Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2000, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2000 DV Fréttir Milljónir og mannslíf Lausaganga búfjár: í hættu - óhöpp tengd búfénaði fara vaxandi MYND SJÖVÁ-ALMENNAR Bíleigandinn ber allan kostnaðfnn Bíll fór út af veginum undir Hafnarfjalli síöastliöinn laugardag er ökumaöurinn sveigöi frá kind sem hljóp út á veginn. Fólkiö slasaöist tiltölulega lítiö og kindin slapp, en bíllinn er ónýtur. Lausaganga búpenings er bönnuö á svæö- inu. Þar sem eigandinn var ekki meö bílinn í kaskótryggingu ber hann allan kostnaöinn af tjóninu. í fyrra tengdist 251 umferðaró- happ lausagöngu búfjár og fer þessi tala ískyggilega hratt vaxandi. Árið 1999 varð 25 prósenta fjölgun á þess- um umferðaróhöppum frá árinu á undan og það ár hafði óhöppum vegna lausagöngu fjölgað um 20 pró- sent síðan árið 1997. „Á eftir ölvunarakstri og hraðakstri koma lausagöngumálin sem áhættuþáttur í umferðinni. Þau eru í þessari röð, þetta er mjög hættulegt," sagði Theodór Kr. Þórð- arson, lögregluvarðstjóri í Borgar- nesi, sem einnig er formaður um- ferðaröryggisnefndar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og Akraness. „Hægt er að draga úr fjölda um- ferðaróhappa með markvissri hraðagæslu og almennri löggæslu, en árangursríkasta slysavörnin á þessu svæði væri ef við gætum al- veg útilokað að ekið væri á búpen- ing,“ bætti Theodór við. Lögleg lausaganga Samkvæmt íslenskum lögum er lausaganga bönnuð þar sem girt er báðum megin vega sem flokkast undir stofnvegi og tengivegi. Meira er um þessi óhöpp á ákveðnum svæðum landsins þar sem umferð- arþungi er mikill. Borgames, Isa- fjörður og Blönduós eru þess vafa- sama heiðurs aðnjótandi að vera með hæstar tölur yfir umferðaró- höpp vegna lausagöngu sauðfjár á síðasta ári. Lögreglan í Borgarfiröi hefur vakið athygli á lausagöngu búpen- ings í gegnum árin. Fyrir nokkrum árum setti hún endurskinsmerki á 200 hross sem gengu laus á vegum. í kjölfarið var hugað betur að girð- ingum með fram þjóðveginum og lít- ið er um það nú að ekið sé á hross í Borgarfirði. En samt sem áður voru 39 umferðaróhöpp í Borgarfirði þar sem ekið var á kindur í fyrra. „Okkur sem komum að þessum slysum er ljóst hvað hún er hættu- leg, þessi lausaganga," sagði Theo- dór. „Ég tel það eina árangursrík- ustu slysavömina að beita sér af krafti gegn lausagöngunni á vegum. Við stefnum að því að henni verði Sigrún María Kristinsdóttir blaöamaöur sinnt með því móti að vegsvæðið verði smalað, kindurnar teknar í rétt og þar verði lesið úr mörkum hver á þær. Við viljum koma þessu í þetta far að það séu bara ákveðnir smalar sem ganga í þetta.“ Hann bætti því við að þetta myndi annaðhvort vera verkefhi Vegagerðarirmar eða sveit- arfélaganna. Vegagerðin í Borgar- flrði hefur nú þegar sett sérstakan mann í að fylgjast með lausagöngu búpenings og ástandi girðinga. Féð valsar fram og til baka „Þegar féð er komið á bragðið fer það oft heilmiklar krókaleiðir til þess að komast á veginn aftur,“ sagði Theodór. „Þetta er ekki mjög víða, en ástandið er slæmt frá Hval- fjarðargöngum og að Borgarfjarðar- brú, að hluta til vegna þess að ekki er rekið á fjall, og svo vegna þess að Theodór Kr. Þórðarson. giröingar halda ekki alls staðar.“ Lausaganga búfjár í vegarkantinum er bönnuð á þessu svæði. Aftur á móti er hún leyfð á Holtavörðuheið- inni, sem er afréttur og engar girð- ingar eru þar. Fé er sleppt þar á vor- in og svo er smalað aftur á haustin. Vegagerðin ætlar að setja upp skilti sem vara ökumenn við því að laust búfé er á svæðinu. „Þama finnst okkur að Vegagerð- in eigi að láta girða,“ sagði Theodór. „Þama valsar féð fram og til baka og þetta er mjög hættulegur staður.“ Milljónatjón Það eru ekki bara bíleigendur sem þurfa að bera skaðann ef þeir aka á búfénað. Fyrir rúmu ári dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur bónda i Rangárvallasýslu til þess að greiða bílaeiganda 150.000 krónur fyrir tjón á bíl sem ók á kind bónd- ans. Kindin hljóp ásamt tveimur lömbum út á þjóðveginn þar sem girt var beggja vegna vegarins og lausaganga búfjár með öllu bönnuð. Ærin drapst við ákeyrsluna og bíll- inn var það mikið skemmdur að ekki þótti taka að gera við hann. Þetta heyrir þó til undantekninga og stærstu tjónþolar vegna ákeyrslu á búfé eru bílaeigendurnir sjálfir. Upphæðimar sem eytt er i tjón af völdum lausagöngu búpenings á ári hverju á íslandi eru gífurlegar. DV leitaði upplýsinga hjá Sjóvá-Al- mennum, einu af þremur stærstu tryggingafélögum landsins. Sjóvá- Almennar hafa greitt 11-12 milljón- ir á ári síðustu þijú árin í eigna- skemmdir vegna lausagöngu og lík- legt er að ökumenn hafi þá greitt annað eins. Einnig greiddi trygg- ingafélagið 6-7 milljónir á ári í bú- fjárbætur til bænda. Áætla má að hlutdeild Sjóvár-Almennra sé ein- ungis þriðjungur þeirra fjármuna sem öO tryggingafélögin greiða í eignatjón af völdum búpenings á vegum landsins. Hafa ber í huga að greiðslur tryggingafélaganna em upphæðir sem almenningur greiðir með iðgjöldum sínum. Þar fyrir utan er kostnaðurinn við slysin, sem erfitt er að setja töl- ur á, sérstaklega ef þau kosta mannslíf. -SMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.