Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2000 27 Sport DV Tölur úr laxveiðinni: Norðurá - hefur gefið flesta laxa það sem af er sumars Norðurá í Borgarfirði er komin í 1000 laxa og er fengsælasta veiðiáin núna. Næst koma Rangárnar en Ytri-Rangá og Eystri- Rangá hafa gefið saman um 900 laxa. 700 laxar í Þverá Síðan kemur Þverá í Borgarfirði með um 700 laxa. Laxá í Kjós er næst með um 500 laxa og síð- an kemur Grímsá í Borg- arfirði með 450 laxa. Blanda er með 450 laxa og svo kemur Langá á Mýrum með 350 laxa. Síðan koma Laxá á Ás- um og Laxá í Leirársveit með um 340 laxa hvor veiðiá. Elliöaárnar meö 300 iaxa í sumar Laxá í Aðaldal og El- liðaárnar eru á svipuðu rólimeð 300 laxa hvor á. Á föstudaginn veidd- ust 30 laxar í Laxá á Ás- um og eitthvað var að koma af fiski í ána. Mik- ið af laxinum var smár en hann var að koma að- eins og það er fyrir mestu. Það er líf og fjör við Reynisvatn þessa dagana og veiðimenn á öllum aldri við veiðiskapinn. Um 6000 fiskar hafa veiöst í vatninu. DV-mynd Jens Bleikjufréttir Bleikjuveiðin hefur víða verið feiknagóð og bleikjan er væn. „Veiðin gekk feiknavel hjá okkur í Vatnsdalnum og við höf- um sjaldan veitt svona vel„ sagði Jóhann Öm Amarsson á Blönduósi, en hann og félagar hans veiddu feiknavel í Vatndalnum. En Jóhann var að veiða i Vatnsdalsá í 26 skiptið á 21 ári. „Við vomm með um 300 fiska, frá einu uppí 5 pund en meiri- hlutinn af aflanum var tveggja og þriggja punda sem er nokkuð stærri fiskur en vanalega. Það er alltaf jafn gaman að veiða þarna,, sagði Jóhann öm í lokin. Það erfitt að segja til um hvað mikið hefur veiðst af bleikju í veiðiánum, en þær skipta þús- und þetta sumarið. í Víðidalsá hafa verið að veið- ast vænar bleikjur og veiðimenn sem voru þar fyrir skömmu fengu 20 bleikjur. Þær stærstu vora 4 pund. Veiðin í Hópinu hefur verið dagaskipt og veiði- mennn sem voru um síðustu helgi fengu lítið en sáu fiska en þeir vora tregir. Ágæt veiði hef- ur verið þar um slóðir. í Eyjafjarðará er bleikjan að koma og veiðimenn sem voru þar fyrir skömmu fengu ágæta veiði. „Það hefur verið mikið líf og fjör héma við Reynisvatn. Veiðin hefur verið góð og veiðimenn veitt ágætlega,“ sagði Ólafur Skúlason þegar við hittum hann við Reynis- vatn fyrir fáum dögum og þá var líf og Qör í veiðiskapnum. „Núna hafa komið um 6000 fiskar á land og það er bleikja, regnboga- silungur og lax sem hafa veiðst en einnig 63 laxar. Hingað koma hörð- ustu fluguveiðimenn líka og veiða vel í bland við þá sem kunna minna. Við vonum auðvitað að enginn fari þó með öngulinn í rassinum heim því veiðileyfmu fylgir fimm fiska kvóti. Það þýðir að þú getur komið aftur og aftur tO að veiða þessa fiska. Meðalþyngdin er tæp- lega 2 pund en fiskur innan við pund er frír og telst ekki tO kvóta. í vatninu er líka talsvert um stærri fiska og í sumar hefur þónokkuð veiðst af 4 tO 6 punda fiskum og miklar sögur ganga af sannköOuð- um risum. Fyrir ijórum árum var stórlöxum sleppt í vatnið," sagði Ólafur enn fremur. Við Reynisvatn hafa í sumar ver- ið ævintýrabúðir fyrir unga fólkið og hefur sú starfsemi gengið vel. Fjölmagir hafa lagt þangað leið sína tO glíma við fiska og fleira er í boði við vatnið. Víöa hægt aö renna fyrir fisk Það er víða hægt að renna fyrir fisk, eins og tO dæmis í Hvammsvík í Kjós og Seltjöm í næsta nágrenni Grindavíkur þar sem fiski hefur verið sleppt. Úti á Mýrum er hæt að renna fyr- ir fisk í vatn og í Þorkelshólstjöm í Víðidal hefur urriða verið sleppt. VeiðOeyfi er hægt að kaupa í sölu- skálanum Víðigerði. Veiðimenn sem voru þama fyrir skömmu í Þorkelshólstjöm veiddu 10 urriða og voru þeir frá tveimur og upp í þrjú pund. Við Ytri-Vík við Eyjafjörð er hægt að renna fyrir lax og bleikju. Veiðimenn hafa verið að fá fina veiði þar. „Ég var þama fyrir skömmu og við fengum góða veiði. Laxinn tók skemmtOega í,“ sagði Valdimar Sverrisson og hann bætti við: „Þama er gott að æfa sig með flug- Uppi í Landsveit er hægt að renna fyrir fisk í Tangavatni og veiðileyfin er keypt á Galtalæk. í vatninu er bleikja og urriði sem gaman er að eiga við. Þau era víða tObúnu veiðivötnin og þar er örugglega fiskur. Hann hefur verið settur í þessi vötn en kemur ekki úr sjónum eða ám eða lækjum. „Það er eitt gott við þessi tObúnu vötn, fiskurinn er fyrir hendi og maður fært yfuieitt eitthvað,“ sagði veiðimaður sem reyndi í Hvamms- vík. Veiðimenn á öllum aldri geta dundað sér við veiöiskapinn og fengið eitthvað. TO þess er leikur- inn gerður. jFyrrvorand) söknarprestur^SIonduósi, Arní Sigurftsson, ineft 5'punda bteikju ui Vatiföþlsa Piskuilnn tók t ippti á Geirastaöohólma. Sérfræðingar í fluguveiði Mælum stangir. splæsum Iínur og setjum upp, ;iui 8«v i mr Æ PP-^^É Laxárfélagið: Veitti sjofaraviðurkenningu - í fyrsta skipti síðastliðinn föstudag Spoitvörugerðin lif., Mavalilíd 4 1, s. 562 8383. „Núna þegar júlimánaður er genginn i garð er það sá tími þegar fyrstu smálaxar nýs árþúsunds snúa heim úr hafi,“ sagði Orri Vigfús- son þegar Laxárfélagið veitti sjófaraviðurkenningu á fostudaginn. Þá voru nöfn þeirra Hólmfríðar Indriða- dóttur, Sveinbjargar Björnsdóttur og Aðalsteins Péturssonar dregin út og fengu þau glæsOeg verðlaun. „Þessir afreksfiskar munu leggja grunninn aö framtið vOltra laxastofna. í for með þessum fiskum, sem nú eru að leggja i lokakafla leiðar sinnar, era ein- stakir ferðafélagar, sjófarar Laxárfé- lagsins sem var sleppt sem sjógöngu- seiðum í fyrra tO að halda á lofti merkj- um sjálfbærra fískveiða og viUtra laxa- stofna. Fyrsti sjófarinn ætti brátt að fara aö veiðast. Það gæti verið þinn lax. Sumir munu ekki snúa úr hafi fyrr en að ári og aðrir jafnvel enn síðar sem hrikalegir stórlaxar. En Atlantshafið er víðfemt og varhugavert og fáir merkisberanna munu lifa þrek-raunina af og snúa heUir úr hafi. Ég vona að þinn sjófari sé einn af að þeim fáu,“ sagði Orri meðal annars þegar merki voru dregin út og veitt vora verðlaun. Hinn 23. september verður 60 ára afmælishát- ið Laxárfélagsins og verð- ur það haldið í Ýdölum í Aðaldal. Af laxveiöinni í Laxá í Aðaldal er það að frétta að yfír 300 laxar hafa veiðst og smálaxinn hefur lítið látið sjá sig undanfarið. A myndinni dregur Auður Kristinsdóttir, 9 ára, hattinum hjá Einari Hannessyni. nöfn verölaunahafanna úr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.