Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 8
24 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2000 MÁNUDAGUR 24. JÚLl 2000 25 Sport Einkunnagjöf DV’Sport ÍBV-ÍA 1-0 ÍBV (4-4-2) Birkir Kristinsson ...............5 Hjalti Jóhannesson................3 Páll Almarsson....................3 Hlynur Stefánsson.................4 Bjarni Geir Viðarsson ............3 Momir Mileta......................2 Hjalti Jónsson ...................3 Goran Aleksic ....................2 Ingi Sigurðsson ..................4 (74.., Baldur Bragason ..........1) Jóhann Möller.....................2 Steingrímur Jóhannesson...........2 ÍA (4-5-1) Ólafur Þór Gunnarsson ............3 Pálmi Haraldsson..................3 Sigurður Jónsson..................4 Alexander Högnason ...............4 ( 83., Hjálmar D. Hjálmarsson....-) Sturlaugur Haraldsson.............3 Kári Steinn Reynisson.............2 Jóhannes Harðarsson...............4 Grétar Steinsson .................3 Haraldur Hinriksson ..............3 Baldur Aðalsteinsson..............3 (78., Hjörtur Hjartarsson........-) Hálfdán Gíslason .................2 (59., Jóhannes Gíslason..........3) Keflavík-KR 1-0 Keflavík (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson ...........4 Mark McNally ......................3 Ragnar Steinarsson ................3 Garðar Newman......................4 Paul Shepard.......................4 Gunnar Oddsson .....................5 Zoran Ljubicic.....................5 Guðmundur Steinarsson .............4 (55., Kristján Brooks.............3) Hjáimar Jónsson ...................3 Hjörtur Fjelsted...................4 Þórarinn Kristjánsson ..............3 Kristján Brooks....................3 KR (4-4-2) Kristján Finnbogason...............3 Bjami Þorsteinsson.................3 Þormóður Egilsson..................3 Sigurður Öm Jónsson ...............3 Sigursteinn Gíslason ...............3 (77., Þorsteinn Jónsson...........-) Einar Þór Daníelsson...............3 (61., Jóhann Þórhallsson..........2) Sigþór Júlíusson ...................2 (63., Amar Jón Sigurgeirsson......2) Þórhallur Hinriksson...............3 tvar Bjarklind .....................2 Andri Sigþórsson...................3 Guðmundur Benediktsson .............3 Einkunnaskali DV-Sport 6.......................Stórkostlegur 5........................Mjög góður 4...............................Góður 3........................t meðallagi 2 .............................Slakur 1.......................Mjög lélegur .............Takmörkuð þátttaka Á vió um einkunnir leikmanna, dómara og gœði leikjanna sjálfra. 0 V I LANDSSÍMA *fr2000 Fylkir 11 6 4 1 25-10 22 Grindavík 10 5 4 1 13-5 19 KR 11 5 3 3 15-10 18 ÍBV 11 4 5 2 15-9 17 ÍA 11 4 3 4 9-9 15 Keflavík 11 4 3 4 12-18 15 Fram 10 3 3 4 11-13 12 Breiðablik 10 4 0 6 13-17 12 Leiftur 10 1 4 5 11-23 7 Stjarnan 9 1 1 7 3-13 4 Markahæstir: Markahæstir: Guömundur Steinarsson, Kefl. ... 8 Andri Sigþórsson, KR..............7 GylG Einarsson, Fylki.............6 Sverrir Sverrisson, Fylki ........6 Hreiðar Bjamason, Breiðabliki ... 5 Ólafur Örn Bjamason, Grindavík . 5 Naumur sigur - Eyjamanna á sterkum Skagamönnum Eyjamenn tóku á móti Skagamönn- um á Hásteinsvelli á laugardag. Leik- urinn var íjörugur og hraður en gæð- in kannski ekki mikil þrátt fyrir ákjósanlegar aðstæður. Liðin skipt- ust á að sækja en það var Hlynur Stefánsson sem tryggði ÍBV sigur, annan leikinn í röð, lokatölur 1-0 Það leit ekki út fyrir að Eyjamenn færu með sigur fyrsta stundarfjórð- unginn í leiknum. Skagamenn gengu mun ákveðnari til verks og voru meira með boltann en það kom í hlut Eyjamanna að verjast. Fyrsta færiö áttu gestimir snemma leiks þegar Kári Steinn Reynisson átti fastan skalla að marki ÍBV en Eyjamenn björguðu á marklínu. Hinum megin komst Ingi Sigurðsson síðan í gott færi en nú voru það Skagamenn sem björguðu á línu. Um miðjan fyrri hálfleik datt leik- urinn nokkuð niður og fór aðallega fram á miðjunni. Skagamenn áttu síðasta orðið í hálfleiknum þegar Har- aldur Hinriksson átti þmmuskot sem endaði í markinu en boltinn breytti um stefnu á Kára Steini sem var rétti- lega dæmdur rangstæður. Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri en nú vom það Eyjamenn sem sóttu meira. Ingi Sigurðsson var áberandi í upphafí hálfleiksins og einnig Hlynur Stefánsson sem er greinilega búinn að finna leiðina að markinu og á 52. mínútu átti hann þrumuskot i stöngina eftir horn- spymu Inga. Þegar um 20 mínútur vom eftir af leiknum gerðist umdeilt atvik þegar Hlynur og Jóhannes Gíslason hlupu saman í kapphlaupi um sendingu inn fyrir vöm ÍBV. Skagamenn heimt- uðu brottrekstur en Hlynur bar af sér allar sakir. Nokkurt rifrildi varð eft- ir þetta og létu leikmenn beggja liða eins og leikskólakrakkar um tíma. Áfram hélt leikurinn og Hlynur þakk- aði fyrir sig og skoraði sigurmarkið þegar 14 mínútur vora eftir. Minnstu munaði að Skagamenn næðu að jafna á lokasekúndunum en vamarmenn ÍBV komust fyrir skot Kára Steins. Eyjamenn hafa ekki tapað á Há- steinsvelli í rúmlega þrjú ár og virð- ast ekki ætla að gera það í ár. Liðið er á mikilli uppleið, er nú komið í fjóröa sæti og á eftir að sækja mjög að toppnum. Skagamenn spiluðu þrátt fyrir tap- ið ágætlega í gær en verða að nýta þau færi sem þeir fá og það er vissu- lega mikið skarð sem Une Arge skilur eftir sig. „Þetta var jafn leikur en það er alltaf sárt að tapa leikjum, sérstaklega þegar maður fær tiu dauðafæri sem nýtast ekki. Ég er mjög ósáttur við dómgæsluna í seinni hálfleik en svona em dómaramir, þora ekki að taka ákvarðanir þegar á reynir, því miður. En við eram aular, við áttum að nýta færin,“ sagði Ólafur Þórðar- son eftir leikinn. „Það er alltaf gaman að vinna. Þetta var nauðsynlegt fyrir okkur upp á stöðuna að gera. Núna eram við í efri hluta deildarinnar þar sem við viljum vera. Við vissum að ef við næðum að setja eitt mark þá mundi þetta koma hjá okkur. Við tókum okk- ur á í seinni hálfleik og tókst að setja eitt á þá. Ég ætla að vona að við séum komnir á beinu brautina. Stjaman er næst og við eigum ekki eftir að van- meta þá, “ sagði Birkir Kristinsson, besti maður vallarins. -jgi Hálfleikur: 0-0 Leikstaóur: Hásteinsvöllur. Áhorfendur: 600. Dómari: Ólafur Ragnarsson (3). Gœði leiks: 3. Gul spjöld: Ingi, Hlynur (xxxx), Alexander, Jóhannes G. (ÍA) Skot: 7-12. Horru 9-6. Aukaspyrnur fengnar: 20-11. Rangstöður: 1-3. Markið: 1-0 Hlynur Stefánsson (76., eftir hornspyrnu Baldurs Bragasonar). Maður leiksins: Birkir Kristinsson, ÍBV Keflavík-KR: Fullt hús - Keflavík vann KR í þriðja sinn í sumar Keflavík og KR mættust í Keflavík í gærkvöld í 11. umferð íslandsmóts- ins og sigraðu heimamenn 1-0. Kefl- víkingar eru búnir að fara illa með íslands- og bikarmeistara KR í sum- ar því þeir slógu þá út úr bikam- um og hafa sigrað í báðum leikjun- um á íslandsmótinu. Leikurinn var hin ágætasta skemmtun en það var mark Zoran Ljubicic á 77. mínútu sem skildi liðin í lokin og þar með kórónaði Zoran frábæran leik sinn. „Það er alltaf gaman að skora, sama á móti hverjum það er. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur og er sigur liðsheildarinnar. Við bitum allir á jaxlinn og gáfumst aldrei upp,“ sagði Zoran sigurreifur eftir leikinn. Það vora KR-ingar sem byrjuðu leikinn betur. Guðmundur Bene- diktsson fékk tvö ágætis færi en var óheppin með skot sín. Hjálmar Jónsson hefði getað komið heima- mönnum yfir á 10. mínútu þegar hann komst inn fyrir en var of seinn að athafna sig og Sigurður öm náði að koma í veg fyrir mark. Á 25. minútu átti Garðar Newman hörku- skalla í þverslána eftir homspymu og þar var heppnin með gestunum. Svona gekk þetta fram og til baka, bæði lið sköpuðu sér ágætis færi í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur fór rólega af stað og það var ekki fyrir en á 60. mínútu að Kristján Brooks fékk fyrsta færið, þegar hann komst upp vinstra megin en Kristján Finnboga- son lokaði markinu vel. Skömmu síðar komst Guðmundur Benedikts- son í gegnum vöm Keflavíkur en hélt boltanum allt of lengi og færið fjaraði út. Á 77. mínútu fékk Zoran Ljubicic fína sendingu frá Hirti Fjelsted inn á teigin og nýtti plássið vel og skoraði öragglega hjá Kristjáni. Heima- menn féllu ekki í þá gildra að pakka í vöm heldur héldu áfram að spila sinn leik. Gestimir náðu ekki að skapa sér nógu góð færi í lokin og urðu að sætta sig við þriðja ósigur sinn fyrir Keflavík í sumar. Sigur Keflavíkur verður aö telj- ast óvæntur þrátt fyrir að hafa sigr- að KR tvisvar áður í sumar. Vöm- in var nokkuð breytt þar sem vant- aði lykilmenn en hún stóð sig vel. Á miðjunni var Gunnar Oddsson ómet- anlegur að vanda og vann vel. Eins og svo oft áður í sumar áttu KR-ingar finan fyrri hálfleik en ekki nógu góðan seinni hálfleik. Þetta er eitthvað sem liðið þarf að vinna úr. Þrátt fyrir þennan ósigur eru KR- ingar i toppbaráttunni og geta enn unnið mótið. Félagið hefur oft séð það svartara en þetta og nú reynir á samstöðuna í liðinu. -BG DV DV Sport Bland í Nýkjörinnforseti Real Madrid, Florentino Perez, leitar nú ákaft að sóknarmanni til að fylla skarð Nicolas Anelka sem á dög- unum var seldur til Paris Saint Germain. Michael Owen er efstur á óskalista hans og er Perez tilbúinn að greiða allt að 25 milij- ónum punda fyrir strákinn. Gerrard Houllier, stjóri Liverpool, er þó ekki á sama máli og harðneitar því að Owen sé á leið frá Liverpool. ítalska milljónaliðió Internazionale frá Mílanó hefur mikinn áhuga á kollega Owens, íranum Robbie Keane. Inter ætlaði upphaflega að næla sér i David Di Michele frá Salernitana en hann reyndust of dýr. Nú gæti farið svo að ítalamir greiddu Coventry tiu miiljónir punda fyrir Keane en sú upphæð samsvarar rúmum milljarði króna, tilboð sem stjómarmenn Coventry geta vart staðist. Páll Guðmundsson spQaöi ekki með ÍBV á laugardaginn gegn ÍA. Ástæðan er sú að það flísaðist upp úr beini í hægri ökkla Páls í leik gegn Fylki í síöustu umferð. Ekki er enn vitað hversu lengi Páll verður frá, en búast má við í það minnsta þrem vikum. Alexander Högnason lenti í samstuöi við einn leikmann ÍBV og þurfti að yfirgefa völlinn eftir þau viðskipti. í ljós kom ljótur skurður á hægri fæti Álexanders og þurfti að sauma sjö spor i legginn á honum. Skagamenn komu til Eyja með Herjólfi á föstudaginn og gistu yfir nóttina. Ekki var flugfært eftir leikinn og þurftu þeir því að gista eina nótt i viðbót og taka Herjólf á sunnudaginn. Ekki létu þeir sér þó leiðast í Eyjum og sáust einhverjir kíkja við á Sumarstúlkukeppninni sem haldin var í sama húsnæði og Skagamenn gistu í. -AÁ/jgi Valur í úrslitaleikinn á Gothia Cup-mótinu Annar flokkur Vals-kvenna náði frábærum árangri um helgina þegar liðið komst alla leið í úrslitaleik á hinu fjölmenna móti Gothia Cup sem fram fer ár hvert í Svíþjóð. Valsstelpur töpuðu úrslitaleikn- um, 0-3, fyrir rússnesku úrvalsliöi, Diana, en árangur þeirra vakti mikla athygli enda sá langbesti sem íslenskt liö hefur náð á mótinu. Þjálfari liös- ins er Ásgeir H. Pálsson. -ÓÓJ Tryggvi skoraði Tryggvi Guðmundsson skoraöi eitt mark í sigri Tromso á Bryne, 2-3, og heldur því áfram að gera góða hluti eins og aðrir íslenskir knattspymumenn í Noregi. Lille- ström og Viking mættust í íslend- ingaslag en aöeins Auðun Helgason og Rúnar Kristinsson spiluðu í leiknum af þeim 5 íslendingum sem er á mála hjá liðunum. smáauglýsingar 550 5000 Fylkismenn fögnuðu vel og lengi á Ólafsfiröi f gær þar sem þeir unnu stórsigur á Leiftri, 1-7. DV-mynd Hilmar Þór Undanúrslit Coca-Cola bikarkeppni kvenna: KR-kraftur - í Frostaskjóli er KR vann Val, 6-2 1-0 Olga Færseth (5.) 1- 1 Bergþóra Laxdal (21.) 2- 1 Ásthildur Helgadóttir (28.) 3- 1 Olga Færseth (39.) 4- 1 Ásthildur Helgadóttir (45.) 5- 1 Ásdís Þorgilsdóttir (49.) 6- 1 Helena Ólafsdóttir (62.) 6-2 Ema Erlendsdóttir (81.) KR-stúlkur sigruðu Valsstúlkur með 6 mörkum gegn 2 í undanúrslit- um Coca-Cola bikarkeppninnar. Valsstúlkur mættu grimmar í vesturbæinn í noröansúldinni á fostudagskvöldið, ætluðu greinilega að gefa allt sem þær áttu til að kom- ast í bikarúrslitin. Þær sóttu af miklum krafti í byrjun leiks, þó á kostnað vamarinnar sem opnaðist illa þegar Olga Færseth fékk stungusendingu frá Guðlaúgu Jóns- dóttur. Valsstúlkur héldu þó sókn- inni áfram og áttu nokkur hættuleg færi, m.a. átti Rakel Logadóttir skot i þverslá úr aukaspymu. Þessi stórsókn þeirra skilaði þeim þó aðeins einu marki þegar Ásgerður H. Ingibergsdóttir komst ein í gegn en lagði boltann til hliðar á Bergþóru Laxdal sem skoraði. Tvö mörk KR upp úr miðjum fyrri hálf- leiknum hleyptu öllum vindi úr Valsstúlkum og sáu þær varla til sólar það sem eftir lifði leiks á með- an KR-stúlkur léku við hvum sinn fingur og það var aðeins prýðileg markvarsla Ragnheiðar Jónsdóttur í Valsmarkinu sem kom í veg fyrir stærra tap. Það er ekki hægt að segja annað en að KR-stúlkur hafi sýnt allt ann- an og betri leik á fostudaginn en á móti Breiðabliki fyrr í vikunni. í þessum leik lék liðið prýðilega knattspyrnu og voru allir leikmenn liðsins að berjast um allan völl. Þar fór þó Guðrún S. Gunnarsdóttir fremst í flokki, hljóp sóknarmenn Vals uppi hvað eftir annað og hirti af þeim knöttinn. Einnig stóð Embla Grétarsdóttir sig vel, þessar tvær stóðu upp úr í annars jöfnu liði. Þó Valsstúlkur hafi mætt ákveðn- ar til leiks í upphafi misstu þær all- an móð eins og áður segir og voru þær í eltingaleik það sem eftir var. Rakel Logadóttir átti þó nokkra ágæta spretti upp vinstri kantinn og Ragnheiður varði vel, fyrir aftan seina og þunga vöm liðsins. Best á velllnum: Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, KR -RG 51. ■'** KR-ingarnir Olga Færseth, Asthildur Helgadóttir og Guðlaug Jónsdóttir fagna hér fyrsta marki KR í leiknum. DV-mynd E.ÓI. Leikur ÍBV og Breiðabliks fór loks fram i gær: Breiðablik í úrslit ÍBV og Breiðablik mættust í undanúrslitum bikarsins á Hásteins- velli í Eyjum. Leikuriim átti að fara fram á föstudeginum en var tví- frestað og fór fram klukkan 12 á sunnudeginum svo að Blikastúlkur gætu tekið Herjólf frá Eyjum gæfi ekki til flugs. Leiksins verður fyrst og fremst minnst fyrir slaka frammi- stöðu dómaratríósins og hiö svaka- lega rok sem var í gær í Eyjum. Blikastúlkur skoraðu þó sigurmarkið á móti vindinum í fýrri hálfleik og urðu lokatölur 0—1. Strax á áttundu mínútu kom kjark- leysi Eyjólfs Magnúsar Kristinssonar dómara og aðstoðarmanna hans í ljós þegar Elena Einisdóttir komst ein inn fyrir vöm Breiðabliks og var klárlega felld af Þóra B. Helgadóttur í marki Blika en ekkert dæmt. Þegar 7 mínútur vora eftir af fyrri hálfleik ætlaði allt um koll að keyra á vellinum. Þóra, markvörður Breiðabliks, tók þá markspyrnu, bolt- inn fór út fyrir vítateig en vindurinn greip hann of feykti honum aftur í átt að Þóra. Landsliðsmarkvörðurinn tekur þá boltann með höndum, án þess að nokkur annar leikmaður hafi komið við boltann en þrátt fyrir það sá Eyjólfur ekkert athugavert við at- vikið og lét leikinn halda áfram. Lítið markvert gerðist í seinni hálfleik, Blikastúlkur hleyptu leik- mönnum ÍBV ekkert áleiðis, en sóttu sjálfar á fáum leikmönnum, ákveðnar í að halda sínum hlut. Leikmenn ÍBV áttu á brattann að sækja allan leikinn. Liðið virtist ekki í réttum gír fyrir jafn mikilvæg- an leik sem þennan og oft þurfti Heimir Hallgrímsson þjálfari nánast að reka þær úr sporunum. Þrátt fyr- ir það þá gátu þær allt eins sigrað í leiknum, liðið sýndi ágætis tilþrif á köflum en þess á milli var leikurinn andlaus. Mikil reynsla er í herbúðum Blika og verður eflaust bráðskemmtilegur úrslitaleikur milli þeirra og KR í september. Það er hins vegar um- hugsunarefni að KSÍ skuli sýna kvennaknattspyrnunni slíkt virð- ingaleysi að láta ekki almennilega dómara sjá um að dæma jafn mikil- væga leiki sem þennan. „Þetta er næstbesti völlurinn til að vinna á, hinn er KR-völlurinn þar sem við unnum í síðustu viku. Að- stæðurnar voru mjög erfiðar og gerðu leikmönnum mjög erfitt fyrir, ekki síst markvörðunum. Þetta hefði getað endað á hvom veginn sem er en leikurinn var kannski ekki mikið fyrir augað." -jgi Keflavík-KR 1 Hálfleikur: 0-0 Leikstaður: Keflavíkurvöllur. Áhorfendur: 800. Dómari: Bragi Bergmann (3). Gœði leiks: 4. Gul spjöld: Garðar, Kristján Brooks, Hjörtiu- (Keflavík), Guðmundur Ben., Þórhallur (KR) SkoU 13-17. Honu 6-7. Aukaspyrnur fengnar: 10-13. Rangstöður: 7-5. Mörkitu 1-0 Zoran Ljubucic (77., lék sig í gegnum vöm KR eftir góða sendingu frá Hirti Fjelsted og skoraði af öryggi fram hjá Kristjáni markverði) Maður leiksins: Zoran Ljubicic, Keflavík Stórsigur Fýlkis á Leiftursmönnum Fylkismenn náðu þriggja stiga forystu á toppi Landssímadeildarinnar með stórsigri á Leiftri á Ólafsfirði, 1-7. Fylkismenn skoraðu sex af mörkum sínum í síðari hálfleik en mörkin skoruðu: Sverrir Sverrisson 3, Sævar Þór Gíslason, Gylfi Einarsson, Sigurður Karlsson og Ólafur Stígsson úr víti. Mark Leifturs gerði Alexandre Santos. Vegna tæknilegra örðugleika náðist ekki að vinna umfjöllun um leikinn í gær og mun hún birtast í staðinn í þriðjudagsblaðinu. Beðist er fVerbu með clkur í sumarA smáauglýsingar Er smáauglýsingin þfn að vinna til verðlauna? í hverri viku veitir bflaþvottastöðin Löður, ein fullkomnasta bflaþvottastöð landsins, vinningshafa f sumarleik Smáauglýsinga DV glæsilegan vinning. Það borgar sig að vera með Bæjarlind 2, Kópavogi c j i I ! R (

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.