Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2000 ÐV Fréttir Staðsetning landsmiðstöðvar fyrir nýbúa: Stórpólitísk spurning - segir forstöðumaður nýbúamiðstöðvarinnar í Reykjavík „Það er stórpólitísk spurning hvar landsmiðstöð nýbúa eða mið- stýring af einhverju tagi ætti að vera sagði Kristín Njálsdóttir, for- stöðumaður miðstöðvar nýbúa í Reykjavik, við DV. Eins og greint var frá í laugar- dagsblaði DV hefur hópur áhuga- fólks á Vestfjörðum hug á að koma á fót landsmiðstöð nýbúa sem yrði þar. Hópurinn vinnur nú að hug- myndum sem hann hyggst kynna fé- lagsmálaráðherra í vikunni. Kristin kvaðst ekki tilbúin til að tjá sig um álit sitt á hugmyndinni um stað- setningu slíkrar stöðvar. Hana ætti eftir að ræða í stærra samhengi. „Ég hef séð fyrir mér einhvers konar landsmiðstöð, ásamt útibú- um frá henni sem þjónaði við- komandi landsfjórðungum. Ég sé fyrir mér öfluga keðju, samstarf einnar öflugrar miðstöðvar og annarra smærri á landinu. Mið- stöðin sem hefur verið starfrækt hér í Reykjavik í sjö ár hefur yfir að ráða gríðarlega mikilli þekk- ingu og gögnum sem er aðeins til hér.“ Á síðasta Alþingi var samþykkt þingsályktunartillaga þingmanna Vestfjarðakjördæmis þess efnis að koma skuli upp miðstöð fyrir nýbúa á Vestfjörðum. „Þessi þingsályktunartillaga er stórt framfaraspor. En það er mjög sérstakt að Alþingi sam- þykki þingsályktunartillögu af þessu tagi ef ekki á að setja upp svona starfsemi í öðrum lands- hlutum sem greidd er af ríkinu," sagði Kristín. Nýbúamiðstöðin í Reykjavík er sú eina sinnar tegundar á land- inu. Hún er alfarið rekin af Reykj avíkurborg. „Við höfum verið að veita þjón- ustu út um land sem er I raun og veru ekki okkar skylda. Ég hef lagt áherslu á að mæta þeirri þörf sem fram hefur komið.“ Samstarfsnefnd Reykjavikur- borgar um málefni nýbúa hefur starfað af fullum krafti að undan- förnu. Þá hefur félagsmálaráð- herra sett á laggirnar samráðs- nefnd með fulltrúum ráðuneyta, ASÍ, Samtaka atvinnulifsins og Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Verkefni hennar er að kanna grundvöll fyrir samstarfs- vettvang. „Það er mikil vinna í gangi varðandi framtíðarlausnir á mál- efnum nýbúa,“ sagði Kristín. „Við viljum stuðla að sem breið- ustu samstarfi í öllum landsfjórð- ungum." -JSS Leik j anámskeið: Strætó stoppar ekki fyrir börnum - forstjórinn hissa „Þetta er alþekkt vandamál hjá fé- lagsmiðstöðvum i Reykjavík. Þetta hef- ur komið fyrir tvisvar hjá okkur í sum- ar og oftar hjá öðrum," sagði Ólinga Bjömsdóttir, leiðbeinandi á leikjanám- skeiði bama í Bústaðakirkju, um stæt- isvagnastjóra sem aka fram hjá strætis- vagnabiðskýlum þar sem böm á leikja- námskeiðum bíða. Hér er yfirleitt um stóra hópa að ræða; 20 böm eða fleiri. „Bílstjóramir virð- ast ekki vilja svo marga krakkar upp í bilana til sin og aka þá bara fram hjá,“ sagði Sigriður Sig- urðardóttir sem á bam á leikjanám- skeiði í Bústaða- kirkju. „Sumir stoppa en aðrir ekki,. Það virðist fara eftir þvi hvaða vitleys- ingur er að keyra hvort stoppað sé eða ekki.“ Leiðbeinendur og foreldrar bama á leikjanámskeiðum hafa kvart- að við SVR yfir þessu framferði bU- stjóranna en LUja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, kemur af fjöllum og er furðu lost- in yfir framferði bUstjóra sinna: „Þetta er ekki það þjónustustig sem ég vU hafa í gangi hér í fyrirtækinu. Þetta er furðulegt og alvarlegt ef satt er en ég hef ekki séð þessar kvartanir. Ég ætla að komast tU botns í þessu máli,“ sagði LUja Ólafsdóttir, forstjóri SVR. -EIR Lilja Ólafsdóttir Konungleg heimsókn: Stórhátíð í Reykholti - Snorrastofa vígð Norsku konungshjónin Sonja og Haraldur hafa boðað komu sína til íslands vegna opnunar Snorrastofu í Reykholti þann 29. júlí. Þau koma hingað í boði forseta íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar. Þau munu einnig verða viö vígslu norsku stafkirkjunnar í Vestmanna- eyjum. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Reykholti þar sem búið er að reisa kirkju sem talin er einnig nýt- ast vel til tónleikahalds. í kjallara kirkjunnar er aðstaða tU sýninga- halds og veitingaþjónustu. í tengi- byggingu er síðan bókasafn. Snorra- stofa mun þjóna hlutverki menning- arseturs og rannsóknastofu í fram- tíðinni. Þar verður áhersla lögð á rannsóknir í miðaldafræðum og þykir þaö vel við hæfi á höfuðbóli Snorra Sturlusonar í Reykholti. Á laugardag verða söngleikar í boði Kristnihátíðamefndar og Norð- manna. Þar mun um hundrað manna norskur leikflokkur flytja verk undir berum himni um kristnitökuna í Noregi. -ÓRV/HKr. Eldur á Valbjarnarvelli DV-MVND E.ÓL Kveikt í dýnum Eldur kviknaöi i svampdýnum viö stúkuna á Valbjarnarvelii í gærkvöldi og skemmdu logarnir stúkuna talsvert. Eldur kom upp í stúku við Val- bjarnarvöll í Laugardal um átta- leytið í, gærkvöldi. Að sögn slökkviliðsins í Reykjavík virðist sem kveikt hafi verið í svamp- dýnum. Þaðan bárust logarnir í auglýsingaskilti og upp i þakið á stúkunni. Baneitraðan reyk lagði af lang- stökksdýnunum. Leikur var á Laugardalsvellinum en hæg vind- áttin blés reyknum frá fólkinu og var enginn í hættu. Slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn. Lögreglan i Reykjavík rannsakar nú upptök eldsins. Töluverðar skemmdir urðu á stúkunni. -SMK Bestu veitt verðlaun Baldvini Björnssyni og áhöfn hans á seglskútunni Bestu voru veitt verðlaun á sunnudag fyrir ágætan árangur í alþjóðlegri sigl- ingakeppni á milli íslands og Frakklands. Verðlaunin voru veitt fyrir að vera fyrst í mark I Reykjavík, fyrst í mark í Paimpol í Frakklandi, fyrir besta saman- lagðan árangur og hraðamet frá Reykjavík til Paimpol. Borgar- stjóri Reykjavíkur og bæjarstjór- inn í Paimpol voru bæöi viðstödd afhendinguna sem fór fram í Paimpol. Keppnin hefur vakið mikla athygli í frönskum fjöl- miðlum og vonir standa til aö hún verði reglulegur viðburöur. -ÓRV Fyrstlr í mark Bestu voru veittýmis verðlaun, m.a. fyrir aö koma fyrst í mark í Reykjavík og í Paimpol í Frakklandi. Bml Grunar að eldisfiskur hafi sloppið Forráðamenn níu veiðifélaga í Dalabyggð hafa ritað sýslumannin- um í Stykkishólmi bréf þar sem þeir kreíjast þess að sýslumaður rann- saki hvort í heimildarleysi hafi ver- ið flutt mikið magn af regnbogasil- ungi frá Suðurlandi vestur i Hraunsíjörð. Vísir.is greindi frá. Leggur til nýja þjóðgarða Halldór Ásgríms- son, fyrsti þingmað- ur Austurlands, leggur til að stofn- aður verði þjóð- garður á svæðinu frá Dyrfjöllum til Seyðisfjarðar og á Lónsöræfum. Hann er ekki áhugamaður um þjóðgarð á Snæfellssvæðinu nú. Vísir.is greindi frá. Rændu bílaverkstæði Tveir ungir menn voru handtekn- ir um fimmleytið í morgun með hluti í bíl sínum sem þeir höfðu tek- ið ófrjálsri hendi á bilaverkstæði á Stórhöfða. Fyrr um nóttina var rúða brotin í Gullhöllinni á Laugavegi, en óljóst er hvort einhverju hafi verið stolið þaðan. Vísir.is greindi frá. Hillary þakkar Ríkislögreglu- stjóra barst bréf frá Hvíta húsinu undir- ritað af Hillary Clinton þar sem hún þakkar lögregl- unni fyrir þátt hennar í íslands- heimsókn sinni nú í vor. Hillary lýsir yfir ánægju með frammistöðu lögreglunnar í bréflnu. Ríkislögreglustjóri móttekur þakk- irnar fyrir hönd allra lögreglu- manna sem störfuðu í tengslum við heimsóknina. Morgunblaðið greindi frá. Kveikt í rútu Kveikt var í rútu í Ánanaustum og var lögreglu tilkynnt um eldinn rétt upp úr miðnætti í nótt. Rútan, sem er í eigu íslensku kvikmynda- samsteypunnar, er talsvert skemmd. Vísir.is greindi frá. Þrír áfrýja Að minnsta kosti þrír hinna dæmdu í stóra fikniefnamálinu hyggjast áfrýja dómi Héraðsdóms til Hæstaréttar. Stöð tvö greindi frá. Lífi blásið í konu Lögreglumaður blés lífi í konu sem varð undir bíl i tveggja bíla árekstri við bæinn Hólma í Reyðar- firði í dag. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar,TF-LÍF, flutti konuna á Land- spítalann í Fossvogi. RÚV greindi frá. Dr. Benjamín H.J. Eiríksson er látinn Dr. Benjamín H.J. Eiríksson hag- fræðingur lést sl. sunnudag. Dr. Benjamín útskrifað- ist með doktorspróf í hagfræði frá Harvard-háskóla árið 1946. Hann lét mikið af sér kveða í þjóðmálaum- ræðunni, fyrst sem sósíalisti og síð- ar sem talsmaður frjáls markaðs- hagkerfis. Hin síðari ár var hann einkum kunnur fyrir ritstörf. Hann lætur eftir sig konu og sex uppkom- in böm. -ÓRV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.