Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2000 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2000 27 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaéur og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjórí: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoóarrítstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjórí: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númen Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Staftæn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu' og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Met á hvetju ári Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem er í hvað mest- um uppgangi hér á landi og svo hefur verið um árabil. Fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands hefur verið samfelld öll undangengin ár. Fjöldi þeirra sem sótt hafa landið heim hefur ríflega tvöfaldast á áratug og í ár stefn- ir í það í fyrsta sinn að erlendir ferðamenn sem hingað koma verði fleiri en landsmenn. Gert er ráð fyrir því að fjöldi þeirra í ár verði yfir 300 þúsund. Landið hefur upp á margt að bjóða, náttúrufegurð og til- tölulega ósnortin svæði og víðemi sem lítt eða ekki finn- ast í nálægum löndum. í slíkt sækir fólk frá þéttbýlum svæðum, austan hafs og vestan. En náttúrufegurðin og hið ósnortna land er ekki nóg. Landið og það sem það hefur upp á að bjóða þarf að kynna og það hefúr verið gert með markvissari hætti en áður og um leið boðið upp á aukna og betri þjónustu fyrir þá sem hingað sækja. En ferðaþjónustan byggir ekki einvörðungu á erlendum ferðamönnum. íslendingar ferðast í ríkari mæli en áður um eigið land. Samgöngur hafa batnað og bílafloti lands- manna er þess eðlis að auðvelt er að komast jafnt um þjóð- vegi sem torfærur. Þá hefur gististöðum fjölgað, veitinga- stöðum og vel búnum tjaldsvæðum. Ferðamönnum, inn- lendum sem erlendum, stendur til boða meiri afþreying, fræðsla og skemmtun en var fyrir aðeins örfáum árum. Breytingar hafa orðið á starfi Ferðamálaráðs íslands. Þar hefur verið tekið tillit til þeirrar þróunar sem átt hef- ur sér stað. Að ráðinu snýr almennt kynningarstarf og markaðssetning. Þá sinnir ráðið grunnrannsóknum og könnunum sem nýtast einstökum fyrirtækjum í atvinnu- greininni, sveitarfélögum og jafhvel landshlutum. Ferða- málafulltrúar viða um land vinna að kynningu í héraði en eðlilega byggist atvinnugreinin upp af þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem þjónustuna veita. Þar er byggt á djörf- um hugmyndum og framtakssemi sem, ef vel tekst til, skila sér í ánægðum neytendum um leið og þeir sem að standa hafa af atvinnu og tekjur og skila arði til þjóðarbúsins. Ýmislegt má nefna sem dæmi um þetta, jökla- og hálend- isferðir, hestaferðir og siglingar á gúmbátum niður vatns- fóll. Hvalaskoðunarferðir njóta sífellt meiri vinsælda. í þær sækja tugþúsundir innlendra sem erlendra ferða- manna svo jafhvel er talað um Húsavík sem miðstöð hvala- skoðunar í Evrópu. Þess var getið í þýska blaðinu Der Spi- egel í vor, um leið og bent var á mikilvægi hvalaskoðunar sem atvinnugreinar, að íslendingar væru fyrirmynd frið- samlegrar nútímastefnu hvað hvalaskoðun í stað veiða snerti. Vandséð er að hvalveiðar hér við land komi til greina við þessar aðstæður enda er fjarri lagi að veiðar á örfáum dýrum gætu keppt við skoðunarferðimar. Loks má nefna uppbyggingu Vesturfarasafnsins á Hofsósi, safiis sem ærlega hefur komið byggðarlaginu á kortið og dregur að sér þúsundir ferðamanna á ári hverju. Nýjungar i ferðamennskunni eru nauðsyn þótt vinsæl- ustu ferðamannastaðimir haldi sínu. Um þá þarf vel að hugsa og þvi ber að fagna rannsókn sem er í gangi á þol- mörkum níu ferðamannastaða hér á landi. Þolmörk stað- anna em sá fjöldi ferðamanna sem svæðið þolir áður en grípa verður til takmarkana eða aðgerða til að forða hnign- un. í alþjóðlegri atvinnugrein sem ferðaþjónustu er sam- keppnin hörð. Greinin er viðkvæm og þolir illa áfóll af mannavöldum. Þar verða íslendingar að standa sig enda gengur atvinnugreinin næst sjávarútvegi í öflun gjaldeyr- istekna. Jónas Haraldsson DV Skoðun Ríkisstjórn fær falleinkunn „Ríkisstjóm sem lœtur samfélagsþjónustuna drabbast niður á sama tíma og hún gortar af góðri afkomu á ekkert skilið annað en falleinkunn. “ Talsmenn ríkisstjómar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks eru nokkuð ánægðir með sjálfa sig þessa dagana. Þeir benda á nýframkomna ríkisreikn- inga sem sýna að tekjuaf- gangur á ríkissjóði sé held- ur meiri á fyrri hluta þessa árs en áætlað hafði verið. Af þessu tilefni kom fjár- málaráðherrann fram í fjöl- miðlum og sagði að upp úr alls kyns fólki hefði staðið eithvert tal um að ólag væri á ríkisfjármálunum. Nú vitum við, sagði ráðherrann, að þetta er rangt og bætti því við að endanlega fengist þetta staðfest í pappírum sem væru væntanlegir. Alls kyns fólk upp á dekk Alls kyns fólkið sem Geir H. Haar- de fjármálaráherra segir að hafi allt á homum sér varðandi ríkisfjármál- in og vilja upp á dekk em væntan- lega talsmenn úr stjómarandstöðu og samtökum launafólks. Þessir aðil- ar hafa vissulega talað um ólag á rík- isfjármálunum og bent á að það hljóti að teljast áhyggjuefni þegar verðbólguhraðinn er orðinn viðvarandi á milli fimm og sex af hundraði og þegar stefhir í viðskiptahalla sem nemur tæpum fimmtíu og fimm milljörðum króna eða tæpum 8% af landsfram- leiðslu. Það er einu pró- sentustigi meira en á síð- asta ári. Óráðstal og varasam- ar alhæfingar Mjög mikilvægt er að greina rétt hvað valdi við- skiptahallanum því það er forsenda þess að gripið verði til skynsamlegra og réttlátra ráðstafana. Flest bendir til þess að viðskiptahallinn sé til kominn vegna fjárfestinga þess hluta þjóðarinnar sem hefur mest efnin. Þá er ástæða til að hafa það hugfast að þenslan í þjóðfélaginu er fyrst og fremst til komin vegna of- fjárfestingar í einkageiranum. í ljósi þessa eru fráleitar kröfur sem fram koma nú nær daglega frá hátekju- mönnum úr fjármálaheiminum um niðurskurð hjá hinu opinbera og sölu rikiseigna. Að mínum dómi er þetta fullkom- ið óráðstal. Ekki eru síður varasam- ar alhæfingar um að draga beri úr neyslu þjóðarinnar. Hér þarf að benda á eyðsluklæmar og skapa ekki skálkaskjól fyrir ríkisstjóm sem hef- ur sýnt að hún er gjöm á að beita niðurskurði á láglauna- og milli- tekjuhópa í stað hinna efnameiri. Bæta þarf kjörin Það sem þarf að gerast við þessar aðstæður er í fyrsta lagi að beina að- haldsaðgerðum gagnvart efnafólki, ekki hinum sem búa við litlar tekjur eða meðaltekjur. Ráðstöfunartekjur þeirra siðamefndu þarf að bæta en ekki skerða. Þegar síðan upp er stað- ið með afgang á fjárlögum á að verja honum til að greiða niður skuldir þjóðarinnar og til að styrkja innviði samfélagsins. Ýmsar stoðir samfé- lagsins hafa verið að veikjast og nægir þar að benda á stöðuna í hús- næðismálum og heilbrigðismálum, kjör öryrkja, aldraðra og bamafólks sem á undangengnum íhaldsáratug hefur verið svipt þriðjungnum af samfélagslegum stuðningi. Ríkis- stjórn sem lætur samfélagsþjónust- una drabbast niður á sama tima og hún gortar af góðri áfkomu á ekkert skilið annað en falleinkunn. Ögmundur Jónasson Ögmundur Jónasson alþingismaöur Kostir íslenska lífeyriskerfisins Talsvert hefur verið fjallað um líf- eyriskerfi íslendinga að undanförnu. Stefán Ólafsson hefur ritað athyglis- verða bók um kerfið, bók sem hann nefnir íslensku leiðina og nýlega var haldið hér á landi norrænt málþing þar sem islenska kerfið var meðal umræðuefna. Það sem einkum vekur athygli í samanburði við lífeyris- kerfi annarra landa er styrkur lífeyr- issjóðanna. íslenska lífeyrissjóða- kerfið er að miklu leyti hannað með þaö fyrir augum að geta greitt með- limum um 57% af meðallaunum eftir 40 ára starfsaldur. Sumir sjóðir geta greitt meira og undanfarið hafa „Það er nokkurt umhugsunarefni hvemig lífeyrissjóð- imir ávaxti best fé sitt. Hrun á erlendum fjármagns- mörkuðum svipað og varð í Suðaustur-Asíu um árið getur þannig haft talsverð áhrif á lífeyri íslendinga.“ Með og á móti Golfvöllur fellur vel í landslagið kjarasamningar innihaldið ákvæði um auknar greiðsl- ur til lífeyrissjóða. Liklega ná sjóðirnir þessu marki ekki almennt fyrr en eftir 20 til 30 ár. Ljóst er að líf- eyrissjóðakerfið er þegar farið að létta á greiðslum rikissjóðs til almannatrygg- ingakerfisins og vera má að í framtíðinni taki lífeyris- sjóðimir að miklu leyti við þessum málaflokki. Þó verða alltaf ákveðin atriði utan þeirra. Samþykktir Alþingis um skatt- frjálsan viðbótarlífeyrissparnað styrkja enn lífsafkomu ellilífeyris- þega. Gera verður ráð fyrir að þessi spamaður verði almennari í framtíð- inni. Endurskoðun almannatrygginga Forsætisráðherra skipaði ekki alls fyrir löngu nefnd sem vinnur að end- urskoðun almannatrygginga. Nefnd- in starfar undir forsæti Ólafs Davíðs- sonar ráðuneytisstjóra og skoðar málin almennt en einnig með tilliti til skattakerfis og lífeyrissjóðakerfis. Meðal þess sem skoðað er sérstak- lega er hvemig megi bæta kjör þeirra sem lakast búa og hvemig einfalda megi kerfið. Kerfi eins og al- mannatryggingakerfi verða oftast nokkuð flókin. Einfalt kerfi gefur ekki möguleika á að taka tillit tO sér- þarfa og séraðstæðna nema að litlu leyti. Það em því ævinlega tvær hlið- ar á peningnum ef ekki fleiri. Almennt séð tekur almannatrygg- ingakerfi mið af launum í landinu þó ekki sé bein tenging. Afkoma lífeyr- Guömundur G. Þórarinsson verkfræöingur issjóðakerfisins er hins veg- ar mjög háð ávöxtun á fjár- magnsmarkaði þó iðgjöld séu háð launum. í vaxandi mæli virðist fé lífeyrissjóð- anna bindast á áhættu- markaði og nú munu yfir 100 milljarðar vera bundnir á erlendum fjármagns- markaði. Það er nokkurt umhugsunarefni hvemig lífeyrissjóðimir ávaxti best fé sitt. Hmn á erlendum fjármagnsmörkuðum svip- að og varð i Suðaustur-Asíu um árið getur þannig haft talsverð áhrif á lifeyri íslendinga. Traust lífeyriskerfi Svo virðist sem mörg lönd reyni að feta sig inn á braut íslenska líf- eyriskerfisins. íslenska kerfið sker sig úr og sýnir framsýni þeirra sem lögðu inn á þessa braut. En ekkert er alveg einfalt. Aðgerðir stjómvalda t.d. til þess að halda niðri verðbólgu eða styrkja gengi með vaxtahækkun hafa áhrif á kaupmátt og ávöxtun á fjármagnsmarkaði nokkuð með sitt hvorum hætti. Þessir tveir megin- þættir lífeyriskerfisins geta því er fram líða stundir þróast ólíkt. íslenska lífeyriskerfið virðist hvaö sem öðru líður traust og öðmm lönd- um til eftirbreytni. Sú endurskoðun sem nú fer fram mun vonandi enn bæta kerfið, einfalda það, bæta kjör þeirra verst settu. Sjálfsagt verða spumingamar eilífar um hvernig koma megi i veg fyrir örorku- og fá- tæktargildru og haga kerfinu þannig að alltaf borgi sig að vinna. Guðmundur G. Þórarinsson golfvöll í Viðey? Slátra síðustu náttúruperlunni? j „Golfvöllur í Viðey gæti orðið ■ veruleg lyftistöng ■VBp fyrir eyjuna og um- hverfið og bætt um leið úr brýnni þörf fyrir mjög vaxandi og vinsæla íþrótta- grein. Ég tel þó að það þurfi að fara að öllu með mikilli gát og fella allar framkvæmdir sem nauðsynlegar eru að náttúm eyjarinnar. Mér er sagt að starfsemi af þessu tagi falli vel að fuglalífi og þetta hvort tveggja geti farið saman og ég hef rætt við fuglafræðinga sem sjá ekki að golf- völlur í Viðey eigi að geta raskað fuglalíftnu. Hugmynd um golfvöll í Helgi Pétursson borgarfulltrúi Viðey er ekki ný, hún hefur verið á kreiki lengi, svo þetta er bara spumingin um að at- huga möguleikana og fram- kvæma. Ég held svo fyrst og fremst að með golfvellinum getum við slegið nokkrar flugur í höggi, bætt aðstöðu kylfinga og skap- að nýja afþreyingarmöguleika fyrir ferðaþjónustu borgarinn- ar. Að lokum má geta þess að nú er nokkuð um liðið að gerðar vom lag- færingar á eyjunni, húsakosti og öðru og svo hefur í raun og veru verið horft upp á það að aðsókn hefur ekki verið neitt sérstök." v -, „Auðvitað á alls | ekki að taka síð- ustu náttúruperlu r borgarinnar og fræsa hana út fyrir golfvöll. Miklu nær væri að gera Viðey að alvöru útivistar- og friðsemdarsvæði fyrir borg- arbúa og aðra sem njóta vildu. Tilvalið væri einnig að koma upp í eynni vísi að byggða- safni sem sýndi í máli og myndum gamla verkþætti, áhöld og húsagerð. Þannig að það væri virkileg afslöppunar- og menningar- ferð að fara út í eyna fyrir þá sem það langar. Einnig væri nær að koma upp ein- hvers konar kaffihúsastemningu úti í Magnús H. Skarphéóinsson náttúruverndarsinni Viðey þangað sem fólk gæti leitað til og væri m.a. alveg í friði fyrir bílaumferðinni þar og ysnum sem borginni fylgir annars. - Auk þess er eyjan slík náttúraperla, og með slíka stórsögu í þjóðlegu tilliti að það jaðraði við helgispjöll að hleypa golíþlágunni lausri þar. Það er nóg til af miklu betri stöðum fyrir golfhjörðina en úti í Viðey. En golfliðið er harður og skipulagður þrýsti- hópur sem beitir sínum borgarfulltrú- um fyrir sig úti um lönd og eyjar og hefur því miður alltof oft sigur. Nei, engan golfvöll i Viðey. Það er allt of einsleit notkun fallegustu borgarpara- dísarinnar!" -HK Meðal kylflnga landsins hefur Viðey löngum verið litin hýru auga sem framtíðarstæði fyrir golfvöll, enda landslag slíkt að hægt væri að gera þar golfvöll í fullri stærð. Helgi Pétursson borgarfulltrúl mun leggja fram tlllögu þess efnis í borgarráði að kannað verði hvort hagkvæmt sé að byggja golfvöll í Viðey. Ummælí Verðbólguskrímslið „Þegar verð- bólguskrímslið fer svo af stað vegna allrar neyslu- græðginnar og óráðsíunnar fer í verra. Allar verð- tryggðu skuldirn- ar bólgna í takt við dýrtiðina, upphæðirnar hækka, afborganir og vaxtagreiðslur þyngj- ast og allir hófsömu kjarasamning- amir riðlast. En það gerir minnst til því að ríkissjóður græðir og kjaraaðallinn heldur öllu sínu og þarf ekki að óttast að hremmingar þenslu og verðbólgu nái til sin.“ Oddur Ólafsson, Degi, 22. júlí Tildur og prjál „Alþingi er gömul stofnun sem á sér merka sögu og erlendum þjóðhöfðingjmn væri fullur sómi sýndur með því að forseti Alþingis tæki á móti þeim við komu þeirra til landsins i stað forseta íslands nú. Opinberar heim- sóknir innan lands og margt annað tildur og prjál mundi þá leggjast af, enda engin þörf á því meðal nokk- urra jafningja að einn maður heim- sæki annan „opinberlega“.“ Af Vef-þjóöviljanum 24. júlí Ljóð á kálfskinni „Vinurinn er hins vegar vís til að lita venjulegan dag fjólubláan og gulan með með því að senda þér ljóð á kálfskinni þó þú eigir ekki af- mæli, eða 20 siðna handskrifað bréf bara til að gleðja þig.“ Jóhanna Halldórsdóttir, Degi, 22. júlf. Skoðanir sem skipta máli „Umbamir Steinar og Ein- ar rjúka hins vegar upp til handa og fóta og væla eins og börn yfir skrif- um fólks eins og Kristínar og Áma. Skoðanir þessa fólks virð- ast greinilega skipta þá meira máli en margur hefði ætlað.“ Orri Haröarson tónlistarmaöur, f Morgunblaðinu 22. júlí. Bíll - eða gúmmíbolti Umferðarslys verða aldrei umflúin og eru ekki bundin við akandi umferð. Þau hafa orðið á öllum tím- um og hver sem ferðamát- inn er. Þau urðu áður en nú- tíma samgöngutækni kom til skjalanna og hvernig sem fólk ferðaðist, gangandi, ríð- andi, eða siglandi. Hjólið var fundið upp nokkuð snemma og jafn snemma fór fólk að fara sér að voða með því á einn eða annan hátt. Slys verða ekki útilokuð einfaldlega af því að þau eru slys: óvæntur, óheppilegur atburður. Samt megum við ekki láta deigan síga í baráttunni við að afstýra þeim. Bilslys eru sú tegund slysa sem okkur verður starsýnast á um þessar mundir. Því miður er stutt síðan far- ið var að rannsaka orsakir þeirra á íslandi með skipulegum og fagmann- legum hætti og satt að segja þykir manni sumt sem sagt er í fjölmiðlum um orsakir þeirra koma skringilega fram. Oft er einfaldlega staðhæft að þau hafi orðið af of hröðum akstri. Það kann þó oft að vekja spurningar. Til dæmis: varð hraðinn orsök að slysinu eða varð það svo alvarlegt sem raun ber vitni af því að bíllinn var á þeim hraða sem hann var? Annað dæmi: í nýlegu rútuslysi norður i landi er sagt að það hafi orð- ið af því að hægra afturhjól lenti á brúarstólpa. Spurningin sem er ósvar- að í mínum huga þegar þetta er ritað er þessi: Hvers vegna lenti afturhjólið á brúarstólpan- um? Fæli ekki það svar í sér svarið við orsökum slyssins? Of hraður akstur? En ástæðan til þess að ég sest hér við að skrifa kjall- aragrein er nýleg lífs- reynsla sjálfs mín. Ég var svo heppinn að finna á bíla- partasölu fallegar felgur sem pössuðu á bílinn minn, með sama og nýjum dekkj- um. Mér var sagt að þær væru undan mjög nýlegum jeppa sem hefði oltið og skemmst svo að honum varð ekki bjargað. Mér buð- ust felgumar með dekkjunum á góðu verði svo ég sló til, fór heim með fenginn og hófst handa um aö máta hann við minn bfi. Tvö dekkjanna voru loftlaus, höfðu affelgast í veltunni eins og oft gerist. En hin voru svo sannarlega full af lofti. Annað var með 44 pund en hitt 45 pund! Samkvæmt bókinni á loftþrýstingur i dekkjum á bfinum sem valt að vera 24 pund. Með 45 punda þrýstingi í dekkjunum hefur þessi bíll verið stórhættulegur. Ég hef ekki hugmynd um við hvaða kringumstæöur hann valt, en ég tel einsýnt að með þennan loftþrýsting hefur billinn verið ókeyrandi. Ekki síst ef ökumaðurinn hefur verið óvanur og allra síst ef hann hefur verið óvanur að aka á holóttum mal- arvegi. Bíllinn hefur hreinlega verið eins og gúmmíbolti sem skoppar til og frá eftir því á hvaða frákastshomi hann lendir. Fróðlegt væri að vita hvað hefur verið gefið upp sem or- sök þessarar veltu, því væntanlega hefur verið gerð lögregluskýrsla um hana. Ætli þar gæti ekki staðið „of hraður akstur"? Orsakir skipta máli Mér þykir ólíklegt að nokkurt hjólbarðaverkstæði leyfi sér að af- greiða bíl með svona fráleitan loft- þrýsting í dekkjunum. Þetta hlýtur að hafa verið gert af einhverjum sem eru afar fákunnandi um dekkjabún- aö og almennt akstursöryggi. En við hin súpum af því seyðið í minna ör- yggi í umferðinni - og hækkandi tryggingaiðgjöldum. Það er alveg ljóst að tfi þess að geta barist af ein- hverju öryggi gegn umferðarslysum þurfum við að vita um orsakir þeirra. Til þess þurfum við að sam- einast um raunhæfar og markvissar rannsóknir á umferðarslysum sem ^ komast fyrir um raunverulega or- sök. Það er ekki nóg að segja „missti vald á bílnum" eða „ók of hratt“ eða eitthvað annað almennt og illa skil- greint - við þurfum að vita um alla þætti þess hvers vegna viðkomandi missti vald á bilnum eöa réö ekki við hraðann. Þar með talið ástand dekkj- anna, hvort þau em viðeigandi mið- að við árstíma og ástand vegar og ekki síst hvort loftþrýstingur í þeim er innan viðeigandi marka. Sigurður Hreiðar Hreiðarsson „Það er ekki nóg að segja „missti vald á bilnum“ eða „ók of hratt“ eða eitthvað ann- að álmennt og illa skilgreint - við þurfum að vita um alla þœtti þess hvers vegna * viðkomandi missti vald á bilnum eða réð ekki við hraðann.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.