Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2000, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLl 2000 DV 7 Fréttir Vatnsfellsvirkjun: Framkvæmdir ganga vel DV. SUDURNESJUM:_______________ Framkvæmdir viö Vatnsfells- virkjun ganga vel þrátt fyrir erfið- leika sem urðu samfara erfiðum vetri og eru flestir verkhlutar á áætlun. Jóhann G. Bergþórsson sagði í samtali við DV að veturinn hefði sett strik í reikninginn og hefði einhver kostnaður bæst við sökum þess en allt væri þó ekki fjarri áætlun og ef fram heldur sem horfir þá verður allt í besta lagi. Al- gengt er að svona vinnustaðir séu helst mannaðir körlum en þó færist í vöxt að konur vinni slík störf og eiga karlar varla nokkurt starf leng- ur því á stærsta malarflutn- ingatrukki landsins er ökumaður- inn kona en hún hefur unnið þar í sumarfríinu. Anna Kristín Jóhannsdóttir keyr- ir trukkinn á vöktum en þrír slíkir eru uppi í Vatnsfelli og eru þeir í gangi allan sólarhringinn. Sagði Anna Kristín frá því að unnið væri á 12 tíma vöktum og 6 daga í senn en þá væri 2 daga fri. Ekki væri hægt að kvarta undan aðbúnaðin- um á staðnum og karlarnir væru bestu skinn. -ÞGK Ný bílaleiga DV, HQFN:________________________ Hasso Höfn bílaleiga hefur tekið tii starfa á Homafirði. Aðaleigandi hennar og framkvæmdarstjóri er Olgeir Jóhannesson sem einnig rek- ur Smur og dekk. Olgeir byrjar með tvo bíla og ætlar að bæta við bílum eftir því sem þarf. „Ég er að koma þessu á stað og byrjunin lofar mjög góðu. Það er búið að vera mjög mik- ið að gera hjá okkur á smurstöðinni í sumar.og undanfarið hefur komið fiöldi ferðafólks sem þurft hefur þjónustu," segir Olgeir og er mjög bjartsýnn á framtíð Hasso Hafnar. Bilaleigubílarnir eru frá Kia en 01- geir hefur nýverið tekið við söluum- boði á Homafirði fyrir Kia. -J.I. DV-MYND J.I. Byrjar með tvo Bílarnir á nýju bílaleigunni á Höfn eru aöeins tveir til aö byija meö. Flokkað sorp beint á haugana - Akurnesingar óánægðir DV, AKRANESI:_____________________ „Það er verið að gera okkur að fiflum hér á Akranesi," segir óá- nægður Akurnesingur við DV. Bæj- arbúar á Akranesi hafa flokkað pappa og blöð og sett þau í þar til gerða gáma, sem eru á nokkrum stöðum í bænum, en nú bregður svo við aö þetta er allt til einskis, segir bæjarbúinn. Ástæðan kvað vera sú að sögn bæjaryfirvalda að flokkaða sorpið hefur verið sent tii Gámu en því var hætt um síðustu áramót þar sem að það var talið dýrara að senda það þangað en að keyra það í nýjan urð- unarstað Vestlendinga í Fíflholti á Mýrum i Borgarfirði og munu spar- ast við þetta á bilinu 8-10 milljónir króna. „Það er alveg á hreinu að eft- ir að hafa fengið að vita þetta þá fer ég ekki að gera mér ferð í næsta gám með pappír og blöð, ég set það bara í ruslatunnuna mína. Ég skil ekkert í bæjaryfirvöldum að hafa þessa blaða- og pappírsgáma á þess- um stöðum. Gætu þau bara ekki sparað enn meiri fiármuni með því að fiarlægja þessa gáma ef allt sorp fer á sama stað?“ segir óánægður Akumesing- ur í samtali við DV. -DVÓ DV-MYND DVÓ Gámamlr umdelldu á Skaganum Sorpinu sem Akurnesingar fiokka samviskusamlega er öllu skelit saman á ruslahaugana. DV-MYND ÞGK Karlarnir bestu skinn Anna Kristín Jóhannsdóttir ekur stærsta malarflutningatrukki landsins. . .komið heim0g saman! FJÖLBREYTT ÚRVAL - STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI Úrval HTH-innréttinganna er mjög fjölbreytt, þar sem útfærslur geta verið mangvíslegar. Afgreiðslutími á HTH-innréttingum er fjórar vikur, en getur farið í sex vikur ef um sérsmíði er að ræða. ÖLL TÆKI í ELDHÚSIÐ Auk eldhúsinnréttinga er boðið upp á öll tæki, sem þarf í nútímaeldhús, svo sem eldunartæki hvers konar, viftur, háfa, kæliskápa, frystiskápa, vaska, blöndunartæki, Ijós o.fl. Séu raftækin keypt með eldhúsinnréttingunni, bjóðast þau á heildsöluverði. HÖNNUN OG RÁÐGJÖF Við veitum fólki ráðgjöf og leggjum fram hugmyndir að því hvernig best er að haga innréttingunni þar sem þarfir fjölskyldunnar eru hafðar í fyrirrúmi. 0 2800 www.ormsson.is Lfttu Inn f glæsilegan sýnlngarsal að Lágmúla 8, 3. hæð og kynntu þér mállð. LJtJ Gæði og glæsileiki i fyrirrúmi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.