Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 24
40 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2000 Tilvera Bruce Willis Matthew Perry Kirkjugarðar: Lifandi starf - segir Guðmundur Rafn, umsjónarmaður kirkjugarða á íslandi Guðmundur Rafn Sigurösson, umsjónarmaöur kirkjugarða Það kann að hljóma mótsagnakennt en þetta er mjög lifandi starf. Guðmundur Rafn Sigurðsson er menntaður landslagsarkitekt en frá 1992 hefur hann starfað sem fram- kvæmdastjóri skipulagsnefndar kirkjugarða á íslandi. Starfslýsing Guðmundar er fjölbreytt og segir þar m.a. að hann skuli vera sérfróð- ur um gerð og skipulag kirkjugarða og sjá um eftirlit á þeim. Hann á að láta gera uppdrætti og legstaðaskrá, skipuleggja stækkun garða og sjá um verkáætlanir vegna fram- kvæmda, s.s. gerð sáluhliða, hönn- un, uppsetningu minnismerkja og leiðbeininga. Guðmundur á einnig að leggja mat á umsóknir um styrk- veitingar úr kirkjugarðssjóði og gæta þess að fjármunum sjóðsins sé vel varið. Verðum að fara varlega „Starf mitt felst að miklu leyti í því að vera tengiliður miili kirkju- garðsstjómar, hönnuða og verktaka. Vinnan við kirkjugarðana er oft og tíðum sérhæfð, það þarf t.d. að hlaða veggi og smíða sáluhlið eftir gömlum teikningum. Það er stefnan hjá okkur að við- halda görðunum sem mest í sinni upprunalegu mynd. En garðarnir eru sífelt á hreyfmgu þannig að það þarf að gera þá upp á nokkurra ára- tuga fresti. Undanfarin ár hefur víða verið gripið til þess ráðs að slétta kirkjugarða til að auðvelda hirðingu þeirra. Þetta getur sums staðar reynst nauðsynlegt ef garðamir em fullir af snarrót og ekki mótar vel fyrir leiðum en þetta verður að meta í hverju tilfelli fyrir sig. Það verður aö fara varlega í sléttun kirkjugarða sem umlykja gamlar kirkjur því erfitt getur reynst að skapa aftur það samspil kirkju og umhverfis sem tapast þegar kirkjugarður er sléttað- ur. Þetta á sérstaklega við þegar garðamir innihalda regluleg og fal- lega upphlaðin leiði, oft má auðvelda umhirðu gamalla garða með þvi að fylla upp djúpa skorninga sem mynd- ast þegar kistur falla saman. Kirkjugarðamir eiga að halda sér þannig að þeir missi ekki sérkenni sín. Garðamir eru friðlýstir því að í þeim er oft að finna gamlar tóftir eða minnismerki. Við eram nýbyrjaðir á því að merkja gamla garða og setja upplýs- ingaskilti. Kirkjugarðar eru oft á sögufrægum stöðum þó að þeir séu utan aifaraleiðar. Það er alltaf að aukast að ferðafólk heimsæki þessa staði og til að gera þá áhugaverða verður fólk að hafa aðgang að upp- lýsingum. Skiltin hafa að geyma ýmsar grunnupplýsingar eins og hvenær staðarins er fyrst getið og hvenær viðkomandi kirkja var lögð af. Á einstaka stöðum er til legstaða- skrá fyrir garðinn og verður hún sett á skiltið." Fólk jaröaö víða „í dag er jarðsett í um 300 kirkju- görðum en auk þess sjáum við um talsverðan fjölda niðurlagðra garða. Við höfum ákveðnum skyldum að gegna gagnvart þessum görðum, þeir hafa að geyma mikla sögu og fólk hefur sterkar taugar til þeirra jafnvel þó að það sé flutt burt og staðurinn farin í eyði. Garðamir eru hluti af menningunni og góð heimild um lífið í landinu, það má lesa ýmislegt um sögu staðanna út frá þeim, t.d. segir fjöldi leið til um flölda íbúa á staðnum fyrr á tímum. í ár voru veittir um fimmtíu styrkir til lagfæringar á kirkjugörð- um víðs vegar um landið og það fer mikill timi í að fylgjast með þessum framkvæmdum. Ég heimsæki að jafnaði um hundrað kirkjugarða á hverju ári og held að það séu ekki nema þrír eða fjórir garðar á land- inu sem ég hef ekki komið i. Það er ótrúlegt hvað fólk hefur verið jarð- að víða en sérstæðasti grafreiturinn sem ég hef komið í er uppi á Hjör- leifshöfða. Ég barðist þangað í tíu vindstigum og stóð varla í fætumar þegar upp var komið, það er mjög fallegt uppi á höfðanum en ég hef oft furðað mig á því hvort ekki hafi Minnisvaröi um gamla kirkjugarðinn á Sæbóli. verið erfitt að koma líkinu upp á hann.“ ísköld hönd Það kann að hljóma mótsagna- kennt en þetta er mjög lifandi starf. Á ferðum míntun um landið kynnist ég mörgu fólki og heyri margar skemmtilegar sögur. Ég reyni að gefa mér góðan tíma á hverjum stað og tel það reyndar nauðsynlegt til að ná sambandi við heimamenn, annars er maður bara einhver froskur að sunnan sem enginn tek- ur mark á. Sögumar sem maður heyrir eru flestar gamlar en ég heyrði þó eina nýlega um daginn. Hún er um bónda sem ætlaði að slétta út gaml- an kirkjugarð og gera hann að hluta af túninu. Hann réð til sín menn til að sjá um verkið. Nóttina áður en átti að hefjast handa fékk bóndinn engan svefnfrið því í hvert skipti sem hann var að festa svefn fannst honum eins og ísköld hönd gripi um fótinn á sér. Bóndinn tók þessu sem vísbendingu um að hann ætti að láta garðinn vera og hætti við fram- kvæmdir. Ég hef svo sem sjálfur verið að vinna i kirkjugörðum á öllum tím- um sólarhringsins en hef ekki orðið var við neitt sem kallast má yfir- náttúrlegt. Ég brýni þó fyrir verk- tökiun að þeir umgangist garðana með virðingu. Fólk ber sterkar til- fmningar til kirkjugarða og það er stundum haft samband við mig ef eitthvað fer úrskeiðis. Menn lita á það sem ákveðna virðingu við þá sem eru farnir að þessir staðir séu í lagi og þeir eiga náttúrlega að vera það.“ -Kip Netsalan ehf Garðatorgi 3, 210 Garðabæ. Sími: 565-6241, 863 0820, 893 7333 (Lúðvík). Fax: 544-4211 Sýningarbílar á Staðnum. Opið: Mánudaga - Föstudaga10-18 • Laugardaga 10-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.