Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2000, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú Sbendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2000 Hafnarfjörður: Séra Gunnar messar á ný Séra Gunnar Björnsson, fyrrum sóknarprestur í Holti í Önundar- firði, er farinn að Hafnarfjarðarkirkju á sunnudaginn klukkan 11,“ sagði séra Gunnar sem nú situr á Bergþórshvoli á Rangár- völlum og fæst við þýðingar fyrir Biskupsstofu samhliða afleysingum sínum í Hafnarfirði. „Þetta hefur verið ánægjulegt og það var fjöl- menni hjá mér í kirkjunni á sunnu- daginn," sagði séra Gunnar. -EIR Séra Gunnar Björnsson Ánægjulegt í Hafnarfirði. messa á ný, og nú í Hafnarfirði: „Ég hef verið að leysa séra Gunn- þór Ingason af og hef þegar messað í Krýsuvík og i Hafnarfjarðar- kirkju um síðustu helgi. Þá mun ég messa aftur í Akureyri: Innbrot í bif- reiðaskoðun Brotist var inn í bifreiðaskoðun Frumherja ehf. við Frostagötu á Ak- ureyri um helgina. Þjófamir komust á brott með um 30.000 krónur í pen- ingum, myndavél og fleira smálegt. Einhverjar skemmdir vom unnar á húsnæðinu. Lögreglan á Akureyri rannsakar nú málið. -SMK Eldur í rútu Eldur kom upp í rútu íslensku kvikmyndasamsteypunnar um mið- nætti í nótt þar sem henni hafði ver- ið lagt við Ánanaust. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík er grunur um íkveikju, en hann hefur ekki fengist staðfestur og rannsakar lögreglan í Reykjavík upptök eldsins. Rútan er mikið skemmd eftir brunann. -SMK Neyðarsendir fannst í Sorpu Slysavamafélagsmenn leituðu í tæpa þrjá tíma að sjálfvirkum neyð- arsendi sem fór í gang í gær. Fljót- lega kom í ljós að sendirinn var í landi og var þá talið að minni hætta væri á ferðun. Sendirinn, sem var annaðhvort úr flug\'él eða bát, fannst svo loks í spilliefnageymslu Sorpu í Reykjavík þar sem einhver hafði hent honum. Að sögn starfsmanns Landhelgis- gæslunnar er það mjög slæmt þegar fólk gengur svona óvarlega um neyð- arsenda því köll frá þessum tækjum eru alltaf tekin alvarlega. -SMK DV-MYNDIR RAKEL Kona og maöur úrskuröuö í gæsluvaröhald Fangarnir tveir sem úrskurðaöir voru í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um að þeir tengdust dauöa manns sem fannst látinn í íbúð viö Leifsgötu aðfaranótt mánudagsins. Á innfelldu myndinni til hægri sést kjallaraíbúöin. Maður fannst látinn í íbúð við Leifsgötu: Tvennt í gæslu- varðhaldi - tveir í viðbót handteknir Lögreglan i Reykjavík rannsakar nú mannslát, eftir að lík manns fannst í kjallaraíbúð að Leifsgötu 10 um eittleytið aðfaranótt mánudags- ins. Maðurinn, sem var tæplega fimmtugur, var gestkomandi í íbúð- inni. Lögreglan handtók húsráð- anda, 65 ára karlmann, og 39 ára gamla konu, sem einnig hafði verið gestkomandi í íbúðinni, fyrir utan íbúðina um það leyti sem hinn látni fannst. Gleðskapur hafði verið í íbúðinni á sunnudaginn. Fólkið var yfirheyrt í gær og í framhaldi af því var krafist gæslu- varðhalds yfir fólkinu. Konan var úrskurðuð i gæsluvarðhald til 31. júlí en maðurinn til 29. júlí. Einnig hefur lögreglan handtekið tvo menn til viðbótar og munu yfir- heyrslur yfir þeim fara fram í dag. Upplýsingar sem birtust í fjöl- miðlum í gær varðandi það að svo virtist sem maðurinn hefði verið kyrktur með eigin hálsbindi eru ekki réttar. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar hjá rannsóknarlögreglunni mun krufning, sem væntanlega sýn- ir fram á dánarorsök mannsins, fara fram í dag. Ómar Smári Ármannsson sagði að ekki væri hægt að gefa upp nafn hins látna að svo stöddu. -SMK Umferðarslys á Reyðarfirði: Lyftu bíl af slasaðri konu Fimm slösuðust þegar tvær fólksbifreiðir lentu i árekstri á veginum á milli Eskifiarðar og Reyðarfiarðar um hálffjögur- leytið í gærdag. „Útlitið var ekki glæsilegt og það var kona undir öðrum bíln- um,“ segir Jónas Vilhelmsson, lögreglumaður á Eskifirði, sem kom að slysinu í gærdag. Vegfarendur dreif fljótlega að slysstaðnum og lyftu nokkr- ir þeirra ásamt Jónasi grettistaki þegar þeir náðu konunni undan bílnum. „Það voru þarna hraustir menn sem hjálpuðu mér að lyfta bílnum upp og þá náðum við konunni undan honum,“ segir Jónas. Talið er að slysið hafi at- vikast á þann hátt að bíl var ekið aftan á annan með fyrr- greindum afleiðingum en einn slapp við likamleg meiðsl. Konan sem slasaðist mest DV-MYND REYNIR NEIL Kona var flutt meö þyrlu frá Neskaupstaö til Reykjavíkur síödegls í gær. flutt með þyrlu landhelgisgæslunn- haldið sofandi í öndunarvél en hún var ar klukkan 9 í gærkvöld. Henni er er mikið slösuð. -jtr Langjökull Bandarísk kona á sjötugsaldri lést er hún féll afsnjósleða ofan í sprungu á Langjökli í gærdag. Banaslys á Langjökli Erlend kona lést er hún féll af snjósleða ofan í jökulsprungu í Geitlandsjökli á Langjökli skömmu eftir hádegið í gær. Maður sem var með konunni á sleðanum slasaðist lítið við fallið. Fólkið var í hópi ferðamanna frá skemmtiferðaskipinu Marco Polo, sem lá við Sundahöfn en fór í morg- un. Konan var 66 ára gömul frá Bandaríkjunum. Að sögn lögregl- unnar í Borgamesi festist annað skíði sleðans í sprungu á jöklinum. Við það kastaðist fólkið af sleðanum og ofan í sprunguna. Aðstæður voru mjög erfiðar við að ná konunni upp, en björgunarsveitarmenn sigu eftir henni 15 til 20 metra ofan í sprung- una. Lífgunartilraunir báru ekki ár- angur. Maðurinn hélt meðvitund og náð- ist fljótlega upp úr sprungunni, enda lenti hann mun ofar í henni en konan. Hann fékk skrámur og glóð- arauga við fallið, en er að öðru leyti ómeiddur. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út, en kom til baka án þess að flytja sjúklinga, þar sem konan var látin er þyrlan lenti. -SMK Málningu skvett yfir bíla Slökkviliðið í Reykjavík var feng- ið til þess að þrífa upp plastmáln- ingu sem óknyttapiltur hafði hellt yfir tvo bUa á horni Freyjugötu og Baldursgötu á áttunda tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík hafði ölvuðum manni sinnast við annan sem var fyrir utan. Sá ölvaði kastaði þá málningarfótu út um gluggann með það í huga að kasta henni i þann sem hann var að rífast við, en fatan opnaðist og slettist málningin á bfiana og götuna. Slökkviliðinu gekk greiðlega að þrifa bfiana, sem eru óskemmdir eftir atvikið. -SMK Pantið í tíma da;aií Þjóðhátið 10 FLUGFÉLAG ÍSLANDS 570 3030 Í i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.