Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2000, Blaðsíða 10
10 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2000 DV Allt á floti Hjólreiöamaöur í Svíþjóö reynir aö komast leiöar sinnar. Kóngurinn á flóðasvæðin en Persson í fríi Karl Gústaf Svíakonungur gerði í gær hlé á fríi sínu til aö heimsækja flóðasvæðin í miðhluta Svíþjóðar í dag. Göran Persson forsætisráð- herra ætlar hins vegar ekki að gera hlé á fríi sínu og vekur það undrun margra. Sænska ríkisstjórnin var jákvæöari í gær gagnvart því að taka þátt í kostnaði vegna eyðileggingar af völdum flóðanna. í síðustu viku kvaðst hins vegar vamarmálaráðherrann, Bjöm von Sydow, efins um að viðbrögöin við umsóknum yrðu jákvæð. Flóðin eru nú í rénun en gífurlegt tjón hefur víða orðið. Olíuverð heldur áfram að lækka Markaösverð á olíu hélt áfram að lækka í gær en gmnur leikur á að Saudi-Arabía flytji meira magn af olíu út en stjórnvöld láta uppi. Skemmst er að minnast þess er olíuverð var í sögulegu hámarki fyrr í sumar en sérfræðingar áttu von á að olíuverð yrði komið niður í 25 dollara á tunnuna áður en langt um líður. Verð á tunnu af oliu liggur nú á bilinu 27-28 dollarar. Sérfræðingar eru þess fullvissir að meira hafi borið á hráolíu frá Saudi- Arabíu til Asíu og Bandaríkjanna en áður og Philip Verleger, bandarískur ráðgjafi á sviði orkumála, sagði fullvíst að Saudi- Arabía ætlaði sér að ná markaðsverðinu niður enn frekar. Borgarstjórafrú Parísar Xaviére Tiberi er grunuð um kosningasvindl. Borgarstjórafrúin neitar að svara Xaviére Tiberi, borgarstjórafrú Parísar, neitaði i gær að svara spumingum embættismanna sem rannsaka meint kosningasvindl hennar. Rannsókn var hafin eftir að lögreglan uppgötvaði að 7300 manns, sem ekki voru búsettir í fimmta hverfinu, voru á kjörskrá þar fyrir þingkosningamar 1997. Borgarstjórinn, Jean Tiberi, er þingmaður flokks Chiracs forseta fyrir hverfið. Að sögn lögreglu kusu 3300 þeirra, sem ekki eru búsettir í hverfmu, Tiberi. Hann sigraði með 2725 atkvæða mun. Borgarstjórinn er grunaður um fleiri brot. Tilkynnt um varaforsetaefni Georges W. Bush í dag: Cheney verður varaforsetaefni Breytingar samþykktar Júgóslavneska þingið samþykkti í gær stjómarskrár- breytingar sem andstæðingar Slobodans Milos- evics forseta segja að tryggi honum áframhaldandi setu í forsetastól. FuUtrúi repúblikana í kjöri til forseta Bandaríkjanna, George W. Bush, sagðist myndu tilkynna um val sitt á varaforsetaefni síðar í dag. Fullvíst má þykja að Dick Cheney, fyrrum varnarmálaráðherra, hafi orðiö fyrir valinu en hann er náinn vinur Bush-fjölskyldunnar. Sam- kvæmt ónafngreindum heimildar- manni úr röðum valdamikilla repúblikana mun Bush formlega bjóða Cheney stöðuna í dag en kosn- ingar til forseta Bandaríkjanna fara fram sjöunda nóvember næstkom- andi. Cheney hefur þegar lýst því yfir að hann sé tilbúinn í forsetaslaginn með Bush og er ráðgert að þeir muni tilkynna samstarf sitt með formlegum hætti síðar í dag. Cheney, sem er 59 ára gamall, var yfirmaður Pentagons í stjórnartíð Bush eldri og var einn af aðalmönn- unum á bak við „Eyðimerkur- Dick Cheney Cheney er fyrrum varnarmálaráö- herra Bandaríkjanna. storm“, stríðið við íraka fyrir botni Persaflóa. Þrátt fyrir að kosningastjórar Bush hafi reynt að halda því leyndu hver yrði hugsanlegt varaforseta- efni Bush var þegar farið að bera á sögusögnum á fóstudag um að Chen- ey yrði fyrir valinu. Cheney hefur auk þess búið í hag- inn fyrir hugsanlegt framboð sitt til varaforseta en hann hafði flutt kjör- dæmi sitt frá Texas til Wyoming til að stangast ekki á við ákvæði stjómarskrárinnar sem segir að for- seti og varaforseti megi ekki deila sama kjördæmi. Auk þessa hefur Cheney gengist undir ítarlega lækn- isrannsókn sem á að skera úr um hvort hann sé líkamlega hæfur til að gegna stöðu varaforseta. Cheney fékk grænt ljós eftir læknisskoðun en hann fékk nokkur væg hjartaá- föll árið 1988 og gekkst undir hjarta- aðgerð sama ár. Voðaskot Ættingjar og vinir syrgöu í gær hinn 17 ára gamla Mario Castellano í Napólí á Italíu en Castellano var skotinn til bana af lögreglumanni sem reyndi aö stöðva hann fyrir að nota ekki reiöhjólahjálm. Gíslatöku í Flórída lauk með blóðbaði Gíslatakan í Orlando í Flórída endaði með blóöbaði þegar maður- inn, sem haldið hafði þremur í gísl- ingu, skaut sjálfan sig til bana. Fer- tug kona fannst einnig látin í eld- húsi hússins þar sem gíslarnir voru í haldi. 16 ára stúlka og níu mánaða gam- alt bam voru ósködduð þegar þeim var sleppt. Yfir 100 lögreglumenn voru um- hverfis húsið síðdegis í gær og íbú- ar nærliggjandi húsa höfðu verið fjarlægðir. Á sunnudaginn greindu lögreglu- yfirvöld frá því að leyniskyttur hefðu skotiö aö byssumanninum, Jamie Dean Petron, en ekki hitt. Peton hringdi síðar til sjónvarps- stöðvar og kvaðst ósærður en full- yrti að einn gíslanna hefði særst. Lögreglan kvaðst þá ekki trúa hon- Slapp úr klóm byssumannslns Björgunarmenn hlú aö dreng sem sleppt var úr gíslingu. um. Á sunnudeginum sleppti Petron tveimur gíslanna, átta ára dreng og ellefu mánaða stúlku. Byssumaður- inn sagðist einnig vilja sleppa kon- unni en hún neitaði og vildi ekki yf- irgefa húsið án bamanna. Petron var grunaöur um morð og morötilraun norðan við Miami á föstudagskvöld. Hann var sagður hafa skotið á að minnsta kosti fjóra á flótta sínum í átt að Orlando. Hann skaut afgreiðslumann til bana og særöi búðareiganda. Því næst skaut Petron á lögreglu- mann. Þegar hann réðst síðan inn í húsið í Orlando skaut hann annan mann í höfuðið en sá lifði af skotárásina. Petron var sleppt úr fangelsi 1995 eftir að hann hafði afplánaö 9 ár af 20 ára fangelsisdómi fyrir morðtil- raun. Gleðipillur fyrir milljarða Norðmenn neyttu i fyrra þung- lyndislyfja fyrir um 5 milljarða ís- lenskra króna. Neysla slíkra lyíja hefur tvöfaldast á 10 árum í Noregi. Vopnaðir laumufarþegar Um 20 laumufarþegar, sumir vopnaðir stórum hnífum, fundust í gær um borð í flutningaskipi á leið frá Dóminíska lýðveldinu til Flór- ída. Bush með naumt forskot Tvær skoðanakannanir sýndu í morgun að George Bush, forseta- frambjóðandi repúblikana, er með naumt forskot á A1 Gore, varafor- seta og frambjóðanda demókrata. í báðum könnunum munar 6 pró- sentustigum. Rottur í Stokkhólmi Höfuðborg Svíþjóðar, Stokkhólm- ur, hefur fengið óskemmtilega heimsókn í sumar. Um milljón rott- ur herja nú í íbúðarhverfum borgar- innar. Er það um 1 rotta á hvern íbúa. Vitringar til Austurríkis Hinir svokölluðu þrir vitringar Evr- ópusambandsins halda til Austurrík- is um helgina til að kanna ástand lýð- ræðismála þar. Vitringamir eru Ahtisaari, fyrrver- andi Finnlandsforseti, Oreja, fyrr- verandi utanríkisráðherra Spánar, og þýski lögmaðurinn Frowein. Sprungur í Concorde Breska flugfélagið British Air- ways tilkynnti i gær að fundist hefðu sprungur í vængjum sjö Concorde-véla. Ein vélanna hefur verið kyrrsett vegna þess. Vopnahlé í Kasmír Skæruliðasamtök í Kasmir lýstu í gær yfir einhliða þriggja mánaða vopnahléi. Eru samtökin fús til við- ræðna við indversk yfirvöld. í Evrópuferð Forseti Svart- fjallalands, Milo Djukanovic, heldur til Parísar og Berlínar í dag. Djukanovic hefur lýst þvi yfir að hann ætli að hunsa kosn- ingaúrslitin í Júgóslavíu sem mismuna Svartfell- ingum. Gassprenging í hóteli Þrír létu lífið er hótel í Theding- hausen i Þýskalandi hrundi í gær- morgun. Talið er gassprenging hafl orðið í húsinu. Gestimir vom f fastasvefni er sprengingin varð. Djukanovic

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.