Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2000 21 Sport unglinga 5. flokkurinn hjá KA: Með fimmtán lukkudýr Fjórða mótið - hjá Rósu sem varð meistari með Breiðabliki KA-stelpur stóðu sig mjög vel á Gull- og silfurmótinu að þessu sinni og þá sérstaklega í fimmta ílokki. A-liðið endaði þar í þriðja sæti eftir mikla keppni við Breiðablik og KR. KA-stelpur voru svolítið óheppnar í úrslitaleiknum og greinilegt að öll lukkudýrin þeirra náðu ekki að skila sínu hlutverki nógu vel að þessu sinni en það kemur annar dagur og annað mót. Þau settu aftur á móti mik- inn svip á liðið eins og sést hér á myndinni til hliðar. Alls voru stelpumar með 15 lukku- dýr af öllum stærðum og gerð- um eða meira en eitt á mann. Tvíburasystur hjá KA Laufey og Björk Bjömsdæt- ur em 11 ára og lykiileikmenn i fimmta flokks liði KA. Björk stendur vaktina vel í markinu og fékk aðeins á sig fjögur mörk í sex leikjum en Laufey var allt í öllu í sókninni og skoraði eða lagði upp ófá mörkin. Laufey var kát þegar ung- lingasíðan hitti hana á laugar- deginum. Laufey sagði mótið hafa verið skemmtilegt og lið- inu hefði gengið vel. Laufey sagði þær hafa verið orðnar þreyttar eftir marga leiki en þetta hafi jafnframt verið mjög gaman. Þær hafa æft lengi saman og því gekk spilið vel. Báðar hafa stelpumar æft síðan þær vora fimm ára eða í sex ár. Bróðir þeirra Heimir er líka á fullu í fótboltanum og þjálfari hans hvatti stelpurnar tU að byrja að æfa sem þær gerðu og sjá ekki eftir því í dag. -ÓÓJ Rósa Hugósdóttir úr Breiðabliki sýndi að taugamar era í lagi hjá henni þegar hún steig fram í úrslitaleik Breiðabliks og KA í 5. flokki A og tryggði sínu liði sigur á mótinu úr vítaspymu. „Ég vissi að markvörðurinn væri litiil þannig að ég renndi boltanum bara fram hjá honum í homið og þetta var ekkert mál,“ sagði Rósa um um- rætt víti. „Þetta er fjórða Gull og siif- urmótið mitt og það hefur verið mjög skemmtilegt. Við börðumst vel í úr- slitaleiknum og gerðum engin mistök og þess vegna unnum við. Við unnu alla leikina okkar á mótinu þar af KR, 1-0, Val, 8-0, og KA, 1-0, í úrslitariðl- inum,“ sagði Rósa ánægð eftir úrslita- leikinn. Rósa og félagar hennar í Breiðabliki æfa fjórum tU funm sinnum í viku og það er fráhær stemning í hópnum sem sást vel í úrslitaleiknum þar sem þær gáfu allt sitt og börðust hver fyrir aðra. Það eru líka allar fyrirliðar í Breiðabliksliðinu því þær skiptast á vera í forystu fyrir lið sitt milli leikja og fá því allar að kynnast því ábyrgð- arhlutverki í fótboltanum. -ÓÓJ Það rigndi svolítið á stelpurnar á Gull- og silfurmótinu fyrstu tvo dagana en þær létu það ekkert á sig fá og hér sjást þrjár Eyjastúlkur úr 6. flokki sem laumuðu sér undir regnhlíf þegar færi gafst milli leikja. Þær eru frá vinstri: Þóra Sigurjónsdóttir, Elín Ósk Gunnarsdóttir og Erna Dögg Hjaltadóttir. Eyjastelpur unnu tvöfalt í 6. flokki á mótinu. Tvö erlend lið tóku þátt í Gull- og silfurmótinu að þessu sinni. Hér að ofan sjást stelpurnar úr 3. flokki Sverresborg frá Noregi en norsku stelpurnar enduðu í 10. sæti á mótinu eftir aö hafa tapað fyrir KR, 1-2, í leik um níunda sætiö. Tilboðsdagar Takkaskór - íþróttaskór No%-70% afsláttur 24. júlí-4. ágúst Góð kaup fyrir fríið Sendum í póstkröfu Ármúla 36, Reykjavík, sími 588 1 560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.