Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 26
42 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2000 DV Ættfræði Urnsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára_______________________ Karitas Guöjónsdóttir, Noröurbrún 1, Reykjavík. Ragnheiöur Guömundsdóttir, Hafnarbraut 7, Hólmavík. 80 ára_______________________ Hólmfríður Kr. Grímsdóttir, Brúnageröi 5, Húsavík. Ólöf Helgadóttir, Tjarnarlundi lle, Akureyri. Sigurjón Sigurösson, Hólmgarði 33, Reykjavík. Hann verður aö heiman. 75 ára ______________________ Gunnlaugur Reimarsson, Brekku 4, Djúpavogi. Helgi Kristjánsson, Blikabraut 5, Keflavík. Jóhanna Arnórsdóttir, Gullsmára 11, Kópavogi. Loftur Magnússon, Kambaseli 30, Reykjavík. 70 ára_______________________ Guðrún Sæmundsdóttir, Baugstjörn 6, Selfossi. Stefán Jónsson, Austurvegi 12, Reyöarfirði. 60 ára Bjami Höröur Ansnes, Rúðum, Rúöum. Gréta Ágústsdóttir, Sólheimum 35, Reykjavík. Jóna Kristín Siguröardóttir, Bollatanga 18, Mosfellsbæ. Leví Konráösson, Kleppsvegi 120, Reykjavík. Ragnar Fr. Munasinghe, Laugavegi 82, Reykjavík. 50 ára Jóhann Sigurður Magnússon, Álftamýri 32, Reykjavík. Jóna Hermannsdóttir, Uröarteigi 6, Neskaupstaö. Kolbeinn Árnason, Mjóstræti 3, Reykjavík. Ólafur Þ. Brynjólfsson, Gullengi 27, Reykjavík. 40 át9 Andrés Einar Einarsson, Veghúsum 5, Reykjavík. Anna Bryndís Kristinsdóttir, Vesturbergi 98, Reykjavík. Friögeir Skarphéöinsson, Bræöraborgarstíg 15, Reykjavík. Grétar Þór Sævaldsson, Bröttugötu 7, Vestmannaeyjum. Helgi Bjarnason, Hamragerði 6, Akureyri. Magdalena Hinriksdóttir, Ásklifi 11, Stykkishólmi. Margrét R. Kjartansdóttir, Fjallalind 16, Kópavogi. Þórhildur Pétursdóttir, Brekkutanga 7, Mosfellsbæ. Persónuleg, alhliöa útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Baldur Fredríksen útfararstjóri BSHggKM!! Guölaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur og hestamaður Guðlaugur Tryggvi Karlsson, hagfræðingur og fulltrúi á aðalskrif- stofu Háskóla íslands, Háaleitis- braut 54, Reykjavík, á þrjátíu ára starfsafmæli sem fréttaritari, ljós- myndari og kvikmyndatökumaður af hestum og hestamótum eins og fram kom í DV sl. fostudag. Þá hef- ur hann verið í fréttum vegna rits- ins Framættir íslendinga Starfsferill Guölaugur fæddist í Reykjavík, 9.9. 1943. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1963, hagfræðiprófí frá Manchester-háskóla 1967, stundaði nám í sagnfræði við HÍ, lærði óperusöng hjá Sigurði Demetz í fjög- ur, auk náms í tónlistarsögu og tón- fræði við Tónlistarskólann í Reykja- vík. Guðlaugur starfaði á Hagstofu ís- lands með námi. Hann vann síðar við Seðlabankann og Efnahagsstofn- unina. Hann hefur verið fulltrúi á aðalskrifstofu Háskóla íslands sl. tuttugu og sjö ár. Þá hefur hann um árabil stundað blaðamennsku, ljós- myndun og kvikmyndagerð. Guðlaugur æfði knattspymu í yngri flokkum KR og Vals, varð Reykjavíkurmeistari með 3. fl. Vals, sat i stjóm skíðaskálanefndar MR, æfði skylmingar hjá Konunglega breska skylmingafélaginu, er einn af stofnendum Fallhlífaklúbbs Reykjavíkur, sat í fræðslunefnd Hestamannafélagsins Fáks, söng í háskólakórnum í Manchester, í Pólýfónkómum, Filharmóníukóm- um, Dómkirkjukómum og var ein- söngvari með stúdentakórnum. Hann sat í stjóm FUJ í Reykja- vík, var ritstjóri æskulýðssíðu Ál- þýðublaðsins, ritstjóri stúdenta- blaðs jafnaðarmanna, ritari Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur, ritari borgarmálaráðs flokksins, sat í stjóm Kjördæmaráðs og í Félags- málaráði, var á framboðslista Al- þýðuflokksins á Suðurlandi í tvo Attrædur áratugi, var fulltrúi Alþýðuflokks- ins í útvarpsráði, hefur setið öll þing Alþýðuflokksins frá 1968 og starfað í flokksstjóm, var einn af stofnendum og stjórnarmaður í Fé- lagi áhugamanna um sjávarútvegs- mál, sat í stjóm Varðbergs og var ritari í stjóm Félags háskólakenn- ara í fjögur ár. Fjölskylda Eiginkona Guðlaugs er Vigdís Bjamadóttir, f. 22.12. 1947, deildar- stjóri á skrifstofu forseta íslands. Hún er dóttir Bjama Ólafssonar, stöövarstjóra Pósts og síma og út- vegsmanns í Ólafsvík, og k.h., Mörtu Kristjánsdóttur yfirpóstaf- greiðslumanns. Böm Guðlaugs og Vigdísar eru Bjami Karl, f. 11.9. 1973, hagfræð- ingur og endurskoðandi, CPA, hjá Kaupþingi; Guðný Marta, f. 27.7. 1983, nemi. Fyrri kona Guðlaugs er Margrét Ingibjörg Valdimarsdóttir, f. 27.1. 1943, meinatæknir í Reykjavík. Hún er dóttir Valdimars Þórhalls Karls Þorsteinssonar, sölumanns í Reykjavik, og k.h., Margrétar Sig- rúnar Guðbjömsdóttur klínikdömu. Synir Guðlaugs og Margrétar eru Valdimar Karl, f. 5.3. 1962, við- skiptafræðingur hjá OLÍS, búsettur í Reykjavík, kvæntur Þuríði Jónu Ágústsdóttur, kennara og tækni- teiknara, og eiga þau fjögur böm, Þorstein Inga, f. 25.3. 1985, Tryggva Karl, f. 6.10. 1987, Kristin Öm, f. 16.10. 1992, og Margréti Ástu, f. 23.2. 1997; Karl Höskuldur, f. 10.9. 1966, B.Ed., framkvæmdastjóri Markaðs- manna, í sambúð með Ingibjörgu Magnúsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau eina dóttur, Jónínu Þór- dísi, f. 23.11. 1999, en dóttir Karls og Önnu Maríu Húnfjörð Guðmunds- dóttur sjúkraliða er Arndís María, f. 12.2.1993, en sonur Karls og Sigþóru Vigfúsdóttur fóstru er Guðlaugur Tryggvi yngri, f. 10.10. 1988. Pálmi Runólfsson Útfararstofa íslands Sueurhlíö35 • Sími 581 3300 allan sólarhrlnginn. www.utfararstofa.ehf.is fyrrv. bóndi í Harðarhaga Pálmi Anton Runólfsson, fyrrv. bóndi í Hjarðarhaga í Skagafirði, nú til heimilis að Hólavegi 40, Sauðár- króki, er áttræður í dag. Starfsferill Pálmi fæddist á Dýrfinnustöðum í Skagafirði og ólst þar upp. Eftir bamafræðslu var hann einn vetur á Reykjaskóla í Hrútafirði og síðan á véla- og jarðýtunámskeiði á Hvann- eyri. Á stríðsárunum vann Pálmi við að reisa birgðaskemmur fyrir bandariska herinn og einnig her- sjúkrahús þar sem nú er Reykja- lundur. Hann gerðist síðar starfs- maður hjá Búnaðarsambandi Skag- firðinga og vann með tilheyrandi jarövinnslutækjum um byggðir hér- aðsins. Síðar starfrækti hann og vann með eigin jarðýtu við vega- gerð frá Hofsósi til Fljóta og einnig á Lágheiði og Ólafsfirði. Pálmi byggði síðan upp nýbýlið Hjarðarhaga i Skagaflrði árið 1955, við hliðina á Dýrfinnustöðum, og var þar bóndi til ársins 1991 en þá flutti hann á Sauðárkrók. Við búinu að Hjarðarhaga tók sonur hans, Sig- uijón. Pálmi var virkur í félagsmálum í Skagafirði. Hann var í sveitarstjóm Akrahrepps, einnig í sýslunefnd Skagafjarðarsýslu og síðar í héraðs- nefnd. Hann er nær sjálflærður org- anisti og spilaði við Hofstaðakirkju í nokkur ár, söng í Karlakórnum Feyki og síðan í Karlakómum Heimi og átti í þeim félagsskap margar gleðistundir. Fjölskylda Eiginkona Pálma er Anna Eiríks- dóttir, f. 18.3. 1934, húsfreyja. For- eldrar hennar voru Eiríkur Jóns- son, bóndi á Karlsstöðum í Ólafs- flrði, og k.h., Fróðný Ásgrímsdóttir húsfreyja. Böm Pálma og Önnu eru Fróðný Guðfmna Pálmadóttir, f. 20.2. 1957, þroskaþjálfí á Akureyri, en sambýl- Guðlaugur Tryggvi Karlsson, hagfræöingur, hestamaöur og fulltrúl við Hl Guölaugur Tryggvi er líklega einn örfárra jafnaðarmanna hér á landi sem er aufúsugestur á hverju einasta sveitabýli Suöurlands og þó víöar væri leitaö. Systir Guðlaugs er Guðríður, f. 24.4. 1938, kennari og deildarstjóri viö Flensborgarskólann, búsett í Hafnarfirði, gift Áma Rósenkjær rafvirkjameistara og eiga þau fjögur böm. Foreldrar Guðlaugs: Karl I. Jón- asson, f. 15.6. 1900, d. 18.10. 1952, stöðvarstjóri á Steindóri, ökukenn- ari og stofnandi Karlakórs Reykja- víkur, og k.h., Guðný Guðlaugsdótt- ir, f. 16.4. 1912, d. 20.7. 1997, hótel- stýra í Tryggvaskála og síðar versl- unarkona í Reykjavík. Ætt Föðursystkini Guðlaugs: Jóhann- es, trésmíðameistari í Reykjavík, faöir Ingibjargar hjá Ríkisábyrgða- sjóði; Ingibjörg Sigríður, verkakona ismaður hennar er Kristján Pétur Sigurðsson og á hún þrjú börn; Sig- urjón Bjöm Pálmason, f. 25.5. 1958, bóndi í Hjarðarhaga í Skagafirði, en kona hans er Hjördís Gísladóttir og eiga tvo syni; María Guðbjörg Pálmadóttir, f. 27.10. 1959, kennari í Vestmannaeyjum, en maður hennar er Hörður ðskarsson og eiga þau þrjú böm; Heiður Pálmadóttir, f. 31.10, 1963, klæðskeri og feldskeri í Svíþjóð, en sambýlismaður hennar í Reykjavik; Ragnheiður, húsfreyja í Borgamesi, móðir Péturs Júlíusson- ar vömbústjóra; Magnús, forstjóri Bifreiðastöðvar Borgarness, faðir Ingibjargar, flugfreyju og forstjóra Garðaprjóns, móður Magnúsar Norðdahls tamningamanns; Ámi, trésmíðameistari í Reykjavík, faðir Hólmfríðar, kennara og myndlistar- konu; tvíburabróðir Áma, dó í fæð- ingu; Sveinn, lést ungur úr spænsku veikinni. Móðursystur Guðlaugs: Guðrún, verslunarkona á Selfossi; Guðríður, móðir Guðlaugs Bergmanns í Karnabæ; Bryndís, móðir Egils Thorarensens verslunarmanns; Guðbjörg, móðir Guðlaugs Ægis, forstjóra á Selfossi. er Roy Midta og eiga þau tvö börn; Sigriður Guðrún Pálmadóttir, f. 1.10. 1971, kennari á Akureyri, en maður hennar er Kristján ísak Kristjánsson og eiga þau tvö böm. Fósturdóttir þeirra er Ester Gunn- arsdóttir, f. 4.10. 1951, búsett í Reykjavík en maður hennar er Ind- riði Guðmundsson og eiga þau fjög- ur böm. Systkini Pálma: Sigurjón, f. 15.8. 1915, d. 27.5. 2000; Guðbjörg Jóhann- esína, f. 27.7. 1916; Anton Valgarð, f. 9.7.1917, d. 1.4.1993; Björn Þórður, f. 20.3. 1919; Jóhannes, f. 6.11. 1923; Sigríður Sólveig, f. 23.11.1925; Stein- unn, f. 9.11. 1926; Una, f. 7.9. 1928; Kristfríður, f. 23.8. 1929; Friðfríður Dodda, f. 8.12. 1931; Hólmfríður Svandís, f. 11.12. 1932, d. 5.8. 1987. Foreldrar Pálma voru hjónin Runólfur Jónsson, bóndi á Dýr- finnustöðum, f. 25.3. 1881, d. 23.3. 1937, og María Jóhannesdóttir, f. 16.4. 1892, d. 24.6. 1986. Pálmi verður að heiman á afmæl- isdaginn. Nína Guðrún Siguijónsdóttir innheimtustjóri, Vegghömrum 6, Reykjavík, lést föstudaginn 21.7. Jarðarförin veröur auglýst síðar. Birgir Steinþórsson, Hvassaleiti 58, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 20.7. Sesselja Jónsdóttir, Vogatungu 23, Kópavogi, er látin. Eyþór Þórðarson kennari, Stekkjargötu 3, Neskaupstaö, lést fimmtudaginn 20.7. sl. ! Merkir Islendingar — Sigurður Thoroddsen verkfræðingur, yngri, fæddist 24. júlí 1902. Hann sonur Skúla Thoroddsens, alþm. og rit- stjóra, og k.h., Theódóru Thoroddsen skáldkonu. Sigurður var bróðir Bolla Thorodd- sens verkfræðings og bróðursonur Sig- urðar Thoroddsens eldra, verkfræð- ings og yfirkennara við Menntaskól- ann í Reykjavík. Sonur Sigurðar frá fyrra hjónabandi var Dagur Sigurðar- son skáld. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1919, cand.phil.-prófi frá Háskóla íslands 1920 og prófi í byggingarverkfræði frá Danmarks Tekniske Hojskole í Kaupmannahöfh 1927. Sigurður Thoroddsen Sigurður stofnaði verkfræðistofu 1932 og starfrækti hana til 1961 en stofnaði þá, ásamt samstarfsmönnum sínum, Verk- fæðistofu Sigurðar Thoroddsen sf. og var framkvæmdastjóri hennar til 1974. Sigurður er á efa einn þekktasti verkfræðingur þjóðarinnar, fyrr og síðar, og hafði geysileg áhrif á sviði verkfræði og mannvirkjagerðar. Hann gerði uppdrætti og áætlanir fyrir fjölda stórframkvæmda, s.s. dráttar- brautir, hafskipabryggjur, vatnsveitur, holræsagerð og fjölda virkjanafram- kvæmda. En Sigurður var einnig listfengur eins og margir frændur hans og hélt m.a. fjölda myndasýninga. Hann lést 29. júlí 1983. aiffliffffii Ámi Herberg Ketill Skúlason, Engimýri 6, Akureyri, lést laugardaginn 15.7. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 24.7. kl. 13.30. Sigrid Agnes Kristinsson bókasafns- fræöingur, Vesturbæ, Álftanesi, andað- ist sunnudaginn 16.7. Jarösungið veröur frá Bessastaðakirkju þriöjudaginn 25.7. kl. 13.30. Minningarathöfn um Guðrúnu Kristínu Skúladóttur White, sem lést í Banda- ríkjunum laugardaginn 1.7. sl., verður í Keflavíkurkirkju þriöjud. 25.7. kl. 14.00. Guöríður Þórarínsdóttir, sem lést þriðju- daginn 18.7. sl., verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 26.7. kl. 13.30. Guöni Þórðarson gullsmiður, Egilsgötu 22, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjud. 25.7. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.