Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2000, Blaðsíða 28
44 Tilvera MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2000 DV Sirkus Agora á Höfn í kvöld Norski sirkusinn Agora er væntanlegur til Hafnar í Homa- firði í dag. í kvöld verður fyrri sýning af tveimur á vegum sirkussins og hefst hún klukkan 19. í sirkusnum starfa á þriðja tug listamanna sem sýna hinar ótrúlegustu listir eins og sirkus- fólki er einu lagið. Sirkusinn hef- ur verið á hringferð um landið og er Höfn næstsíðasti áfangastað- urinn í þetta skiptið en ferðinni lýkur á Seyðisfirði á á miðviku- dag. Myndlist i GÁLLERÍ ASH. VARMAHL'H) Sveinbjörg Hallgrímsdóttir opnaði grafíksýningu um helgina í Gallerí Ash, Varmahlíð, Skagafiröi. Sýning- una nefnir hún Gáttir en myndefnið er aðallega sótt í innbæinn á Akur- eyri. Sjónarhornið er gluggar og dyr (gáttir) sem gefa húsunum svip og persónuleika. Sveinbjörg stofnaöi og rekur Gallerí Svartfugl í Listagilinu á Akureyri. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga og henni lýkur 11. ágúst. ■ GALLERÍ HLEMMUR Hildur Jóns- dóttir opnaði sýninguna Hlð góða, vonda og Ijóta eðli náttúrunnar í galleri@hlemmur.is í dag kl. 17. Hún sýnir mjög nákvæmar trélita- teikningar og vídeóverk af ýmsum fyrirbærum náttúrunnar. Hildur hefur á annað ár rannsakað garðinn og eyðimörkina. Hún kemur fyrir í eigin verkum sem eins konar sögumaður eða „prestur" og mun tala á opnun- inni um hið góða, vonda og Ijóta eðli náttúrunnar. Hildur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann ár- in 1991-1994 og hefur verið nem- andi við Hochschule fúr bildende Kúnste-Hamburg frá árinu 1994. Hún er búsett í Hamborg. Sýningin er opin á sama tíma og galleríið. ■ GALLERÍ SÆVARS KARLS Lista maðurinn Magnús Tumi Magnússon opnaði þriðju einkasýningu sína um helgina. Sýningin er í Galleríi Sæv- ars Karls við Bankastræti og er oþin á afgreiðslutíma verslunarinnar. ■ LISTHÚS ÓFEIGS Finnski gull- smiðurinn, myndlistarmaðurinn og iönhönnuðurinn Jouni Jápplnen opn- aði um helgina sýningu á verkum sínum í Llsthúsi Ófeigs að Skóla- vörðustíg 5. Jouni er þekktur lista- maður í heimalandi sínu og hefur hann tekið sér margt fyrir hendur, m.a. hönnunarráðgjóf fyrir iðnaðar- framleiðslu, kvikmyndagerð, kennslu í silfursmíði, myndlist, iönhönnun og smíöi báta. Sýningin stendur til 9. ágúst. ■ HANPRITASÝNING í Stofnun Árna Magnússonar stendur nú yfir handritasýning. Sýningin er opin daglega frá 13 til 17. Unnt er að panta sýningu utan reglulegs sýningartíma sé þaö gert með dags fýrirvara. ■ REYKJAVÍK í BRÉFLIM OG DAGBOKUM Er yfirskrift sýningar í Þjóðarbókhlöðu sem nú stendur yfir. Þetta er sumarsýning þar sem varpað er Ijósi á Reykjavík á 19. öld og á fýrri hluta 20. aldar meö serstakri áherslu á hlutskipti íslenskra alþýðukvenna og um leiö veröa kynntar á nýstárlegan hátt þær heimildir sem varðveittar eru á handritadeild Landsbókasafns. Sjá nánar: liflð eftir vinnu á Vísl.is Tíminn fyllir hólf og gólf - hugsum okkur heim þar sem orsök og afleiðing eru reikul í rásinni Tomasar Lemarquis, syn- ingu Dansleikhússins og andauglýsingu Andaug- lýsingafélagsins. Tíminn er ekki magn heldur eiginleiki, eins og næturbjarminn ' yfir trján- DV-MYND EINAR J. Leiksýning Dansleikhússins. Kristjan Leifur Pálsson „ana- lyser" og Brekl Arnason Johnsen auglýsingabrallarl. Fjöllistahópurinn \ Hópur fólks var með maraþoninnsetningu i gamla ÍR-húsinu við Túngötu um helgina. Þar mátti meðal annars berja augum innsetningu Hoskuldur Ulfarsson og Sölvi Blöndal úr Quarashi. um þeg ar tunglið er ný komið yfir trjátopp ana Steingrímur Hallgrímsson „bjargvættur" og Hlynur Pálsson úr Andauglýslngafélaginu ih. smmm Bíógagnrýni ■ Kringlubíó/Saga-bió - Romeo Must Die: ++ Tölvuvædd slagsmál Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir Nokkrum sinnum hafa litið dags- ins ljós einkennilegar kvikmynda- útgáfur af klassískum leikverkum Wiiliams Shakespeares, en sjálfsagt er engin eins langt frá uppruna sín- um og Romeo Must Die sem að upp- byggingu hefur Rómeó og Júlíu að fyrirmynd. í stað Veronu er sögu- sviðið Oakland í Bandaríkjunum og segir í myndinni frá stríði tveggja glæpamannafjölskyldna þar sem öllu er fórnað til að halda völdum. Þar með má segja að samlíkingunni ljúki því það er í raun fátt annað sem minnir á leikritið annað en nafn myndarinnar og að það er ást við fyrstu sýn þegar börn hinna stríðandi leiðtoga hittast. Önnur fjölskyldan er skipuð skúrkum af kínversku bergi brotnu og í henni eru svartir Ameríkanar. Það er því fátt sem þessir tveir flokkar sjá með sömu augum og nú ætla flokkamir báðir að græða á lóðabraski. Þegar sonur kínverska leiðtogans er myrtur er fjandinn laus, ekki bara í Oakland því í Hong Kong situr bróðir þess látna i fang- elsi. Þegar hann fréttir af dauða bróður síns halda honum engin bönd og hann brýst út út fangelsinu og heldur í vesturvíking. Viti menn, fyrsta manneskjan sem hann hittir fyrir í Oakland er fögur dóttir hins svarta leiðtoga og þar með er okkar Rómeó búinn að finna sina Júlíu. Segja má að Romeo Must Die sé vel poppað kung fu. Tónlistin er Hip-hop og rapp og hinar sérlega vel útfærðu slagsmálasenur hafa að hluta orðið til í tölvum. Vel heppn- uð og skemmtileg atriði - og em slagsmálin það besta við myndina. Jet Li, sem fetar i fótspor landa síns Jackie Chan hefur næga persónu- töfra til að halda uppi myndinni. Hann er greinilega mjög góður i sinni slagsmálalist og fær verðuga mótherja. Þó má segja að slagsmál- in taki stundum á sig ballettformið i þrautþjáifuðum sviðsetningum. Hversu góður Jet Li er i sjálfs- varnaríþróttum er erfitt að dæma um þar sem kvikmyndatæknin eyk- ur áhrifin. Aðrar persónur í mynd- inni eru margar vel heppnaðar, skemmtilegir karakter á borð við þann feitlagna Maurice (Anthony Anderson), en kómíkin í myndinni er mest á hans kostnað. Romeo Must Die er kannski of poppuð til að falla hörðustu aðdá- endum Bruce Lee og Jackie Chan i geð, en er á köflum ágæt skemmtun. Lelkstjóri: Andrzej Bartkowiak. Handrlt: Mitchel Kapner og Eric Brent. Aðalleikar- ar: Jet Li, Delroy Lindo, Aaliyah og Isaiah Washinton.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.