Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2000, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2000 13 Fréttir Staðardagskrá 21: Umhverfismálin verða aldrei slitin úr samhengi - heildaráætlun um þróun hvers samfélags fyrir sig á 21. öld Á undanfórnum árum hafa sveit- arfélögin á landinu vaknað til vit- undar um nauðsyn þess að setja fram heildstæða umhverfisstefnu. Samband íslenskra sveitarfélaga og umhverfisráðuneytið standa sam- eiginlega að Staðardagskrá 21 og að- stoða sveitarfélög við að koma sér upp áætlun í samræmi við Ríó-sam- þykktina. Stefán Gíslason, framkvæmda- stjóri Staðardagskrár 21, segir að dagskráin sé heildaráætl- un um þróun sveitarfélaga á 21. öld. Áætlunin er for- skrift að sjálfbærri þróun eða lýsing á því hvernig samfélagið ætlar að tryggja komandi kynslóð- um viðunandi lífsskilyrði, áætlunin snýr ekki ein- göngu að umhverfismál- um heldur er henni einnig ætlað að taka tillit til efna- Stefán Gíslason. hagslegra og félagslegra þátta. Hugmyndafræðin sem liggur að baki Staðardagskrá 21 er að umhverfismál verði aldrei slitin úr samhengi við önnur mál og skoða beri áhrif mannsins á umhverfi sitt í víðu samhengi. Samfé- lagið ber ábyrgð á umhverf- inu og umgengni við það. Staðardagskrá 21 er áætlun um það hvemig samfélagið í heild getur lagt sitt af mörkum til sjálf- bærrar þróunar. Vinnu við Staðardagskrá lýkur ekki þrátt fyrir að það sé búið að hrinda áætluninni í framkvæmd. Dagskráin þarf stöðugt að vera í endurskoðun í takt við breytta tíma og nýjar áherslur. Frekari upplýs- ingar um Staðardagskrá 21 er að finna á heimsíðunni www.sam- band.is/dagskra21. -Kip DV-MYNDIR NH Áfloti Þessi dráttarvél var umflotin af „litl- um“ bæjarlæknum í Núpakoti. Eyjafjöll: Yfirfullir bæjar- lækir í nýjum farvegum DV, SUÐURLANDÍT Það var sama hvert litið var und- ir Eyjafiöllum á laugardagsmorgun- inn. Alls staðar var allt á floti. Við Núpakot hafði bæjarlækurinn yfir- fyllst og vatnið fundið sér nýja leið yfir bæjartúnið og í gegnum rúllu- baggaplan þar sem flaut allt í kring- um baggana og dráttarvél sem þar stóð. -NH DV-MYND HILMAR ÞÖR Grænt og gaman Krakkarnir í unglingavinnunni gátu ekki varist brosi þótt blautt væri í beöunum á Akureyri þessa dagana. Enda engin ástæða til annars en brosa og hafa sólina í huganum þegar beöin eru hirt, Akureyringum og aðkomufólki til augnayndis. Ungmennafélagið stutt - bæjarstjórn gerir samning viö Umf. Selfoss DV, SUDURLANDI:_______________________ Stjórn Umf. Selfoss og bæjar- stjórn Árborgar undirrituðu fyrir skömmu þjónustusamning sin á milli sem mun stuðla að því að ung- mennafélagið geti rækt hlutverk sitt eins vel og kostur er með beinum og óbeinum stuðningi sveitarfélagsins. Samningurinn gildir frá júli 2000 til ársloka 2003. Á þjónustutímanum mun Umf. Selfoss hafa allt árið um kring aðgang að íþróttamannvirkj- um bæjarfélagsins til æfinga og keppni án endurgjalds. Þá mun ung- mennafélagið sjá um rekstur íþróttasalarins við Gagnheiði á Sel- fossi og um rekstur og endurbætur á iþróttavellinum á Selfossi. Og að auki sjá um 17. júní og þrettándahá- tíðahöld, svo eitthvað sé nefnt. „Markmiðið með samningnum er að ná utan um það samstarf sem er á milli bæjarfélagsins og ungmenna- félagsins, það hefur alltaf verið mik- ið en kannski hefur vantað ramma utan um það. Og það má segja að með samningnum séum við að ná utan um þetta samstarf. Fá það upp á yfirborðið sem er verið að gera, þannig að það sjáist og að það sé jafnræði í framlögum til þeirra sem eru í félagsrekstrinum. Með þessum samningi styrkjum við þetta starf með samningnum. Það verður með honum hægt að ráða framkvæmda- stjóra til félagsins sem við teljum mikilvægt," sagði Ingunn Guð- mundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Bæjarstjórnin bindur ákveðnar vonir við samkomulagið. „Við von- um að það verði til góðs og að það efli þetta starf og eins að það verði mjög gott. Ungmennafélagið hefur haft mikinn áhuga á t.d. vímuvam- armálum og sá málaflokkur er sam- kvæmt lögum undir sveitarfélögum. Þarna er verið að festa niður sam- starfsvettvang sem er mjög mikil- vægur og við bindum til dæmis miklar vonir við það,“ sagði Ingunn Guðmundsdóttir. -NH DV-MYNDIR NH Skógafoss litaöur af framburöi og vatnsmikill vegna rigninganna um helgina. Eyjafjöll: Mikið vatn í Skógafossi DV. SUÐURLANDI: Skógafoss var mikilúðlegur á laugardaginn þegar fram af foss- brúninni flóði margfalt meðal- rennsli Skógaár. Áin var eins og jökulfljót, brún og illileg, og úðinn sem fossinn þyrlaði upp og venju- lega er hvítur var kaffibrúnn af mold og jarðvegi í framburði árinn- ar. -NH Bílvelta á Jökuldal Tveir franskir ferðamenn veltu bíl sínum seinni partinn á laugar- daginn á vegi á Jökuldal þar sem verið er að vinna að vegaviðgerð- um. Fólkið slapp ómeitt en bíllinn var óökufær eftir atvikið og var dreginn af svæðinu. Ferðamennirn- ir voru fluttir til Egilsstaða þar sem þeir fengu annan bíl. Að sögn lög- reglunnar á Vopnafirði hafa margir kvartað undan vegaframkvæmdun- um á svæðinu vegna grófleika vega- gerðarefnisins. -SMK Bílvelta í Selvogi Þrír erlendir ferðamenn voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir að bifreið þeirra valt út af veginum í Selvogi, á milli Þor- lákshafnar og Grindavíkur, í gær- morgun. Að sögn læknis á slysa- deild Landspítalans í Fossvogi var einn ferðamannanna lagður inn á sjúkrahúsið en er ekki talinn í lífs- hættu. Hinir tveir fengu að fara af sjúkrahúsinu eftir rannsókn. -SMK Dyttað að sparihlíðinni DV, SAUDÁRKRÓKI: Nú þegar ferða- mannatímabilið stendur sem hæst eru allir að vonast eftir að straumurinn liggi til þeirra. Þá er náttúrlega um að gera að hafa aðkom- una að bæjunum sem snyrtilegasta þannig að ferðafólkið fái á tilfinninguna að það sé að heimsækja góð- an og skemmtilegan stað. Síðustu sumur hefur markvisst verið unnið að því að snyrta og fegra að- komuna að Sauðár- króki að sunnan enda er það enn sem komið aðalinnkeyrslan í bæ- inn. Vel hefur tekist til og margir hafa haft orð á því hvað Sauðár- krókur sé snyrtilegur bær. Og áfram verður unnið að því að snyrta aðkomuna á Krókinn. Nú í DV-MYND ÞÁ Sumarvlnnan Þau sögöu mun skemmtilegra og líka léttara aö reyta arfann en njólann sem þau voru aö glíma viö fyrir nokkrum dögum: Sólveig, Guödís María og Kristinn unnu glaöbeitt aö fegrun Sauöárkróks þegar Ijós- myndari átti leið hjá. sumar byrja framkvæmdir við gerð Þverárfiallsvegar og varla verða mörg ár þar til meginumferðin ligg- ur inn á Sauðárkrók norðanmegin, um Þverárfiallið. Þá verður að taka til hendinni og leggja áherslu á að snyrta þeim megin. -ÞÁ Vertu með oklcur J sumðr/ smáauglýsingar Er smáauglýsingin þín að vinna til verðlauna í viku hverri er valin skemmtilegasta smáauglýsingin immmiitamii > m smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.