegna lélegra kjara! Það er ekki leng- ur skýring, sem mönnum sé bjóð- andi, að alþingismenn þurfi rífa sex mánuði ársins til að ferðast um kjör- dæmin og hafa samband við kjósend- ur. Fæstir þeirra gera það, og hinir þyrftu helst að afla sér upplýsinga um, að í samtímanum eru komin til sögunnar margháttuð fjarskiptatæki sem gera yfirreiðir um kjördæmin með öflu þarflausar. Alþingi er eða ætti að vera ein mikilvægasta stjórnstöð samfélags- ins. Hvemig ætli því yrði tekið, ef starfsmenn í stjómstöðvum annarra mikilvægra fyrirtækja samfélagsins styngju af frá brýnum verkefnum hálft árið? Sennilega yrðu þeir látnir hirða pokann sinn. Ýmsir hafa á hornum sér að kenn- arar, sem tvímælalaust gegna erfið- ustu og vanþakklátustu störfum í samfélaginu, fái tveggja til þriggja mánaða sumarleyfi. Með hliðsjón af smánarlegum launakjörum þeirra ættu þeir að réttu lagi að fá mun ríf- legri leyfi. Að því er ég best veit hafa þeir ekki farið frammá lengri leyfi, enda hafa þeir greinilega snöggtum ríkari ábyrgöarkennd en alþingis- menn íslendinga. Ég man ekki til að einn einasti þingmaöur hafi ýjað að því, að sex mánaða sjálftekið leyfi frá störfum á fullum launum sé sið- laust og óverjandi. Sigurður A. Magnússon Sigurður A. Magnússon rithöfundur „Þó Alþingi sé elsta stofnun þjóðarinnar, er álls ekki þarmeð sagt að því beri að lifa og hrœrast í hugarheimi liðinna alda og vera gersamlega ósnortið af samtímanum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.