Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2000, Blaðsíða 1
15 xBÚNAÐÆ A*r iis»a; Miðvikudagur 26. júlí 2000 Leikmenn iA fagna hér sigri sinum a Biikum fyrir ijósmyndara DV en Skagamenn unnu sannfærandi sigur á gestunum frá Kópavogi, 3-1. DV-mynd E.ÓL Marel í læknisskoð- un hjá Stabæk Liðsmenn KR vel stemmdir fyrir Bröndby: Markmiðið er að halda hreinu - segir Pétur Pétursson, þjálfari KR DV, Kaupmannahöfn: „Ég geri tvær breytingar á lið- inu frá Keflavíkurleiknum. David Winnie og Þorsteinn Jónsson koma inn í liðið i stað Guðmund- ar Benediktssonar og ívars Bjarklind. Ástæðan fyrir þessum breytingum er tvíþætt. Annars vegar komum við til með að liggja aftar á veflinum en við höfum gert í Landssímadeildinni í sumar og hins vegar er leikjaáiagið mikið og ég vil reyna að dreifa áiaginu á hópinn.“ Stefnum að því að halda hreinu „Við ætlum okkur að reyna að halda hreinu. Við munum liggja aftarlega og freista þess að vinna boltann inni á miðjunni og reyna aö sækja hratt upp kantana þar sem þeir eru veikastir fyrir. Það þarf hins vegar ekki að fara í graf- götur með það að Bröndby er stórt lið á evrópskan mælikvarða og þetta verður erfiður leikur. Við þurfum hins vegar að splla skyn- samlega og hafa heppnina með okkur. Við höfum fengið ágætist upplýsingar um þetta lið og vitum að þeir vanmeta okkur og það er nokkuð sem gæti orðið okkur í hag.“ Sjálfstraustið er í lagi „Þrátt fyrir skrykkjótt gengi undanfarið er sjálfstraustið og stemningin í hópnum í góðu lagi. Við vitiun að leikmenn Bröndby koma til með að pressa grimmt á okkur fyrstu 15-20 mínútumar en ef við náum að halda það út eykst sjálfstraust okkar manna og allt getur gerst,“ sagði Pétur Péturs- son, þjálfari KR. -ÓHÞ Hvað segja leikmenn KR um leikinn gegn Bröndby: Sigursteinn Gíslason: „Verðum að ná toppleik" „Stemningin í hópnum er góð þrátt fyrir misjaftit gengi að undanfömu. Mér fannst við að visu koma of seint til Kaupmannahafnar, einum degi fyr- ir leik, og menn em skítþreyttir en það er vonandi að allir verði klárir í slaginn á morgun. Þetta er svakalega mikilvægur leikur fyrir okkur. Ef við náum að hrista af okkur slenið sem hefur einkennt leik okkar í sumar og spilum eins og við getum best þá eig- um við góða möguleika. Það er hins vegar alveg Ijóst að ef við erum ekki á tánum þá fáum við flengingu. Viö þurfúm að halda markinu hreinu og ef við náum hagstæðum úrslitum hér getur aflt gerst á íslandi." Andri Sigþórsson: „Getum strítt þeim“ „Mér líst mjög vel á leikinn. Völlur- inn hjá Bröndby er frábær og það er aflt sem bendir til þess aö þessi leikur geti orðið hin besta skemmtun. Við getum strítt þeim aflrækilega ef við náum að halda markinu hreinu fyrsta háiftimann. Það er okkur í hag að þeir eru að byrja tímabilið sitt og eru kannski ekki komnir í sitt besta form. Þeir eru reyndar strax famir að hugsa um leikinn gegn Hamburger Sportver- ein í næstu umferð og það er hlutur sem gæti orðið þeim að falli í leiknum á morgun [í dag]. Ég er hvergi smeyk- ur viö þetta lið og hlakka mikið til leiksins." -ÓHÞ Byrjunarlið KR - gegn Bröndby aði Nordin sigurmarkið undir lok ieiks- ins. Nordin verður hins vegar ekki með í kvöld þar sem hann á við meiðsl að stríða og er þar skarð fyrir skildi hjá Bröndby. Árangur KR-inga á útivelli í Evrópukeppninni hingað til er ekkert til að hrópa húrra fyrir. KR hefur leikið 17 leiki á útivelli til þessa, unnið 2, gert 3 jafntefli og tapað 12. Sigurleikimir tveir voru 2-1 sigrar gegn rúmenska liðinu Dynamo Búkarest árið 1997 og gegn maltneska liðinu Birkirkara fyrir tveimur vikum. Liö Bröndby hefúr mikla reynslu af Evrópuleikjum. Alls hafa 5 leikmenn, þeir Mogens Krogh, Per Nielsen, Soren Kolding, Ole Bjur og Kim Gaubaard, spilað yfir 30 Evrópuleiki fyrir Bröndby. Danski landsliðsmaðurinn Ole Bjur er samt leikjahæstur með 42 leiki. -ÓHÞ Kristján Finnbogason, Sigurður Örn Jónsson, David Winnie/Gunnar Ein- arsson, Bjami Þorsteinsson, Þórhallur Hinriksson, Sigursteinn Gíslason, Þor- steinn Jónsson, Sigþór Júlíusson, Ein- ar Þór Daníelsson, Andri Sigþórsson. Fjölmargir útsendarar frá dönskum og enskum liðum verða á leik Bröndby og KR í kvöld til að fylgjast með leikmönn- um KR. Þeir eru meðal annarra að skoða Sigþór Júliusson, Þórhall Hinriksson og Bjarna Þorsteinsson. KR-ingar œttu að þekkja vel til eins af leikmönnum Bröndby. Það er Svíinn Krister Nordin sem lék með sænska lið- inu AIK gegn KR i fyrstu umferð Evrópu- keppni bikarhafa á Laugardalsvelli árið 1996. AIK sigraði í leiknum, 0-1, og skor- David Winnie meiddist á æfingu í gær og er tæpur í leikinn í dag. Ef hann er ekki klár í slaginn kemur Gunnar Ein- arsson í hans stað. Marel Baldvinsson, sem hefur undan- farna daga verið orðaður við norska úr- valsdeildarliðið Stabæk, mun fara í læknisskoðun hjá félaginu á fimmtudag og ef hann stenst hana þykir mjög lík- legt að hann skrifi undir samning við Stabæk. Marel mun þó spila nokkra leiki til viðbótar með Breiðabliki áður en hann hverfur til Noregs. Samkvæmt heimild- um DV mun Stabæk borga 35 milljónir króna fyrir Marel en sú upphæð gæti hækkað upp í 50 mifljónir ef Marel nær tilskildum fjölda leikja. -ÓHÞ KR-Brondby punktar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.