Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 32
 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Opel Vectra Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2000 Miklir vatnavext- ir á hálendinu Miklir vatnavextir voru um helg- ina í öllum ám á suðurhálendinu. Nokkrar ár urðu ófærar og aðrar ill- færar. Meðal annars fór vegurinn sem liggur upp að Sólheimajökii í sundur en Vegagerðin gerði fljótt við hann. Þrátt fyrir mikla vatna- vexti gekk allt stórslysaiaust fyrir sig og farið er að sjatna í ánum. Lög- reglan í Rangárvailasýslu vill þó minna fólk á að ámar eru margar grafnar og geta verið krappar og stórgrýttar. Ferðalangar eru því beðnir um að fara varlega yfir ár á suðurhálendinu. Einnig fór Húsavikurlögreglan í eftirlit upp á hálendið í gær til að huga að ferðamönnum þar sem miklir vatnavextir hafa verið í ám á því svæði, sem og annars staðar á landinu. Að sögn lögreglunnar á ^ Húsavík festist einn bíll í Lindaá fyrir klaufaskap ökumannsins. Bif- reið úr Herðubreiðarlindum dró bíl- inn að landi. Enginn slasaðist við atvikið. -SMK Villtist í þoku á Fimmvörðuhálsi Leit var gerð að konu sem villtist í þoku á Fimmvörðuhálsi aðfaranótt sunnudagsins. Konan, sem er tæplega fertug og reynd fjallakona, var á leið í : skála Útivistar á Fimmvörðuhálsi. ''”>Hún hafði farið á bíl sínum upp Skógaheiðina en skildi hann eftir við vaðið á Skógaá sem var ófær. Konan fór yflr ána á göngubrú og gekk svo í áttina að skálanum, en vegna mikillr- ar þoku tapaði hún áttum. Hún hélt þó ró sinni og hringdi um miðnætti úr farsíma sínum í skálaverði í Básum í Þórsmörk. Hún bjó svo um sig í svefn- poka sínum sem hún hafði meðferöis. Skálaverðirnir höfðu svo samband við Neyðarlínuna. Björgunarsveitir voru gerðar út frá Vík í Mýrdal og Hvols- velli sem fundu konuna vel haldna í svefnpokanum um fimmleytið um morguninn. Þá var enn svartaþoka á svæðinu. Björgunarmenn fylgdu henni svo að skála Útivistar og skildu ^ hana þar eftir þar sem ekkert amaði að konunni. -SMK Fíkniefni í fórum þriggja ungmenna Lögreglan í Reykjavík fann fíkni- efni í fórum þriggja ungmenna um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags- ins. Fólkið var á ferð í bíl í austurbæ borgarinnar þegar lögreglan stöðvaði það. Að sögn lögreglunnar i Reykjavík kviknaði grunur um fíkniefni í bíln- um við viðræður og hefðbundið eftir- lit. Leit í bílnmn leiddi í ljós lítilræði af efni sem talið er vera amfetamín. Fólkið, sem er allt undir tvítugu, ; ;<* var handtekið og verið er að rannsaka málið. -SMK DV-MYND G. BENDER Skírn við Kristnapoll „Munnmælasögur segja aö menn hafi verið skíröir viö Kristnapoll í Laxá í Dölum fyrir þúsund árum og þess vegna hafi hann veriö svona fengsæll fyrir veiöimenn. Þetta er besti veiöistaöurinn í ánni, “ sagöi Óskar Ingi tngason, sóknar- prestur í Búöardal, en hann skíröi þau Jón Bald ogJarþrúöi Pálmeyju viö hylinn í gærdag. Lax stökk í hyinum nokkrum sinnum meöan athöfnin stóöyfír.. Höf uðborgarsvæðiö: Innbrotafaraldur í bíla - lögreglan sendir út viðvörun Lögreglunni í Kópavogi var til- kynnt um innbrot í sex bíla í gær, sunnudag. Líklegast þykir að innbrot- in hafi verið framin aðfaranótt sunnu- dagsins og voru bílarnir um allan Kópavogsbæ. Þjófamir höfðu á brott með sér geisladiska, hátalara og fleira og unnu skemmdir á þeim bílum sem þeir brutust inn í. Eigandi eins bílsins sá til tveggja pilta um tvítugt við bíl sinn um hálfsexleytið í gærmorgun en þeir hlupu á brott er þeir urðu eigand- ans varir. „Það er full ástæða til þess að benda á og vara fólk við því að skilja verðmæti eftir í bílunum. Það má segja að það sé ávísun á innbrot ef þjófarnir verða varir við einhver verðmæti í bílunum. Þeir víla ekki fyrir sér að brjóta rúður, eins og dæm- in sanna,“ sagði Þröstur Hjörleifsson, varðstjóri í Kópavogi. Lögreglan í Reykjavík hefur sent frá sér fréttatilkynningu þess efhis að undanfarið hafi borið mikið á inn- Bílainnbrot Mikiö hefur verið um þjófnaö úr bíl- um á höfuöborgarsvæöinu upp á síökastiö. brotum í bíla víðs vegar um borgina. Að sögn lögreglunnar virðast þjófarn- ir aðallega vera á höttunum eftir hljómtækjum, en í um 70 prósentum tilfella hafa þeir haft á brott með sér hluti sem skildir eru eftir í bílunum, svo sem töskur með ýmsum verðmæt- um varningi, farsímum, dýrum verk- færum og jafvel fistölvum. „Fólk ætti að varast að geyma verð- mæti í bílum meira en nauðsyn er, heldur taka með sér hluti svo sem handtöskur, seðlaveski og geisladiska. Einnig má benda fólki á að setja þjófa- vamarkerfi í bíla sína,“ sagði Sveinn Ingiberg Magnússon lögreglufulltrúi í viðtali við DV í gær. í fréttatilkynningunni segir að hanskahólfið sé alls ekki öruggasti geymslustaðurinn í bílnum, því þjófar leita þar fyrst ef þeir á annað borð brjótast inn í bílinn. Einnig vill lög- reglan minna ökumenn á að ef bílum er lagt í dimm skot og fáfarin húsa- sund eiga bílaþjófar auðveldara með að athafna sig f friði. -SMK Miklar seinkanir hjá Flugleiðum um helgina: Töluvert kostnaðarsamt Kveikti í buxun- um sínum Eldur kviknaði í íbúð f Rofabæ um hádegisbilið í gær. Að sögn slökkvi- liðsins í Reykjavík kom eigandi íbúð- arinnar góðglaður heim eftir gleðskap nóttina áður, þegar svo óheppilega vildi til að það kviknaði í buxunum hans. Maðurinn reif sig úr buxunum og henti þeim á parketgólf, sem skemmdist við atvikið. Ibúi annars staðar í húsinu varð var við reykjar- lyktina og kallaði á slökkviliðið. Mað- urinn slasaðist ekki við atvikið og íbúðin er óskemmd fyrir utan skemmdimar á parketinu og reykjar- lykt. -SMK Sex bílar skemmdust Ökumaður missti stjórn á bíl sínum í hringtorginu við Ánanaust og Hring- braut um kvöldmatarleytið á fostu- dagskvöldið, með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af veginum, yfir graseyju og skemmdi fimm mann- lausa bíla sem lagt hafði verið í bíla- stæði fyrir framan pitsusölustað. Öku- maðurinn slapp ómeiddur en bílamir sex em talsvert skemmdir. -SMK .... . . .. DV-MYNDINGÓ Miklar skemmdlr Eldur kom upp í íbúö á annarri hæö húss í Njörvasundi. íbúð mikið skemmd eftir eld Mannlaus íbúð í Njörvasundi skemmdist mikið í eldi um fimmleyt- ið á sunnudagsmorgun. íbúi í kjallara hússins vaknaði við reykjarlykt sem barst ofan af miðhæðinni. Hann hringdi á slökkviliðið i Reykjavík og tókst að gera íbúum efstu hæðar húss- ins viðvart. Fólkið komst hins vegar ekki út af sjálfsdáðum og björguðu reykkafarar slökkviliðsins því út á nærklæðunum. Pilturinn úr kjallaraibúðinni var sá eini af íbúunum sem fluttur var á slysadeild vegna reykeitrunar en hún reyndist ekki mjög mikil. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagnstæki í eldhúsi íbúðar- innar. fbúðin á miðhæðinni er mikið skemmd og talsverðar skemmdir eru af reyk í hinum tveim ibúðunum, þó heldur meiri í risinu. Slökkviliðið í Reykjavík vill minna fólk á að taka öll rafmagnstæki önnur en frystikistu og ísskáp úr sambandi þegar það fer í ferðalög og skilur íbúð- ir sínar eftir mannlausar. -SMK - segir Einar Sigurðsson framkvæmdastjóri Vél Flugleiða sem átti að fara í loftið kl. 10 á föstudags- kvöldið áleiðis til Keflavíkur frá Heathrow-flugvelli í Lundúnum seinkaði svo mjög að farþegar komust ekki til síns heima fyrr en um hádegisbilið í gær. OIli þetta mikilli keðjuverkan á öðrum flugleiðum félagsins og seinkaði flugi til Glasgow frá Keflavík um tíu tíma en flugi til Mílanó um sjö tíma. Seinkan- ir urðu einnig á flugi til Óslóar, Amsterdam og Stokkhólms. Keðjuverkun myndast við vélarbilun Einar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri hjá Flugleiðum, segir nær ómögulegt aö koma í veg fyrir tafir SigurSsson. vegna bilana: „Á veturna eig- um við stundum ónýtta flutn- ingsgetu en á sumrin fljúgum við með 6000 manns á dag og þvi allar vélar fullnýttar. Þeg- ar vél bilar myndast keðju- verkun sem tekur um það bO sólarhring að jafha út. Það segir sig sjálft að allt of dýrt er að eiga varavél á jörðu niðri sem kostar þrjá og hálf- an milljarð. Það myndi ljós- lega hækka miðaverð til muna.“ Ein- ar leggur áherslu á að Flugleiðir kappkosti að gera vel við þá sem lendi í óþægindum og i raun meira en kveði á um í farmiðaskilmálum. Hver er kostnaðurlnn? En hversu mikill skyldi kostnaður Flugleiða vera af seinkunum sem þessum: „Það segir sig sjálft að þegar 300-400 farþegum seinkar, og jafnvel þarf að koma þeim fyrir á hóteli, hlýst af því töluverður kostnaður. Hann veldur þó engum straumhvörfum fyrir heildarveltu samstæðunnar sem skiptir milljöröum.“ Hvaó um óbeinan kostnoö líkt og slœmt umtal?" „Við vitum auðvitað aldrei hversu hár hann er. Maður gefur sér að óá- nægja spyrjist út. Við leggjum aftur á móti mikið upp úr góðri þjónustu og látum óháð matsfyrirtæki meta hana reglulega og komum jafnan vel út í samanburði við önnur flugfélög. Von- andi vegur það upp á móti seinkunum sem þessum en þær eru sem betur fer sjaldgæfar." -BN Pantið í tíma dajai í Þjóðhátið 11 FLUGFÉLAG ÍSLAND5 570 3030 m i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.