Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2000, Blaðsíða 11
XI ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2000________________________________________________________________________________________________ I>V Útlönd 15. dagur viðræðnanna í Camp David: Akveðinnar þreytu gætir hjá deiluaðilum BUl Clinton, forseti Bandaríkj- anna, og samningamenn ísraela og Palestínumanna héldu viðræðum áfram í Camp David í gær og dróg- ust viðræður fram eftir nóttu. Þrátt fyrir að menn telji að deiluaðilar hafi náð ákveðinni nálgun í helstu deilum ríkjanna, þ.á m. hvað varðar stærð og völd palestínsks ríkis, hvað verði um palestínska flótta- menn og um örlög ísraelskra land- nema, er fulljóst að ákveðinnar þreytu gætir hjá öllum aðilum. Talsmaður Hvíta hússins, Joe Lockhart, sagði að það yrði að koma í ljós hvort þreyta samningamanna myndi koma niður á samningaferl- inu eða hvort hún yrði því til góða. Bill Clinton hefur nú dvalið með leiðtogum Palestínu og ísraels frá því að hann sneri aftur frá fundi átta helstu iðnríkja heims á Ok- inawa í Japan á sunnudag en Clint- on mun að öllum líkindum hverfa aftur frá viðræðunum um stundar- Mótmæli á Vesturbakkanum ísraelska landamæralögreglan og harölínugyöingar áttu í útistöðum í borginni Hebron á Vesturbakkanum í gær. sakir síðar i dag þegar hann heldur til Arkansas til að sinna einkaerind- um. Palestínskir flóttamenn í Jal- azoun-flóttamannabúðunum sögð- ust í gær myndu hafna öllum friðar- umleitunum við ísraela ef ekki yrði farið að kröfum þeirra og þeim leyft að snúa til síns heima eftir rúmlega 50 ára útlegð. Framtíð palestínskra útlaga er eitt af lykilmálunum i við- ræðum ríkjanna og leggja flótta- mennimir sjáifir mikla áherslu á að þeim verði leyft að snúa til heim- kynna sinna. Lögreglan í ísrael setti f gær á laggimar formlega rannsókn á hót- unum hægrisinnaðra öfgamanna sem hafa opinberlega hótað því að þeir muni myrða leiðtoga Palestínu, Yasser Arafat og forsætisráðherra ísraels, Ehud Barak. Meðlimir Kach- samtakanna sögðu að Barak bæri persónulega ábyrgð á því ef þeir yrðu reknir frá Vesturbakkanum. Paul Watson Slær hvergi af í baráttunni viö Færeyinga. Færeyjar: Watson áminntur af lögreglunni Lögreglustjórinn í Færeyjum hefur enn á ný áminnt umhverfisvininn Paul Watson sem heldur til fyrir utan færeyska lögsögu í mótmælaskyni viö grindhvaladráp Færeyinga sem hann ætlar sér að reyna að stöðva. Watson hefur í tvígang veriö sektaður fyrir að sigla innan færeyskrar lögsögu og gert að greiða samtals 1,5 milljón íslenskra króna í sekt. Watson ferðast sem kunnugt er á skipi sínu Sea Shepherd, „sjóhirðinum", og hótar að stöðva allar grindhvalaveiðar. Glæsifley Skipasýning stendur nú yfir í Halifax í Kanada en stóra skipiö á myndinni er barkur frá Japan og eitt fjölmargra skipa sem komu við í Halifax á leiö sinni umhverfis hnöttinn í tilefni af aldamótunum 2000. Hryðjuverkamaður hvetur til friðar Michael Stone, norður-írski hryðjuverkamaðurinn sem sleppt var úr Maze-fangelsinu í gær, sagði dögum sínum sem byssumanns lok- ið. Kvaðst hann jafnframt iðrast margs. Hvatti hann deiluaðila til að virða friðarsamkomulagið sem kennt er við föstudaginn langa. Það var einmitt vegna þess friðar- samnings sem Stone var látinn laus eftir 11 ára fangavist en hann hafði verið dæmdur í 30 ára fangelsi. Sto- ne, sem var félagi í mótmælenda- samtökunum UFF, myrti þrjá kaþó- likka og særði tugi manna 1988 í kirkjugarði. Hafði hann bæði skotið á syrgjendur og fleygt aö þeim hand- sprengjum. Hinir særðu höfðu fylgt þremur IRA-mönnum til grafar er skotnir höfðu verið til bana af breskum sérsveitum nokkrum dög- N-írinn Mlchael Stone Michael myrti syrgjendur í kirkjugaröi. um áður. Voru IRA-mennirnir grun- aöir um fyrirhugaða sprengjuárás. Þúsundir manna tóku þátt í útför IRA-félaganna. Mannfjöldi elti Stone uppi og barði hann þar til hann missti með- vitund. Lögreglan greip inn í og kom í veg fyrir að hann yrði drep- inn. Stone var einnig dæmdur fyrir þrjú önnur morð. Þegar Stone var sleppt í gærmorg- un tóku um 50 stuðingsmenn hans á móti honum. Ákvörðunin um að sleppa Stone og öðrum hryðjaverkamönnum er eitt umdeildasta ákvæði friðarsam- komulagsins á N-írlandi. Meðal þeirra sem sleppt verður í vikunni eru IRA-félaginn Sean KeOy og UFF- félaginn Torrens Knight. Þeir hafa samtals 17 mannslíf á samviskunni. Ástsjúk prinsessa fær að snúa heim Prinsessan Meriam Al-Khalifa frá Bahrain, sem strauk dulbúin með bandariskum sjóliða í fyrra, fær að koma heim ef hún viU. For- eldrar prinsessunnar hafa fyrirgefið henni aUt og krefjast þess ekki lengur að hún snúi heim, sagði lögmaður fjölskyldunnar í gær. Prinsessan hitti sjólið- ann, Jason Johnson, í verslunarmiðstöð 1 Ba- hrain í fyrra. Þau urðu yfir sig ást- fangin og Johnson gat ekki hugsað sér að yfirgefa landiö án prinsessunnar. Hann klæddi hana í einkenn- isbúning sjóliða og þannig komst hún úr landi. Turtildúfurnar giftu sig svo í Las Veg- as. Prinsessan sótti um dvalarleyfi í Bandaríkjunum en var synjað þar sem hún kom með ólögleg skilríki. Hún reyndi því að sækja um pólitískt hæli en óvíst er hvert svarið verður þar sem hún er nú velkomin til föðurlandsins. Sjóliðinn og prinsessan Johnson smyglaöi Meriam frá Bahrain.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.