Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 6
22 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2000 Sport A brautinni Keniamönnunum Daniel Komen, heimsmethafa í 3000 m hlaupi, og Christopher Kosgei, heimsmeistara í 3000 m hindrun- arhlaupi, tókst hvorugum aö tryggja sér sæti i ÓL-liði Kenía á úrtökumóti nú um helgina. Komen hætti vegna eymsla í maga og Kosgei brást á enda- sprettinum, aldrei þessu vant, og varö fjórði. Landi þeirra, maraþon- hlauparinn Moses Tanui, sem tvisvar hefur unnið Boston- maraþonið, hefur verið settur út úr ÓL-liðinu ásamt tveimur öðr- um. Ástæðan er sögð sú að þeir séu ekki í nógu góðu formi en hópur þjálfara var fenginn til að meta ástand hlauparanna. Tanui er að vonum ösku- vondur og segir þessa ákvörðun fáránlega, þjálfaramir geti lítið um það sagt í hvemig formi hann sé, hann fari það leynt með æfíngar sínar. Norómaðurinn Vebjorn Ro- dal hefur sagt að líklega muni hann leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í Sydney. Þessi 27 ára Ólympíumeistari í 800 m hlaupi frá 1996 segir líkamann vera farinn að slitna af öllum hlaupunum og að leikarnir í haust henti vel sem síðasta mót. Regina Jac- obs, sem tvisvar hefur hreppt silf- urverðlaun á heimsmeistara- mótum í 1500 m hlaupi kvenna, hljóp á besta tíma ársins í 5000 m hlaupi og setti bandarískt met á föstudag á tímanum 14:45,35 mín. Hin 36 ára Jacobs sigraði einnig í 1500 m hlaupinu á mótinu og varð fyrst til að vinna tvær greinar. Hún ætlar að einbeita sér að styttri vegalengdinni á ÓL. Tugþrautarkappinn Chris Huffins, sem er íslendingum vel kunnur, var talinn líklegur til að vinna i þrautinni á mótinu eftir að Dan O’Brian tilkynnti að hann yrði ekki með. Það fór hins vegar svo að Tom Pappas sigraði og bætti árangur sinn nokkuð og náði 8467 stigum, tæpum tvö hundruð stigum meira en Huflins. Ólympíumeistarinn í þrí- stökki frá því Atlanta, Kenny Harrison, komst ekki áfram í úrslit greinarinnar, stökk aðeins 16,15 m, og fer þvi ekki á leikana í Sydney. Tegla Loroupe, keníski heimsmethaflnn í maraþon- hlaupi kvenna, mun keppa í 10.000 m hlaupi á Ólympiuleik- unum auk maraþonsins. Hún vann í greininni á úrtökumóti Kenia á 32:13,50 mín. Derrick Adkins, Ólympíu- meistari í 400 m grindahlaupi frá 1996, hefur ákveðið að leggja hlaupaskóna á hilluna eftir að honum tókst ekki að komast í ÓL-lið Bandaríkjanna fyrir leik- ana í Sydney. Adkins hefur þjáðst af þunglyndi síðan fyrir leikana 1996 og hóf eftir leikana að taka lyf við kvillanum. Þrátt fyrir aö hafa hætt á lyfjunum nokkru fyrir úrtökumótið urðu þau til þess að hann náði sér ekki á strik. Merlene Ottey, fertugu hlaupadrottningunni, tókst ekki að tryggja sér sæti í 100 m hlaup- inu á ÓL þar sem hún varð að- eins fjórða á úrtökumóti Jamaíku. Búast má við að hún fari samt á leikana og verði í boðhlaupsliði þjóðar sinnar. -ÓK ^ Meistaramót Islands í frjálsum íþróttum: Ut í veður og vind - ágætur árangur í Laugardalnum þrátt fyrir leiðindaveður Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum, aðalhluti, fór fram um helgina á Laugardalsvellinum. Veðr- ið setti nokkurt strik í reikninginn báða dagana. Á laugardag gekk á með skúrum og vindur var allnokk- ur og strekkingsvindur á sunnudag en árangur var eftir atvikum mjög góður. Jón Arnar yfir íslandsmetiö Fyrri dagurinn var dagur Jóns Arnars Magnússonar en hann varð íslandsmeistari í 100 m hlaupi, 110 m grindahlaupi, langstökki, þar sem hann stökk lengra en gildandi ís- landsmet hans en í ólöglegum vindi, og 4x100 m boðhlaupi og i þremur fyrstu greinunum á um hálftíma. Á sunnudeginum bætti hann síðan 200 m hlaupinu við en lét síðan þar við sitja enda nóg fram undan. Jón sagði í samtali við DV-Sport að hann væri sáttur við árangurinn, miðað við aðstæður og að hann kenndi sér einskis meins og væri því vel stemmdur fyrir tugþrautarmótið í Talance um næstu helgi. Þar yrðu flestir þeir sterkustu með og því von um gott mót. Fast á hæla Jóni Arnari i bæði 100 m og 200 m hlaupunum kom 18 ára drengur, að nafni ívar öm Indriða- son, sem keppir fyrir Ármann. fvar er efnilegur hlaupari og vert að fylgj- ast með honum í framtíðinni. Þórey Edda Elísdóttir, FH, og Vala Flosadóttir, ÍR, stangarstökkvarar og Ólympíufarar, kepptu einnig á mót- inu en eins og í svo mörgum öðrum greinum varð vindurinn til þess að árangurinn varð ekki sá besti. Guðrún Amardóttir var einnig á fleygiferð um helgina og sýndi enn og aftur af hveiju hún hefur náð svona langt í sinni grein, 400 m grindahlaupi. Hún, eins og aðrir, sagði þó að árangurinn á mótinu væri vart til að byggja á en þó liti hún til þess aö vel hefði tekist til hjá sér á fyrstu 200 m í grindinni. Hún hefði loks náð þeim skrefafjölda sem hún hefði verið að stefna að. Guðrún sagðist vera orðin nokkuð góð af hásinameiðslunum sem hafa verið að hrjá hana og að hún væri í góðu formi. Næsta mót hjá Guðrúnu er í Casablanca í Marokkó á fímmtudag. Björgvin sterkur Björgvin Víkingsson, 17 ára FH- ingur, hefúr verið á mikiiii uppleið að undanfornu og sýndi svo um munaði að þar er á ferð sterkur hlaupari. Hann varð annar í 400 m hlaupi á 49,5 sek. og bætti sig þar um hálfa sekúndu sem verður að teljast frábært. í gær gerði hann sér lítið fyrir og sigraöi í 800 m hlaupi á 1:57,0 mín. og varð á undan þremur landsliðsmönnum, Daða Rúnari Jónssyni, FH, Sigurbimi Áma Ama- grímssyni, HSK, og Bimi Margeirs- syni, UMSS. Björgvin var að vonum ánægður með árangurinn. ég er mjög áhugasamur um það sem ég er að gera og það heldur mér í þessu. Það er mjög gott unglingastarf hjá FH, haldið mjög vel utan um þetta, aðstaðan er góð, góðir félagar og við krakkarnir erum samvisku- söm. Það var mjög gaman að vinna strákana í 800 metrunum en ég átti satt að segja ekki von á þessu. Hlaup- ið fór það hægt af stað að ég gat nýtt hraðann í lokin þar sem ég er 400 m hlaupari. Stefnan er eflaust sett á 800 metrana í framtíðinni, ég verð bara aö sjá hvemig hraðinn þróast. Síðan væri gaman að prófa 400 m grinda- hlaup líka,“ sagöi Björgvin. Vigdís náði ekki lágmarkinu Vigdís Guðjónsdóttir, spjótkastari úr HSK, er einn þeirra íslendinga sem eygja möguleika á Ólympíulág- marki en því miður kom það ekki á mótinu um helgina. Vigdís hefur kastað heldur styttra í ár en í fyrra og á enn nokkuð í það að ná lág- markinu. „Það verður bara reynt aftur á næsta móti, þó svo ég sé ekki búin að skipuleggja það enda nýkomin heim. Ég er ekki búin að kasta eins mikið og í fyrra og þarf að fá fleiri mót. Ég byijaði að kasta í apríl í ár en í nóv- ember í fyrra. Ég sé alveg þessa 57 metra fyrir mér. Yfirleitt hef ég kastað lengra á mótum en á æfmg- um, ég er svo mikil keppnismann- eskja. Upp á síðkastið hef ég verið að kasta betur á æfingum en ég hef trú á því að þetta sé allt að koma. Það er smápirringur og stífleiki í mér en annars er allt í lagi,“ bætti Vigdís við. Vindurinn stríddi Magnúsi Magnús Aron Hallgrímsson, kringlukastari úr HSK, hefur nú þeg- ar tryggt sér farseðilinn á ÓL en fékk um helgina öfluga keppni frá sex er- lendum keppendum. Vindurinn stríddi kringlukösturunum eins og öðrum og því var árangurinn ekki afgerandi en þó var Vésteinn Haf- steinsson, þjálfari Magnúsar, nokk- uð ánægður og sagði Magnús oft hafa kastað verr, vindurinn hefði einfaldlega verið erflður við að eiga Magnús sjálfur var einnig nokkuð sáttur. „Þetta var nú alveg þokkalegt, miðað við aðstæður, ég var að von- ast eftir 60 m í dag. Það hefði verið gott en vindurinn var beint á móti. Tæknin er í nokkuð góðum skorðum en það er alltaf hægt að laga eitt- hvað. Samt sem áður var þetta ágætt tæknilega í dag, þó svo að mér tækist ekki alveg að klára þetta. Það er nokkuð sem við þurfum að vinna í næstu daga og vikur.“ Magnús er að fara á fyrsta stór- mót sitt í haust þegar hann fer á ÓL. Hann er nokkuð brattur fyrir mótið og segir ekkert að hræðast. „Mér líð- ur mjög vel, ég er spenntur fyrir mótið og bíð eftir að sýna það sem í mér býr, bíð spenntur eftir að kom- ast í hringinn. Ég ber fullkomna virðingu fyrir mönnum eins og Lars Riedel en ég hræðist þá ekki, þeir eru bara mannlegir og því ekkert að hræðast. Ólympíuleikamir eru bara byijunin. Þetta verður góð reynsla og vonandi að maður nái að sýna það sem í manni býr,“ sagði Magnús Aron. Það leiðinlega við mótið var hversu illa er búið að frjálsum íþróttum á þjóðarleikvanginum. Það voru engar línur í kastgeirum, grindur komu seint á brautina og kastbúrið er skammarlega lélegt. Ljóst er að þama er úrbóta þörf. -ÓK Guðrún Arnardóttir kemur fyrst í mark í 200 m hlaupinu. DV-myndir E.ÓI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.